Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar 11. ágúst 2025 10:01 Hamasliðar réðust inn í Ísrael 7. október 2023, svívirtu þar og drápu saklausa borgara og numu fjölda á brott. Þennan óafsakanlega glæp má rekja til ofbeldis Ísraels gegn Palestínumönnum allt síðan Ísraelum var, eftir síðari heimsstyrjöld, afhent land sem rænt var frá Palestínumönnum. JÁ, það var landrán og því breytir ekki sú fráleita túlkun á eldgömlum texta, að Ísrael sé Guðs útvalin þjóð. Ísraelsríki hóf strax eftir 7. október 2023 þaulskipulagða útrýmingu fólks á Gaza með viðbjóðslegum aðferðum. Fólk er limlest og drepið með sprengjum og skotvopnum. Hungri er skipulega beitt með því t.d. að mestur hluti ræktarlands og stór hluti innviða í sjávarútvegi hafa verið eyðilagðir, hamlað er neyðarhjálp og fólk í biðröðum á úthlutunarstöðum matvæla er skotið til bana. Þá hefur Ísraelsher eyðilagt flest ef ekki öll sjúkrahús og vísvitandi drepið heilbrigðisstarfsfólk og þannig dregið úr lífslíkum veikra og særðra og greitt götu sýkinga sem veita mörgum náðarhöggið. Til að lágmarka vandaðan fréttaflutning af því sem gerist drepa böðlar Ísraels fréttamenn. Á Gaza er ekki stríð, heldur einhliða slátrun af hálfu Ísraels, þjóðarmorð sem réttilega er líkt við helför nasista gegn Gyðingum. Allur þessi viðbjóður er gerður með vitund, vilja og beinum stuðningi Bandaríkjanna, sem augljóslega eru meðsek um þjóðarmorð. Íslensk stjórnvöld, bæði síðasta og núverandi ríkisstjórn hafa ekki fremur en flest önnur vestræn stjórnvöld gripið til refsiaðgerða gegn Ísrael. Gerir slíkt aðgerðaleysi stjórnvöld og þjóð ekki siðferðilega meðsek? Hvers vegna? Hvers vegna grípur ríkisstjórn okkar ekki til refsiaðgerða gegn þjóðarmorðingjunum? Hvers vegna krefst stjórnarandstaðan ekki slíkra aðgerða gegn Ísrael? Síðast en ekki síst, hví standa þeir þingmenn sem eru eitt eða fleira af eftirtöldu; mæður, feður, ömmur, afar, systur, bræður, frænkur eða frændur barna, ekki upp fyrir palestínsk börn? Hví kæra þau ekki Ísrael fyrir þjóðarmorð og setja viðskiptabann á ríkið með öllum atkvæðum Alþingis, sem þau trúlega ráða yfir? Hvers vegna er Ísland ekki orðið þátttakandi í svokölluðum Haag hópi þjóða sem vilja stöðva flutning hergagna til Ísraels og framfylgja alþjóðalögum gegn þeim sem fremja glæpi gagnvart íbúum Palestínu? Hverra hagsmuna er gætt með aðgerðaleysinu? Við þurfum svör! Þingheimur allur og sérlega ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra skulda þjóðinni skýringar á aðgerðaleysi sínu. Eru það lygar bandarískra stjórnvalda sem blinda ykkur sýn eins og ráðherrunum Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni sem gerðu okkur meðsek um innrás í Írak? Eru það bandarískir hagsmunir, ekki almennings, heldur tiltekinna ofurríkra einstaklinga og fyrirtækja sem þingmenn láta binda hendur sínar? Er það þjónkun við Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem ræður för? Er það aumkunarverð framkoma Mark Rutte framkvæmdastjóra NATO, sem skjallar Trump á einfeldningslegan hátt, sem heillar ykkur? Ein spurning að lokum með vísan í mjög málefnaleg viðbrögð ónefnds manns, sem þekkir vel til lyfjabransans, við grein minni: "Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni. Hann sagði m.a.: "Úff… við kaupum mest af okkar venjulegu lyfjum frá Israel læknir góður. Líklega um 75% allra samheitalyfja." Því spyr ég hvort meintir hagsmunir íslenskra sjúklinga vegna sterkrar stöðu Ísraels sem lyfjaframleiðanda eða annað hliðstætt stýri gjörðum Alþingis? Hver sem skýringin er á aðgerðaleysinu, þá á þjóðin heimtingu á að vita hana. Hvers vegna er ekki gripið til refsiaðgerða gegn Ísrael? Ég óska svara ! Höfundur er læknir, situr fyrir VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings og er í stjórn VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Heimisson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Skoðun Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Hamasliðar réðust inn í Ísrael 7. október 2023, svívirtu þar og drápu saklausa borgara og numu fjölda á brott. Þennan óafsakanlega glæp má rekja til ofbeldis Ísraels gegn Palestínumönnum allt síðan Ísraelum var, eftir síðari heimsstyrjöld, afhent land sem rænt var frá Palestínumönnum. JÁ, það var landrán og því breytir ekki sú fráleita túlkun á eldgömlum texta, að Ísrael sé Guðs útvalin þjóð. Ísraelsríki hóf strax eftir 7. október 2023 þaulskipulagða útrýmingu fólks á Gaza með viðbjóðslegum aðferðum. Fólk er limlest og drepið með sprengjum og skotvopnum. Hungri er skipulega beitt með því t.d. að mestur hluti ræktarlands og stór hluti innviða í sjávarútvegi hafa verið eyðilagðir, hamlað er neyðarhjálp og fólk í biðröðum á úthlutunarstöðum matvæla er skotið til bana. Þá hefur Ísraelsher eyðilagt flest ef ekki öll sjúkrahús og vísvitandi drepið heilbrigðisstarfsfólk og þannig dregið úr lífslíkum veikra og særðra og greitt götu sýkinga sem veita mörgum náðarhöggið. Til að lágmarka vandaðan fréttaflutning af því sem gerist drepa böðlar Ísraels fréttamenn. Á Gaza er ekki stríð, heldur einhliða slátrun af hálfu Ísraels, þjóðarmorð sem réttilega er líkt við helför nasista gegn Gyðingum. Allur þessi viðbjóður er gerður með vitund, vilja og beinum stuðningi Bandaríkjanna, sem augljóslega eru meðsek um þjóðarmorð. Íslensk stjórnvöld, bæði síðasta og núverandi ríkisstjórn hafa ekki fremur en flest önnur vestræn stjórnvöld gripið til refsiaðgerða gegn Ísrael. Gerir slíkt aðgerðaleysi stjórnvöld og þjóð ekki siðferðilega meðsek? Hvers vegna? Hvers vegna grípur ríkisstjórn okkar ekki til refsiaðgerða gegn þjóðarmorðingjunum? Hvers vegna krefst stjórnarandstaðan ekki slíkra aðgerða gegn Ísrael? Síðast en ekki síst, hví standa þeir þingmenn sem eru eitt eða fleira af eftirtöldu; mæður, feður, ömmur, afar, systur, bræður, frænkur eða frændur barna, ekki upp fyrir palestínsk börn? Hví kæra þau ekki Ísrael fyrir þjóðarmorð og setja viðskiptabann á ríkið með öllum atkvæðum Alþingis, sem þau trúlega ráða yfir? Hvers vegna er Ísland ekki orðið þátttakandi í svokölluðum Haag hópi þjóða sem vilja stöðva flutning hergagna til Ísraels og framfylgja alþjóðalögum gegn þeim sem fremja glæpi gagnvart íbúum Palestínu? Hverra hagsmuna er gætt með aðgerðaleysinu? Við þurfum svör! Þingheimur allur og sérlega ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra skulda þjóðinni skýringar á aðgerðaleysi sínu. Eru það lygar bandarískra stjórnvalda sem blinda ykkur sýn eins og ráðherrunum Davíð Oddssyni og Halldóri Ásgrímssyni sem gerðu okkur meðsek um innrás í Írak? Eru það bandarískir hagsmunir, ekki almennings, heldur tiltekinna ofurríkra einstaklinga og fyrirtækja sem þingmenn láta binda hendur sínar? Er það þjónkun við Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem ræður för? Er það aumkunarverð framkoma Mark Rutte framkvæmdastjóra NATO, sem skjallar Trump á einfeldningslegan hátt, sem heillar ykkur? Ein spurning að lokum með vísan í mjög málefnaleg viðbrögð ónefnds manns, sem þekkir vel til lyfjabransans, við grein minni: "Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni. Hann sagði m.a.: "Úff… við kaupum mest af okkar venjulegu lyfjum frá Israel læknir góður. Líklega um 75% allra samheitalyfja." Því spyr ég hvort meintir hagsmunir íslenskra sjúklinga vegna sterkrar stöðu Ísraels sem lyfjaframleiðanda eða annað hliðstætt stýri gjörðum Alþingis? Hver sem skýringin er á aðgerðaleysinu, þá á þjóðin heimtingu á að vita hana. Hvers vegna er ekki gripið til refsiaðgerða gegn Ísrael? Ég óska svara ! Höfundur er læknir, situr fyrir VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings og er í stjórn VG.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun