Ekki er allt gull sem glóir Göran Dahlgren og Lisa Pelling skrifa 14. október 2024 13:32 Það var okkur ánægja og heiður þegar okkur var nýlega boðið að fjalla um áhrif einkavæðingar á heilbrigðisþjónustu í Eddu, Húsi íslenskra fræða. Ekki er nóg með að Edda Hús íslenskra fræða sé fögur bygging, hún minnir einnig á það sem læra má af íslenskum söguarfi. Þegar Snorri Sturluson heimsótti Svíþjóð í byrjun 13. aldar flutti hann með sér visku og reynslu frá landi þingsins sem skilaði sér inn í elstu lög Svía frá þessum tíma, Västgöta lögin, í sjálfri grundvallarreglunni sem siðað samfélag byggir á: land ska med lag byggas, með lögum skal land byggja. Samfélag byggi á lögum en ekki duttlungum Þetta eru orð að sönnu og í samræmi við erindi okkar við ykkur: að minna á mikilvægi þess að samfélag eigi að byggja á lögum en ekki duttlungum markaðarins eða hugmyndum um hvernig megi auka arðsemi sem mest í heilbrigðisþjónustunni. Þessu vildum við koma til skila með bók okkar, Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu – aðgerðaáætlun (Jämlik vård – handlingsplan), en sú bók hefur nú verið þýdd á íslensku. Helstu skilaboð okkar eru þau að markaðsvæðing heilbrigðisþjónustunnar leiði til ójafnaðar og gangi þar með þvert á þau grunngildi sem Íslendingar vilja í heiðri hafa, það er að segja að allir landsmenn hafi jafnan rétt til aðgengis að heilbrigðisþjónustu í samræmi við þarfir hvers og eins. Þetta skuli gilda um alla, ríka jafnt sem snauða, karla sem konur, þá sem eru með einhvers konar fötlun og hina sem eru lausir við slíkt og svo einnig fólk sem býr í þéttbýli jafnt sem fólk sem býr í afskekktum héruðum í dreifbýli. Þörf en ekki gróði Í Svíþjóð stærðum við okkur lengi vel af heilbrigðisþjónustu sem væri rekin fyrir almannafé og sinnti fólki á grundvelli þarfa en ekki með hliðsjón af hagnaðarmöguleikum. Heilbrigðislögin (Hälso-och sjukvvårdslagen) frá 1982 lögfestu þessa hugsun þar sem segir að markmið allrar heilbrigðisþjónustu sem fjármögnuð sé með almannafé skuli vera að stuðla að “heilbrigði og heilsugæslu á jafnréttisgrunni fyrir allt samfélagið.” Þeir sem væru í mestri þörf ættu að njóta forgangs. Þær stjórnsýslueiningar sem hefðu skipulag heilbrigðisþjónustunnar með höndum ættu að ráðstafa þeim fjármunum, sem ætlaðir væru til að fjármagna hana, á grundvelli þarfa þeirra sem þyrftu á henni að halda. En breytingar í anda markaðshyggju og einkavæðing þjónustunnar hafa umbylt þeirri heilbrigðisþjónustu sem við rekum sem skattgreiðendur. Frá því í byrjun tíunda áratugarins hefur sú breyting smám saman orðið til þess að heilbrigðiskerfið, sem greitt er fyrir með sköttum okkar, hefur breyst frá því að byggja á þörf yfir í kerfi sem horfir til hagnaðar. Samfara þessu hafa landamæri heilbrigðisþjónustu og viðskiptahagsmuna orðið sífellt óskýrari. Ein afleiðing markaðsvæðingar heilbrigðisþjónustunnar er sú, að einkavædd heilbrigðisþjónusta, fjármögnuð með skattfé, opnar faðminn ekki fyrir þeim sem eru í bráðastri þörf heldur hinum sem sækjast eftir þjónustu sem mest er greitt fyrir. Staðreyndin er óvéfengjanlega sú, að þeir sem sækjast eftir sem mestum hagnaði beina fjármagninu í samræmi við það: frá dreifbýli til þéttbýlis og frá fátækum til ríkra. Í stað heilbrigðiskerfis sem stuðlar að heilbrigði allra, þá leiðir markaðsvædd þjónusta til ójafnaðar hvað varðar heilsufar og aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Valfrelsi almennings eða fjárfesta? Í Svíþjóð hefur markaðsvæðing heilbrigðisþjónustunnar, og þar með ráðstöfun opinberra fjármuna með hliðsjón af hagnaðarvon í stað þarfa, fengið byr undir vængi með svokölluðum “valfrelsislögum” (Lagen om valfrihetssystem, LOV). En valfrelsi var fyrir hendi áður en þessi lög komu til sögunnar. Valfrelsi samkvæmt «valfrelsislögunum» ætti með réttu að kallast «heimild til handa rekstraraðilum til þess að velja það sem þeir geta best hagnast á». Lögin heimila nefnilega einkareknum fyrirtækjum að opna almennar og sérhæfðar þjónustustöðvar þar sem þau telja arðvænlegast að vera alveg óháð raunverulegri þörf fyrir þjónustu þeirra. Þetta hefur haft í för með sér ósanngjarna dreifingu opinberra fjármuna, þannig að betur stæð svæði í þéttbýli hafa notið góðs af á kostnað fátækari svæða í dreifbýli. Ekkert annað ríki hefur valið að fara þessa leið, að nýta almennt skattfé í þágu hagnaðardrifins einkareksturs. Jafnvel vægari útgáfur einkavæðingar hafa haft mjög neikvæðar afleiðingar í för með sér. Eftirlitslausri einkavæddri starfsemi sem fjármögnuð er af hinu opinbera má líkja við kerfislæga sýkingu þar sem eitt leiðir af öðru, aukinn ójöfnuður og hærri útgjöld. Þess vegna er það gríðarlega mikilvægt fyrir lönd á borð við Ísland að hemja gróðaöflin með regluverki til að tryggja sanngjarna og hagkvæma heilbrigðisþjónustu. Svo koma einkatryggingarnar Ástæða er til að vekja sérstaklega athygli á því að hætt er við því, eins og dæmi eru um, að hagnaðardrifið kerfi fjármagnað af hinu opinbera opni tryggingafyrirtækjum leið inn í heilbrigðiskerfið þar sem þau finna fyrir arðvænlegan markað. Þar sem einkarekin fyrirtæki fjármögnuð af hinu opinbera geta alltaf treyst á tekjustreymi frá skattgreiðendum geta þau fyrir bragðið leyft sér að krefja tryggingafyrirtækin um hóflegri gjöld fyrir þá einstaklinga sem leggja peninga með sér. En þar sem skortur er á heilbrigðisstarfmönnum hefur forgangsröðun þeirra sem fá meðlag frá einkatryggingu það í för með sér að þeir sem einvörðungu reiða sig á opinbert framlag þurfa að bíða lengur. Þetta þýðir það líka að einstaklingar sem eru tryggðir hjá einkareknu tryggingafélagi, en með minniháttar heilsuvanda, fá forgang umfram þá sem eru án slíkra trygginga en þjást af alvarlegri kvillum. Ráðlegging til íslenskra stjórnmálamanna Við ráðleggjum íslenskum stjórnmálamönnum sem fást við heilbrigðismál og stjórnvöldum á því sviði eindregið að standa gegn þessari þróun. Það geta þau gert með því að setja inn í alla samninga sem gerðir eru við hagnaðardrifin fyrirtæki að þeim sé ekki heimilt að veita sjúklingum með einkatryggingu forgang á nokkurn hátt. Í stuttu máli þá er ljóst að helstu afleiðingar af markaðsvæðingu og einkavæðingu innan sænska heilbrigðiskerfisins á undanförnum þrjátíu árum eru þessar:Vaxandi ójöfnuður í kerfi sem almenningur fjármagnar á milli þéttbýlis og dreifbýlis á milli hópa sjúklinga sem annars vegar eru þjakaðir af alvarlegum sjúkdómum og hins vegar léttvægari kvillum á milli hátekju og lágtekjuhópa Þennan ójöfnuð má rekja til viðskiptahagsmuna sem njóta stuðnings stjórnmálamanna sem aðhyllast hægri sinnaða markaðshyggju. Þeir líta svo á að þessar áherslur falli kjósendum þeirra í geð því þær tryggi þeim öryggi í heilbrigðiskerfinu. Þeir sem tapa á þessum kerfisbreytingum er fólk með lægri tekjur og yfirleitt lakara heilsufar. Það er góðs viti og að okkar mati sérstakt ánægjuefni að Alþýðusamband Íslands, BSRB og ÖBÍ réttindasamtök skuli standa að útgáfu bókar okkar. Staðreyndir afhjúpa blekkingar Hugmyndafræðin að baki breytingunum í Svíþjóð í anda markaðshyggju byggir á því að samkeppni og einkavæðing bæti gæði þjónustunnar og geri hana hagkvæmari og ódýrari. Það er oftast látið fylgja með að þessar breytingar auðveldi aðgang að heilbrigðisþjónustu, dragi úr skrifræði og stuðli að nýsköpun. Sjaldnast finna menn þó slíkum fullyrðingum stað. Það er einfaldlega gengið út frá því að þær standist jafnvel þótt sýnt sé fram á hið gagnstæða með því að benda á staðreyndir eins og gert er í þessari bók. Ekki er allt gull sem glóir. Sænska markaðsvæðingin er víti til að varast Við erum þakklát fyrir að fá tækifæri til að leggja af mörkum í umræðu um íslensk heilbrigðismál og við erum vongóð um að íslenskir stjórnmálamenn sýni fyrirhyggju og forðist að líta á markaðsvæðingu sænska heilbrigðiskerfisins sem fyrirmynd því hún stenst einfaldlega ekki kröfur um gott siðferði. *) Við erum þakklát þeim Einari Magnússyni, Gunnari Alexander Ólafssyni, Ingimar Einarssyni og Ögmundi Jónassyni fyrir að þýða bók okkar og Pálínu Héðinsdóttur færum við þakkir fyrir að ritstýra og prófarkalesa bókina í íslenskri útgáfu svo og Nönnu Hermannsdóttur fyrir veitta ráðgjöf við þessa vinnu. Þá ítrekum við þakkir til Alþýðusambands Íslands, BSRB og ÖBÍ réttindasamtaka sem gefa bókina út. Hún er aðgengileg hér: https://vinnan.is/wp-content/uploads/2024/10/Dahlgren_IS_A5_fyrir-vef-Okt-2024.pdf Lisa Pelling, sænskur stjórnmálafræðingur og yfirmaður Arena IdéGöran Dahlgren, sænskur sérfræðingur og ráðgjafi í lýðheilsumálum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Það var okkur ánægja og heiður þegar okkur var nýlega boðið að fjalla um áhrif einkavæðingar á heilbrigðisþjónustu í Eddu, Húsi íslenskra fræða. Ekki er nóg með að Edda Hús íslenskra fræða sé fögur bygging, hún minnir einnig á það sem læra má af íslenskum söguarfi. Þegar Snorri Sturluson heimsótti Svíþjóð í byrjun 13. aldar flutti hann með sér visku og reynslu frá landi þingsins sem skilaði sér inn í elstu lög Svía frá þessum tíma, Västgöta lögin, í sjálfri grundvallarreglunni sem siðað samfélag byggir á: land ska med lag byggas, með lögum skal land byggja. Samfélag byggi á lögum en ekki duttlungum Þetta eru orð að sönnu og í samræmi við erindi okkar við ykkur: að minna á mikilvægi þess að samfélag eigi að byggja á lögum en ekki duttlungum markaðarins eða hugmyndum um hvernig megi auka arðsemi sem mest í heilbrigðisþjónustunni. Þessu vildum við koma til skila með bók okkar, Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu – aðgerðaáætlun (Jämlik vård – handlingsplan), en sú bók hefur nú verið þýdd á íslensku. Helstu skilaboð okkar eru þau að markaðsvæðing heilbrigðisþjónustunnar leiði til ójafnaðar og gangi þar með þvert á þau grunngildi sem Íslendingar vilja í heiðri hafa, það er að segja að allir landsmenn hafi jafnan rétt til aðgengis að heilbrigðisþjónustu í samræmi við þarfir hvers og eins. Þetta skuli gilda um alla, ríka jafnt sem snauða, karla sem konur, þá sem eru með einhvers konar fötlun og hina sem eru lausir við slíkt og svo einnig fólk sem býr í þéttbýli jafnt sem fólk sem býr í afskekktum héruðum í dreifbýli. Þörf en ekki gróði Í Svíþjóð stærðum við okkur lengi vel af heilbrigðisþjónustu sem væri rekin fyrir almannafé og sinnti fólki á grundvelli þarfa en ekki með hliðsjón af hagnaðarmöguleikum. Heilbrigðislögin (Hälso-och sjukvvårdslagen) frá 1982 lögfestu þessa hugsun þar sem segir að markmið allrar heilbrigðisþjónustu sem fjármögnuð sé með almannafé skuli vera að stuðla að “heilbrigði og heilsugæslu á jafnréttisgrunni fyrir allt samfélagið.” Þeir sem væru í mestri þörf ættu að njóta forgangs. Þær stjórnsýslueiningar sem hefðu skipulag heilbrigðisþjónustunnar með höndum ættu að ráðstafa þeim fjármunum, sem ætlaðir væru til að fjármagna hana, á grundvelli þarfa þeirra sem þyrftu á henni að halda. En breytingar í anda markaðshyggju og einkavæðing þjónustunnar hafa umbylt þeirri heilbrigðisþjónustu sem við rekum sem skattgreiðendur. Frá því í byrjun tíunda áratugarins hefur sú breyting smám saman orðið til þess að heilbrigðiskerfið, sem greitt er fyrir með sköttum okkar, hefur breyst frá því að byggja á þörf yfir í kerfi sem horfir til hagnaðar. Samfara þessu hafa landamæri heilbrigðisþjónustu og viðskiptahagsmuna orðið sífellt óskýrari. Ein afleiðing markaðsvæðingar heilbrigðisþjónustunnar er sú, að einkavædd heilbrigðisþjónusta, fjármögnuð með skattfé, opnar faðminn ekki fyrir þeim sem eru í bráðastri þörf heldur hinum sem sækjast eftir þjónustu sem mest er greitt fyrir. Staðreyndin er óvéfengjanlega sú, að þeir sem sækjast eftir sem mestum hagnaði beina fjármagninu í samræmi við það: frá dreifbýli til þéttbýlis og frá fátækum til ríkra. Í stað heilbrigðiskerfis sem stuðlar að heilbrigði allra, þá leiðir markaðsvædd þjónusta til ójafnaðar hvað varðar heilsufar og aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Valfrelsi almennings eða fjárfesta? Í Svíþjóð hefur markaðsvæðing heilbrigðisþjónustunnar, og þar með ráðstöfun opinberra fjármuna með hliðsjón af hagnaðarvon í stað þarfa, fengið byr undir vængi með svokölluðum “valfrelsislögum” (Lagen om valfrihetssystem, LOV). En valfrelsi var fyrir hendi áður en þessi lög komu til sögunnar. Valfrelsi samkvæmt «valfrelsislögunum» ætti með réttu að kallast «heimild til handa rekstraraðilum til þess að velja það sem þeir geta best hagnast á». Lögin heimila nefnilega einkareknum fyrirtækjum að opna almennar og sérhæfðar þjónustustöðvar þar sem þau telja arðvænlegast að vera alveg óháð raunverulegri þörf fyrir þjónustu þeirra. Þetta hefur haft í för með sér ósanngjarna dreifingu opinberra fjármuna, þannig að betur stæð svæði í þéttbýli hafa notið góðs af á kostnað fátækari svæða í dreifbýli. Ekkert annað ríki hefur valið að fara þessa leið, að nýta almennt skattfé í þágu hagnaðardrifins einkareksturs. Jafnvel vægari útgáfur einkavæðingar hafa haft mjög neikvæðar afleiðingar í för með sér. Eftirlitslausri einkavæddri starfsemi sem fjármögnuð er af hinu opinbera má líkja við kerfislæga sýkingu þar sem eitt leiðir af öðru, aukinn ójöfnuður og hærri útgjöld. Þess vegna er það gríðarlega mikilvægt fyrir lönd á borð við Ísland að hemja gróðaöflin með regluverki til að tryggja sanngjarna og hagkvæma heilbrigðisþjónustu. Svo koma einkatryggingarnar Ástæða er til að vekja sérstaklega athygli á því að hætt er við því, eins og dæmi eru um, að hagnaðardrifið kerfi fjármagnað af hinu opinbera opni tryggingafyrirtækjum leið inn í heilbrigðiskerfið þar sem þau finna fyrir arðvænlegan markað. Þar sem einkarekin fyrirtæki fjármögnuð af hinu opinbera geta alltaf treyst á tekjustreymi frá skattgreiðendum geta þau fyrir bragðið leyft sér að krefja tryggingafyrirtækin um hóflegri gjöld fyrir þá einstaklinga sem leggja peninga með sér. En þar sem skortur er á heilbrigðisstarfmönnum hefur forgangsröðun þeirra sem fá meðlag frá einkatryggingu það í för með sér að þeir sem einvörðungu reiða sig á opinbert framlag þurfa að bíða lengur. Þetta þýðir það líka að einstaklingar sem eru tryggðir hjá einkareknu tryggingafélagi, en með minniháttar heilsuvanda, fá forgang umfram þá sem eru án slíkra trygginga en þjást af alvarlegri kvillum. Ráðlegging til íslenskra stjórnmálamanna Við ráðleggjum íslenskum stjórnmálamönnum sem fást við heilbrigðismál og stjórnvöldum á því sviði eindregið að standa gegn þessari þróun. Það geta þau gert með því að setja inn í alla samninga sem gerðir eru við hagnaðardrifin fyrirtæki að þeim sé ekki heimilt að veita sjúklingum með einkatryggingu forgang á nokkurn hátt. Í stuttu máli þá er ljóst að helstu afleiðingar af markaðsvæðingu og einkavæðingu innan sænska heilbrigðiskerfisins á undanförnum þrjátíu árum eru þessar:Vaxandi ójöfnuður í kerfi sem almenningur fjármagnar á milli þéttbýlis og dreifbýlis á milli hópa sjúklinga sem annars vegar eru þjakaðir af alvarlegum sjúkdómum og hins vegar léttvægari kvillum á milli hátekju og lágtekjuhópa Þennan ójöfnuð má rekja til viðskiptahagsmuna sem njóta stuðnings stjórnmálamanna sem aðhyllast hægri sinnaða markaðshyggju. Þeir líta svo á að þessar áherslur falli kjósendum þeirra í geð því þær tryggi þeim öryggi í heilbrigðiskerfinu. Þeir sem tapa á þessum kerfisbreytingum er fólk með lægri tekjur og yfirleitt lakara heilsufar. Það er góðs viti og að okkar mati sérstakt ánægjuefni að Alþýðusamband Íslands, BSRB og ÖBÍ réttindasamtök skuli standa að útgáfu bókar okkar. Staðreyndir afhjúpa blekkingar Hugmyndafræðin að baki breytingunum í Svíþjóð í anda markaðshyggju byggir á því að samkeppni og einkavæðing bæti gæði þjónustunnar og geri hana hagkvæmari og ódýrari. Það er oftast látið fylgja með að þessar breytingar auðveldi aðgang að heilbrigðisþjónustu, dragi úr skrifræði og stuðli að nýsköpun. Sjaldnast finna menn þó slíkum fullyrðingum stað. Það er einfaldlega gengið út frá því að þær standist jafnvel þótt sýnt sé fram á hið gagnstæða með því að benda á staðreyndir eins og gert er í þessari bók. Ekki er allt gull sem glóir. Sænska markaðsvæðingin er víti til að varast Við erum þakklát fyrir að fá tækifæri til að leggja af mörkum í umræðu um íslensk heilbrigðismál og við erum vongóð um að íslenskir stjórnmálamenn sýni fyrirhyggju og forðist að líta á markaðsvæðingu sænska heilbrigðiskerfisins sem fyrirmynd því hún stenst einfaldlega ekki kröfur um gott siðferði. *) Við erum þakklát þeim Einari Magnússyni, Gunnari Alexander Ólafssyni, Ingimar Einarssyni og Ögmundi Jónassyni fyrir að þýða bók okkar og Pálínu Héðinsdóttur færum við þakkir fyrir að ritstýra og prófarkalesa bókina í íslenskri útgáfu svo og Nönnu Hermannsdóttur fyrir veitta ráðgjöf við þessa vinnu. Þá ítrekum við þakkir til Alþýðusambands Íslands, BSRB og ÖBÍ réttindasamtaka sem gefa bókina út. Hún er aðgengileg hér: https://vinnan.is/wp-content/uploads/2024/10/Dahlgren_IS_A5_fyrir-vef-Okt-2024.pdf Lisa Pelling, sænskur stjórnmálafræðingur og yfirmaður Arena IdéGöran Dahlgren, sænskur sérfræðingur og ráðgjafi í lýðheilsumálum
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun