Eir og Ísold mæta á EM Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. ágúst 2025 19:45 Það verður gaman að fylgjast með Eir og Ísold á EM U20. Evrópumeistaramót U20 í frjálsíþróttum er handan við hornið og þar mun Ísland eiga tvo fulltrúa. Þær Eir Chang Hlésdóttir og Ísold Sævarsdóttir eru báðar með lágmörk inn á mótið. Þess má til gamans geta að þær náðu lágmarki í fleiri greinum en þær taka þátt í á mótinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Eir og Ísold keppa á EM U20 en þær eru báðar fæddar 2007 og eru því aðeins 18 ára gamlar. Þær eru samt sem áður svo sannarlega með mikla alþjóðlega keppnisreynslu og voru meðal þriggja íslenskra keppenda á EM U18 sem fram fór í Slóvakíu í fyrrasumar. Þar keppti Eir í 400 metra hlaupi og komst hún í undanúrslit. Hún hljóp þar á 56,75 sekúndum og hafnaði í sautjánda sæti. Ísold keppti í sjöþraut og átti frábæra þraut þar sem hún bætti aldursflokkametið í flokki 16-17 ára þegar hún hlaut 5.643 stig og hafnaði í fimmta sæti. Eir Chang Hlésdóttir keppir í 100 m hlaupi og 200 m hlaupi en hún náði lágmarki í 100 m hlaupinu núna í lok júní þegar hún hljóp á 11,69 sek og lágmarki í 200 m hlaupinu í ágúst í fyrra þegar hún hljóp á 24,30 sek. Auk þess náði Eir einnig lágmarki í 400 m hlaupi í maí 2024 þegar hún hljóp á 55,01 sek en hún mun ekki keppa í þeirri grein á þessu móti. Eir hefur verið í miklu stuði Eir hefur verið á svakalegri siglingu undanfarið og hefur verið virkilega gaman að fylgjast með þessari ungu íþróttakonu sem er greinilega í hörkuformi. Frá því að hún náði lágmarki í 200 m hlaupinu síðasta sumar, þegar hún hljóp á 24,30, er hún búin að stórbæta tímann sinn í greininni, en hún er ríkjandi Íslandsmethafi í 200 m hlaupi bæði innanhúss og utanhúss. Í vetur bætti hún 21 árs gamalt Íslandsmet Silju Úlfarsdóttur þegar hún hljóp á 23,69 sek og fyrr í sumar bætti hún sex ára gamalt Íslandsmet Guðbjargar Jónu Bjarnadóttur þegar hún kom í mark á 23,44 sek. Þessi frábæri árangur Eirar er sjöundi besti árangur allra skráðra keppenda og á hún því góða möguleika á að komast í úrslit. Frjálsar íþróttir Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Jafnaði heimsmetafjölda Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Sjá meira
Þær Eir Chang Hlésdóttir og Ísold Sævarsdóttir eru báðar með lágmörk inn á mótið. Þess má til gamans geta að þær náðu lágmarki í fleiri greinum en þær taka þátt í á mótinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Eir og Ísold keppa á EM U20 en þær eru báðar fæddar 2007 og eru því aðeins 18 ára gamlar. Þær eru samt sem áður svo sannarlega með mikla alþjóðlega keppnisreynslu og voru meðal þriggja íslenskra keppenda á EM U18 sem fram fór í Slóvakíu í fyrrasumar. Þar keppti Eir í 400 metra hlaupi og komst hún í undanúrslit. Hún hljóp þar á 56,75 sekúndum og hafnaði í sautjánda sæti. Ísold keppti í sjöþraut og átti frábæra þraut þar sem hún bætti aldursflokkametið í flokki 16-17 ára þegar hún hlaut 5.643 stig og hafnaði í fimmta sæti. Eir Chang Hlésdóttir keppir í 100 m hlaupi og 200 m hlaupi en hún náði lágmarki í 100 m hlaupinu núna í lok júní þegar hún hljóp á 11,69 sek og lágmarki í 200 m hlaupinu í ágúst í fyrra þegar hún hljóp á 24,30 sek. Auk þess náði Eir einnig lágmarki í 400 m hlaupi í maí 2024 þegar hún hljóp á 55,01 sek en hún mun ekki keppa í þeirri grein á þessu móti. Eir hefur verið í miklu stuði Eir hefur verið á svakalegri siglingu undanfarið og hefur verið virkilega gaman að fylgjast með þessari ungu íþróttakonu sem er greinilega í hörkuformi. Frá því að hún náði lágmarki í 200 m hlaupinu síðasta sumar, þegar hún hljóp á 24,30, er hún búin að stórbæta tímann sinn í greininni, en hún er ríkjandi Íslandsmethafi í 200 m hlaupi bæði innanhúss og utanhúss. Í vetur bætti hún 21 árs gamalt Íslandsmet Silju Úlfarsdóttur þegar hún hljóp á 23,69 sek og fyrr í sumar bætti hún sex ára gamalt Íslandsmet Guðbjargar Jónu Bjarnadóttur þegar hún kom í mark á 23,44 sek. Þessi frábæri árangur Eirar er sjöundi besti árangur allra skráðra keppenda og á hún því góða möguleika á að komast í úrslit.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Jafnaði heimsmetafjölda Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Sjá meira