Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar 21. júlí 2025 12:00 Þið megið ekki gleyma því að þið voruð í partýinu lí ka! Gagnrýni stjórnarandstöðunnar á heimsókn Ursulu von der Leyen er svo full af hræsni og tvískinnungi að engu er líkt. Þið öskrið „óformlegar aðildarviðræður“ en hafið sjálf verið með báða fætur fastar inni í sömu „aðildarviðræðum” árum, ef ekki áratugum saman. Munurinn núna? Það eruð ekki þið sem stjórnið ferðinni, og það er bráðfyndinn farsi að sjá tilvistarkreppuna sem virðist vera farin að valda alvarlegu hjartsláttarflökti.Við skulum aðeins rifja upp Rishi Sunak, Olaf Scholz og Emmanuel Macron, ásamt fjölmörgum leiðtogum ESB, komu árið 2023 á leiðtogafund Evrópuráðsins sem snerist að miklu leyti um öryggismál, orku og stuðning við Úkraínu (hrós fyrir það!) á sama tíma og Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn sátu í ríkisstjórn. Þá var engin umræða um þjóðaratkvæði eða fullveldi. Þá var það bara „nauðsynleg samvinna“ og enginn vogaði sér að tala um „fullveldishótun”. Sauli Niinistö, forseti Finnlands, kom í október 2022 í boði sömu ríkisstjórnar og rætt var um samvinnu við ESB á sviði öryggis- og loftslagsmála. Þá var slíkt samstarf talið sjálfsagt. Hluti af alþjóðlegri ábyrgð. Samvinna. Jafnvel þótt aðilar væru að samþykkja pólitískar skuldbindingar sem voru bæði umfangsmiklar og varanlegar.Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, kom í opinbera heimsókn árið 2019 í valdatíð VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, og ræddi varnarmál, loftslagsstefnu og orkusamstarf við íslenska ráðamenn. Enginn stóð á torgi þá með plaköt um leynilega ESB-aðild, öskur og tilvísanir í „þjóðarsvik”. Enginn. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, kom til Íslands árið 2015, þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn voru við völd, í „Northern Future Forum“ þar sem rætt var um orku, nýsköpun og fleira. Fastlega má gera ráð fyrir að einnig hafi verið rætt um varnarmál og ESB almennt. Sjálfstæðisflokkurinn stóð þar í brosmyndatöku og passaði sig að minnast ekki einu orði á ESB. Ekkert breytt nema sjónarhornið En þegar kona frá Brussel stígur inn með kaffibolla og nákvæmlega sömu umræðuefni, bara án byttupennans og skuldabréfsins, þá skyndilega fáið þið taugaáfall og samstarf verður að „þjóðarsvikum“, fundur verður „bakdyrameðferð“ og sjálfstæði landsins sagt standa á mygluðum brauðfótum. Af mönnum sem skrifuðu undir samninga „í gær“. Núna á að trúa því að hún hafi smyglað ESB-aðild inn í möppuna með croissantinu. Hvað breyttist? Nákvæmlega ekkert. Nema að nú hentar umræðan ykkur pólitískt. Það eina sem aðgreinir þessar heimsóknir er starfsheiti gestsins. Umræðuefnið er hið sama, öryggi, orka og samstarf. En þið látið tákn og titla ráða meira en innihald. Það kemur sennilega fáum á óvart að akkúrat það sé kjarni málsins hjá þeim sem harðast gagnrýna þetta mál. Þetta er eins og að horfa á einhvern snúa sér við, benda á eigin skugga og öskra „svikari"! Ef heimsókn Ursulu er „óformlegar aðildarviðræður“, þá voru heimsóknir Steinmeier, Niinistö, Sunak og Cameron það líka. Og ef það var allt í lagi þá, þá er það í lagi núna. Annað er bara vanþroskuð dramatík fyrir baklandið. Það er ekki lýðræðisleg umræða heldur sjálfsefi og minnimáttarkennd dulbúin sem sjálfstæðishyggja. Þeir sem gagnrýna heimsóknir fulltrúa ESB vegna áhyggja af fullveldi eiga skilið að rödd þeirra sé tekin alvarlega. Enginn vill missa tök á ákvörðunum sem skipta þjóðina máli. En ef við skoðum hvaða efni eru reglulega rædd í þessum heimsóknum, þ.e. orka, öryggi, innviðir, umhverfi o.s.frv, þá eru þetta ekki ný viðfangsefni heldur hluti af því samtali sem Ísland hefur þegar tekið þátt í áratugum saman með virku samþykki allra helstu stjórnmálaflokka. Hingað til án algjörar hnignunar lýðveldisins. Þúsundir samþykktra ESB-tilskipana og engin mótmæli þá Það má líka minna á að Ísland hefur um áratugaskeið verið í nánu og bindandi samstarfi við Evrópusambandið í gegnum EES-samninginn, Schengen-samstarfið, Erasmus, orkusáttmála, loftslagsmarkmið Parísarsáttmálans og fjölmarga milliríkjasamninga. Það hefur ekki þvælst fyrir ykkur fyrr. Ekki einu sinni þeim ykkar sem nú eru hafblá í framan af blæstri í rammfalska áróðurslúðurinn. Þvert á móti hafa „ykkar“ flokkar samþykkt, undirritað og hrint í framkvæmd ótal slíkum skuldbindingum. Ef það var samstarf þá, þá er það samstarf nú. Ef það var ekki „þjóðarsvik“ þá, þá er það ekki „þjóðarsvik“ nú. Að þykjast nú vera í losti yfir einfaldri heimsókn eins framkvæmdastjóra er ekki ósvipað gestgjafa sem móðgast yfir því að fá ekki boðskort í eigin veislu. Það er ekkert nýtt við stefnu ykkar, bara hvar þið sitjið þegar myndavélin smellir af. Og eigum við þá ekki að ræða aðeins orkupakkana? Í gegnum EES höfum við þegar samþykkt meira en 10.000 ESB-lög, reglur og tilskipanir. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa verið í ríkisstjórn nær samfellt í gegnum allan þann tíma. Tugi milljarða sem Ísland hefur fengið í gegnum samstarf við ESB? Það hefur ekki truflað ykkur hingað til. En kaffi með framkvæmdastjóra? Nei, þá er fullveldinu ógnað og gulu stjörnurnar sagðar nálgast landhelgi bláa landsins óðfluga og það verði brátt umkringt. Á meðan þið öskrið „fullveldi“, þá samþykktuð þið orkumarkaðsreglur ESB en látið eins og heimsókn framkvæmdastjóra ESB sé yfirþjóðlegt „valdarán“! Ekki koma nú og kvarta yfir heimsókn og samræðum við ESB um öryggi og innviði þegar þið hafið sjálf samþykkt og tekið upp reglur sem ekki aðeins móta raforkumarkaðinn, heldur líka öryggisstefnu, neyðarviðbúnað og innviðastjórnun Íslands. Og kallið það bara EES. Þegar þið stjórnið því, þá er það samstarf. En ef einhver annar gerir það, þá er það „yfirgangur“, „leynimakk“ og „þjóðarsvik“. Samstarf virðist bara vera samstarf svo lengi sem þið fáið að stjórna PowerPoint kynningunni. Þegar kaffi með framkvæmdastjóra verður að „fullveldishótun“, þá hefur eitthvað skolast til í sjálfsmyndinni. En að mínu mati er það kannski ekki heimsóknin sjálf eða veiðigjöldin sem eru að trufla ykkur og valda ykkur ótta, heldur eitthvað mun einfaldara og yfirborðskenndara. Eitthvað sem flestum er orðið ljósara með hverjum degi, nema þá þeim sem enn telja sig búa yfir einkarétti á fullveldishugtökum og útdeilingu kaffitárs og vínarbrauða. Ég vil taka það fram að ég skrifa þetta sem djúpt hugsi og hálf hryggur Sjálfstæðismaður.Þetta er ekki stuðningsyfirlýsing við ESB aðild. Að gagnrýna hræsni er ekki að styðja aðild. Það er að krefjast samkvæmni og heiðarlegrar umræðu. Það er það minnsta sem við skuldum þjóðinni. Höfundur er 35 ára sjálfstæðismaður í leyfi frá flokksbindingu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Þið megið ekki gleyma því að þið voruð í partýinu lí ka! Gagnrýni stjórnarandstöðunnar á heimsókn Ursulu von der Leyen er svo full af hræsni og tvískinnungi að engu er líkt. Þið öskrið „óformlegar aðildarviðræður“ en hafið sjálf verið með báða fætur fastar inni í sömu „aðildarviðræðum” árum, ef ekki áratugum saman. Munurinn núna? Það eruð ekki þið sem stjórnið ferðinni, og það er bráðfyndinn farsi að sjá tilvistarkreppuna sem virðist vera farin að valda alvarlegu hjartsláttarflökti.Við skulum aðeins rifja upp Rishi Sunak, Olaf Scholz og Emmanuel Macron, ásamt fjölmörgum leiðtogum ESB, komu árið 2023 á leiðtogafund Evrópuráðsins sem snerist að miklu leyti um öryggismál, orku og stuðning við Úkraínu (hrós fyrir það!) á sama tíma og Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn sátu í ríkisstjórn. Þá var engin umræða um þjóðaratkvæði eða fullveldi. Þá var það bara „nauðsynleg samvinna“ og enginn vogaði sér að tala um „fullveldishótun”. Sauli Niinistö, forseti Finnlands, kom í október 2022 í boði sömu ríkisstjórnar og rætt var um samvinnu við ESB á sviði öryggis- og loftslagsmála. Þá var slíkt samstarf talið sjálfsagt. Hluti af alþjóðlegri ábyrgð. Samvinna. Jafnvel þótt aðilar væru að samþykkja pólitískar skuldbindingar sem voru bæði umfangsmiklar og varanlegar.Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, kom í opinbera heimsókn árið 2019 í valdatíð VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, og ræddi varnarmál, loftslagsstefnu og orkusamstarf við íslenska ráðamenn. Enginn stóð á torgi þá með plaköt um leynilega ESB-aðild, öskur og tilvísanir í „þjóðarsvik”. Enginn. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, kom til Íslands árið 2015, þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn voru við völd, í „Northern Future Forum“ þar sem rætt var um orku, nýsköpun og fleira. Fastlega má gera ráð fyrir að einnig hafi verið rætt um varnarmál og ESB almennt. Sjálfstæðisflokkurinn stóð þar í brosmyndatöku og passaði sig að minnast ekki einu orði á ESB. Ekkert breytt nema sjónarhornið En þegar kona frá Brussel stígur inn með kaffibolla og nákvæmlega sömu umræðuefni, bara án byttupennans og skuldabréfsins, þá skyndilega fáið þið taugaáfall og samstarf verður að „þjóðarsvikum“, fundur verður „bakdyrameðferð“ og sjálfstæði landsins sagt standa á mygluðum brauðfótum. Af mönnum sem skrifuðu undir samninga „í gær“. Núna á að trúa því að hún hafi smyglað ESB-aðild inn í möppuna með croissantinu. Hvað breyttist? Nákvæmlega ekkert. Nema að nú hentar umræðan ykkur pólitískt. Það eina sem aðgreinir þessar heimsóknir er starfsheiti gestsins. Umræðuefnið er hið sama, öryggi, orka og samstarf. En þið látið tákn og titla ráða meira en innihald. Það kemur sennilega fáum á óvart að akkúrat það sé kjarni málsins hjá þeim sem harðast gagnrýna þetta mál. Þetta er eins og að horfa á einhvern snúa sér við, benda á eigin skugga og öskra „svikari"! Ef heimsókn Ursulu er „óformlegar aðildarviðræður“, þá voru heimsóknir Steinmeier, Niinistö, Sunak og Cameron það líka. Og ef það var allt í lagi þá, þá er það í lagi núna. Annað er bara vanþroskuð dramatík fyrir baklandið. Það er ekki lýðræðisleg umræða heldur sjálfsefi og minnimáttarkennd dulbúin sem sjálfstæðishyggja. Þeir sem gagnrýna heimsóknir fulltrúa ESB vegna áhyggja af fullveldi eiga skilið að rödd þeirra sé tekin alvarlega. Enginn vill missa tök á ákvörðunum sem skipta þjóðina máli. En ef við skoðum hvaða efni eru reglulega rædd í þessum heimsóknum, þ.e. orka, öryggi, innviðir, umhverfi o.s.frv, þá eru þetta ekki ný viðfangsefni heldur hluti af því samtali sem Ísland hefur þegar tekið þátt í áratugum saman með virku samþykki allra helstu stjórnmálaflokka. Hingað til án algjörar hnignunar lýðveldisins. Þúsundir samþykktra ESB-tilskipana og engin mótmæli þá Það má líka minna á að Ísland hefur um áratugaskeið verið í nánu og bindandi samstarfi við Evrópusambandið í gegnum EES-samninginn, Schengen-samstarfið, Erasmus, orkusáttmála, loftslagsmarkmið Parísarsáttmálans og fjölmarga milliríkjasamninga. Það hefur ekki þvælst fyrir ykkur fyrr. Ekki einu sinni þeim ykkar sem nú eru hafblá í framan af blæstri í rammfalska áróðurslúðurinn. Þvert á móti hafa „ykkar“ flokkar samþykkt, undirritað og hrint í framkvæmd ótal slíkum skuldbindingum. Ef það var samstarf þá, þá er það samstarf nú. Ef það var ekki „þjóðarsvik“ þá, þá er það ekki „þjóðarsvik“ nú. Að þykjast nú vera í losti yfir einfaldri heimsókn eins framkvæmdastjóra er ekki ósvipað gestgjafa sem móðgast yfir því að fá ekki boðskort í eigin veislu. Það er ekkert nýtt við stefnu ykkar, bara hvar þið sitjið þegar myndavélin smellir af. Og eigum við þá ekki að ræða aðeins orkupakkana? Í gegnum EES höfum við þegar samþykkt meira en 10.000 ESB-lög, reglur og tilskipanir. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa verið í ríkisstjórn nær samfellt í gegnum allan þann tíma. Tugi milljarða sem Ísland hefur fengið í gegnum samstarf við ESB? Það hefur ekki truflað ykkur hingað til. En kaffi með framkvæmdastjóra? Nei, þá er fullveldinu ógnað og gulu stjörnurnar sagðar nálgast landhelgi bláa landsins óðfluga og það verði brátt umkringt. Á meðan þið öskrið „fullveldi“, þá samþykktuð þið orkumarkaðsreglur ESB en látið eins og heimsókn framkvæmdastjóra ESB sé yfirþjóðlegt „valdarán“! Ekki koma nú og kvarta yfir heimsókn og samræðum við ESB um öryggi og innviði þegar þið hafið sjálf samþykkt og tekið upp reglur sem ekki aðeins móta raforkumarkaðinn, heldur líka öryggisstefnu, neyðarviðbúnað og innviðastjórnun Íslands. Og kallið það bara EES. Þegar þið stjórnið því, þá er það samstarf. En ef einhver annar gerir það, þá er það „yfirgangur“, „leynimakk“ og „þjóðarsvik“. Samstarf virðist bara vera samstarf svo lengi sem þið fáið að stjórna PowerPoint kynningunni. Þegar kaffi með framkvæmdastjóra verður að „fullveldishótun“, þá hefur eitthvað skolast til í sjálfsmyndinni. En að mínu mati er það kannski ekki heimsóknin sjálf eða veiðigjöldin sem eru að trufla ykkur og valda ykkur ótta, heldur eitthvað mun einfaldara og yfirborðskenndara. Eitthvað sem flestum er orðið ljósara með hverjum degi, nema þá þeim sem enn telja sig búa yfir einkarétti á fullveldishugtökum og útdeilingu kaffitárs og vínarbrauða. Ég vil taka það fram að ég skrifa þetta sem djúpt hugsi og hálf hryggur Sjálfstæðismaður.Þetta er ekki stuðningsyfirlýsing við ESB aðild. Að gagnrýna hræsni er ekki að styðja aðild. Það er að krefjast samkvæmni og heiðarlegrar umræðu. Það er það minnsta sem við skuldum þjóðinni. Höfundur er 35 ára sjálfstæðismaður í leyfi frá flokksbindingu
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman Skoðun