Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar 18. júlí 2025 10:31 Reglulega heyrist: Fiskurinn í sjónum er sameign þjóðarinnar. Því þarf útgerðin að greiða sérstakt veiðigjald. Sanngjarnt og hóflegt. En er það svo? Og af hverju virðist þetta „sanngirni“-tal alltaf beinast að úgerðinni einni saman? Fleiri atvinnugreinar en sjávarútvegurinn nota margvíslegar auðlindir sem kalla má sameign þjóðarinnar, t.d. bændur og bjórframleiðendur. Horfum á staðreyndir: Útgerð sem kaupir kvóta borgar oft gríðarlegar upphæðir fyrir réttinn til að veiða ákveðið magn af fiski. Þessi kvóti er keyptur á markaði, framseljanlegur, veðsetjanlegur og erfanlegur. Eignarrétturinn er því alveg skýr, þótt hann sé kallaður „leyfi“ í lagatexta. Samt þarf sú sama útgerð að greiða sérstakt veiðigjald árlega, sem ríkið innheimtir „fyrir hönd þjóðarinnar“. Fyrir hvað? Fyrir fisk sem útgerðin hefur þegar greitt fyrir! Á að skattleggja allt landið? En tökum aðrar auðlindir til samanburðar. Segjum að maður kaupi land með góðri malarnámu. Hann fær leyfi, fylgir reglum, vinnur möl og selur hana í vegagerð. Er hann rukkaður um sérstakt „malarvinnslugjald“ af ríkinu? Nei. Hann greiðir tekjuskatt af hagnaðinum, eins og aðrir, og má svo eiga afraksturinn í friði. Því er von að spurt sé: Er ekki verið að mismuna eftir atvinnugreinum? Ef við segjum að fiskur sé „sameign þjóðarinnar“ og notum það sem rök fyrir veiðigjaldi, ætti hið sama ekki að gilda um möl, grjót, bláber, jarðhita, hey og hesta – og hverja þá náttúruafurð sem hægt er að vinna verðmæti úr? Sé stemning fyrir slíkri allsherjarskattlagningu, skulum við átta okkur á einu. Hún mun fela í sér auknar álögur á almenning og hærra vöruverðs auk þess sem hvati til fjárfestinga og verðmætasköpunar mun minnka til muna. Hagkerfið mun skreppa saman og allir tapa. Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Reglulega heyrist: Fiskurinn í sjónum er sameign þjóðarinnar. Því þarf útgerðin að greiða sérstakt veiðigjald. Sanngjarnt og hóflegt. En er það svo? Og af hverju virðist þetta „sanngirni“-tal alltaf beinast að úgerðinni einni saman? Fleiri atvinnugreinar en sjávarútvegurinn nota margvíslegar auðlindir sem kalla má sameign þjóðarinnar, t.d. bændur og bjórframleiðendur. Horfum á staðreyndir: Útgerð sem kaupir kvóta borgar oft gríðarlegar upphæðir fyrir réttinn til að veiða ákveðið magn af fiski. Þessi kvóti er keyptur á markaði, framseljanlegur, veðsetjanlegur og erfanlegur. Eignarrétturinn er því alveg skýr, þótt hann sé kallaður „leyfi“ í lagatexta. Samt þarf sú sama útgerð að greiða sérstakt veiðigjald árlega, sem ríkið innheimtir „fyrir hönd þjóðarinnar“. Fyrir hvað? Fyrir fisk sem útgerðin hefur þegar greitt fyrir! Á að skattleggja allt landið? En tökum aðrar auðlindir til samanburðar. Segjum að maður kaupi land með góðri malarnámu. Hann fær leyfi, fylgir reglum, vinnur möl og selur hana í vegagerð. Er hann rukkaður um sérstakt „malarvinnslugjald“ af ríkinu? Nei. Hann greiðir tekjuskatt af hagnaðinum, eins og aðrir, og má svo eiga afraksturinn í friði. Því er von að spurt sé: Er ekki verið að mismuna eftir atvinnugreinum? Ef við segjum að fiskur sé „sameign þjóðarinnar“ og notum það sem rök fyrir veiðigjaldi, ætti hið sama ekki að gilda um möl, grjót, bláber, jarðhita, hey og hesta – og hverja þá náttúruafurð sem hægt er að vinna verðmæti úr? Sé stemning fyrir slíkri allsherjarskattlagningu, skulum við átta okkur á einu. Hún mun fela í sér auknar álögur á almenning og hærra vöruverðs auk þess sem hvati til fjárfestinga og verðmætasköpunar mun minnka til muna. Hagkerfið mun skreppa saman og allir tapa. Höfundur er kennari
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun