Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar 28. júní 2025 09:02 Ég hef vanið mig á að bera alltaf kross og eitt sinn var ég spurð:„Af hverju ertu með kross um hálsinn? Af hverju viltu minna þig á þjáningu Krists?“ Þessar spurningar komu flatt upp á mig á þeim tíma og ég var ekki tilbúin með neitt svar nema að ég væri trúuð og krossinn minnti mig á að ganga veg Krists. En hvað táknar krossinn og hvers vegna ber kristið fólk hann? Krossinn stendur fyrir mjög margt og vissulega stendur hann að einhverju leiti fyrir þjáningu Krists en minnir okkur jafnframt á að með upprisu sinni sigraði Kristur dauðann. Krossinn minnir okkur því á upprisuna og þá von sem við berum öll í brjósti, að eftir þjáningar okkar fáum við líkn og frelsi. Við þurfum ekki að bíða til dauðadags til að sleppa undan þjáningum okkar, við getum litið á allar þær þrautir sem lífið færir okkur sem tækifæri til að sigrast á og rísa upp í kjölfarið. Upprisa mannsins getur nefnilega verið í lifanda lífi, svo lengi sem maður kýs að deyja sjálfum sér og fela líf sitt í hendur Guði. Að bera sinn eigin kross merkir það innra ferli þegar maður deyr því gamla og fæðist til nýs lífs. Að deyja er að sleppa taki, ekki bara á heiminum heldur líka sjálfum sér. Með því að sleppa taki og gefa eftir frelsum við okkur undan gömlum vana og getum risið upp til nýs lífs. Fyrsta skrefið er að frelsast frá því að hugsa um sig sem fórnarlamb aðstæðna. Við lendum öll í raunum sem geta verið mjög krefjandi, ósanngjarnar og óþægilegar. En lífið er til að þroska okkur og við getum valið að taka hverri raun sem tækifæri til að læra af. Það þýðir lítið að dvelja í fortíðinni og óska að hlutirnir hefðu verið öðruvísi; að við hefðum ekki verið alin upp á þennan og hinn mátann, ekki lent í þessu slysi, ekki fallið á þessu prófi, ekki orðið fyrir þessu hræðilega ofbeldi o.s.frv. Við getum valið að læra af reynslunni og halda áfram. Það er auðveldara þegar við felum Guði líf okkar og kjósum að hafa trú, von og kærleika að leiðarljósi. Allt sem við lendum í kennir okkur og við getum nýtt reynslu okkar bæði sjálfum okkur og öðrum til góðs. Við getum kosið að bera þunga krossinn og allar þjáningarnar á bakinu eða við getum kosið að rísa upp, leyft kærleikanum að sigra og Guði að skína í gengum okkur. Táknmynd krossins getur hjálpað okkur að muna að tengja okkur við trúna, vonina og kærleikann. Lóðrétti ásinn er tenging upp til himins og niður til jarðar og lárétti ásinn tenging út til hliðanna, út til samfélagsins. Þegar við stöndum upprétt með beina handleggi til hliðanna erum við sjálf eins og kross í laginu og getum við minnt okkur daglega á að bera krossinn með reisn. Ef við sjáum fyrir okkur að við stöndum inn í krossi þá er höfuð okkar efst á lóðrétta ásnum sem minnir okkur á að tengjast daglega til himins, til Guðs. Það getum við gert með því að kyrra hugann og fara með vitundina eins hátt upp og við getum og biðja um leið ljós og nærveru Guðs að vera með okkur. Lóðrétti ásinn minnir okkur einnig á að tengja okkur niður til jarðar, tengja okkur daglega við náttúruna, hvort sem við kjósum að fara í göngutúr í frjálsri náttúru, ganga berfætt í grasinu eða sjónum, fylgjast með blómum og fuglunum, sinna garðvinnu eða borða heilnæman og hollan mat. Þegar við sjáum krossinn fyrir okkur eins og líkama okkar þá liggur lárétti ásinn með miðju sína beint í gengum bringuna, í gegnum hjarta okkar, sem minnir okkur á að tengjast kærleikanum sem þar er og leyfa hjartanu að ráða för. Við sýnum okkur kærleika með að hlúa vel að okkur bæði andlega og líkamlega. Þegar við erum sjálf í jafnvægi getum við leyft kærleikanum að streyma til annarra með faðmlagi og hlýju, með því að brosa til annarra, tala fallega við og um aðra, hvetja aðra til góðra verka og vera um leið fyrirmynd annarra. „Lífið er þjáning“, sagði Búdda og vissulega getum við litið þannig á lífið og tilveruna en boðskapur Búdda líkt og Jesú Krists var að frelsast undan þjáningunni, frelsast undan löngunum okkar og vera boðberar kærleikans. Lausnin er að sleppa takinu, gefa eftir og fela Guði umsjón með lífi okkar. Um leið og þú sleppir takinu og treystir að Guð muni vel fyrir sjá mun líf þitt breytast til góðs. Þegar þú hættir að gera allt í þínum vilja, þínum veika mætti og leyfir Guði að stíga meira inn í líf þitt muntu finna aukið frelsi til að þora að vera þú sjálf/ur, aukið frelsi til að standa á þínu máli og fylgja hjartanu. Þú munt geta brotið af þér alla hlekki og þú munt rísa upp. Berðu kross þinn með stolti. Vertu sannur boðberi kærleikans, upprisunnar og vonarinnar. Leyfðu ljósi þínu að skína, bæði þér og öðrum til góðs. Megi Guð vera með þér og blessa þig um aldur og ævi. Höfundur er kennari og rithöfundur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Ég hef vanið mig á að bera alltaf kross og eitt sinn var ég spurð:„Af hverju ertu með kross um hálsinn? Af hverju viltu minna þig á þjáningu Krists?“ Þessar spurningar komu flatt upp á mig á þeim tíma og ég var ekki tilbúin með neitt svar nema að ég væri trúuð og krossinn minnti mig á að ganga veg Krists. En hvað táknar krossinn og hvers vegna ber kristið fólk hann? Krossinn stendur fyrir mjög margt og vissulega stendur hann að einhverju leiti fyrir þjáningu Krists en minnir okkur jafnframt á að með upprisu sinni sigraði Kristur dauðann. Krossinn minnir okkur því á upprisuna og þá von sem við berum öll í brjósti, að eftir þjáningar okkar fáum við líkn og frelsi. Við þurfum ekki að bíða til dauðadags til að sleppa undan þjáningum okkar, við getum litið á allar þær þrautir sem lífið færir okkur sem tækifæri til að sigrast á og rísa upp í kjölfarið. Upprisa mannsins getur nefnilega verið í lifanda lífi, svo lengi sem maður kýs að deyja sjálfum sér og fela líf sitt í hendur Guði. Að bera sinn eigin kross merkir það innra ferli þegar maður deyr því gamla og fæðist til nýs lífs. Að deyja er að sleppa taki, ekki bara á heiminum heldur líka sjálfum sér. Með því að sleppa taki og gefa eftir frelsum við okkur undan gömlum vana og getum risið upp til nýs lífs. Fyrsta skrefið er að frelsast frá því að hugsa um sig sem fórnarlamb aðstæðna. Við lendum öll í raunum sem geta verið mjög krefjandi, ósanngjarnar og óþægilegar. En lífið er til að þroska okkur og við getum valið að taka hverri raun sem tækifæri til að læra af. Það þýðir lítið að dvelja í fortíðinni og óska að hlutirnir hefðu verið öðruvísi; að við hefðum ekki verið alin upp á þennan og hinn mátann, ekki lent í þessu slysi, ekki fallið á þessu prófi, ekki orðið fyrir þessu hræðilega ofbeldi o.s.frv. Við getum valið að læra af reynslunni og halda áfram. Það er auðveldara þegar við felum Guði líf okkar og kjósum að hafa trú, von og kærleika að leiðarljósi. Allt sem við lendum í kennir okkur og við getum nýtt reynslu okkar bæði sjálfum okkur og öðrum til góðs. Við getum kosið að bera þunga krossinn og allar þjáningarnar á bakinu eða við getum kosið að rísa upp, leyft kærleikanum að sigra og Guði að skína í gengum okkur. Táknmynd krossins getur hjálpað okkur að muna að tengja okkur við trúna, vonina og kærleikann. Lóðrétti ásinn er tenging upp til himins og niður til jarðar og lárétti ásinn tenging út til hliðanna, út til samfélagsins. Þegar við stöndum upprétt með beina handleggi til hliðanna erum við sjálf eins og kross í laginu og getum við minnt okkur daglega á að bera krossinn með reisn. Ef við sjáum fyrir okkur að við stöndum inn í krossi þá er höfuð okkar efst á lóðrétta ásnum sem minnir okkur á að tengjast daglega til himins, til Guðs. Það getum við gert með því að kyrra hugann og fara með vitundina eins hátt upp og við getum og biðja um leið ljós og nærveru Guðs að vera með okkur. Lóðrétti ásinn minnir okkur einnig á að tengja okkur niður til jarðar, tengja okkur daglega við náttúruna, hvort sem við kjósum að fara í göngutúr í frjálsri náttúru, ganga berfætt í grasinu eða sjónum, fylgjast með blómum og fuglunum, sinna garðvinnu eða borða heilnæman og hollan mat. Þegar við sjáum krossinn fyrir okkur eins og líkama okkar þá liggur lárétti ásinn með miðju sína beint í gengum bringuna, í gegnum hjarta okkar, sem minnir okkur á að tengjast kærleikanum sem þar er og leyfa hjartanu að ráða för. Við sýnum okkur kærleika með að hlúa vel að okkur bæði andlega og líkamlega. Þegar við erum sjálf í jafnvægi getum við leyft kærleikanum að streyma til annarra með faðmlagi og hlýju, með því að brosa til annarra, tala fallega við og um aðra, hvetja aðra til góðra verka og vera um leið fyrirmynd annarra. „Lífið er þjáning“, sagði Búdda og vissulega getum við litið þannig á lífið og tilveruna en boðskapur Búdda líkt og Jesú Krists var að frelsast undan þjáningunni, frelsast undan löngunum okkar og vera boðberar kærleikans. Lausnin er að sleppa takinu, gefa eftir og fela Guði umsjón með lífi okkar. Um leið og þú sleppir takinu og treystir að Guð muni vel fyrir sjá mun líf þitt breytast til góðs. Þegar þú hættir að gera allt í þínum vilja, þínum veika mætti og leyfir Guði að stíga meira inn í líf þitt muntu finna aukið frelsi til að þora að vera þú sjálf/ur, aukið frelsi til að standa á þínu máli og fylgja hjartanu. Þú munt geta brotið af þér alla hlekki og þú munt rísa upp. Berðu kross þinn með stolti. Vertu sannur boðberi kærleikans, upprisunnar og vonarinnar. Leyfðu ljósi þínu að skína, bæði þér og öðrum til góðs. Megi Guð vera með þér og blessa þig um aldur og ævi. Höfundur er kennari og rithöfundur
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun