Búinn að græða 149 milljónir á því að setja heimsmet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2025 16:31 Sænski stangarstökkvarinn Armand Duplantis fagnar síðasta heimsmeti sínu með áhorfendum. Hann sló þá heimsmetið í fyrst sinn á heimavelli. Getty/Maja Hitij Svíinn Armand „Mondo“ Duplantis virðist nánast getað bætt heimsmetið í stangarstökki þegar hann vill en Svíinn er líka með peningavit þegar kemur að því að bæta heimsmetið. Duplantis sló heimsmetið í tólfta sinn um síðustu helgi þegar hann fór yfir 6,28 metra á heimavelli í Stokkhólmi. Duplantis sló metið um einn sentimetra frá því að hann fór yfir 6,27 metra í lok febrúar. Duplantis hefur örugglega getað stokkið mun hærra á síðustu árum en hækkar sig þó bara um einn sentimetra í einu. Ástæðan er að hann fær hundrað þúsund dollara bónus frá mótshöldurum fyrir að bæta heimsmetið en það gera um 12,4 milljónir íslenskar krónur. Það þýðir jafnframt að hann er búinn að græða 1,2 milljónir dollara eða 149 milljónir króna á því að bæta heimsmetið tólf sinnum frá árinu 2020. Duplantis fer sömu leið og Sergey Bubka gerði á sínum tíma. Bubka var einnig yfirburðamaður og sló heimsmetið sautján sinnum frá 1984 til 1994. Bubka fór hæst yfir 6,14 metra en flestir eru sannfærðir um að hann hefði farið mun hærra ef hann hefði ekki bara hækkað um einn sentimetra í einu. Það verður því fróðlegt að sjá hversu hátt Duplantis kemst. Það er ekki eins og það sé einhver á hælum hans því fáir eru að fara yfir sex metrana. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints) Frjálsar íþróttir Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Sjá meira
Duplantis sló heimsmetið í tólfta sinn um síðustu helgi þegar hann fór yfir 6,28 metra á heimavelli í Stokkhólmi. Duplantis sló metið um einn sentimetra frá því að hann fór yfir 6,27 metra í lok febrúar. Duplantis hefur örugglega getað stokkið mun hærra á síðustu árum en hækkar sig þó bara um einn sentimetra í einu. Ástæðan er að hann fær hundrað þúsund dollara bónus frá mótshöldurum fyrir að bæta heimsmetið en það gera um 12,4 milljónir íslenskar krónur. Það þýðir jafnframt að hann er búinn að græða 1,2 milljónir dollara eða 149 milljónir króna á því að bæta heimsmetið tólf sinnum frá árinu 2020. Duplantis fer sömu leið og Sergey Bubka gerði á sínum tíma. Bubka var einnig yfirburðamaður og sló heimsmetið sautján sinnum frá 1984 til 1994. Bubka fór hæst yfir 6,14 metra en flestir eru sannfærðir um að hann hefði farið mun hærra ef hann hefði ekki bara hækkað um einn sentimetra í einu. Það verður því fróðlegt að sjá hversu hátt Duplantis kemst. Það er ekki eins og það sé einhver á hælum hans því fáir eru að fara yfir sex metrana. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Sjá meira