Húsnæðisöryggi – Sameiginleg ábyrgð Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 16. júní 2025 14:32 Ein af grundvallarþörfum hverrar manneskju er að eiga öruggt húsnæði fyrir sig og sína. Húsnæðisöryggi telst jafnframt til mikilvægustu réttinda fólks og raunar nýtur sá réttur verndar í alþjóðasamningum sem Ísland hefur fullgilt. Þegar ungt fólk kemur út á vinnumarkað er ævinlega forgangsmál að koma sér upp þaki yfir höfuðið, hvenær sem það skeið hefst í lífi fólks. Þegar starfsævin hefst fyrir alvöru, oft að loknu háskólanámi, glímir þetta unga fólk oftar en ekki við þungar fjárhagslegar byrðar. Til marks um það eru há endurgreiðslubyrði námslána, hátt húsnæðisverð, hátt leiguverð og skortur á hagkvæmum húsnæðiskostum. Allt hefur þetta áhrif á hversu erfið fyrstu skrefin að fjárhagslegu sjálfstæði geta verið ungu fólki. Þessum veruleika hefur BHM vakið athygli á um langt skeið og bent á leiðir til lausna. Um 10% félagsmanna í aðildarfélögum BHM búa í leiguhúsnæði. Af þeim segja tæplega 27% að húsnæðiskostnaðurinn sé þeim þungbær (Lífskjarakönnun BHM 2024). Húsnæðisstefna með samfélagslega skírskotun Það er því ánægjuefni þegar það gerist að stjórnvöld, bæði ríki og Reykjavíkurborg, stíga stór skref til að bregðast við vandanum. Sú hefur ekki alltaf verið raunin. Í nýrri húsnæðisáætlun Reykjavíkur til ársins 2034 er gert ráð fyrir að byggðar verði allt að 16.000 nýjar íbúðir á næstu tíu árum. Af þeim verða að minnsta kosti 35%, eða um 5.600 íbúðir, byggðar á félagslegum og óhagnaðardrifnum forsendum. Þar er meginmarkmiðið að tryggja hagkvæmt húsnæði fyrir fjölbreytta hópa, meðal annars ungt fólk, námsmenn, fyrstu kaupendur og einstaklinga með takmarkaða greiðslugetu. Þessi uppbygging er árangur af markvissu samstarfi borgaryfirvalda við ríkið, verkalýðshreyfinguna og lífeyrissjóði. Einnig hafa borgaryfirvöld tekið höndum saman við stéttarfélög um uppbyggingu í nýjum hverfum, þar sem sérstakt húsnæðisfélag í eigu verkalýðshreyfingarinnar tekur þátt í að byggja upp óhagnaðardrifið leiguhúsnæði. Á bak við þessar aðgerðir liggur fjárhagslegur stuðningur stjórnvalda með þríþættri meðgjöf: úthlutun lóða á hagstæðum kjörum, stofnframlögum úr ríkissjóði og lánveitingum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Þannig verður til húsnæði, sem leigt er á lægra verði en almennt gerist á markaði, þar sem tekjutakmarkanir og önnur skilyrði tryggja að þeir hópar sem þurfa á stuðningi að halda njóti úrræðanna. Ábyrg húsnæðisstefna fyrir komandi kynslóðir BHM telur mikilvægt að þessi nálgun verði þróuð áfram og efld, enda um samfélagslegt verkefni að ræða, sem líklegt er til að auka lífsgæði einstaklinga. Það hlýtur að vera fagnaðarefni þegar ákalli um úrbætur er mætt með samstilltu átaki, enda hefur skortur á húsnæði á viðráðanlegu verði neikvæð áhrif á fjölbreytni atvinnulífs og ógnar samkeppnishæfni samfélagsins til lengri tíma. Í þessu sambandi er líka gagnlegt að horfa út fyrir landsteinana. Evrópusambandið hefur í nýlegri stefnumótun um viðráðanlegt húsnæði (European Affordable Housing Initiative) undirstrikað mikilvægi þess að ríki og sveitarfélög vinni markvisst að því að auka framboð á húsnæði á viðráðanlegu verði. Stefnt er að stofnun samevrópsks fjárfestingarsjóðs, mótun nýrra viðmiða um ríkisaðstoð og hertum reglum til að bregðast við afleiðingum skammtímaleigu á húsnæðismarkaði. Þessar áherslur eru nýmæli í stefnu ESB og sannarlega tímabærar eftir afregluvæðingu undangenginna ára. Þær ríma vel við þá stefnu sem íslensk stjórnvöld og Reykjavíkurborg hafa mótað á undanförnum árum og mikilvægt að samtök launafólks fylgist vel með innleiðingu þeirra. Þróun í þessa veru er í góðu samræmi við stefnu BHM í húsnæðismálum. Húsnæðisöryggi fólks er ekki einkamál fjármagnseiganda heldur forsenda þess að byggt sé upp réttlátt og samkeppnishæft samfélag. Með markvissum aðgerðum á borð við þær sem nú eru í gangi og í samvinnu við félagasamtök, lífeyrissjóði og atvinnulífið getum við skapað raunverulegar lausnir til að bregðast við fjölþættum vanda í húsnæðismálum. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Húsnæðismál Vinnumarkaður Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Ein af grundvallarþörfum hverrar manneskju er að eiga öruggt húsnæði fyrir sig og sína. Húsnæðisöryggi telst jafnframt til mikilvægustu réttinda fólks og raunar nýtur sá réttur verndar í alþjóðasamningum sem Ísland hefur fullgilt. Þegar ungt fólk kemur út á vinnumarkað er ævinlega forgangsmál að koma sér upp þaki yfir höfuðið, hvenær sem það skeið hefst í lífi fólks. Þegar starfsævin hefst fyrir alvöru, oft að loknu háskólanámi, glímir þetta unga fólk oftar en ekki við þungar fjárhagslegar byrðar. Til marks um það eru há endurgreiðslubyrði námslána, hátt húsnæðisverð, hátt leiguverð og skortur á hagkvæmum húsnæðiskostum. Allt hefur þetta áhrif á hversu erfið fyrstu skrefin að fjárhagslegu sjálfstæði geta verið ungu fólki. Þessum veruleika hefur BHM vakið athygli á um langt skeið og bent á leiðir til lausna. Um 10% félagsmanna í aðildarfélögum BHM búa í leiguhúsnæði. Af þeim segja tæplega 27% að húsnæðiskostnaðurinn sé þeim þungbær (Lífskjarakönnun BHM 2024). Húsnæðisstefna með samfélagslega skírskotun Það er því ánægjuefni þegar það gerist að stjórnvöld, bæði ríki og Reykjavíkurborg, stíga stór skref til að bregðast við vandanum. Sú hefur ekki alltaf verið raunin. Í nýrri húsnæðisáætlun Reykjavíkur til ársins 2034 er gert ráð fyrir að byggðar verði allt að 16.000 nýjar íbúðir á næstu tíu árum. Af þeim verða að minnsta kosti 35%, eða um 5.600 íbúðir, byggðar á félagslegum og óhagnaðardrifnum forsendum. Þar er meginmarkmiðið að tryggja hagkvæmt húsnæði fyrir fjölbreytta hópa, meðal annars ungt fólk, námsmenn, fyrstu kaupendur og einstaklinga með takmarkaða greiðslugetu. Þessi uppbygging er árangur af markvissu samstarfi borgaryfirvalda við ríkið, verkalýðshreyfinguna og lífeyrissjóði. Einnig hafa borgaryfirvöld tekið höndum saman við stéttarfélög um uppbyggingu í nýjum hverfum, þar sem sérstakt húsnæðisfélag í eigu verkalýðshreyfingarinnar tekur þátt í að byggja upp óhagnaðardrifið leiguhúsnæði. Á bak við þessar aðgerðir liggur fjárhagslegur stuðningur stjórnvalda með þríþættri meðgjöf: úthlutun lóða á hagstæðum kjörum, stofnframlögum úr ríkissjóði og lánveitingum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Þannig verður til húsnæði, sem leigt er á lægra verði en almennt gerist á markaði, þar sem tekjutakmarkanir og önnur skilyrði tryggja að þeir hópar sem þurfa á stuðningi að halda njóti úrræðanna. Ábyrg húsnæðisstefna fyrir komandi kynslóðir BHM telur mikilvægt að þessi nálgun verði þróuð áfram og efld, enda um samfélagslegt verkefni að ræða, sem líklegt er til að auka lífsgæði einstaklinga. Það hlýtur að vera fagnaðarefni þegar ákalli um úrbætur er mætt með samstilltu átaki, enda hefur skortur á húsnæði á viðráðanlegu verði neikvæð áhrif á fjölbreytni atvinnulífs og ógnar samkeppnishæfni samfélagsins til lengri tíma. Í þessu sambandi er líka gagnlegt að horfa út fyrir landsteinana. Evrópusambandið hefur í nýlegri stefnumótun um viðráðanlegt húsnæði (European Affordable Housing Initiative) undirstrikað mikilvægi þess að ríki og sveitarfélög vinni markvisst að því að auka framboð á húsnæði á viðráðanlegu verði. Stefnt er að stofnun samevrópsks fjárfestingarsjóðs, mótun nýrra viðmiða um ríkisaðstoð og hertum reglum til að bregðast við afleiðingum skammtímaleigu á húsnæðismarkaði. Þessar áherslur eru nýmæli í stefnu ESB og sannarlega tímabærar eftir afregluvæðingu undangenginna ára. Þær ríma vel við þá stefnu sem íslensk stjórnvöld og Reykjavíkurborg hafa mótað á undanförnum árum og mikilvægt að samtök launafólks fylgist vel með innleiðingu þeirra. Þróun í þessa veru er í góðu samræmi við stefnu BHM í húsnæðismálum. Húsnæðisöryggi fólks er ekki einkamál fjármagnseiganda heldur forsenda þess að byggt sé upp réttlátt og samkeppnishæft samfélag. Með markvissum aðgerðum á borð við þær sem nú eru í gangi og í samvinnu við félagasamtök, lífeyrissjóði og atvinnulífið getum við skapað raunverulegar lausnir til að bregðast við fjölþættum vanda í húsnæðismálum. Höfundur er formaður BHM.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun