Fagleg rök fjarverandi við opinbera styrkveitingu Bogi Ragnarsson skrifar 13. júní 2025 13:31 Í nýlegri úthlutun Þróunarsjóðs námsgagna fékk verkefni höfundar synjun. Verkefnið byggist á þróun kennslubóka í félagsvísindum fyrir framhaldsskólanemendur, bæði almenna áfanga og starfsbrautir. Efnið hefur verið í notkun í fjórum skólum, er byggt á fjölbreyttri kennslufræði, nýtir dægurmenningu og kvikmyndir og aðgengilegt bæði rafrænt og prentað. Samt var umsókninni hafnað: Svar við ákvörðunartextanum – mat á hverju atriði Ákvörðunartextinn sem fylgdi synjuninni hljóðar svo: „Umsókn snýr að ritrýni efnis sem þegar er til. Lagt var mat á umsótta vinnu. Ekki þykir ljóst hver eða hverjir muni koma að ritrýni. Ekki er lýst hvernig ritrýni færi fram eða eftir hvaða viðmiðum. Erfitt var leggja mat á fagleg gæði við ritrýni. Umsókn hafnað.“ Þar sem þessi texti er allur rökstuðningurinn í heild, er mikilvægt að fara yfir hann lið fyrir lið og meta hvort hann eigi við, í ljósi þeirra gagna sem komu fram í umsókninni sjálfri og matskvarða sjóðsins. „Umsókn snýr að ritrýni efnis sem þegar er til“ Þetta er einfaldlega rangt. Sótt var um fyrir nýjar bækur í heilsufélagsfræði (ekki til), félagsfræði umhverfis og loftslagsbreytinga (ekki til), Nútímafélagsfræði og tvær einfaldaðar bækur fyrir nemendur á starfsbraut (ekki til). Til eru eldri bækur sem fjalla um félagsfræðigrunn, kenningar og afbrotafræði – en ekki með þeirri kennslufræðilegu nálgun sem einkenna bækur höfundar, sem hafa sýnt góðan árangur í kennslu. Það má því fullyrða að það efni sem sótt var um fyrir, og sú aðferðafræði sem notuð er, sé ný af nálinni og ekki „efni sem þegar er til“. „Ekki þykir ljóst hver eða hverjir muni koma að ritrýni“ Þetta atriði var tekið fyrir í umsókninni: Þar segir orðrétt að „valdir sérfræðingar á sviði félagsvísinda og kennslufræða“ muni koma að ritrýni, og að það sé meginmarkmið styrksins að standa straum af slíkri vinnu. Auk þess má nefna að í fyrri umsókn árið 2018 var vísað beint til tveggja prófessora við félagsvísindadeild sem höfðu samþykkt að koma að verkefninu. Sú umsókn fékk þó ekki styrk, sem bendir til þess að nákvæm útlistun á nöfnum og stöðum sé í reynd ekki það sem vegur mest. Það kemur raunar hvergi skýrt fram í matskvarðanum að slíkt sé áskilið – aðeins að tryggt sé að ritrýni fari fram. „Ekki er lýst hvernig ritrýni færi fram eða eftir hvaða viðmiðum“ Þetta var einnig tilgreint í umsókninni. Þar kemur fram að ritrýni muni ná bæði til fræðilegra og kennslufræðilegra þátta og að athugasemdir verði teknar til greina við endanlega útgáfu. Lagt er upp með að tryggja að efnið uppfylli hæstu gæðastaðla í samræmi við viðmið í námsgagnaþróun, með útgáfu bæði í stafrænu og prentuðu formi og með innleiðingarstuðningi til kennara. Það ætti að teljast fullnægjandi lýsing á verklagi og viðmiðum ritrýni. „Erfitt var að leggja mat á fagleg gæði við ritrýni“ Þetta er síðasta atriðið – og það byggir í raun á túlkun þeirra sem lesa umsóknina. En þegar allt það sem fram kemur í umsókninni er skoðað má halda því fram að þessi fullyrðing sé ómálefnaleg. Umsækjandi óskar eftir fjármagni einmitt til að efla fagleg gæði með sjálfstæðri ritrýni. Þess vegna verður mat á „faglegum gæðum ritrýni“ að byggjast á fyrirætlunum verkefnisins. Ekki bara spurning um synjun – heldur um rökstuðning sem stenst ekki fagleg viðmið Þegar opinber sjóður hafnar umsókn þarf rökstuðningurinn að vera skýr, málefnalegur og í samræmi við skilgreind matsviðmið. Þrátt fyrir að styrkumsóknin byggði á ítarlegri verkáætlun og faglegum forsendum, var henni hafnað með stuttum staðhæfingum sem hvorki vísa í matskvarða sjóðsins né greina þau atriði sem metin voru. Slíkur rökstuðningur stenst varla kröfur um faglegt mat opinbers sjóðs. Það eitt ætti að vekja spurningar innan menntakerfisins – og hjá stjórnvöldum sem nú eru að móta ný lög um námsgögn. Því ef verkefni sem hefur verið í þróun í áratug, hefur verið notað víða, fær aðeins svona yfirborðslegan rökstuðning – hvað segir það um umhverfið sem við bjóðum kennurum og höfundum? Þetta er ekki bara spurning um þessa tilteknu umsókn. Þetta er spurning um traust, fagmennsku og gæði í opinberri stjórnsýslu. Í næstu grein, sem birtist á mánudag, fjalla ég um hvernig slíkur skortur á gagnsæi og beitingu matskvarða getur grafið undan faglegri nýsköpun í námsgagnagerð – og hvers vegna það skiptir máli að úthlutanir opinberra styrkja byggist á rýni. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bogi Ragnarsson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegri úthlutun Þróunarsjóðs námsgagna fékk verkefni höfundar synjun. Verkefnið byggist á þróun kennslubóka í félagsvísindum fyrir framhaldsskólanemendur, bæði almenna áfanga og starfsbrautir. Efnið hefur verið í notkun í fjórum skólum, er byggt á fjölbreyttri kennslufræði, nýtir dægurmenningu og kvikmyndir og aðgengilegt bæði rafrænt og prentað. Samt var umsókninni hafnað: Svar við ákvörðunartextanum – mat á hverju atriði Ákvörðunartextinn sem fylgdi synjuninni hljóðar svo: „Umsókn snýr að ritrýni efnis sem þegar er til. Lagt var mat á umsótta vinnu. Ekki þykir ljóst hver eða hverjir muni koma að ritrýni. Ekki er lýst hvernig ritrýni færi fram eða eftir hvaða viðmiðum. Erfitt var leggja mat á fagleg gæði við ritrýni. Umsókn hafnað.“ Þar sem þessi texti er allur rökstuðningurinn í heild, er mikilvægt að fara yfir hann lið fyrir lið og meta hvort hann eigi við, í ljósi þeirra gagna sem komu fram í umsókninni sjálfri og matskvarða sjóðsins. „Umsókn snýr að ritrýni efnis sem þegar er til“ Þetta er einfaldlega rangt. Sótt var um fyrir nýjar bækur í heilsufélagsfræði (ekki til), félagsfræði umhverfis og loftslagsbreytinga (ekki til), Nútímafélagsfræði og tvær einfaldaðar bækur fyrir nemendur á starfsbraut (ekki til). Til eru eldri bækur sem fjalla um félagsfræðigrunn, kenningar og afbrotafræði – en ekki með þeirri kennslufræðilegu nálgun sem einkenna bækur höfundar, sem hafa sýnt góðan árangur í kennslu. Það má því fullyrða að það efni sem sótt var um fyrir, og sú aðferðafræði sem notuð er, sé ný af nálinni og ekki „efni sem þegar er til“. „Ekki þykir ljóst hver eða hverjir muni koma að ritrýni“ Þetta atriði var tekið fyrir í umsókninni: Þar segir orðrétt að „valdir sérfræðingar á sviði félagsvísinda og kennslufræða“ muni koma að ritrýni, og að það sé meginmarkmið styrksins að standa straum af slíkri vinnu. Auk þess má nefna að í fyrri umsókn árið 2018 var vísað beint til tveggja prófessora við félagsvísindadeild sem höfðu samþykkt að koma að verkefninu. Sú umsókn fékk þó ekki styrk, sem bendir til þess að nákvæm útlistun á nöfnum og stöðum sé í reynd ekki það sem vegur mest. Það kemur raunar hvergi skýrt fram í matskvarðanum að slíkt sé áskilið – aðeins að tryggt sé að ritrýni fari fram. „Ekki er lýst hvernig ritrýni færi fram eða eftir hvaða viðmiðum“ Þetta var einnig tilgreint í umsókninni. Þar kemur fram að ritrýni muni ná bæði til fræðilegra og kennslufræðilegra þátta og að athugasemdir verði teknar til greina við endanlega útgáfu. Lagt er upp með að tryggja að efnið uppfylli hæstu gæðastaðla í samræmi við viðmið í námsgagnaþróun, með útgáfu bæði í stafrænu og prentuðu formi og með innleiðingarstuðningi til kennara. Það ætti að teljast fullnægjandi lýsing á verklagi og viðmiðum ritrýni. „Erfitt var að leggja mat á fagleg gæði við ritrýni“ Þetta er síðasta atriðið – og það byggir í raun á túlkun þeirra sem lesa umsóknina. En þegar allt það sem fram kemur í umsókninni er skoðað má halda því fram að þessi fullyrðing sé ómálefnaleg. Umsækjandi óskar eftir fjármagni einmitt til að efla fagleg gæði með sjálfstæðri ritrýni. Þess vegna verður mat á „faglegum gæðum ritrýni“ að byggjast á fyrirætlunum verkefnisins. Ekki bara spurning um synjun – heldur um rökstuðning sem stenst ekki fagleg viðmið Þegar opinber sjóður hafnar umsókn þarf rökstuðningurinn að vera skýr, málefnalegur og í samræmi við skilgreind matsviðmið. Þrátt fyrir að styrkumsóknin byggði á ítarlegri verkáætlun og faglegum forsendum, var henni hafnað með stuttum staðhæfingum sem hvorki vísa í matskvarða sjóðsins né greina þau atriði sem metin voru. Slíkur rökstuðningur stenst varla kröfur um faglegt mat opinbers sjóðs. Það eitt ætti að vekja spurningar innan menntakerfisins – og hjá stjórnvöldum sem nú eru að móta ný lög um námsgögn. Því ef verkefni sem hefur verið í þróun í áratug, hefur verið notað víða, fær aðeins svona yfirborðslegan rökstuðning – hvað segir það um umhverfið sem við bjóðum kennurum og höfundum? Þetta er ekki bara spurning um þessa tilteknu umsókn. Þetta er spurning um traust, fagmennsku og gæði í opinberri stjórnsýslu. Í næstu grein, sem birtist á mánudag, fjalla ég um hvernig slíkur skortur á gagnsæi og beitingu matskvarða getur grafið undan faglegri nýsköpun í námsgagnagerð – og hvers vegna það skiptir máli að úthlutanir opinberra styrkja byggist á rýni. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun