Fagleg rök fjarverandi við opinbera styrkveitingu Bogi Ragnarsson skrifar 13. júní 2025 13:31 Í nýlegri úthlutun Þróunarsjóðs námsgagna fékk verkefni höfundar synjun. Verkefnið byggist á þróun kennslubóka í félagsvísindum fyrir framhaldsskólanemendur, bæði almenna áfanga og starfsbrautir. Efnið hefur verið í notkun í fjórum skólum, er byggt á fjölbreyttri kennslufræði, nýtir dægurmenningu og kvikmyndir og aðgengilegt bæði rafrænt og prentað. Samt var umsókninni hafnað: Svar við ákvörðunartextanum – mat á hverju atriði Ákvörðunartextinn sem fylgdi synjuninni hljóðar svo: „Umsókn snýr að ritrýni efnis sem þegar er til. Lagt var mat á umsótta vinnu. Ekki þykir ljóst hver eða hverjir muni koma að ritrýni. Ekki er lýst hvernig ritrýni færi fram eða eftir hvaða viðmiðum. Erfitt var leggja mat á fagleg gæði við ritrýni. Umsókn hafnað.“ Þar sem þessi texti er allur rökstuðningurinn í heild, er mikilvægt að fara yfir hann lið fyrir lið og meta hvort hann eigi við, í ljósi þeirra gagna sem komu fram í umsókninni sjálfri og matskvarða sjóðsins. „Umsókn snýr að ritrýni efnis sem þegar er til“ Þetta er einfaldlega rangt. Sótt var um fyrir nýjar bækur í heilsufélagsfræði (ekki til), félagsfræði umhverfis og loftslagsbreytinga (ekki til), Nútímafélagsfræði og tvær einfaldaðar bækur fyrir nemendur á starfsbraut (ekki til). Til eru eldri bækur sem fjalla um félagsfræðigrunn, kenningar og afbrotafræði – en ekki með þeirri kennslufræðilegu nálgun sem einkenna bækur höfundar, sem hafa sýnt góðan árangur í kennslu. Það má því fullyrða að það efni sem sótt var um fyrir, og sú aðferðafræði sem notuð er, sé ný af nálinni og ekki „efni sem þegar er til“. „Ekki þykir ljóst hver eða hverjir muni koma að ritrýni“ Þetta atriði var tekið fyrir í umsókninni: Þar segir orðrétt að „valdir sérfræðingar á sviði félagsvísinda og kennslufræða“ muni koma að ritrýni, og að það sé meginmarkmið styrksins að standa straum af slíkri vinnu. Auk þess má nefna að í fyrri umsókn árið 2018 var vísað beint til tveggja prófessora við félagsvísindadeild sem höfðu samþykkt að koma að verkefninu. Sú umsókn fékk þó ekki styrk, sem bendir til þess að nákvæm útlistun á nöfnum og stöðum sé í reynd ekki það sem vegur mest. Það kemur raunar hvergi skýrt fram í matskvarðanum að slíkt sé áskilið – aðeins að tryggt sé að ritrýni fari fram. „Ekki er lýst hvernig ritrýni færi fram eða eftir hvaða viðmiðum“ Þetta var einnig tilgreint í umsókninni. Þar kemur fram að ritrýni muni ná bæði til fræðilegra og kennslufræðilegra þátta og að athugasemdir verði teknar til greina við endanlega útgáfu. Lagt er upp með að tryggja að efnið uppfylli hæstu gæðastaðla í samræmi við viðmið í námsgagnaþróun, með útgáfu bæði í stafrænu og prentuðu formi og með innleiðingarstuðningi til kennara. Það ætti að teljast fullnægjandi lýsing á verklagi og viðmiðum ritrýni. „Erfitt var að leggja mat á fagleg gæði við ritrýni“ Þetta er síðasta atriðið – og það byggir í raun á túlkun þeirra sem lesa umsóknina. En þegar allt það sem fram kemur í umsókninni er skoðað má halda því fram að þessi fullyrðing sé ómálefnaleg. Umsækjandi óskar eftir fjármagni einmitt til að efla fagleg gæði með sjálfstæðri ritrýni. Þess vegna verður mat á „faglegum gæðum ritrýni“ að byggjast á fyrirætlunum verkefnisins. Ekki bara spurning um synjun – heldur um rökstuðning sem stenst ekki fagleg viðmið Þegar opinber sjóður hafnar umsókn þarf rökstuðningurinn að vera skýr, málefnalegur og í samræmi við skilgreind matsviðmið. Þrátt fyrir að styrkumsóknin byggði á ítarlegri verkáætlun og faglegum forsendum, var henni hafnað með stuttum staðhæfingum sem hvorki vísa í matskvarða sjóðsins né greina þau atriði sem metin voru. Slíkur rökstuðningur stenst varla kröfur um faglegt mat opinbers sjóðs. Það eitt ætti að vekja spurningar innan menntakerfisins – og hjá stjórnvöldum sem nú eru að móta ný lög um námsgögn. Því ef verkefni sem hefur verið í þróun í áratug, hefur verið notað víða, fær aðeins svona yfirborðslegan rökstuðning – hvað segir það um umhverfið sem við bjóðum kennurum og höfundum? Þetta er ekki bara spurning um þessa tilteknu umsókn. Þetta er spurning um traust, fagmennsku og gæði í opinberri stjórnsýslu. Í næstu grein, sem birtist á mánudag, fjalla ég um hvernig slíkur skortur á gagnsæi og beitingu matskvarða getur grafið undan faglegri nýsköpun í námsgagnagerð – og hvers vegna það skiptir máli að úthlutanir opinberra styrkja byggist á rýni. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bogi Ragnarsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Í nýlegri úthlutun Þróunarsjóðs námsgagna fékk verkefni höfundar synjun. Verkefnið byggist á þróun kennslubóka í félagsvísindum fyrir framhaldsskólanemendur, bæði almenna áfanga og starfsbrautir. Efnið hefur verið í notkun í fjórum skólum, er byggt á fjölbreyttri kennslufræði, nýtir dægurmenningu og kvikmyndir og aðgengilegt bæði rafrænt og prentað. Samt var umsókninni hafnað: Svar við ákvörðunartextanum – mat á hverju atriði Ákvörðunartextinn sem fylgdi synjuninni hljóðar svo: „Umsókn snýr að ritrýni efnis sem þegar er til. Lagt var mat á umsótta vinnu. Ekki þykir ljóst hver eða hverjir muni koma að ritrýni. Ekki er lýst hvernig ritrýni færi fram eða eftir hvaða viðmiðum. Erfitt var leggja mat á fagleg gæði við ritrýni. Umsókn hafnað.“ Þar sem þessi texti er allur rökstuðningurinn í heild, er mikilvægt að fara yfir hann lið fyrir lið og meta hvort hann eigi við, í ljósi þeirra gagna sem komu fram í umsókninni sjálfri og matskvarða sjóðsins. „Umsókn snýr að ritrýni efnis sem þegar er til“ Þetta er einfaldlega rangt. Sótt var um fyrir nýjar bækur í heilsufélagsfræði (ekki til), félagsfræði umhverfis og loftslagsbreytinga (ekki til), Nútímafélagsfræði og tvær einfaldaðar bækur fyrir nemendur á starfsbraut (ekki til). Til eru eldri bækur sem fjalla um félagsfræðigrunn, kenningar og afbrotafræði – en ekki með þeirri kennslufræðilegu nálgun sem einkenna bækur höfundar, sem hafa sýnt góðan árangur í kennslu. Það má því fullyrða að það efni sem sótt var um fyrir, og sú aðferðafræði sem notuð er, sé ný af nálinni og ekki „efni sem þegar er til“. „Ekki þykir ljóst hver eða hverjir muni koma að ritrýni“ Þetta atriði var tekið fyrir í umsókninni: Þar segir orðrétt að „valdir sérfræðingar á sviði félagsvísinda og kennslufræða“ muni koma að ritrýni, og að það sé meginmarkmið styrksins að standa straum af slíkri vinnu. Auk þess má nefna að í fyrri umsókn árið 2018 var vísað beint til tveggja prófessora við félagsvísindadeild sem höfðu samþykkt að koma að verkefninu. Sú umsókn fékk þó ekki styrk, sem bendir til þess að nákvæm útlistun á nöfnum og stöðum sé í reynd ekki það sem vegur mest. Það kemur raunar hvergi skýrt fram í matskvarðanum að slíkt sé áskilið – aðeins að tryggt sé að ritrýni fari fram. „Ekki er lýst hvernig ritrýni færi fram eða eftir hvaða viðmiðum“ Þetta var einnig tilgreint í umsókninni. Þar kemur fram að ritrýni muni ná bæði til fræðilegra og kennslufræðilegra þátta og að athugasemdir verði teknar til greina við endanlega útgáfu. Lagt er upp með að tryggja að efnið uppfylli hæstu gæðastaðla í samræmi við viðmið í námsgagnaþróun, með útgáfu bæði í stafrænu og prentuðu formi og með innleiðingarstuðningi til kennara. Það ætti að teljast fullnægjandi lýsing á verklagi og viðmiðum ritrýni. „Erfitt var að leggja mat á fagleg gæði við ritrýni“ Þetta er síðasta atriðið – og það byggir í raun á túlkun þeirra sem lesa umsóknina. En þegar allt það sem fram kemur í umsókninni er skoðað má halda því fram að þessi fullyrðing sé ómálefnaleg. Umsækjandi óskar eftir fjármagni einmitt til að efla fagleg gæði með sjálfstæðri ritrýni. Þess vegna verður mat á „faglegum gæðum ritrýni“ að byggjast á fyrirætlunum verkefnisins. Ekki bara spurning um synjun – heldur um rökstuðning sem stenst ekki fagleg viðmið Þegar opinber sjóður hafnar umsókn þarf rökstuðningurinn að vera skýr, málefnalegur og í samræmi við skilgreind matsviðmið. Þrátt fyrir að styrkumsóknin byggði á ítarlegri verkáætlun og faglegum forsendum, var henni hafnað með stuttum staðhæfingum sem hvorki vísa í matskvarða sjóðsins né greina þau atriði sem metin voru. Slíkur rökstuðningur stenst varla kröfur um faglegt mat opinbers sjóðs. Það eitt ætti að vekja spurningar innan menntakerfisins – og hjá stjórnvöldum sem nú eru að móta ný lög um námsgögn. Því ef verkefni sem hefur verið í þróun í áratug, hefur verið notað víða, fær aðeins svona yfirborðslegan rökstuðning – hvað segir það um umhverfið sem við bjóðum kennurum og höfundum? Þetta er ekki bara spurning um þessa tilteknu umsókn. Þetta er spurning um traust, fagmennsku og gæði í opinberri stjórnsýslu. Í næstu grein, sem birtist á mánudag, fjalla ég um hvernig slíkur skortur á gagnsæi og beitingu matskvarða getur grafið undan faglegri nýsköpun í námsgagnagerð – og hvers vegna það skiptir máli að úthlutanir opinberra styrkja byggist á rýni. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun