Shai setti stigamet þegar OKC jafnaði úrslitaeinvígið Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. júní 2025 09:08 Varnarmenn réðu ekkert við Shai sem setti stigamet. Hann hefði þó ekki unnið án góðrar hjálpar frá liðsfélögum. William Purnell/Getty Images Oklahoma City Thunder jafnaði úrslitaeinvígið gegn Indiana Pacers með 123-107 sigri í öðrum leik liðanna í nótt. Shai Gilgeous-Alexander á nú metið yfir flest stig skoruð í fyrstu tveimur leikjum úrslitaeinvígis NBA. Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum á heimavelli með hörmulegum lokamínútum mætti OKC til leiks í hefndarhug. Liðið tók tíu stiga forystu undir lok fyrsta leikhluta og endaði fyrri hálfleikinn á frábæru 19-2 áhlaupi sem gaf þægilega forystu í hálfleik, 52-29. 19-2 THUNDER RUN IN THE 2Q ⛈️⛈️ALL-OUT EFFORT LOOKING TO EVEN THE FINALS! pic.twitter.com/2ruQb1PRN3— NBA (@NBA) June 9, 2025 Pacers eru þekktir fyrir að snúa leikjum við, en minnkuðu muninn aldrei niður í nema þrettán stig. Vörn OKC var lykillinn að velgengni, enginn leikmaður Pacers fékk að skora meira en tuttugu stig. Á sama tíma virtist sá verðmætasti, Shai Gilgeous-Alexander, skora að vild og endaði leikinn með 34 stig. Stigahæsti maður deildarinnar á tímabilinu er nú einnig sá stigahæsti frá upphafi í fyrstu tveimur leikjum úrslitaeinvígis, með 72 stig eftir fyrstu tvo leikina, stigi meira en Allen Iverson árið 2001. ANOTHER FINALS 30-PIECE FOR SGA ‼️⚡️ 34 PTS⚡️ 8 AST⚡️ 5 REB⚡️ 4 STL & 1 BLK72 PTS through his first 2 Finals games, THE MOST in NBA history 🌟 pic.twitter.com/kdUtf5iqcq— NBA (@NBA) June 9, 2025 Shai hefði þó ekki komist langt án hjálpar frá öðrum leikmönnum liðsins, sem skiluðu mun meiru af sér en í síðasta leik. Jalen Williams og Chet Holmgren voru líkari sjálfum sér, Alex Caruso var mjög öflugur og Aaron Wiggins setti nokkuð óvænt átján stig af bekknum. ⛈️ OKC's DEPTH DOMINATES GAME 2 ⛈️Alex Caruso: 20 PTSJalen Williams: 19 PTSAaron Wiggins: 18 PTSChet Holmgren: 15 PTSThey join Shai as the fifth quintet since 2000 to score 15+ in a Finals game! https://t.co/zBQwTXPa9p pic.twitter.com/qbFTHqYvEs— NBA (@NBA) June 9, 2025 Næsti leikur liðanna verður á heimavelli Pacers, aðfaranótt fimmtudags klukkan hálf eitt, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. NBA Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Sjá meira
Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum á heimavelli með hörmulegum lokamínútum mætti OKC til leiks í hefndarhug. Liðið tók tíu stiga forystu undir lok fyrsta leikhluta og endaði fyrri hálfleikinn á frábæru 19-2 áhlaupi sem gaf þægilega forystu í hálfleik, 52-29. 19-2 THUNDER RUN IN THE 2Q ⛈️⛈️ALL-OUT EFFORT LOOKING TO EVEN THE FINALS! pic.twitter.com/2ruQb1PRN3— NBA (@NBA) June 9, 2025 Pacers eru þekktir fyrir að snúa leikjum við, en minnkuðu muninn aldrei niður í nema þrettán stig. Vörn OKC var lykillinn að velgengni, enginn leikmaður Pacers fékk að skora meira en tuttugu stig. Á sama tíma virtist sá verðmætasti, Shai Gilgeous-Alexander, skora að vild og endaði leikinn með 34 stig. Stigahæsti maður deildarinnar á tímabilinu er nú einnig sá stigahæsti frá upphafi í fyrstu tveimur leikjum úrslitaeinvígis, með 72 stig eftir fyrstu tvo leikina, stigi meira en Allen Iverson árið 2001. ANOTHER FINALS 30-PIECE FOR SGA ‼️⚡️ 34 PTS⚡️ 8 AST⚡️ 5 REB⚡️ 4 STL & 1 BLK72 PTS through his first 2 Finals games, THE MOST in NBA history 🌟 pic.twitter.com/kdUtf5iqcq— NBA (@NBA) June 9, 2025 Shai hefði þó ekki komist langt án hjálpar frá öðrum leikmönnum liðsins, sem skiluðu mun meiru af sér en í síðasta leik. Jalen Williams og Chet Holmgren voru líkari sjálfum sér, Alex Caruso var mjög öflugur og Aaron Wiggins setti nokkuð óvænt átján stig af bekknum. ⛈️ OKC's DEPTH DOMINATES GAME 2 ⛈️Alex Caruso: 20 PTSJalen Williams: 19 PTSAaron Wiggins: 18 PTSChet Holmgren: 15 PTSThey join Shai as the fifth quintet since 2000 to score 15+ in a Finals game! https://t.co/zBQwTXPa9p pic.twitter.com/qbFTHqYvEs— NBA (@NBA) June 9, 2025 Næsti leikur liðanna verður á heimavelli Pacers, aðfaranótt fimmtudags klukkan hálf eitt, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
NBA Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Sjá meira