Faglegt mat eða lukka? I: Frá kennslustofu til stafbókar Bogi Ragnarsson skrifar 6. júní 2025 08:01 Árið 2014 hóf ég störf sem kennari í félagsfræði við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Strax eftir fyrstu önnina varð mér ljóst að hefðbundið námsefni stóð ekki undir þeim hraða og dýpt sem samfélagsbreytingar krefjast. Það vantaði efni sem náði tengingu við líf nemenda í samtímanum – efni sem horfði fram á við samhliða því að nýta það besta úr fortíðinni. Upphaflega stóð til að fylgja hefðbundnu kennsluformi með áherslu á grunnatriði félagsfræðinnar og klassískar kenningar. En í stað þess fór ég að þróa eigið námsefni – með það að markmiði að fanga veruleika samtímans og nýta nýjustu strauma í alþjóðlegri félagsfræðikennslu. Ég bjó til nýja áfanga og fór að uppfæra efni reglulega, byggt á hugmyndum sem ég hljóðritaði jafnóðum í símann og vann svo inn í kennslukerfið. Þetta varð að lifandi þróunarferli þar sem ég prófaði, betrumbætti og lagaði að þörfum nemenda. Þegar sonur minn var ekki hjá mér – aðra hverja viku – sat ég oft langt fram á kvöld við skrifborðið mitt, að skrifa, móta og prófa. Árið 2018 hafði ég skrifað sex bækur í félagsvísindum. Ég hafði líka þróað fjölbreytt verkefni sem höfðu það markmið að fá nemendur til að lesa, hugsa og vinna sjálfstætt. Ég kallaði fyrstu sjálfvirku verkefnin mín þekkingarverkefni – og þau urðu yfir 30 talsins. Þau byggja á leikrænum aðferðum sem hvetja nemendur til virkni og sjálfstæðrar hugsunar. Þar má nefna verkefni eins og innfyllingar, lykilorð, lykilsetningar, dulmál, hengimann, orðapýramída, fjórflokka, flokkanir, paranir, krossaspurningar, myndainnfyllingar, falda mynd, orðaleiki, slönguspil og fjölmörg fleiri. Allt eru þetta sjálfvirk verkefni, nemendur fá endurgjöf strax sem hefur þann tilgang að hjálpa nemendum að tileinka sér efni með virkri þátttöku og leik. Jafnframt þróaði ég önnur verkefni sem kalla má leikni- og færniverkefni – þau krefjast dýpri úrvinnslu, samræðu og beitingar kunnáttu. Dæmi um slík verkefni eru heimasíðugreiningar, myndbandagreiningar, gagnagreiningar, rökræður, málstofur og ritunarverkefni. Þessi verkefni voru öll prófuð í kennslu og síðan aðlöguð út frá viðbrögðum nemenda. Þau sem virkuðu vel voru þróuð áfram – með það að markmiði að styrkja lærdómsferlið og auka þátttöku nemenda. Á árunum 2019 til 2021 skrifaði ég tvær bækur til viðbótar. Samhliða því fór ég að þróa þá hugmynd að hægt væri að tengja saman kennslubækur og verkefni í sameiginlegt kerfi sem fleiri kennarar gætu notað og tekið þátt í. Ég sá fyrir mér að tengja námsumsjónarkerfi við Microsoft þannig að kennarar gætu sent inn efni, komið með ábendingar og unnið sameiginlega að þróun námsefnis. Þótt þessi tæknilega útfærsla hafi reynst flókin þá varð hugmyndin grunnur að áframhaldandi vinnu. Frá árinu 2021 hef ég skrifað fleiri bækur og verkefni sem saman mynda nú safn 13 bóka í félagsvísindum. Þar af eru átta sjálfstæðar bækur fyrir almennt nám, þrjár einfaldaðar bækur fyrir starfsbraut og einstaklinga með erlendan bakgrunn og tvær safnbækur. Haustið 2024 stofnaði ég svo stafbok.is og útgáfufélagið Stafbók slf. Í framhaldinu bætti ég við verkefnabok.is, þar sem aðgengileg og fjölbreytt verkefni fylgja efninu og kennarar geta bætt við eða aðlagað verkefni. Þegar ég reikna út alla þá vinnu sem hefur farið í þetta verkefni tel ég að tímarnir nemi um 10.000 – þó það hljómi ótrúlega. Í næstu grein, sem birtist á morgun, lýsi ég ferli umsóknar í Þróunarsjóð námsgagna sem varð kveikjan að greinaröðinni. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bogi Ragnarsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Sjá meira
Árið 2014 hóf ég störf sem kennari í félagsfræði við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Strax eftir fyrstu önnina varð mér ljóst að hefðbundið námsefni stóð ekki undir þeim hraða og dýpt sem samfélagsbreytingar krefjast. Það vantaði efni sem náði tengingu við líf nemenda í samtímanum – efni sem horfði fram á við samhliða því að nýta það besta úr fortíðinni. Upphaflega stóð til að fylgja hefðbundnu kennsluformi með áherslu á grunnatriði félagsfræðinnar og klassískar kenningar. En í stað þess fór ég að þróa eigið námsefni – með það að markmiði að fanga veruleika samtímans og nýta nýjustu strauma í alþjóðlegri félagsfræðikennslu. Ég bjó til nýja áfanga og fór að uppfæra efni reglulega, byggt á hugmyndum sem ég hljóðritaði jafnóðum í símann og vann svo inn í kennslukerfið. Þetta varð að lifandi þróunarferli þar sem ég prófaði, betrumbætti og lagaði að þörfum nemenda. Þegar sonur minn var ekki hjá mér – aðra hverja viku – sat ég oft langt fram á kvöld við skrifborðið mitt, að skrifa, móta og prófa. Árið 2018 hafði ég skrifað sex bækur í félagsvísindum. Ég hafði líka þróað fjölbreytt verkefni sem höfðu það markmið að fá nemendur til að lesa, hugsa og vinna sjálfstætt. Ég kallaði fyrstu sjálfvirku verkefnin mín þekkingarverkefni – og þau urðu yfir 30 talsins. Þau byggja á leikrænum aðferðum sem hvetja nemendur til virkni og sjálfstæðrar hugsunar. Þar má nefna verkefni eins og innfyllingar, lykilorð, lykilsetningar, dulmál, hengimann, orðapýramída, fjórflokka, flokkanir, paranir, krossaspurningar, myndainnfyllingar, falda mynd, orðaleiki, slönguspil og fjölmörg fleiri. Allt eru þetta sjálfvirk verkefni, nemendur fá endurgjöf strax sem hefur þann tilgang að hjálpa nemendum að tileinka sér efni með virkri þátttöku og leik. Jafnframt þróaði ég önnur verkefni sem kalla má leikni- og færniverkefni – þau krefjast dýpri úrvinnslu, samræðu og beitingar kunnáttu. Dæmi um slík verkefni eru heimasíðugreiningar, myndbandagreiningar, gagnagreiningar, rökræður, málstofur og ritunarverkefni. Þessi verkefni voru öll prófuð í kennslu og síðan aðlöguð út frá viðbrögðum nemenda. Þau sem virkuðu vel voru þróuð áfram – með það að markmiði að styrkja lærdómsferlið og auka þátttöku nemenda. Á árunum 2019 til 2021 skrifaði ég tvær bækur til viðbótar. Samhliða því fór ég að þróa þá hugmynd að hægt væri að tengja saman kennslubækur og verkefni í sameiginlegt kerfi sem fleiri kennarar gætu notað og tekið þátt í. Ég sá fyrir mér að tengja námsumsjónarkerfi við Microsoft þannig að kennarar gætu sent inn efni, komið með ábendingar og unnið sameiginlega að þróun námsefnis. Þótt þessi tæknilega útfærsla hafi reynst flókin þá varð hugmyndin grunnur að áframhaldandi vinnu. Frá árinu 2021 hef ég skrifað fleiri bækur og verkefni sem saman mynda nú safn 13 bóka í félagsvísindum. Þar af eru átta sjálfstæðar bækur fyrir almennt nám, þrjár einfaldaðar bækur fyrir starfsbraut og einstaklinga með erlendan bakgrunn og tvær safnbækur. Haustið 2024 stofnaði ég svo stafbok.is og útgáfufélagið Stafbók slf. Í framhaldinu bætti ég við verkefnabok.is, þar sem aðgengileg og fjölbreytt verkefni fylgja efninu og kennarar geta bætt við eða aðlagað verkefni. Þegar ég reikna út alla þá vinnu sem hefur farið í þetta verkefni tel ég að tímarnir nemi um 10.000 – þó það hljómi ótrúlega. Í næstu grein, sem birtist á morgun, lýsi ég ferli umsóknar í Þróunarsjóð námsgagna sem varð kveikjan að greinaröðinni. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun