Ekki mínir hagsmunir Berglind Hlín Baldursdóttir skrifar 4. júní 2025 09:30 Ég er bóndi og framleiði bæði kjöt og mjólk. Búið okkar hjóna framleiðir um það bil 18 tonn af kjöti árlega sem við höfum lagt inn hjá Kjarnafæði á Blönduósi og áður lögðum við inn hjá SAH- afurðum. Fengum þar góða þjónustu og áttum góð samskipti við. Nú eftir dóm hæstaréttar í síðustu viku, sem voru vonbrigði fyrir mig, veit ég ekki hvar ég á að koma mínum afurðum í verð og ég er þess líka fullviss að það eru fleiri í minni stöðu. Bændaforystan talar að mínu mati ansi fjálglega um að sameining afurðastöðva sé nauðsynleg fyrir framtíð íslensks landbúnaðar og þar séu hagsmunir bænda hafðir að leiðarljósi. Að mikill meirihluti bænda vilji þetta og að þessi lög muni tryggja framtíð íslensks landbúnaðar. Hafa bændur verið spurðir? Hvar er sú rannsókn eða könnun? Ég hef ekki verið spurð. Í forundran hef ég horft og hlustað á orðræðu forystumanna bænda, sem eiga að gæta okkar hagsmuna. Halda því blákalt fram að þessar lagabreytingar sem ég kalla laga afhroð og afturhvarf til fortíðar muni styðja við íslenskan landbúnað. Mér er spurn hvernig? Nú er eina vonin sú að ríkisstjórninni takist að breyta lögunum aftur á þessu þingi. Í síðasta bændablaði kom fram að breytingarnar sem gerðar voru á frumvarpinu frá fyrstu umræðu hafi verið gerðar vegna þess að krafan um að afurðastöðvarnar væru í meirihlutaeigu bænda gekk ekki upp. Því að afar fáar þeirra uppfylltu þau skilyrði. Nákvæmlega þarna liggur hundurinn grafinn. Ef ekki verður gripið í taumana strax og settar eðlilega samkeppniskvaðir á afurðastöðvar munu þær pressa verð á afurðum okkar eins neðarlega og hægt er og neyða okkur til viðskipta við sig eða hætta búskap. Við skulum ekki gleyma því að afurðastöðvarnar eru í eigu félaga sem eiga hluti í fyrirtækjum sem eru að flytja inn kjötafurðir beint eða óbeint og eru því í samkeppni við okkur. Hvaða hagsmuni haldið þið að þessi fyrirtæki munu verja? Okkar bænda eða sinn hagnað? Ég velti því fyrir mér hvort engin sjái að keisarinn sé nakinn eða að engin þori að benda á það. Stóraukin samþjöppun afurðastöðva mun að mínu mati færa afurðarstöðvunum óskorðað vald til að ákveða verð á afurðum okkar bænda og neytenda. Þær geta ákveðið hvaðan þeir fá afurðirnar og hverjir verða þess umkomnir að fá að leggja inn afurðir hjá þeim. Í stað þess að vinna með bændum og fyrir bændur geta þeir unnið fyrir sína eigendur og lagt sig fram við að skila eins miklum hagnaði í vasa eigenda sinna eins og þeim listir. Nú hefur verið sagt að afurðastöðvarnar séu í eigu bænda en er það svo? Ég á allavega ekkert í afurðastöð svo ég viti til. Þegar afurðastöðvar sameinast og verða svo stórar að enginn raunverulegur valkostur er til staðar, er ekki lengur hægt að tala um frjálsa samkeppni. Það sem áður var samstarf, mun aftur verða einokun og einræði sem ég taldi að tilheyrði fortíðinni. Þegar umræður um lögin stóðu sem hæst var bent á að svona undanþágur væru líka í Noregi og að Evrópusambandið væri með sambærilega löggjöf. En engin sagði nákvæmlega eða kynnti sér í hverju þessar undanþágur frá samkeppnislögum annar staðar snúast um.Í Noregi eru einnig í gildi undanþágur í landbúnaði, en þar eru þær skilyrtar og hluti af árlegu pólitísku samráði milli ríkis og bænda. Þar er megináherslan á að tryggja samningsstöðu bænda gagnvart afurðastöðvum og koma í veg fyrir of mikla samþjöppun. Þar er einnig haldið úti virkri neytendavernd og eftirliti. Það sem skiptir máli er að í Noregi eru undanþágurnar með takmörkunum, þær eru gagnsæjar og með skýrt aðhald á afurðastöðvar. Bændur njóta raunverulegs valds innan framleiðslu keðjunnar. Í ESB eru undanþágur frá samkeppnislögum leyfðar undir ströngum skilyrðum. Þær eru tímabundnar, sértækar og má aðeins nota þegar markaðsbrestur á sér stað – t.d. vegna náttúruváa eða styrjalda. Þá má samræma verð eða framleiðslu aðeins ef það kemur bæði bændum og neytendum til góða. Bændur í ESB njóta samningsfrelsis, gegnsæis og hafa aðgang að sameiginlegum mörkuðum. Afurðastöðvar mega ekki takmarka hreyfanleika bænda eða útiloka þá frá að selja til annarra aðila. Samkeppni og valfrelsi eru vernduð réttindi. Ef þessar breytingar fá fram að ganga hér verður afurðastöðvum heimilað að samræma verð, skilyrða markaðsaðgang og taka ákvarðanir sem áður voru á valdi bænda sjálfra. Þessar undanþágur frá samkeppnislögum eru of víðtækar og of óskýrt afmarkaðar. Þær tryggja ekki jafnvægi heldur gera stórum afurðastöðvum kleift að ákveða hvar bændur mega selja – og á hvaða kjörum. Það er undarleg staða sem upp er komin hjá bændum þessa daganna. Þegar Samkeppniseftirlitið hefur tekið að sér hagsmunagæslu þeirra í stað Bændasamtakanna og ítrekað bent á að þessi framkvæmd gangi gegn hagsmunum bænda, þar sem hún eyðileggur samningsstöðu þeirra og útilokar raunverulegt val okkar. Ég vil ráða því hvar ég legg inn mínar afurðir. Ég vil hafa val. Ég vil ekki þurfa að lúta vilja stórfyrirtækis sem hefur í engu mína hagsmuni að leiðarljósi nema sem hráefnisgjafa. Ég vil geta samið – ekki bara tekið því sem mér er sagt. Með samþjöppun og undanþágum frá samkeppnislögum er búið að taka af okkur samningsafstöðuna. Við erum ekki lengur aðilar að samningum – við erum þiggjendur. Ef þróunin heldur áfram eins og nú er, hver verður þá staða íslenskra bænda eftir tíu ár? Verðum við einfaldlega verktakar fyrir eina stóra afurðastöð sem ákveður verð, gæði og magn? Verður „samráð“ einungis innantómt orð í ársskýrslu? Ef markmið búvörulaga er að styrkja sjálfbæran og fjölbreyttan landbúnað, þá verða bændur sjálfir að hafa val, rödd og samningsstöðu. Ekki með tilskipunum frá skrifstofu afurðastöðvar – heldur í eigin nafni. Því segi ég við forystu bænda og Bændasamtökin : Nei, þetta eru ekki mínir hagsmunir. Höfundur er bóndi Miðhúsum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Matvælaframleiðsla Samkeppnismál Evrópusambandið Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er bóndi og framleiði bæði kjöt og mjólk. Búið okkar hjóna framleiðir um það bil 18 tonn af kjöti árlega sem við höfum lagt inn hjá Kjarnafæði á Blönduósi og áður lögðum við inn hjá SAH- afurðum. Fengum þar góða þjónustu og áttum góð samskipti við. Nú eftir dóm hæstaréttar í síðustu viku, sem voru vonbrigði fyrir mig, veit ég ekki hvar ég á að koma mínum afurðum í verð og ég er þess líka fullviss að það eru fleiri í minni stöðu. Bændaforystan talar að mínu mati ansi fjálglega um að sameining afurðastöðva sé nauðsynleg fyrir framtíð íslensks landbúnaðar og þar séu hagsmunir bænda hafðir að leiðarljósi. Að mikill meirihluti bænda vilji þetta og að þessi lög muni tryggja framtíð íslensks landbúnaðar. Hafa bændur verið spurðir? Hvar er sú rannsókn eða könnun? Ég hef ekki verið spurð. Í forundran hef ég horft og hlustað á orðræðu forystumanna bænda, sem eiga að gæta okkar hagsmuna. Halda því blákalt fram að þessar lagabreytingar sem ég kalla laga afhroð og afturhvarf til fortíðar muni styðja við íslenskan landbúnað. Mér er spurn hvernig? Nú er eina vonin sú að ríkisstjórninni takist að breyta lögunum aftur á þessu þingi. Í síðasta bændablaði kom fram að breytingarnar sem gerðar voru á frumvarpinu frá fyrstu umræðu hafi verið gerðar vegna þess að krafan um að afurðastöðvarnar væru í meirihlutaeigu bænda gekk ekki upp. Því að afar fáar þeirra uppfylltu þau skilyrði. Nákvæmlega þarna liggur hundurinn grafinn. Ef ekki verður gripið í taumana strax og settar eðlilega samkeppniskvaðir á afurðastöðvar munu þær pressa verð á afurðum okkar eins neðarlega og hægt er og neyða okkur til viðskipta við sig eða hætta búskap. Við skulum ekki gleyma því að afurðastöðvarnar eru í eigu félaga sem eiga hluti í fyrirtækjum sem eru að flytja inn kjötafurðir beint eða óbeint og eru því í samkeppni við okkur. Hvaða hagsmuni haldið þið að þessi fyrirtæki munu verja? Okkar bænda eða sinn hagnað? Ég velti því fyrir mér hvort engin sjái að keisarinn sé nakinn eða að engin þori að benda á það. Stóraukin samþjöppun afurðastöðva mun að mínu mati færa afurðarstöðvunum óskorðað vald til að ákveða verð á afurðum okkar bænda og neytenda. Þær geta ákveðið hvaðan þeir fá afurðirnar og hverjir verða þess umkomnir að fá að leggja inn afurðir hjá þeim. Í stað þess að vinna með bændum og fyrir bændur geta þeir unnið fyrir sína eigendur og lagt sig fram við að skila eins miklum hagnaði í vasa eigenda sinna eins og þeim listir. Nú hefur verið sagt að afurðastöðvarnar séu í eigu bænda en er það svo? Ég á allavega ekkert í afurðastöð svo ég viti til. Þegar afurðastöðvar sameinast og verða svo stórar að enginn raunverulegur valkostur er til staðar, er ekki lengur hægt að tala um frjálsa samkeppni. Það sem áður var samstarf, mun aftur verða einokun og einræði sem ég taldi að tilheyrði fortíðinni. Þegar umræður um lögin stóðu sem hæst var bent á að svona undanþágur væru líka í Noregi og að Evrópusambandið væri með sambærilega löggjöf. En engin sagði nákvæmlega eða kynnti sér í hverju þessar undanþágur frá samkeppnislögum annar staðar snúast um.Í Noregi eru einnig í gildi undanþágur í landbúnaði, en þar eru þær skilyrtar og hluti af árlegu pólitísku samráði milli ríkis og bænda. Þar er megináherslan á að tryggja samningsstöðu bænda gagnvart afurðastöðvum og koma í veg fyrir of mikla samþjöppun. Þar er einnig haldið úti virkri neytendavernd og eftirliti. Það sem skiptir máli er að í Noregi eru undanþágurnar með takmörkunum, þær eru gagnsæjar og með skýrt aðhald á afurðastöðvar. Bændur njóta raunverulegs valds innan framleiðslu keðjunnar. Í ESB eru undanþágur frá samkeppnislögum leyfðar undir ströngum skilyrðum. Þær eru tímabundnar, sértækar og má aðeins nota þegar markaðsbrestur á sér stað – t.d. vegna náttúruváa eða styrjalda. Þá má samræma verð eða framleiðslu aðeins ef það kemur bæði bændum og neytendum til góða. Bændur í ESB njóta samningsfrelsis, gegnsæis og hafa aðgang að sameiginlegum mörkuðum. Afurðastöðvar mega ekki takmarka hreyfanleika bænda eða útiloka þá frá að selja til annarra aðila. Samkeppni og valfrelsi eru vernduð réttindi. Ef þessar breytingar fá fram að ganga hér verður afurðastöðvum heimilað að samræma verð, skilyrða markaðsaðgang og taka ákvarðanir sem áður voru á valdi bænda sjálfra. Þessar undanþágur frá samkeppnislögum eru of víðtækar og of óskýrt afmarkaðar. Þær tryggja ekki jafnvægi heldur gera stórum afurðastöðvum kleift að ákveða hvar bændur mega selja – og á hvaða kjörum. Það er undarleg staða sem upp er komin hjá bændum þessa daganna. Þegar Samkeppniseftirlitið hefur tekið að sér hagsmunagæslu þeirra í stað Bændasamtakanna og ítrekað bent á að þessi framkvæmd gangi gegn hagsmunum bænda, þar sem hún eyðileggur samningsstöðu þeirra og útilokar raunverulegt val okkar. Ég vil ráða því hvar ég legg inn mínar afurðir. Ég vil hafa val. Ég vil ekki þurfa að lúta vilja stórfyrirtækis sem hefur í engu mína hagsmuni að leiðarljósi nema sem hráefnisgjafa. Ég vil geta samið – ekki bara tekið því sem mér er sagt. Með samþjöppun og undanþágum frá samkeppnislögum er búið að taka af okkur samningsafstöðuna. Við erum ekki lengur aðilar að samningum – við erum þiggjendur. Ef þróunin heldur áfram eins og nú er, hver verður þá staða íslenskra bænda eftir tíu ár? Verðum við einfaldlega verktakar fyrir eina stóra afurðastöð sem ákveður verð, gæði og magn? Verður „samráð“ einungis innantómt orð í ársskýrslu? Ef markmið búvörulaga er að styrkja sjálfbæran og fjölbreyttan landbúnað, þá verða bændur sjálfir að hafa val, rödd og samningsstöðu. Ekki með tilskipunum frá skrifstofu afurðastöðvar – heldur í eigin nafni. Því segi ég við forystu bænda og Bændasamtökin : Nei, þetta eru ekki mínir hagsmunir. Höfundur er bóndi Miðhúsum.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun