Ísland verður að vernda hafið og fiskimiðin frá námuvinnslu á hafsbotni Laura Sólveig Lefort Scheefer, Þorgerður María Þorbjarnardóttir, Árni Finnsson, Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir, Belén García Ovide og Huld Hafliðadóttir skrifa 3. júní 2025 13:00 Ísland er þekkt fyrir náið samband sitt við hafið. Frá menningarlegri sjálfsmynd okkar til efnahagslegs bakbeins þjóðarinnar hefur hafið mótað hver við erum. Í dag stendur hafið hins vegar frammi fyrir nýrri og hættulegri ógn sem felst í djúpsjávarnámuvinnslu. Námuvinnsla á hafsbotni myndi valda óafturkræfu tjóni á viðkvæmum og lítt þekktum vistkerfum hafsins. Eyðilegging búsvæða, hljóðmengun og dreifing á seti og úrgangsefnum truflar farleiðir og hrygningu fiska og þar með ógnar heilbrigði vistkerfa. Endurheimt vistkerfana, ef hún er möguleg, gæti tekið aldir. Að taka upp lítt rannsakaðan og áhættusaman iðnað í hafi stríðir gegn ábyrgri umgengi við náttúruna. Þrátt fyrir þetta heldur iðnaðurinn áfram að ryðja sér til rúms. Fyrirtækið The Metals Company hefur þegar sniðgengið alþjóðleg ferli með því að sækja um leyfi til djúpsjávarnámuvinnslu samkvæmt bandarískum lögum. Það grefur undan valdi “International Seabed Authority (ISA)” sem er stofnun á vegum Sameinuðu Þjóðanna með það hlutverk að hafa eftirlit með starfsemi á alþjóðlegum hafsbotni. Ísland, sem aðildarríki að ISA, stendur nú frammi fyrir vali: að þegja meðan aðrir marka stefnu framtíðarinnar, eða að taka þátt og vernda hafið. Dagana 9.-13. júní koma leiðtogar heims saman í Nice í Frakklandi á 3. hafráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna. Gert er ráð fyrir að umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra Íslands verði viðstaddur. Þetta er lykiltækifæri fyrir Ísland til að sameinast sífellt fleiri ríkjum, Norðurlandaráðinu, frumbyggjasamfélögum, frjálsum félagasamtökum, alþjóðlegum fyrirtækjum og fulltrúum sjávarútvegs sem krefjast þess að bundinn verði endir á djúpsjávarnámuvinnslu með varúðarsjónarmið að leiðarljósi. Með því yrðu send skýr skilaboð: Ísland ætlar ekki að sitja hjá á meðan einkaaðilar stofna heilsu hafsins, sameiginlegri arfleifð mannkyns, í hættu. Ákvarðanirnar sem teknar verða í Nice munu móta framtíð hafstjórnunar. Fyrir Ísland, þjóð sem hefur fæðu, efnahag, og sjálfsmynd sína samofið hafinu, er þetta augnablik sem við megum ekki láta framhjá okkur fara. Við hvetjum þig, Jóhann Páll Jóhannsson, til að sýna alþjóðlega forystu. Stattu með vísindunum. Stattu með hafinu. Stattu með samfélögunum sem byggja afkomu sína á því. Laura Sólveig Lefort Scheefer, forseti Ungra umhverfissinna Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir, formaður Sustainable Ocean Alliance Ísland Belén García Ovide, stofnandi og verkefnastjóri Ocean Missions, Húsavík Huld Hafliðadóttir, stofnandi STEAM Húsavík og formaður SVÍVS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Árni Finnsson Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Ísland er þekkt fyrir náið samband sitt við hafið. Frá menningarlegri sjálfsmynd okkar til efnahagslegs bakbeins þjóðarinnar hefur hafið mótað hver við erum. Í dag stendur hafið hins vegar frammi fyrir nýrri og hættulegri ógn sem felst í djúpsjávarnámuvinnslu. Námuvinnsla á hafsbotni myndi valda óafturkræfu tjóni á viðkvæmum og lítt þekktum vistkerfum hafsins. Eyðilegging búsvæða, hljóðmengun og dreifing á seti og úrgangsefnum truflar farleiðir og hrygningu fiska og þar með ógnar heilbrigði vistkerfa. Endurheimt vistkerfana, ef hún er möguleg, gæti tekið aldir. Að taka upp lítt rannsakaðan og áhættusaman iðnað í hafi stríðir gegn ábyrgri umgengi við náttúruna. Þrátt fyrir þetta heldur iðnaðurinn áfram að ryðja sér til rúms. Fyrirtækið The Metals Company hefur þegar sniðgengið alþjóðleg ferli með því að sækja um leyfi til djúpsjávarnámuvinnslu samkvæmt bandarískum lögum. Það grefur undan valdi “International Seabed Authority (ISA)” sem er stofnun á vegum Sameinuðu Þjóðanna með það hlutverk að hafa eftirlit með starfsemi á alþjóðlegum hafsbotni. Ísland, sem aðildarríki að ISA, stendur nú frammi fyrir vali: að þegja meðan aðrir marka stefnu framtíðarinnar, eða að taka þátt og vernda hafið. Dagana 9.-13. júní koma leiðtogar heims saman í Nice í Frakklandi á 3. hafráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna. Gert er ráð fyrir að umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra Íslands verði viðstaddur. Þetta er lykiltækifæri fyrir Ísland til að sameinast sífellt fleiri ríkjum, Norðurlandaráðinu, frumbyggjasamfélögum, frjálsum félagasamtökum, alþjóðlegum fyrirtækjum og fulltrúum sjávarútvegs sem krefjast þess að bundinn verði endir á djúpsjávarnámuvinnslu með varúðarsjónarmið að leiðarljósi. Með því yrðu send skýr skilaboð: Ísland ætlar ekki að sitja hjá á meðan einkaaðilar stofna heilsu hafsins, sameiginlegri arfleifð mannkyns, í hættu. Ákvarðanirnar sem teknar verða í Nice munu móta framtíð hafstjórnunar. Fyrir Ísland, þjóð sem hefur fæðu, efnahag, og sjálfsmynd sína samofið hafinu, er þetta augnablik sem við megum ekki láta framhjá okkur fara. Við hvetjum þig, Jóhann Páll Jóhannsson, til að sýna alþjóðlega forystu. Stattu með vísindunum. Stattu með hafinu. Stattu með samfélögunum sem byggja afkomu sína á því. Laura Sólveig Lefort Scheefer, forseti Ungra umhverfissinna Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir, formaður Sustainable Ocean Alliance Ísland Belén García Ovide, stofnandi og verkefnastjóri Ocean Missions, Húsavík Huld Hafliðadóttir, stofnandi STEAM Húsavík og formaður SVÍVS
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun