Gigt, vinnumarkaðurinn, fjölgun hlutastarfa og viðeigandi aðlögun Hrönn Stefánsdóttir skrifar 31. maí 2025 21:01 Í maí hefur Gigtarfélagið verið með vitundarvakningarmánuð til að vekja athygli á gigt og gigtarsjúkdómum og þeim víðtæku áhrifum sem hún hefur á sjúklinginn og þá sem næst honum standa. Gigt hefur ekki aðeins áhrif á líkamlega líðan og lífsgæði heldur hefur hún áhrif á alla þætti lífsins, þar með talið getuna til atvinnuþátttöku. Gigt er samheiti yfir fjölbreyttan hóp bólgusjúkdóma sem hafa áhrif á liði, sinar og stoðkerfi líkamans. Gigtarsjúkdómar er ósýnilegir að miklu leyti, en geta haft djúpstæð áhrif á daglegt líf einstaklinga. Þó einkennin séu aðallega líkamleg, eins og verkir, stirðleiki og lamandi þreyta, þá hefur gigt einnig áhrif á sálarlíf, sjálfsmynd og starfsgetu fólks. Gigtarsjúkdómar eru algengir á Íslandi og er talið að 1 af hverjum fjórum til fimm fái gigtarsjúkdóm á lífsleiðinni. Sjúkdómarnir geta verið misalvarlegir, allt frá því að vera væg óþægindi sem hafa smávægileg áhrif á lífsgæði upp í alvarlega, lífshættulega fjölkerfasjúkdóma. En er það endilega nauðsynlegt að fólk þurfi að hætta að vinna vegna sjúkdóma af þessu tagi? Ef sveigjanleiki í samfélaginu og á vinnustöðum væri meiri væri það ekki endilega nauðsynlegt. Viðeigandi aðlögun og tillitssemi á vinnustað Fólk með gigt mætir oft líkamlegum áskorunum sem krefjast þess að vinnuumhverfi sé aðlagað að þeirra þörfum. Þetta getur falið í sér sveigjanlegan vinnutíma, möguleika á fjarvinnu, eða breytingar á vinnustöðvum og búnaði eins og hækkanlegt borð eða sérstaka stóla, breytta lýsingu og skilning yfirmanna og samstarfsfólks. Slík aðlögun er ekki aðeins lagaleg skylda vinnuveitenda heldur einnig siðferðileg skylda sem eykur líkurnar á virkni og ánægju starfsfólks. Tillitsemi á vinnustöðum – bæði frá yfirmönnum og samstarfsfólki skiptir líka sköpum. Tillitsemi felst ekki aðeins í aðgerðum heldur einnig í viðhorfi – að gera ekki lítið úr veikindum sem er ekki sýnileg og að skilja að góð og slæm tímabil eru eðlilegur hluti sjúkdómsins. Aðgengi að skilningi og stuðningi getur dregið úr streitu og aukið sjálfstraust fólks með langvinna sjúkdóma. Ný almannatryggingalög og hvatning til þátttöku Ný almannatryggingalög hafa áhrif á stöðu fólks með gigt. Með áherslu á starfsgetumat fremur en örorkumat, og með aukinni áherslu á virkni og endurhæfingu, skapast tækifæri til að aðstoða fólk við að snúa aftur til vinnu á eigin forsendum. Lögin leggja nú meira upp úr einstaklingsmiðaðri þjónustu og stuðningi við þá sem geta unnið að hluta eða með aðlögun. Markmiðið er að hvetja til virkni eftir getu, með áherslu á starfsendurhæfingu, hlutastörf og sveigjanleika. Þetta getur haft jákvæð áhrif á lífsgæði fólks með gigt sem áður hefur verið útilokað frá vinnumarkaði vegna stífra skilyrða og takmarkaðra úrræða. Fjölgun hlutastarfa og sveigjanleiki Fjölgun hlutastarfa og aukin áhersla á sveigjanleika í störfum gefur einstaklingum með gigt raunverulegan möguleika til að vera virkir þátttakendur á vinnumarkaði, án þess að ganga of nærri heilsu sinni. Hlutastarf getur einnig verið brú yfir í fulla atvinnuþátttöku ef líðan batnar. Samfélagið græðir á þessari þróun – bæði fjárhagslega og félagslega – því virkni stuðlar að sjálfstæði, lægri kostnaði félagslega kerfisins og betri líðan. Sjálfsmyndin tengd vinnu Fyrir marga er vinnan mikilvægur hluti af sjálfsmynd. Að hafa starf veitir tilgang, félagsskap og þá tilfinningu að einstaklingurinn sé að leggja sitt af mörkum til þjóðfélagsins. Þegar einstaklingur missir vinnu vegna langvinnra veikinda getur það haft áhrif á sjálfsálit, sjálfstraust og mat á eigin verðleikum. Að missa hlutverk sitt í atvinnulífinu getur því haft djúpstæð áhrif á sjálfsmynd og tengsl við samfélagið. Langvarandi fjarvera frá vinnu getur haft neikvæð áhrif á sálarlífið. Fólk glímir við einmanaleika, vanlíðan og jafnvel þunglyndi. Það getur verið erfitt að sjá tilgang og finna jafnvægi í daglegu lífi án reglulegrar rútínu og félagslegra tengsla sem fylgja vinnu. Stuðningur fagfólks, fjölskyldu og félagslegs kerfis er því lykilatriði í endurkomu á vinnumarkaðinn. Af hverju getur sumt fólk snúið aftur á vinnumarkaðinn? Margir sem greinast með gigt, sem hafa þurft að taka sér hlé frá störfum, ná að snúa aftur til vinnu, þrátt fyrir áskoranir. Ástæðurnar eru margar: Áhrifarík meðferð, snemmtæk greining, skilningur og stuðningur frá vinnuveitanda, aðlögun vinnuumhverfis og jákvætt viðhorf einstaklinga sjálfra. Einnig skiptir máli að fá rétta þjónustu frá heilbrigðiskerfinu og félagsþjónustu, ásamt því að hafa tækifæri til starfsendurhæfingar ásamt sveigjanleika á vinnustað, sem eru meðal lykilþátta sem gera endurkomu á vinnumarkaðinn mögulega. Orkusparnaður og jafnvægi Fólk með gigt þarf oft að stýra orku sinni af nákvæmni. Það þýðir að dagleg verkefni, hvort sem þau tengjast vinnu eða einkalífi, þurfa að vera skipulögð með tilliti til orkuþols. Orkusparnaður felst ekki aðeins í hvíld, heldur einnig í því að forgangsraða, nýta hjálpartæki og skipuleggja vinnudaginn þannig að sem mest náist fram með sem minnstu líkamlegu álagi. Með því að forgangsraða verkefnum, skipuleggja daginn og taka regluleg hlé, er hægt að nýta takmarkaða orku á skynsamlegan hátt. Þetta hjálpar til við að halda jafnvægi milli vinnu og einkalífs – og dregur úr hættu á yfirálagi. Þekking á eigin líkama og mörkun eigin takmarkana er lykill að bættri heilsu og virkni. Niðurlag Fólk með gigt stendur frammi fyrir margvíslegum áskorunum, en með réttum stuðningi, aðlögun og skilningi samfélagsins er hægt að byggja upp aðstæður sem gera þátttöku á vinnumarkaði mögulega og árangursríka. Ný lög, fjölgun hlutastarfa og aukin meðvitund um mikilvægi sveigjanleika eru jákvæð skref í átt að mannúðlegra og réttlátara samfélagi fyrir alla – óháð líkamlegu ástandi. Höfundur formaður Gigtarfélags Íslands og formaður atvinnu og menntamálahóps ÖBÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Í maí hefur Gigtarfélagið verið með vitundarvakningarmánuð til að vekja athygli á gigt og gigtarsjúkdómum og þeim víðtæku áhrifum sem hún hefur á sjúklinginn og þá sem næst honum standa. Gigt hefur ekki aðeins áhrif á líkamlega líðan og lífsgæði heldur hefur hún áhrif á alla þætti lífsins, þar með talið getuna til atvinnuþátttöku. Gigt er samheiti yfir fjölbreyttan hóp bólgusjúkdóma sem hafa áhrif á liði, sinar og stoðkerfi líkamans. Gigtarsjúkdómar er ósýnilegir að miklu leyti, en geta haft djúpstæð áhrif á daglegt líf einstaklinga. Þó einkennin séu aðallega líkamleg, eins og verkir, stirðleiki og lamandi þreyta, þá hefur gigt einnig áhrif á sálarlíf, sjálfsmynd og starfsgetu fólks. Gigtarsjúkdómar eru algengir á Íslandi og er talið að 1 af hverjum fjórum til fimm fái gigtarsjúkdóm á lífsleiðinni. Sjúkdómarnir geta verið misalvarlegir, allt frá því að vera væg óþægindi sem hafa smávægileg áhrif á lífsgæði upp í alvarlega, lífshættulega fjölkerfasjúkdóma. En er það endilega nauðsynlegt að fólk þurfi að hætta að vinna vegna sjúkdóma af þessu tagi? Ef sveigjanleiki í samfélaginu og á vinnustöðum væri meiri væri það ekki endilega nauðsynlegt. Viðeigandi aðlögun og tillitssemi á vinnustað Fólk með gigt mætir oft líkamlegum áskorunum sem krefjast þess að vinnuumhverfi sé aðlagað að þeirra þörfum. Þetta getur falið í sér sveigjanlegan vinnutíma, möguleika á fjarvinnu, eða breytingar á vinnustöðvum og búnaði eins og hækkanlegt borð eða sérstaka stóla, breytta lýsingu og skilning yfirmanna og samstarfsfólks. Slík aðlögun er ekki aðeins lagaleg skylda vinnuveitenda heldur einnig siðferðileg skylda sem eykur líkurnar á virkni og ánægju starfsfólks. Tillitsemi á vinnustöðum – bæði frá yfirmönnum og samstarfsfólki skiptir líka sköpum. Tillitsemi felst ekki aðeins í aðgerðum heldur einnig í viðhorfi – að gera ekki lítið úr veikindum sem er ekki sýnileg og að skilja að góð og slæm tímabil eru eðlilegur hluti sjúkdómsins. Aðgengi að skilningi og stuðningi getur dregið úr streitu og aukið sjálfstraust fólks með langvinna sjúkdóma. Ný almannatryggingalög og hvatning til þátttöku Ný almannatryggingalög hafa áhrif á stöðu fólks með gigt. Með áherslu á starfsgetumat fremur en örorkumat, og með aukinni áherslu á virkni og endurhæfingu, skapast tækifæri til að aðstoða fólk við að snúa aftur til vinnu á eigin forsendum. Lögin leggja nú meira upp úr einstaklingsmiðaðri þjónustu og stuðningi við þá sem geta unnið að hluta eða með aðlögun. Markmiðið er að hvetja til virkni eftir getu, með áherslu á starfsendurhæfingu, hlutastörf og sveigjanleika. Þetta getur haft jákvæð áhrif á lífsgæði fólks með gigt sem áður hefur verið útilokað frá vinnumarkaði vegna stífra skilyrða og takmarkaðra úrræða. Fjölgun hlutastarfa og sveigjanleiki Fjölgun hlutastarfa og aukin áhersla á sveigjanleika í störfum gefur einstaklingum með gigt raunverulegan möguleika til að vera virkir þátttakendur á vinnumarkaði, án þess að ganga of nærri heilsu sinni. Hlutastarf getur einnig verið brú yfir í fulla atvinnuþátttöku ef líðan batnar. Samfélagið græðir á þessari þróun – bæði fjárhagslega og félagslega – því virkni stuðlar að sjálfstæði, lægri kostnaði félagslega kerfisins og betri líðan. Sjálfsmyndin tengd vinnu Fyrir marga er vinnan mikilvægur hluti af sjálfsmynd. Að hafa starf veitir tilgang, félagsskap og þá tilfinningu að einstaklingurinn sé að leggja sitt af mörkum til þjóðfélagsins. Þegar einstaklingur missir vinnu vegna langvinnra veikinda getur það haft áhrif á sjálfsálit, sjálfstraust og mat á eigin verðleikum. Að missa hlutverk sitt í atvinnulífinu getur því haft djúpstæð áhrif á sjálfsmynd og tengsl við samfélagið. Langvarandi fjarvera frá vinnu getur haft neikvæð áhrif á sálarlífið. Fólk glímir við einmanaleika, vanlíðan og jafnvel þunglyndi. Það getur verið erfitt að sjá tilgang og finna jafnvægi í daglegu lífi án reglulegrar rútínu og félagslegra tengsla sem fylgja vinnu. Stuðningur fagfólks, fjölskyldu og félagslegs kerfis er því lykilatriði í endurkomu á vinnumarkaðinn. Af hverju getur sumt fólk snúið aftur á vinnumarkaðinn? Margir sem greinast með gigt, sem hafa þurft að taka sér hlé frá störfum, ná að snúa aftur til vinnu, þrátt fyrir áskoranir. Ástæðurnar eru margar: Áhrifarík meðferð, snemmtæk greining, skilningur og stuðningur frá vinnuveitanda, aðlögun vinnuumhverfis og jákvætt viðhorf einstaklinga sjálfra. Einnig skiptir máli að fá rétta þjónustu frá heilbrigðiskerfinu og félagsþjónustu, ásamt því að hafa tækifæri til starfsendurhæfingar ásamt sveigjanleika á vinnustað, sem eru meðal lykilþátta sem gera endurkomu á vinnumarkaðinn mögulega. Orkusparnaður og jafnvægi Fólk með gigt þarf oft að stýra orku sinni af nákvæmni. Það þýðir að dagleg verkefni, hvort sem þau tengjast vinnu eða einkalífi, þurfa að vera skipulögð með tilliti til orkuþols. Orkusparnaður felst ekki aðeins í hvíld, heldur einnig í því að forgangsraða, nýta hjálpartæki og skipuleggja vinnudaginn þannig að sem mest náist fram með sem minnstu líkamlegu álagi. Með því að forgangsraða verkefnum, skipuleggja daginn og taka regluleg hlé, er hægt að nýta takmarkaða orku á skynsamlegan hátt. Þetta hjálpar til við að halda jafnvægi milli vinnu og einkalífs – og dregur úr hættu á yfirálagi. Þekking á eigin líkama og mörkun eigin takmarkana er lykill að bættri heilsu og virkni. Niðurlag Fólk með gigt stendur frammi fyrir margvíslegum áskorunum, en með réttum stuðningi, aðlögun og skilningi samfélagsins er hægt að byggja upp aðstæður sem gera þátttöku á vinnumarkaði mögulega og árangursríka. Ný lög, fjölgun hlutastarfa og aukin meðvitund um mikilvægi sveigjanleika eru jákvæð skref í átt að mannúðlegra og réttlátara samfélagi fyrir alla – óháð líkamlegu ástandi. Höfundur formaður Gigtarfélags Íslands og formaður atvinnu og menntamálahóps ÖBÍ
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun