Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar 26. maí 2025 09:00 Narsissismi er trending, og stéttaskipting felur sig fyrir berum augum allra og saman eru þau að tæta samfélagið í sundur. Samfélagsmiðlar hafa ýtt undir sjálflægni og hafa núna gengið skrefinu lengra og valdið alvarlegri afleiðingum. Sjálfsmat sem er háð likeum, efnahag og fegurð. Samfélagsmiðlar verðlauna narsissíska hegðun eins og sjálfdýrkun, hégóma og manipúleringu, en refsa eiginleikum eins og auðmýkt og viðkvæmni. Á sama tíma hefur veraldlegur auður orðið að einhvers konar persónuleika, og því meira sem þú sýnir hann því meira ertu verðlaunaður. Ef þú ert ekki auðugur ertu ósýnilegur. Þetta er hættulegt af nokkrum ástæðum: Bæði býr það til gildislausan og falsaðan mælikvarða á velgengni og breytir fólki í markaðsvörur frekar en manneskjur. Þessi falsaði raunveruleiki ýtir líka undir neikvæð sálfræðileg áhrif eins og kvíða, öfundsýki og sundrung. Fólk er sífellt að miða sig við aðra og að sækjast eftir ímynd sem hefur ekkert innihald. Þessi umbreyting lætur manneskjum líða eins og þau séu bara mikilvæg ef þau eru sýnileg og stuðla að menningu þar sem ímynd skiptir meira máli en innihald. Forréttindi eru verðlaunuð frekar en góð gildi, og þessi menning ýtir undir ójafnrétti og sundrungu. „Í den“ eins og eldra fólkið segir, þá skipti karakter mun meira máli en umbúðirnar. Audrey Hepburn var ekki bara frábær leikkona heldur mannvinur sem vann mikilvægt starf fyrir Unicef. Það er þekkt þegar hún sagði: „Fegurð konu er ekki í fötunum sem hún ber, líkamanum sem hún hefur, eða hvernig hún greiðir hárið sitt. Fegurð konu sést í augunum hennar, því að þau eru dyrnar að hjarta hennar, staðurinn þar sem ást býr.“ Ef við hugsum ekki dýpra um hver fær sviðsljósið þá erum við á leiðinni í átt samfélagi sem virðir frammistöðu á samfélagsmiðlum fram yfir fólk. Í staðinn fyrir að tala saman mun samkeppni meðal fólks aukast og samkennd mun drukkna í samfélagsmiðla-algríminu. Hverju getum við breytt? Við getum ekki breytt algríminu yfir nóttu, en við getum breytt hvernig við sjálf komum klædd til dyranna. Við getum valið sannleika og innihald yfir likes. Við getum valið að fylgja fólki sem fræðir frekar en að sýna auð sinn. Við getum stoppað og hugsað áður en við póstum á samfélagsmiðla. Við sitjum öll í sömu súpunni en við getum gert betur. Til dæmis tamið okkur gagnrýna hugsun frekar en að taka inn hvað sem okkur er fært. Það er ekki uppbyggilegt að taka þátt í leik sem er byggður á óöryggi og samkeppni. Við getum búið til samfélag á netinu sem er betra. Sem er betra fyrir geðheilsu og samfélagið okkar, og valið að vera manneskjar frekar en markaðsvörur. Ímyndið ykkur nýja samfélagsmiðla byggða á hreinskilni og hamingju frekar en egóisma, hégóma og auð. Ímyndið ykkur hvað við getum gert saman. Ég held það yrði fallegt að komast að því. Eigum við að prófa það saman? Höfundur er sálfræðinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Narsissismi er trending, og stéttaskipting felur sig fyrir berum augum allra og saman eru þau að tæta samfélagið í sundur. Samfélagsmiðlar hafa ýtt undir sjálflægni og hafa núna gengið skrefinu lengra og valdið alvarlegri afleiðingum. Sjálfsmat sem er háð likeum, efnahag og fegurð. Samfélagsmiðlar verðlauna narsissíska hegðun eins og sjálfdýrkun, hégóma og manipúleringu, en refsa eiginleikum eins og auðmýkt og viðkvæmni. Á sama tíma hefur veraldlegur auður orðið að einhvers konar persónuleika, og því meira sem þú sýnir hann því meira ertu verðlaunaður. Ef þú ert ekki auðugur ertu ósýnilegur. Þetta er hættulegt af nokkrum ástæðum: Bæði býr það til gildislausan og falsaðan mælikvarða á velgengni og breytir fólki í markaðsvörur frekar en manneskjur. Þessi falsaði raunveruleiki ýtir líka undir neikvæð sálfræðileg áhrif eins og kvíða, öfundsýki og sundrung. Fólk er sífellt að miða sig við aðra og að sækjast eftir ímynd sem hefur ekkert innihald. Þessi umbreyting lætur manneskjum líða eins og þau séu bara mikilvæg ef þau eru sýnileg og stuðla að menningu þar sem ímynd skiptir meira máli en innihald. Forréttindi eru verðlaunuð frekar en góð gildi, og þessi menning ýtir undir ójafnrétti og sundrungu. „Í den“ eins og eldra fólkið segir, þá skipti karakter mun meira máli en umbúðirnar. Audrey Hepburn var ekki bara frábær leikkona heldur mannvinur sem vann mikilvægt starf fyrir Unicef. Það er þekkt þegar hún sagði: „Fegurð konu er ekki í fötunum sem hún ber, líkamanum sem hún hefur, eða hvernig hún greiðir hárið sitt. Fegurð konu sést í augunum hennar, því að þau eru dyrnar að hjarta hennar, staðurinn þar sem ást býr.“ Ef við hugsum ekki dýpra um hver fær sviðsljósið þá erum við á leiðinni í átt samfélagi sem virðir frammistöðu á samfélagsmiðlum fram yfir fólk. Í staðinn fyrir að tala saman mun samkeppni meðal fólks aukast og samkennd mun drukkna í samfélagsmiðla-algríminu. Hverju getum við breytt? Við getum ekki breytt algríminu yfir nóttu, en við getum breytt hvernig við sjálf komum klædd til dyranna. Við getum valið sannleika og innihald yfir likes. Við getum valið að fylgja fólki sem fræðir frekar en að sýna auð sinn. Við getum stoppað og hugsað áður en við póstum á samfélagsmiðla. Við sitjum öll í sömu súpunni en við getum gert betur. Til dæmis tamið okkur gagnrýna hugsun frekar en að taka inn hvað sem okkur er fært. Það er ekki uppbyggilegt að taka þátt í leik sem er byggður á óöryggi og samkeppni. Við getum búið til samfélag á netinu sem er betra. Sem er betra fyrir geðheilsu og samfélagið okkar, og valið að vera manneskjar frekar en markaðsvörur. Ímyndið ykkur nýja samfélagsmiðla byggða á hreinskilni og hamingju frekar en egóisma, hégóma og auð. Ímyndið ykkur hvað við getum gert saman. Ég held það yrði fallegt að komast að því. Eigum við að prófa það saman? Höfundur er sálfræðinemi.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun