Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar 17. maí 2025 11:00 Það er hreint hjákátlegt að fylgjast með stjórnarandstöðunni ólmast í málþófi til að hindra framgang mála á Alþingi - jafnvel mál sem þau eru í raun hjartanlega sammála. Allt vegna þess að þau eru ekki sjálf í ríkisstjórn. Málþófinu er ætlað að tefja eins og mögulegt er þau mál sem þau vildu í raun koma sjálf í gegn þegar þau voru í ríkisstjórn, en skorti verksvit og vilja til að hrinda í framkvæmd. Við sátum uppi með kyrrstöðustjórn síðustu sjö ár. Nú hafa þau ekkert annað til málanna að leggja nema lýsingar á hversu óhöndlega þeim gengur með tappa á plastflöskum. Verkefni sem sérhvert leikskólabarn hefur náð góðum tökum á. Það er sorglegt að á þessum alvarlegu tímum sem við lifum nú dettur engum í stjórnarandstöðunni í hug að vekja athygli á alvöru málum samtímans. Nei, tappar á plastflöskum og slíkur hégómi á hug þeirra allan til að stíga í ræðustól Alþingis og belgja sig út af hneykslan vegna þess fyrirbæris. Stóru málin hvað? Meðan þau ræða vandræði sín við tappana til að tefja mál sem þau eru sammála um er verið að fremja þjóðarmorð á Gaza. Þeim dettur ekki í hug að ræða það í ræðustól Alþingis að zíonistar í Ísrael eru að þverbrjóta alþjóðalög. Meira en 50.000 manns hefur verið drepinn og 120.000 særðir og limlestir. Skipulagðar árásir á sjúkrastofnanir, lækna og hjálparstarfsmenn. Hungrað fólk í leit að mat skotið á færi. Hungri beitt sem hernaðaraðgerð og öllum neyðarvistum haldið í herkví til að svelta heila þjóð til bana. Um þetta þegir stjórnarandstaðan skerandi þunnu hljóði þó hún sé að verða uppiskroppa um mál til að ræða í málþófinu. Það vekur athygli að á sama tíma hafa iðulega kvatt sér hljóðs á Alþingi síðustu vikur stjórnarþingmenn til að fordæma þjóðarmorðið: Dagbjört Hákonardóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Ása Berglind Hjálmarsdóttir úr Samfylkingunni og Sigmar Guðmundsson úr Viðreisn. Stjórnarandstöðuþingmenn: Nú er lag. Talið um það sem skiptir máli. Talið um Gaza! Hvet alla sem vettlingi geta valdið til að taka þátt í samstöðugöngunni með Palestínu sem leggur af stað frá Bandaríska sendiráðinu í dag og endar með útifundi á Austurvelli – líka stjórnarandstöðuþingmenn! Höfundur er leikstjóri og öldungur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Það er hreint hjákátlegt að fylgjast með stjórnarandstöðunni ólmast í málþófi til að hindra framgang mála á Alþingi - jafnvel mál sem þau eru í raun hjartanlega sammála. Allt vegna þess að þau eru ekki sjálf í ríkisstjórn. Málþófinu er ætlað að tefja eins og mögulegt er þau mál sem þau vildu í raun koma sjálf í gegn þegar þau voru í ríkisstjórn, en skorti verksvit og vilja til að hrinda í framkvæmd. Við sátum uppi með kyrrstöðustjórn síðustu sjö ár. Nú hafa þau ekkert annað til málanna að leggja nema lýsingar á hversu óhöndlega þeim gengur með tappa á plastflöskum. Verkefni sem sérhvert leikskólabarn hefur náð góðum tökum á. Það er sorglegt að á þessum alvarlegu tímum sem við lifum nú dettur engum í stjórnarandstöðunni í hug að vekja athygli á alvöru málum samtímans. Nei, tappar á plastflöskum og slíkur hégómi á hug þeirra allan til að stíga í ræðustól Alþingis og belgja sig út af hneykslan vegna þess fyrirbæris. Stóru málin hvað? Meðan þau ræða vandræði sín við tappana til að tefja mál sem þau eru sammála um er verið að fremja þjóðarmorð á Gaza. Þeim dettur ekki í hug að ræða það í ræðustól Alþingis að zíonistar í Ísrael eru að þverbrjóta alþjóðalög. Meira en 50.000 manns hefur verið drepinn og 120.000 særðir og limlestir. Skipulagðar árásir á sjúkrastofnanir, lækna og hjálparstarfsmenn. Hungrað fólk í leit að mat skotið á færi. Hungri beitt sem hernaðaraðgerð og öllum neyðarvistum haldið í herkví til að svelta heila þjóð til bana. Um þetta þegir stjórnarandstaðan skerandi þunnu hljóði þó hún sé að verða uppiskroppa um mál til að ræða í málþófinu. Það vekur athygli að á sama tíma hafa iðulega kvatt sér hljóðs á Alþingi síðustu vikur stjórnarþingmenn til að fordæma þjóðarmorðið: Dagbjört Hákonardóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Ása Berglind Hjálmarsdóttir úr Samfylkingunni og Sigmar Guðmundsson úr Viðreisn. Stjórnarandstöðuþingmenn: Nú er lag. Talið um það sem skiptir máli. Talið um Gaza! Hvet alla sem vettlingi geta valdið til að taka þátt í samstöðugöngunni með Palestínu sem leggur af stað frá Bandaríska sendiráðinu í dag og endar með útifundi á Austurvelli – líka stjórnarandstöðuþingmenn! Höfundur er leikstjóri og öldungur
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun