Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar 17. maí 2025 11:00 Það er hreint hjákátlegt að fylgjast með stjórnarandstöðunni ólmast í málþófi til að hindra framgang mála á Alþingi - jafnvel mál sem þau eru í raun hjartanlega sammála. Allt vegna þess að þau eru ekki sjálf í ríkisstjórn. Málþófinu er ætlað að tefja eins og mögulegt er þau mál sem þau vildu í raun koma sjálf í gegn þegar þau voru í ríkisstjórn, en skorti verksvit og vilja til að hrinda í framkvæmd. Við sátum uppi með kyrrstöðustjórn síðustu sjö ár. Nú hafa þau ekkert annað til málanna að leggja nema lýsingar á hversu óhöndlega þeim gengur með tappa á plastflöskum. Verkefni sem sérhvert leikskólabarn hefur náð góðum tökum á. Það er sorglegt að á þessum alvarlegu tímum sem við lifum nú dettur engum í stjórnarandstöðunni í hug að vekja athygli á alvöru málum samtímans. Nei, tappar á plastflöskum og slíkur hégómi á hug þeirra allan til að stíga í ræðustól Alþingis og belgja sig út af hneykslan vegna þess fyrirbæris. Stóru málin hvað? Meðan þau ræða vandræði sín við tappana til að tefja mál sem þau eru sammála um er verið að fremja þjóðarmorð á Gaza. Þeim dettur ekki í hug að ræða það í ræðustól Alþingis að zíonistar í Ísrael eru að þverbrjóta alþjóðalög. Meira en 50.000 manns hefur verið drepinn og 120.000 særðir og limlestir. Skipulagðar árásir á sjúkrastofnanir, lækna og hjálparstarfsmenn. Hungrað fólk í leit að mat skotið á færi. Hungri beitt sem hernaðaraðgerð og öllum neyðarvistum haldið í herkví til að svelta heila þjóð til bana. Um þetta þegir stjórnarandstaðan skerandi þunnu hljóði þó hún sé að verða uppiskroppa um mál til að ræða í málþófinu. Það vekur athygli að á sama tíma hafa iðulega kvatt sér hljóðs á Alþingi síðustu vikur stjórnarþingmenn til að fordæma þjóðarmorðið: Dagbjört Hákonardóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Ása Berglind Hjálmarsdóttir úr Samfylkingunni og Sigmar Guðmundsson úr Viðreisn. Stjórnarandstöðuþingmenn: Nú er lag. Talið um það sem skiptir máli. Talið um Gaza! Hvet alla sem vettlingi geta valdið til að taka þátt í samstöðugöngunni með Palestínu sem leggur af stað frá Bandaríska sendiráðinu í dag og endar með útifundi á Austurvelli – líka stjórnarandstöðuþingmenn! Höfundur er leikstjóri og öldungur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Það er hreint hjákátlegt að fylgjast með stjórnarandstöðunni ólmast í málþófi til að hindra framgang mála á Alþingi - jafnvel mál sem þau eru í raun hjartanlega sammála. Allt vegna þess að þau eru ekki sjálf í ríkisstjórn. Málþófinu er ætlað að tefja eins og mögulegt er þau mál sem þau vildu í raun koma sjálf í gegn þegar þau voru í ríkisstjórn, en skorti verksvit og vilja til að hrinda í framkvæmd. Við sátum uppi með kyrrstöðustjórn síðustu sjö ár. Nú hafa þau ekkert annað til málanna að leggja nema lýsingar á hversu óhöndlega þeim gengur með tappa á plastflöskum. Verkefni sem sérhvert leikskólabarn hefur náð góðum tökum á. Það er sorglegt að á þessum alvarlegu tímum sem við lifum nú dettur engum í stjórnarandstöðunni í hug að vekja athygli á alvöru málum samtímans. Nei, tappar á plastflöskum og slíkur hégómi á hug þeirra allan til að stíga í ræðustól Alþingis og belgja sig út af hneykslan vegna þess fyrirbæris. Stóru málin hvað? Meðan þau ræða vandræði sín við tappana til að tefja mál sem þau eru sammála um er verið að fremja þjóðarmorð á Gaza. Þeim dettur ekki í hug að ræða það í ræðustól Alþingis að zíonistar í Ísrael eru að þverbrjóta alþjóðalög. Meira en 50.000 manns hefur verið drepinn og 120.000 særðir og limlestir. Skipulagðar árásir á sjúkrastofnanir, lækna og hjálparstarfsmenn. Hungrað fólk í leit að mat skotið á færi. Hungri beitt sem hernaðaraðgerð og öllum neyðarvistum haldið í herkví til að svelta heila þjóð til bana. Um þetta þegir stjórnarandstaðan skerandi þunnu hljóði þó hún sé að verða uppiskroppa um mál til að ræða í málþófinu. Það vekur athygli að á sama tíma hafa iðulega kvatt sér hljóðs á Alþingi síðustu vikur stjórnarþingmenn til að fordæma þjóðarmorðið: Dagbjört Hákonardóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Ása Berglind Hjálmarsdóttir úr Samfylkingunni og Sigmar Guðmundsson úr Viðreisn. Stjórnarandstöðuþingmenn: Nú er lag. Talið um það sem skiptir máli. Talið um Gaza! Hvet alla sem vettlingi geta valdið til að taka þátt í samstöðugöngunni með Palestínu sem leggur af stað frá Bandaríska sendiráðinu í dag og endar með útifundi á Austurvelli – líka stjórnarandstöðuþingmenn! Höfundur er leikstjóri og öldungur
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar