Skoðun

Oft er forræðishyggja hjá fjöl­skyldum og á heimilum fatlaðs fólks

Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar

Stundum er samráð milli fatlaðs fólks en oftast ekki. Dæmi um forræðishyggju er þegar fatlað fólk kaupir nammi og gos og heimili fatlaðs fólks biður um afrit til að sjá hvað fatlað fólk er að eyða í eða fá sér. 

Einstaklingur sem er orðinn fullorðinn og er ekki búinn að kalla á hjálp þá er það forræðishyggja. Eins sömuleiðis ef fatlað fólk vill frí í vinnu og á heimili sem það býr á en getur það ekki þá á ekki að vera heimild fyrir því að setja fólki mörk.

Og plön fatlaðs fólksins sem býr í stuðningsíbúðarkjarna Fatlaðs fólks á bara að aðlagast fríum hvers og eins og skipurleggja betur starfið. Sama hvort það sé lítil fyrrvari eða enginn.

Sama hvort það sé fatlað eða annað.

Svo eitt bjánalegt: Sumstaðar þarf að kvitta á blað þegar maður fær sér eitthvað. Forræðishyggja er ólögleg eða bannað í íslenskum reglum í íslenskum lögum. Þá er að tala um almennt en ekki um nein spes einstakling.

Höfundur er 31 ára ungur maður með fötlun og meðstjórnandi Átaks - félags fólks með þroskahömlun.




Skoðun

Sjá meira


×