Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar 13. maí 2025 11:02 Verður íslenskan undir í hnattvæðingunni? Stafrænum rýmum, fólksflutningum, fjarvinnu og ferðalögum mun alltaf fylgja ákveðin alþjóðleg menningarblöndun. Hún mun í auknum mæli síast inn í íslenska tungu, menningu, fegurð, brandara og sérþekkingu sem í tungumálinu býr. Að skapa rými fyrir íslensku í æ einsleitari menningarheimi er ekki hugmynd sem eingöngu sprettur úr þjóðarstolti. Rétt eins og líffræðilegur fjölbreytileiki styrkir vistkerfi og gerir þau betur í stakk búin til að standast áföll og breytingar, þá er fjölbreytni í hugsun og sköpun lykilinn að seiglu samfélagsins. Slíkt dregur jafnframt úr menningarlegri spennu milli Íslendinga og innflytjenda (eins og ég sjálf er), í aðstæðum þar sem báðir leitast við að halda í sína eigin sjálfsmynd. Tungumálið er lykillinn að sérstæðri og margslunginni sál menningarinnar og tungumálakennsla því mikilvæg til að fólki takist að skilja hvert annað. Í samtölum og hversdagslegum erindum, já, en fyrst og fremst í ákveðinni samkennd og samheldni sem fylgir því að skilja. Þegar við lærum ný tungumál kynnumst við ekki bara nýjum orðum yfir kunnuglega hluti, við rjúfum menningarmörk. Við kynnumst heimum þar sem hlutirnir eru hugsaðir öðruvísi, skynjaðir öðruvísi, og uppgötvum nýja, smáa hluti til að gleðjast yfir. Ég get svo sannarlega staðfest hve mikil gleði fylgir því að fatta loksins einkabrandarana í fréttunum, pólítísku vísanirnar í áramótaskaupinu og það að uppgötva áður óaðgengilega króka og kima Internetsins. Þannig upplifum við loks þá tilfinningu að tilheyra. Við fáum að vera með. Af hverju reyna þau bara ekki að læra? Það er hins vegar krefjandi og vandasamt að kenna tungumál. Það er auðvelt að kenna orðaforða, en það að skapa sjálfstraust og öryggi til að takast á við aðstæður þar sem nota þarf nýtt og ókunnugt táknkerfi, gera mistök frammi fyrir öðrum tilfinningaverum, og þróa með sér menningarlegt innsæi er flókin og tilfinningalega viðkvæm áskorun. Fátt reynir jafn mikið á fólk og það að tjá sig á nýju tungumáli, ekki síst vegna þess niðurbrots sjálfsmyndar og tilheyrandi tilfinningalegu flækju sem því fylgir. Að varðveita þá menningu sem í tungumálinu býr er margslungið verkefni sem tekst best þegar það er í höndum fjölbreyttra einstaklinga með öllum sínum mannlegu eiginleikum – mistökum, frávikum frá málvenjum, þágufallssýkinni, húmor og blæbrigðum. Það er í eðli sínu mennskt, síbreytilegt og ófullkomið, og þar af leiðandi ekki eitthvað sem við getum beðið eftir að gervigreindin sjálfvirknivæði. Hins vegar er of dýrt og seinlegt að láta kennsluferlið alfarið vera í höndum mannfólks. Persónuleg kennsla, svo sem einkakennsla eða námskeið, mun alltaf vera kostnaðarsöm svo lengi sem tími og athygli fólks eru verðmæt. Þetta gerir tungumálanám oft óaðgengilegt fyrir þau sem helst þurfa á því að halda – láglaunafólk, fjölskyldur og skapandi einstaklinga. Með aukinni útbreiðslu enskunnar getum við vissulega átt samskipti á sameiginlegum grunni, en þá dregur jafnframt úr notkun eigin tungumáls í daglegu lífi, sem gerir það enn torveldara að tileinka sér nýtt mál eingöngu í gegnum dagleg samskipti. Getur tæknin bjargað íslenskunni? Við verðum að nýta möguleika tækninnar til að gera aðlögunarferlið nægjanlega aðgengilegt án þess að hún svipti okkur mannlegum eiginleikum, sérvisku og margbreytileika. En verkefnið að fanga og skrásetja menningu á að vera erfitt, tímafrekt og mannlegt. Ég fór fyrir þremur árum af stað með það markmið að nýta tæknibakgrunn minn og reynslu af íslenskunámi til að lækka aðgengisþröskuldinn að því. Ég komst fljótt að því að sú fjármögnun sem er í boði í dag fellur oftast í einn af þremur flokkum: annars vegar gróðadrifnar nýsköpunarhugmyndir styrktar af áhættufjárfestum og Tækniþróunarsjóði sem elta skilvirkni og mælanlegan árangur; fræðilegar rannsóknir sem ekki miða að því að koma nýjum hagnýtum tólum og verkfærum í hendur fólks sem þurfa að þeim að halda; eða menningarverkefni félagasamtaka sem sjaldnast gera ráð fyrir tækniþróun eða viðhaldi. En án nýsköpunar deyr menningin og án menningar missir nýsköpunin það mannlega og það flókna sem við viljum síst tapa. Verkefnið að bjarga íslenskri menningu með tækni má ekki vera rekið eingöngu í hagnaðarskyni né miðast að skjótfengnum gróða á kostnað menningarlegra verðmæta. Einkageirinn einn mun ekki redda þessu fyrir okkur. Áhersla á fjárhagslegan ávinning í tækniverkefnum leiðir iðulega til niðurskurðar og sparnaðar; hún dregur úr margbreytileika og vinnur gegn þeim fjölbreytileika sem við einmitt viljum vernda. Þó verða verkefni að vera fjárhagslega sjálfbær ef þau eiga að dafna. Það að vernda menningu þýðir að styðja þarf við fjölbreytt verkefni og starfshætti og styrkja mismunandi fjármögnunarleiðir, aðferðir og mælikvarða. Við þurfum ný viðmið sem meta bæði fjárhagslegan ávinning og menningarlegt gildi frekar en að ýta menningunni og pólítikinni út úr nýsköpunarbransanum og nýsköpunarhugsun út úr listunum og akademíunni. Nauðsynlegt er að styrkja samstarf milli sprotafyrirtækja, skapandi greina, rótgróinna fyrirtækja og háskólasamfélagsins. Á öld gervigreindar verða vísindi, viðskiptalíf, tækni, hugvísindi og listir að sameina krafta sína til að skapa það Ísland sem við viljum búa í áður en það tapast í alþjóðlegri spegilmynd 21. aldarinnar. TVÍK, Samtök um mannvæna tækni og East of Moon standa fyrir viðburð á Icelandic Innovation Week með það að markmiði að spyrja gagnrýnna spurninga um nýsköpun á Íslandi. Viðburðurinn verður haldinn þann 15. maí klukkan 15:00 í hafnar.haus á Tryggvagötu 17. Höfundur er innflytjandi og stofnandi TVÍK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Verður íslenskan undir í hnattvæðingunni? Stafrænum rýmum, fólksflutningum, fjarvinnu og ferðalögum mun alltaf fylgja ákveðin alþjóðleg menningarblöndun. Hún mun í auknum mæli síast inn í íslenska tungu, menningu, fegurð, brandara og sérþekkingu sem í tungumálinu býr. Að skapa rými fyrir íslensku í æ einsleitari menningarheimi er ekki hugmynd sem eingöngu sprettur úr þjóðarstolti. Rétt eins og líffræðilegur fjölbreytileiki styrkir vistkerfi og gerir þau betur í stakk búin til að standast áföll og breytingar, þá er fjölbreytni í hugsun og sköpun lykilinn að seiglu samfélagsins. Slíkt dregur jafnframt úr menningarlegri spennu milli Íslendinga og innflytjenda (eins og ég sjálf er), í aðstæðum þar sem báðir leitast við að halda í sína eigin sjálfsmynd. Tungumálið er lykillinn að sérstæðri og margslunginni sál menningarinnar og tungumálakennsla því mikilvæg til að fólki takist að skilja hvert annað. Í samtölum og hversdagslegum erindum, já, en fyrst og fremst í ákveðinni samkennd og samheldni sem fylgir því að skilja. Þegar við lærum ný tungumál kynnumst við ekki bara nýjum orðum yfir kunnuglega hluti, við rjúfum menningarmörk. Við kynnumst heimum þar sem hlutirnir eru hugsaðir öðruvísi, skynjaðir öðruvísi, og uppgötvum nýja, smáa hluti til að gleðjast yfir. Ég get svo sannarlega staðfest hve mikil gleði fylgir því að fatta loksins einkabrandarana í fréttunum, pólítísku vísanirnar í áramótaskaupinu og það að uppgötva áður óaðgengilega króka og kima Internetsins. Þannig upplifum við loks þá tilfinningu að tilheyra. Við fáum að vera með. Af hverju reyna þau bara ekki að læra? Það er hins vegar krefjandi og vandasamt að kenna tungumál. Það er auðvelt að kenna orðaforða, en það að skapa sjálfstraust og öryggi til að takast á við aðstæður þar sem nota þarf nýtt og ókunnugt táknkerfi, gera mistök frammi fyrir öðrum tilfinningaverum, og þróa með sér menningarlegt innsæi er flókin og tilfinningalega viðkvæm áskorun. Fátt reynir jafn mikið á fólk og það að tjá sig á nýju tungumáli, ekki síst vegna þess niðurbrots sjálfsmyndar og tilheyrandi tilfinningalegu flækju sem því fylgir. Að varðveita þá menningu sem í tungumálinu býr er margslungið verkefni sem tekst best þegar það er í höndum fjölbreyttra einstaklinga með öllum sínum mannlegu eiginleikum – mistökum, frávikum frá málvenjum, þágufallssýkinni, húmor og blæbrigðum. Það er í eðli sínu mennskt, síbreytilegt og ófullkomið, og þar af leiðandi ekki eitthvað sem við getum beðið eftir að gervigreindin sjálfvirknivæði. Hins vegar er of dýrt og seinlegt að láta kennsluferlið alfarið vera í höndum mannfólks. Persónuleg kennsla, svo sem einkakennsla eða námskeið, mun alltaf vera kostnaðarsöm svo lengi sem tími og athygli fólks eru verðmæt. Þetta gerir tungumálanám oft óaðgengilegt fyrir þau sem helst þurfa á því að halda – láglaunafólk, fjölskyldur og skapandi einstaklinga. Með aukinni útbreiðslu enskunnar getum við vissulega átt samskipti á sameiginlegum grunni, en þá dregur jafnframt úr notkun eigin tungumáls í daglegu lífi, sem gerir það enn torveldara að tileinka sér nýtt mál eingöngu í gegnum dagleg samskipti. Getur tæknin bjargað íslenskunni? Við verðum að nýta möguleika tækninnar til að gera aðlögunarferlið nægjanlega aðgengilegt án þess að hún svipti okkur mannlegum eiginleikum, sérvisku og margbreytileika. En verkefnið að fanga og skrásetja menningu á að vera erfitt, tímafrekt og mannlegt. Ég fór fyrir þremur árum af stað með það markmið að nýta tæknibakgrunn minn og reynslu af íslenskunámi til að lækka aðgengisþröskuldinn að því. Ég komst fljótt að því að sú fjármögnun sem er í boði í dag fellur oftast í einn af þremur flokkum: annars vegar gróðadrifnar nýsköpunarhugmyndir styrktar af áhættufjárfestum og Tækniþróunarsjóði sem elta skilvirkni og mælanlegan árangur; fræðilegar rannsóknir sem ekki miða að því að koma nýjum hagnýtum tólum og verkfærum í hendur fólks sem þurfa að þeim að halda; eða menningarverkefni félagasamtaka sem sjaldnast gera ráð fyrir tækniþróun eða viðhaldi. En án nýsköpunar deyr menningin og án menningar missir nýsköpunin það mannlega og það flókna sem við viljum síst tapa. Verkefnið að bjarga íslenskri menningu með tækni má ekki vera rekið eingöngu í hagnaðarskyni né miðast að skjótfengnum gróða á kostnað menningarlegra verðmæta. Einkageirinn einn mun ekki redda þessu fyrir okkur. Áhersla á fjárhagslegan ávinning í tækniverkefnum leiðir iðulega til niðurskurðar og sparnaðar; hún dregur úr margbreytileika og vinnur gegn þeim fjölbreytileika sem við einmitt viljum vernda. Þó verða verkefni að vera fjárhagslega sjálfbær ef þau eiga að dafna. Það að vernda menningu þýðir að styðja þarf við fjölbreytt verkefni og starfshætti og styrkja mismunandi fjármögnunarleiðir, aðferðir og mælikvarða. Við þurfum ný viðmið sem meta bæði fjárhagslegan ávinning og menningarlegt gildi frekar en að ýta menningunni og pólítikinni út úr nýsköpunarbransanum og nýsköpunarhugsun út úr listunum og akademíunni. Nauðsynlegt er að styrkja samstarf milli sprotafyrirtækja, skapandi greina, rótgróinna fyrirtækja og háskólasamfélagsins. Á öld gervigreindar verða vísindi, viðskiptalíf, tækni, hugvísindi og listir að sameina krafta sína til að skapa það Ísland sem við viljum búa í áður en það tapast í alþjóðlegri spegilmynd 21. aldarinnar. TVÍK, Samtök um mannvæna tækni og East of Moon standa fyrir viðburð á Icelandic Innovation Week með það að markmiði að spyrja gagnrýnna spurninga um nýsköpun á Íslandi. Viðburðurinn verður haldinn þann 15. maí klukkan 15:00 í hafnar.haus á Tryggvagötu 17. Höfundur er innflytjandi og stofnandi TVÍK.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun