Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 11. maí 2025 23:30 Miðað við niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem Gallup gerði fyrir Evrópuhreyfinguna er munurinn á fjölda þeirra sem vilja ganga í Evrópusambandið og þeirra sem vilja það ekki orðinn fremur lítill eða 4,4%. Samkvæmt henni eru þannig 43% hlynnt því að gengið verði í sambandið en 38,6% andvíg. Í könnun Gallups í marz var munurinn mun meiri eða 8% og í marz 2022 var hann heil 14%. Á sama tíma hafa síðustu tvær kannanir Maskínu undanfarið hálft ár sýnt fleiri andvíga inngöngu en hlynnta ólíkt því sem áður var. Mögulega hefur Evrópuhreyfingin því verzlað við Gallup nú í stað Maskínu áður. Fleira vekur athygli þegar nýja skoðanakönnunin er annars vegar. Þannig greindi Jón Steindór Valdimarsson, formaður Evrópuhreyfingarinnar og aðstoðarmaður fjármálaráðherra, frá niðurstöðum hennar í grein á Vísi fyrir helgi. Ekki er að sjá að hún hafi verið send á fjölmiðla sem hafa ekki fjallað um hana. Hvergi er í greininni samanburður við fyrri kannanir Gallups. Mjög líklega hefðu fjölmiðlar viljað birta þær upplýsingar. Þá segir Jón Steindór að sé aðeins miðað við þá sem tóku afstöðu með eða á móti séu 55% hlynnt inngöngu í Evrópusambandið. Rétta talan er þó 52,7%. Kann hann ekki að reikna? Talsverður munur er jú á því hvort 55% séu hlynnt því að gengið verði í Evrópusambandið og 45% andvíg, og munurinn þá 10 prósentustig, eða hvort hlutföllin séu 52,7% og 47,3% og munurinn 5,4 prósentustig. Mögulega hefur verið um mistök að ræða í einföldum prósentureikningi en miðað við augljósa viðleitni að öðru leyti til þess að reyna að láta niðurstöðurnar líta betur út en þær gefa tilefni til, til dæmis með því að bera þær ekki saman við fyrri niðurstöður kannana Gallups, er það auðvitað alls ekki víst. Þróunin hefur í öllu falli ljóslega ekki verið í æskilegar áttir í þessum efnum að mati Jóns Steindórs. Hins vegar er alltaf áhugavert þegar Evrópusambandssinnar kaupa skoðanakannanir sem kosta sitt þar sem fólk er spurt hvort það vilji ganga í Evrópusambandið í ljósi þess að því hefur löngum verið haldið fram í röðum þeirra að ekki væri hægt að svara þeirri spurningu nema samningur um inngöngu lægi fyrir. Fyrr vissi fólk í raun ekkert hvað það væri að tala um. Að vísu hefur það aðeins virzt eiga við þegar kannanir hafa sýnt fleiri andvíga inngöngu. Öðru máli hefur gegnt ef niðurstaðan hefur verið á hinn veginn. Sjálfir hafa þeir fyrir löngu gert upp hug sinn í þessum efnum. Þrátt fyrir samningsleysið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Miðað við niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem Gallup gerði fyrir Evrópuhreyfinguna er munurinn á fjölda þeirra sem vilja ganga í Evrópusambandið og þeirra sem vilja það ekki orðinn fremur lítill eða 4,4%. Samkvæmt henni eru þannig 43% hlynnt því að gengið verði í sambandið en 38,6% andvíg. Í könnun Gallups í marz var munurinn mun meiri eða 8% og í marz 2022 var hann heil 14%. Á sama tíma hafa síðustu tvær kannanir Maskínu undanfarið hálft ár sýnt fleiri andvíga inngöngu en hlynnta ólíkt því sem áður var. Mögulega hefur Evrópuhreyfingin því verzlað við Gallup nú í stað Maskínu áður. Fleira vekur athygli þegar nýja skoðanakönnunin er annars vegar. Þannig greindi Jón Steindór Valdimarsson, formaður Evrópuhreyfingarinnar og aðstoðarmaður fjármálaráðherra, frá niðurstöðum hennar í grein á Vísi fyrir helgi. Ekki er að sjá að hún hafi verið send á fjölmiðla sem hafa ekki fjallað um hana. Hvergi er í greininni samanburður við fyrri kannanir Gallups. Mjög líklega hefðu fjölmiðlar viljað birta þær upplýsingar. Þá segir Jón Steindór að sé aðeins miðað við þá sem tóku afstöðu með eða á móti séu 55% hlynnt inngöngu í Evrópusambandið. Rétta talan er þó 52,7%. Kann hann ekki að reikna? Talsverður munur er jú á því hvort 55% séu hlynnt því að gengið verði í Evrópusambandið og 45% andvíg, og munurinn þá 10 prósentustig, eða hvort hlutföllin séu 52,7% og 47,3% og munurinn 5,4 prósentustig. Mögulega hefur verið um mistök að ræða í einföldum prósentureikningi en miðað við augljósa viðleitni að öðru leyti til þess að reyna að láta niðurstöðurnar líta betur út en þær gefa tilefni til, til dæmis með því að bera þær ekki saman við fyrri niðurstöður kannana Gallups, er það auðvitað alls ekki víst. Þróunin hefur í öllu falli ljóslega ekki verið í æskilegar áttir í þessum efnum að mati Jóns Steindórs. Hins vegar er alltaf áhugavert þegar Evrópusambandssinnar kaupa skoðanakannanir sem kosta sitt þar sem fólk er spurt hvort það vilji ganga í Evrópusambandið í ljósi þess að því hefur löngum verið haldið fram í röðum þeirra að ekki væri hægt að svara þeirri spurningu nema samningur um inngöngu lægi fyrir. Fyrr vissi fólk í raun ekkert hvað það væri að tala um. Að vísu hefur það aðeins virzt eiga við þegar kannanir hafa sýnt fleiri andvíga inngöngu. Öðru máli hefur gegnt ef niðurstaðan hefur verið á hinn veginn. Sjálfir hafa þeir fyrir löngu gert upp hug sinn í þessum efnum. Þrátt fyrir samningsleysið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun