„Maður veit alveg hver gulrótin er“ Óskar Ófeigur Jónsson og Valur Páll Eiríksson skrifa 10. maí 2025 09:00 Þórey Anna er klár í slaginn. Vísir/Diego Valskonur vonast til að stíga stórt skref í átt að því að verða fyrsta íslenska kvennaliðið í sögunni til að vinna Evróputitil í handbolta. Fram undan er fyrri úrslitaleikur liðsins á Spáni. Valskonur vonast til að stíga stórt skref í átt að því að verða fyrsta íslenska kvennaliðið í sögunni til að vinna Evróputitil í handbolta. Fram undan er fyrri úrslitaleikur liðsins á Spáni sem fer fram í dag. „Tilfinningin er bara mjög góð. Við erum bara mjög spenntar en erum dálítið niðri á jörðinni. Við erum að einbeita okkur að okkar leik og taka á þessu eins og hverjum öðrum handboltaleik.“ Þetta segir Þórey Anna Ásgeirsdóttir, hornamaður í liði Vals, í samtali við Val Pál Eiríksson. Valskonur fara ekki himinskautum fyrir komandi leik, þrátt fyrir að liðið sé aðeins tveimur úrslitaleikjum frá því að skrifa íslenska handboltasögu. Framkvæmdir á hóteli liðsins Leikmenn Vals vöknuðu þá við framkvæmdir á hóteli sínu í morgun en láta það ekki bíta á sig. „Nei, nei, þetta var bara um níu leytið þannig að þetta sleppur alveg. Samt sem áður kannski pínu pirrandi en við látum þetta ekkert á okkur fá,“ sagði Þórey. Téðar framkvæmdir höfðu þó eilítil áhrif á viðtal dagsins. „Þetta er bara hörkulið og lið sem er í fjórða sæti í deildinni á Spáni,“ sagði Þórey en hætti svo skyndilega við hávaðann frá framkvæmdunum. „Heyrðiru þetta?,“ sagði Þórey hlæjandi. Valskonur hafa farið mikinn í Evrópubikarnum í vetur. Þær hafa unnið sterk lið á við Kristianstad frá Svíþjóð og annað spænskt lið, Spánarmeistara Malaga. Það veitir sjálfstraust fyrir komandi leiki við Porrino. Hjálpar okkur mjög mikið „Já, auðvitað gerir það það. Að hafa unnið þær og náð meira að segja mjög góðum úrslitum á móti þeim. Það gefur okkur mikið sjálfstraust og líka það að vera búnar að spila á móti spænsku liði. Þetta er svolítið öðruvísi en þessi skandinavíski bolti þannig að þetta hjálpar okkur mjög mikið,“ sagði Þórey. Það vottar fyrir fiðrildum en nálgunin er engu að síður skýr. „Jú, hugurinn leitar alveg þangað. Maður veit alveg hver gulrótin er. Þú þarft bara að passa þig að vera bara á jörðinni og gera eins og Gústi segir að taka bara eina sókn og eina vörn í einu. Svo sjáum við hvernig niðurstaðan er,“ sagði Þórey. Fyrri leikur liðanna fer fram klukkan þrjú, en þau mætast í síðari úrslitaleiknum sléttri viku síðar að Hlíðarenda. Valur Handbolti EHF-bikarinn Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Sjá meira
Valskonur vonast til að stíga stórt skref í átt að því að verða fyrsta íslenska kvennaliðið í sögunni til að vinna Evróputitil í handbolta. Fram undan er fyrri úrslitaleikur liðsins á Spáni sem fer fram í dag. „Tilfinningin er bara mjög góð. Við erum bara mjög spenntar en erum dálítið niðri á jörðinni. Við erum að einbeita okkur að okkar leik og taka á þessu eins og hverjum öðrum handboltaleik.“ Þetta segir Þórey Anna Ásgeirsdóttir, hornamaður í liði Vals, í samtali við Val Pál Eiríksson. Valskonur fara ekki himinskautum fyrir komandi leik, þrátt fyrir að liðið sé aðeins tveimur úrslitaleikjum frá því að skrifa íslenska handboltasögu. Framkvæmdir á hóteli liðsins Leikmenn Vals vöknuðu þá við framkvæmdir á hóteli sínu í morgun en láta það ekki bíta á sig. „Nei, nei, þetta var bara um níu leytið þannig að þetta sleppur alveg. Samt sem áður kannski pínu pirrandi en við látum þetta ekkert á okkur fá,“ sagði Þórey. Téðar framkvæmdir höfðu þó eilítil áhrif á viðtal dagsins. „Þetta er bara hörkulið og lið sem er í fjórða sæti í deildinni á Spáni,“ sagði Þórey en hætti svo skyndilega við hávaðann frá framkvæmdunum. „Heyrðiru þetta?,“ sagði Þórey hlæjandi. Valskonur hafa farið mikinn í Evrópubikarnum í vetur. Þær hafa unnið sterk lið á við Kristianstad frá Svíþjóð og annað spænskt lið, Spánarmeistara Malaga. Það veitir sjálfstraust fyrir komandi leiki við Porrino. Hjálpar okkur mjög mikið „Já, auðvitað gerir það það. Að hafa unnið þær og náð meira að segja mjög góðum úrslitum á móti þeim. Það gefur okkur mikið sjálfstraust og líka það að vera búnar að spila á móti spænsku liði. Þetta er svolítið öðruvísi en þessi skandinavíski bolti þannig að þetta hjálpar okkur mjög mikið,“ sagði Þórey. Það vottar fyrir fiðrildum en nálgunin er engu að síður skýr. „Jú, hugurinn leitar alveg þangað. Maður veit alveg hver gulrótin er. Þú þarft bara að passa þig að vera bara á jörðinni og gera eins og Gústi segir að taka bara eina sókn og eina vörn í einu. Svo sjáum við hvernig niðurstaðan er,“ sagði Þórey. Fyrri leikur liðanna fer fram klukkan þrjú, en þau mætast í síðari úrslitaleiknum sléttri viku síðar að Hlíðarenda.
Valur Handbolti EHF-bikarinn Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Sjá meira