„Maður veit alveg hver gulrótin er“ Óskar Ófeigur Jónsson og Valur Páll Eiríksson skrifa 10. maí 2025 09:00 Þórey Anna er klár í slaginn. Vísir/Diego Valskonur vonast til að stíga stórt skref í átt að því að verða fyrsta íslenska kvennaliðið í sögunni til að vinna Evróputitil í handbolta. Fram undan er fyrri úrslitaleikur liðsins á Spáni. Valskonur vonast til að stíga stórt skref í átt að því að verða fyrsta íslenska kvennaliðið í sögunni til að vinna Evróputitil í handbolta. Fram undan er fyrri úrslitaleikur liðsins á Spáni sem fer fram í dag. „Tilfinningin er bara mjög góð. Við erum bara mjög spenntar en erum dálítið niðri á jörðinni. Við erum að einbeita okkur að okkar leik og taka á þessu eins og hverjum öðrum handboltaleik.“ Þetta segir Þórey Anna Ásgeirsdóttir, hornamaður í liði Vals, í samtali við Val Pál Eiríksson. Valskonur fara ekki himinskautum fyrir komandi leik, þrátt fyrir að liðið sé aðeins tveimur úrslitaleikjum frá því að skrifa íslenska handboltasögu. Framkvæmdir á hóteli liðsins Leikmenn Vals vöknuðu þá við framkvæmdir á hóteli sínu í morgun en láta það ekki bíta á sig. „Nei, nei, þetta var bara um níu leytið þannig að þetta sleppur alveg. Samt sem áður kannski pínu pirrandi en við látum þetta ekkert á okkur fá,“ sagði Þórey. Téðar framkvæmdir höfðu þó eilítil áhrif á viðtal dagsins. „Þetta er bara hörkulið og lið sem er í fjórða sæti í deildinni á Spáni,“ sagði Þórey en hætti svo skyndilega við hávaðann frá framkvæmdunum. „Heyrðiru þetta?,“ sagði Þórey hlæjandi. Valskonur hafa farið mikinn í Evrópubikarnum í vetur. Þær hafa unnið sterk lið á við Kristianstad frá Svíþjóð og annað spænskt lið, Spánarmeistara Malaga. Það veitir sjálfstraust fyrir komandi leiki við Porrino. Hjálpar okkur mjög mikið „Já, auðvitað gerir það það. Að hafa unnið þær og náð meira að segja mjög góðum úrslitum á móti þeim. Það gefur okkur mikið sjálfstraust og líka það að vera búnar að spila á móti spænsku liði. Þetta er svolítið öðruvísi en þessi skandinavíski bolti þannig að þetta hjálpar okkur mjög mikið,“ sagði Þórey. Það vottar fyrir fiðrildum en nálgunin er engu að síður skýr. „Jú, hugurinn leitar alveg þangað. Maður veit alveg hver gulrótin er. Þú þarft bara að passa þig að vera bara á jörðinni og gera eins og Gústi segir að taka bara eina sókn og eina vörn í einu. Svo sjáum við hvernig niðurstaðan er,“ sagði Þórey. Fyrri leikur liðanna fer fram klukkan þrjú, en þau mætast í síðari úrslitaleiknum sléttri viku síðar að Hlíðarenda. Valur Handbolti EHF-bikarinn Mest lesið Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Handbolti Bubbi segir Eriku Nótt oft hafa verið betri: „Veit ekki hvað var að plaga hana“ Sport Heitir Valsmenn fara á toppinn með sigri Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn með Audda og Steinda: „Hver er sá besti? Það er Elmar“ Fótbolti Tottenham leitar réttar síns eftir ákvörðun INEOS Enski boltinn Ótrúleg endurkoma og allt jafnt í úrslitaeinvíginu Körfubolti Milner spilar til fertugs í von um að slá leikjametið Enski boltinn Pedersen í tvö hundruð leikja klúbbinn í kvöld: „Skiptir mig miklu máli“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sjóðheitir Valsmenn og Opna bandaríska Sport Þrátt fyrir að vera með fimm vill Newcastle einn markvörð til viðbótar Enski boltinn Fleiri fréttir Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Þrjár erlendar til nýliðanna á Akureyri „Stress og spenningur að flytja einn út og þurfa læra á uppþvottavél“ Rúnar látinn fara frá Leipzig Rut bætist í stóran hóp sem kvatt hefur landsliðið „Einvígi sem hefur verið magnað að taka þátt í“ Viðar Símonarson látinn Tók við verðlaunum merktur Aroni sem var veikur heima Aron og Bjarki ungverskir meistarar á kostnað Janusar Aron og Bjarki báðir út úr hóp í úrslitaleiknum Íslendingaliðið kláraði sitt en Füchse Berlin er samt meistari í fyrsta sinn Orri og félagar bikarmeistarar Arnór Atla valinn þjálfari ársins Strákarnir hans Arnórs fara í oddaleik um bronsið KA ræður manninn sem gerði KA/Þór að Íslandsmeisturum Silfrið niðurstaðan fyrir Hannes og strákana hans Óðinn með næstflottasta markið í Evrópudeildinni Elín Klara og Reynir Þór valin best Guðjóni Val tókst ekki að hjálpa löndum sínum Dæmdur 10-0 sigur og titillinn í höfn eftir mikið hneyksli Gísli Þorgeir sleppur við aðgerð Dagur Árni fetar í fótspor pabba síns Lýst sem ungum Elvari: Reynir til eins besta liðs Þýskalands Gerir ekki ráð fyrir miklum breytingum á leikmannahópnum Hlaðvarpsstjörnu dreymir um að spila handbolta á Ólympíuleikunum 2028 Viktor Gísli pólskur meistari í kvöld Magdeburg upp í toppsætið en Melsungen missteig sig Janus Daði og félagar tryggðu sér oddaleik um titilinn Sjá meira
Valskonur vonast til að stíga stórt skref í átt að því að verða fyrsta íslenska kvennaliðið í sögunni til að vinna Evróputitil í handbolta. Fram undan er fyrri úrslitaleikur liðsins á Spáni sem fer fram í dag. „Tilfinningin er bara mjög góð. Við erum bara mjög spenntar en erum dálítið niðri á jörðinni. Við erum að einbeita okkur að okkar leik og taka á þessu eins og hverjum öðrum handboltaleik.“ Þetta segir Þórey Anna Ásgeirsdóttir, hornamaður í liði Vals, í samtali við Val Pál Eiríksson. Valskonur fara ekki himinskautum fyrir komandi leik, þrátt fyrir að liðið sé aðeins tveimur úrslitaleikjum frá því að skrifa íslenska handboltasögu. Framkvæmdir á hóteli liðsins Leikmenn Vals vöknuðu þá við framkvæmdir á hóteli sínu í morgun en láta það ekki bíta á sig. „Nei, nei, þetta var bara um níu leytið þannig að þetta sleppur alveg. Samt sem áður kannski pínu pirrandi en við látum þetta ekkert á okkur fá,“ sagði Þórey. Téðar framkvæmdir höfðu þó eilítil áhrif á viðtal dagsins. „Þetta er bara hörkulið og lið sem er í fjórða sæti í deildinni á Spáni,“ sagði Þórey en hætti svo skyndilega við hávaðann frá framkvæmdunum. „Heyrðiru þetta?,“ sagði Þórey hlæjandi. Valskonur hafa farið mikinn í Evrópubikarnum í vetur. Þær hafa unnið sterk lið á við Kristianstad frá Svíþjóð og annað spænskt lið, Spánarmeistara Malaga. Það veitir sjálfstraust fyrir komandi leiki við Porrino. Hjálpar okkur mjög mikið „Já, auðvitað gerir það það. Að hafa unnið þær og náð meira að segja mjög góðum úrslitum á móti þeim. Það gefur okkur mikið sjálfstraust og líka það að vera búnar að spila á móti spænsku liði. Þetta er svolítið öðruvísi en þessi skandinavíski bolti þannig að þetta hjálpar okkur mjög mikið,“ sagði Þórey. Það vottar fyrir fiðrildum en nálgunin er engu að síður skýr. „Jú, hugurinn leitar alveg þangað. Maður veit alveg hver gulrótin er. Þú þarft bara að passa þig að vera bara á jörðinni og gera eins og Gústi segir að taka bara eina sókn og eina vörn í einu. Svo sjáum við hvernig niðurstaðan er,“ sagði Þórey. Fyrri leikur liðanna fer fram klukkan þrjú, en þau mætast í síðari úrslitaleiknum sléttri viku síðar að Hlíðarenda.
Valur Handbolti EHF-bikarinn Mest lesið Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Handbolti Bubbi segir Eriku Nótt oft hafa verið betri: „Veit ekki hvað var að plaga hana“ Sport Heitir Valsmenn fara á toppinn með sigri Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn með Audda og Steinda: „Hver er sá besti? Það er Elmar“ Fótbolti Tottenham leitar réttar síns eftir ákvörðun INEOS Enski boltinn Ótrúleg endurkoma og allt jafnt í úrslitaeinvíginu Körfubolti Milner spilar til fertugs í von um að slá leikjametið Enski boltinn Pedersen í tvö hundruð leikja klúbbinn í kvöld: „Skiptir mig miklu máli“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sjóðheitir Valsmenn og Opna bandaríska Sport Þrátt fyrir að vera með fimm vill Newcastle einn markvörð til viðbótar Enski boltinn Fleiri fréttir Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Þrjár erlendar til nýliðanna á Akureyri „Stress og spenningur að flytja einn út og þurfa læra á uppþvottavél“ Rúnar látinn fara frá Leipzig Rut bætist í stóran hóp sem kvatt hefur landsliðið „Einvígi sem hefur verið magnað að taka þátt í“ Viðar Símonarson látinn Tók við verðlaunum merktur Aroni sem var veikur heima Aron og Bjarki ungverskir meistarar á kostnað Janusar Aron og Bjarki báðir út úr hóp í úrslitaleiknum Íslendingaliðið kláraði sitt en Füchse Berlin er samt meistari í fyrsta sinn Orri og félagar bikarmeistarar Arnór Atla valinn þjálfari ársins Strákarnir hans Arnórs fara í oddaleik um bronsið KA ræður manninn sem gerði KA/Þór að Íslandsmeisturum Silfrið niðurstaðan fyrir Hannes og strákana hans Óðinn með næstflottasta markið í Evrópudeildinni Elín Klara og Reynir Þór valin best Guðjóni Val tókst ekki að hjálpa löndum sínum Dæmdur 10-0 sigur og titillinn í höfn eftir mikið hneyksli Gísli Þorgeir sleppur við aðgerð Dagur Árni fetar í fótspor pabba síns Lýst sem ungum Elvari: Reynir til eins besta liðs Þýskalands Gerir ekki ráð fyrir miklum breytingum á leikmannahópnum Hlaðvarpsstjörnu dreymir um að spila handbolta á Ólympíuleikunum 2028 Viktor Gísli pólskur meistari í kvöld Magdeburg upp í toppsætið en Melsungen missteig sig Janus Daði og félagar tryggðu sér oddaleik um titilinn Sjá meira