Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson, Sverrir Páll Einarsson, Alexander Hauksson, Ingvar Þóroddsson, María Ellen Steingrimsdóttir, Oddgeir Páll Georgsson og Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifa 9. maí 2025 10:01 Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að ríkisstjórnin lagði nýlega fram frumvarp um breytingu á útreikningum veiðigjalda. Ríkisstjórnin hefur talað um leiðréttingu, og að verið sé að innheimta sanngjarnt gjald fyrir aðgang að auðlindum þjóðarinnar. En hvað nákvæmlega er verið að leiðrétta? Er ekki bara verið að hækka einhver gjöld? Margir hafa gagnrýnt að gjöldin séu „tvöfölduð“, og spurt af hverju þá ekki að þrefalda eða fjórfalda þau. Hver er réttlætingin fyrir þessari tilteknu breytingu? Það er einmitt þetta sem leiðréttingin snýst um. Burtséð frá því hvað fólk telur vera réttmætan arf þjóðarinnar, þá ættum við öll að geta verið sammála um að útreikningur gjaldsins eigi ekki að vera í höndum þeirra sem greiða það. Þannig hafa veiðigjöldin nefnilega verið reiknuð lengi. Þau taka mið af verðinu sem fæst fyrir fiskinn þegar hann er seldur til vinnslu, en hérna á Íslandi þá er það sala sem fer bara úr einum vasa í annan, þar sem iðulega eru það sömu aðilar sem eiga bæði kvótann og vinnslurnar. Þetta væri svona eins og foreldrar þínir myndu selja þér húsið sitt á algjöru undirverði, og fasteignagjöldin sem þú greiddir tækju svo mið af verðinu sem þú borgaðir frekar en markaðsvirði eignarinnar. Frekar góður díll fyrir þig. Það gefur augaleið að það væri stórgallað kerfi og myndi búa til alls konar óheilbrigða hvata á húsnæðismarkaðinum. Það hefur einmitt verið staðan með veiðigjöldin þar til nú. Þetta er þessi leiðrétting. Það er verið að leiðrétta hvernig þessi útreikningur fer fram þannig að þeir sem borgai gjöldin stýri í raun ekki hversu há þau eru að miklu leyti. Og þegar nýja, leiðrétta, reikniformúlan var notuð þá kom út sú hækkun á veiðigjöldunum sem raun bar vitni. Við í Uppreisn stöndum með þeim mikla meirihluta þjóðarinnar sem styður þetta frumvarp og hvetjum atvinnuvegaráðherra, Hönnu Kötu Friðriksson, sem og ríkisstjórnina alla til dáða í þessu máli. Höfundur sitja í stjórn Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Ingvar Þóroddsson Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að ríkisstjórnin lagði nýlega fram frumvarp um breytingu á útreikningum veiðigjalda. Ríkisstjórnin hefur talað um leiðréttingu, og að verið sé að innheimta sanngjarnt gjald fyrir aðgang að auðlindum þjóðarinnar. En hvað nákvæmlega er verið að leiðrétta? Er ekki bara verið að hækka einhver gjöld? Margir hafa gagnrýnt að gjöldin séu „tvöfölduð“, og spurt af hverju þá ekki að þrefalda eða fjórfalda þau. Hver er réttlætingin fyrir þessari tilteknu breytingu? Það er einmitt þetta sem leiðréttingin snýst um. Burtséð frá því hvað fólk telur vera réttmætan arf þjóðarinnar, þá ættum við öll að geta verið sammála um að útreikningur gjaldsins eigi ekki að vera í höndum þeirra sem greiða það. Þannig hafa veiðigjöldin nefnilega verið reiknuð lengi. Þau taka mið af verðinu sem fæst fyrir fiskinn þegar hann er seldur til vinnslu, en hérna á Íslandi þá er það sala sem fer bara úr einum vasa í annan, þar sem iðulega eru það sömu aðilar sem eiga bæði kvótann og vinnslurnar. Þetta væri svona eins og foreldrar þínir myndu selja þér húsið sitt á algjöru undirverði, og fasteignagjöldin sem þú greiddir tækju svo mið af verðinu sem þú borgaðir frekar en markaðsvirði eignarinnar. Frekar góður díll fyrir þig. Það gefur augaleið að það væri stórgallað kerfi og myndi búa til alls konar óheilbrigða hvata á húsnæðismarkaðinum. Það hefur einmitt verið staðan með veiðigjöldin þar til nú. Þetta er þessi leiðrétting. Það er verið að leiðrétta hvernig þessi útreikningur fer fram þannig að þeir sem borgai gjöldin stýri í raun ekki hversu há þau eru að miklu leyti. Og þegar nýja, leiðrétta, reikniformúlan var notuð þá kom út sú hækkun á veiðigjöldunum sem raun bar vitni. Við í Uppreisn stöndum með þeim mikla meirihluta þjóðarinnar sem styður þetta frumvarp og hvetjum atvinnuvegaráðherra, Hönnu Kötu Friðriksson, sem og ríkisstjórnina alla til dáða í þessu máli. Höfundur sitja í stjórn Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun