Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar 7. maí 2025 18:01 Alþjóða glæpadómstóllinn gaf fyrir hálfu ári síðan, í nóvember 2024, út handtökutilskipun á forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, og fyrrverandi varnarmálaráðherra ríkisins, Yoav Gallant, fyrir það brot á alþjóðalögum að nota hungurvopnið gegn óbreyttum borgurum á Gaza. Þetta er stríðsglæpur. Ríkisstjórn Ísraels, sem einhliða rauf vopnahlé við Hamas í mars, hefur síðan hert á umsátrinu og komið í veg fyrir að nokkur neyðaraðstoð berist inn á Gaza í meira en tvo mánuði. Afleiðingin er hungursneyð, þar sem sífellt fleiri látast og bíða óbætanlegan skaða. Samhliða því að svelta íbúa Gaza verða þeir fyrir linnulausum sprengiárásum. Tugir þúsunda fallinna, og hundruð þúsunda særðra. Svona svo fólk skilji stærðargráðu stríðsglæpanna, þá er fjöldi drepinna barna (um 20 þúsund) og særðra barna (yfir 100 þúsund) á Gaza þrefalt fleiri en öll börn á grunnskólaaldri á Íslandi (um 48 þúsund). Stríðsglæpamennirnir sem stjórna Ísrael eru ekkert að fela fyrirætlanir sínar: þeir segjast ætla að gjöreyða samfélagi Palestínumanna á Gaza og hrekja þá úr landi. Þetta er ísraelska útgáfan af „lokalausninni“ (eins og nasistar kölluðu útrýmingarstefnu sína gegn gyðingum), og afleiðingin er helför (holocaust) Palestínumanna. Það sem er að gerast á Gaza er sambærilegt við þjóðarmorðið í Rwanda árið 1994. Þá brást alþjóðasamfélagið og gerði ekkert til að hindra eða stöðva það þrátt fyrir að alþjóðalög leggi þær skyldur á þjóðir heims að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Eftirá sögðu ráðamenn á Vesturlöndum „aldrei aftur“ og „þetta má ekki gerast“. En það er að gerast aftur. Barnamorð, þjóðarmorð, þjóðernishreinsanir… og Vesturlönd standa að mestu þögul hjá eða styðja Ísrael með áframhaldandi vopnasendingum. Ríkisstjórn Íslands hefur tekið eindregna afstöðu gegn framferði Ísraelsmanna, og skipað sér við hlið Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar í fordæmingu á því sem er að gerast. Því ber að fagna, en en það þarf að ganga lengra því fordæming á atferli Íraelsmanna stöðvar ekki þá helför sem er í fullum gangi. Fordæmingu í orði þarf að fylgja eftir með fordæmingu í verki. Ísland ætti að stíga fram fyrir skjöldu og í verki fordæma stríðsglæpi Ísraelsríkis með því slíta stjórnmálasambandi og krefjast þess að Ísrael verði vikið úr Sameinuðu þjóðunum fyrir glæpi sína. Þá ætti Ísland að gerast aðili að kæru Suður Afríku á hendur Ísrael sem er til meðferðar hjá Alþjóðadómstólnum, og stöðva öll viðskipti-, menningar- og íþróttasamskipti við Ísrael. Í ljósi þess hvað er að gerast á Gaza það nánast súrrealistískt að ætla að fara að tralla í góðum gír með Ísraelsmönnum í Evrópsku söngvakeppninni. Að stöðva stríðsglæpi Ísraels og helför Palestínumanna er stærsta mannúðarmál samtímans. Við getum ekki látið eins og við vitum ekki hvað er í gangi – ógnarverkin eru í beinni útsendingu í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Ég undirstrika að alþjóðalög leggja þær skyldur á þjóðir heims að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Krefjumst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða sem bíta, því við viljum ekki með aðgerðarleysi vera gerð samsek í þjóðarmorði! Höfundur er prófessor emeritus Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Alþjóða glæpadómstóllinn gaf fyrir hálfu ári síðan, í nóvember 2024, út handtökutilskipun á forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, og fyrrverandi varnarmálaráðherra ríkisins, Yoav Gallant, fyrir það brot á alþjóðalögum að nota hungurvopnið gegn óbreyttum borgurum á Gaza. Þetta er stríðsglæpur. Ríkisstjórn Ísraels, sem einhliða rauf vopnahlé við Hamas í mars, hefur síðan hert á umsátrinu og komið í veg fyrir að nokkur neyðaraðstoð berist inn á Gaza í meira en tvo mánuði. Afleiðingin er hungursneyð, þar sem sífellt fleiri látast og bíða óbætanlegan skaða. Samhliða því að svelta íbúa Gaza verða þeir fyrir linnulausum sprengiárásum. Tugir þúsunda fallinna, og hundruð þúsunda særðra. Svona svo fólk skilji stærðargráðu stríðsglæpanna, þá er fjöldi drepinna barna (um 20 þúsund) og særðra barna (yfir 100 þúsund) á Gaza þrefalt fleiri en öll börn á grunnskólaaldri á Íslandi (um 48 þúsund). Stríðsglæpamennirnir sem stjórna Ísrael eru ekkert að fela fyrirætlanir sínar: þeir segjast ætla að gjöreyða samfélagi Palestínumanna á Gaza og hrekja þá úr landi. Þetta er ísraelska útgáfan af „lokalausninni“ (eins og nasistar kölluðu útrýmingarstefnu sína gegn gyðingum), og afleiðingin er helför (holocaust) Palestínumanna. Það sem er að gerast á Gaza er sambærilegt við þjóðarmorðið í Rwanda árið 1994. Þá brást alþjóðasamfélagið og gerði ekkert til að hindra eða stöðva það þrátt fyrir að alþjóðalög leggi þær skyldur á þjóðir heims að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Eftirá sögðu ráðamenn á Vesturlöndum „aldrei aftur“ og „þetta má ekki gerast“. En það er að gerast aftur. Barnamorð, þjóðarmorð, þjóðernishreinsanir… og Vesturlönd standa að mestu þögul hjá eða styðja Ísrael með áframhaldandi vopnasendingum. Ríkisstjórn Íslands hefur tekið eindregna afstöðu gegn framferði Ísraelsmanna, og skipað sér við hlið Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar í fordæmingu á því sem er að gerast. Því ber að fagna, en en það þarf að ganga lengra því fordæming á atferli Íraelsmanna stöðvar ekki þá helför sem er í fullum gangi. Fordæmingu í orði þarf að fylgja eftir með fordæmingu í verki. Ísland ætti að stíga fram fyrir skjöldu og í verki fordæma stríðsglæpi Ísraelsríkis með því slíta stjórnmálasambandi og krefjast þess að Ísrael verði vikið úr Sameinuðu þjóðunum fyrir glæpi sína. Þá ætti Ísland að gerast aðili að kæru Suður Afríku á hendur Ísrael sem er til meðferðar hjá Alþjóðadómstólnum, og stöðva öll viðskipti-, menningar- og íþróttasamskipti við Ísrael. Í ljósi þess hvað er að gerast á Gaza það nánast súrrealistískt að ætla að fara að tralla í góðum gír með Ísraelsmönnum í Evrópsku söngvakeppninni. Að stöðva stríðsglæpi Ísraels og helför Palestínumanna er stærsta mannúðarmál samtímans. Við getum ekki látið eins og við vitum ekki hvað er í gangi – ógnarverkin eru í beinni útsendingu í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Ég undirstrika að alþjóðalög leggja þær skyldur á þjóðir heims að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Krefjumst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða sem bíta, því við viljum ekki með aðgerðarleysi vera gerð samsek í þjóðarmorði! Höfundur er prófessor emeritus
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun