Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar 4. maí 2025 10:33 Þegar þau okkar sem eftir lifa árið 2045 horfa til baka mun fólk sjá að ástand þessara daga var dýrkeypt flensuskot hjá tegundinni. Ónæmiskerfi þjóðanna lamaðist og lá niðri um skeið svo freki kallinn hélt í alvöru að hann hefði endurheimt sviðið með viðeigandi morðæði og hrottaskap. Í baksýnisspegli tímans munum við skilja að þessi víkjandi hegðun fjöldans var ekki skortur á siðferði. Við hikuðum vegna skjálfta sem fór um þjóðirnar af miklu dýpi. Það var ekki sprengjugnýr stórvelda eða grimmdaræði ofríkismanna sem lamaði okkur heldur glímuskjálfti mannsandans frammi fyrir hinu stóra verkefni sem ekki verður umflúið; að viðurkenna eigið samhengi og bregðast við tveimur megin staðreyndum: Mannkyn er aðili að stórkostlegu undri – lífinu sjálfu. Lífkerfið sem við erum þátttakendur í þarf þó ekkert á mannkyni að halda og mun eyða okkur ásamt börnum okkar nema við endurnýjum eigið hugarfar. Við höfum hingað til litið á jörðina og önnur lífsform sem hráefni en hvert annað sem keppinauta. Þessu munum við þurfa að breyta. Ég nefni fjögur verkefni: Við munum þurfa að trúa á samráð umfram yfirráð. Við munum þurfa að læra að halda hvert öðru ábyrgu með virðingu og skilningi en styðjast við refsingar sem neyðarrúræði. Við munum þurfa að sjá og viðurkenna almannahag en hafna sérhagsmunagæslu á kostnað manns og náttúru. Við munum þurfa að skilgreina allt fólk sem samstarfsaðila í lífsbaráttunni fremur en keppinauta. Hugarfarið sem jaðarsetur fólk og náttúru er eitt og sama hugarfarið. Því er tómt mál að tala um frið í veröldinni nema ávarpa fátæktina og vistkerfisvandann í sama orði. Við erum öll hugsandi og ábyrgar verur. Höfundur er prestur og siðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Þegar þau okkar sem eftir lifa árið 2045 horfa til baka mun fólk sjá að ástand þessara daga var dýrkeypt flensuskot hjá tegundinni. Ónæmiskerfi þjóðanna lamaðist og lá niðri um skeið svo freki kallinn hélt í alvöru að hann hefði endurheimt sviðið með viðeigandi morðæði og hrottaskap. Í baksýnisspegli tímans munum við skilja að þessi víkjandi hegðun fjöldans var ekki skortur á siðferði. Við hikuðum vegna skjálfta sem fór um þjóðirnar af miklu dýpi. Það var ekki sprengjugnýr stórvelda eða grimmdaræði ofríkismanna sem lamaði okkur heldur glímuskjálfti mannsandans frammi fyrir hinu stóra verkefni sem ekki verður umflúið; að viðurkenna eigið samhengi og bregðast við tveimur megin staðreyndum: Mannkyn er aðili að stórkostlegu undri – lífinu sjálfu. Lífkerfið sem við erum þátttakendur í þarf þó ekkert á mannkyni að halda og mun eyða okkur ásamt börnum okkar nema við endurnýjum eigið hugarfar. Við höfum hingað til litið á jörðina og önnur lífsform sem hráefni en hvert annað sem keppinauta. Þessu munum við þurfa að breyta. Ég nefni fjögur verkefni: Við munum þurfa að trúa á samráð umfram yfirráð. Við munum þurfa að læra að halda hvert öðru ábyrgu með virðingu og skilningi en styðjast við refsingar sem neyðarrúræði. Við munum þurfa að sjá og viðurkenna almannahag en hafna sérhagsmunagæslu á kostnað manns og náttúru. Við munum þurfa að skilgreina allt fólk sem samstarfsaðila í lífsbaráttunni fremur en keppinauta. Hugarfarið sem jaðarsetur fólk og náttúru er eitt og sama hugarfarið. Því er tómt mál að tala um frið í veröldinni nema ávarpa fátæktina og vistkerfisvandann í sama orði. Við erum öll hugsandi og ábyrgar verur. Höfundur er prestur og siðfræðingur.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar