Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar 2. maí 2025 09:32 Það eru breytingar í farvatninu hjá ÍSÍ við kjör á nýjum formanni ÍSÍ og einnig fylgir því sú breyting að það verður gert að hlutastarfi. Sjálfur vona ég að að það gæfu spor á þinginu verði stigið að það verði gert að fullu starfi og að það verði sett tímamörk á hversu mörg ár hægt sé að gegna starfinu samfleytt. Allir frambjóðendur hafa forðast að tala um þann möguleika að sameina ÍSÍ og UMFÍ. Það er stór fíll í stofunni sem enginn vil tala um. Sú umræða hefur legið niðri í mörg ár og er löngu tímabært að fara skoða það að nýju. Nú þegar nánast öll íþrótta og ungmennafélög eru aðilar að bæði ÍSÍ og UMFÍ. Að auki tel ég að hægt væri að hleypa krafti í þann félagslega hluta sem UMFÍ hefur haldið frekar utan um en ÍSÍ. Sem dæmi um það er að almenn kunnátta félagsmanna íþróttafélag í fundarsköpum hefur hraka á síðustu árum. Það fjármagn sem núna er til skiptanna má nýta töluvert betur með sameiningu ÍSÍ og UMFÍ. Jafnframt skapast í því tækifæri að skoða skiptingu héraðssambanda. Síðast en ekki síst verður að tryggja að þau landsmót sem UMFÍ hefur haldið út af krafti fyrir alla aldurshópa verði styrkt og efld enn frekar. Það eru fjölmörg atriði sem verður að hafa í huga í upphafi vegferðar. Aðalatriðið er það að þessa umræðu verður að taka og þá er mikilvægt að heyra hvað frambjóðendum til formanns ÍSÍ þykir um það að sameina þessi stóru sambönd til framtíðar. Höfundur er búfræðingur og íþróttaáhugamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ÍSÍ Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru breytingar í farvatninu hjá ÍSÍ við kjör á nýjum formanni ÍSÍ og einnig fylgir því sú breyting að það verður gert að hlutastarfi. Sjálfur vona ég að að það gæfu spor á þinginu verði stigið að það verði gert að fullu starfi og að það verði sett tímamörk á hversu mörg ár hægt sé að gegna starfinu samfleytt. Allir frambjóðendur hafa forðast að tala um þann möguleika að sameina ÍSÍ og UMFÍ. Það er stór fíll í stofunni sem enginn vil tala um. Sú umræða hefur legið niðri í mörg ár og er löngu tímabært að fara skoða það að nýju. Nú þegar nánast öll íþrótta og ungmennafélög eru aðilar að bæði ÍSÍ og UMFÍ. Að auki tel ég að hægt væri að hleypa krafti í þann félagslega hluta sem UMFÍ hefur haldið frekar utan um en ÍSÍ. Sem dæmi um það er að almenn kunnátta félagsmanna íþróttafélag í fundarsköpum hefur hraka á síðustu árum. Það fjármagn sem núna er til skiptanna má nýta töluvert betur með sameiningu ÍSÍ og UMFÍ. Jafnframt skapast í því tækifæri að skoða skiptingu héraðssambanda. Síðast en ekki síst verður að tryggja að þau landsmót sem UMFÍ hefur haldið út af krafti fyrir alla aldurshópa verði styrkt og efld enn frekar. Það eru fjölmörg atriði sem verður að hafa í huga í upphafi vegferðar. Aðalatriðið er það að þessa umræðu verður að taka og þá er mikilvægt að heyra hvað frambjóðendum til formanns ÍSÍ þykir um það að sameina þessi stóru sambönd til framtíðar. Höfundur er búfræðingur og íþróttaáhugamaður.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar