Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar 2. maí 2025 08:32 Í maímánuði leggur Gigtarfélag Íslands áherslu á að varpa ljósi á einn algengasta langvinna heilsufarsvanda okkar tíma – gigt. Gigtarmaí er tileinkaður öllum þeim sem eru með gigtarsjúkdóma og þeim sem styðja þau í daglegu lífi. Þetta er tími til að hvetja til fræðslu, samkenndar og nýrrar sýnar á það hvernig við skiljum og bregðumst við þessum fjölbreyttu og oft ósýnilegu sjúkdómum. Gigt getur haft áhrif á fólk á öllum aldri – börn sem fullorðna – og einkennin eru margvísleg: Verkir, stirðleiki, lamandi þreyta og bólgur. Þrátt fyrir að yfir 6.000 manns greinist árlega með gigtarsjúkdóma á Íslandi, eru fordómar og vanþekking enn mikil. Því er mikilvægt að við tölum opinskátt um gigt og reynsluna af því að lifa með henni. Gigt er ekki ein tegund sjúkdóms heldur yfir 100 mismunandi sjúkdómar sem hafa áhrif á liði, vöðva, sinar og bandvefi – og jafnvel líffæri eins og hjarta, lungu og nýru. Hún getur verið ósýnileg, óútreiknanleg og yfirþyrmandi. Margir upplifa verk sem erfitt er að lýsa, lamandi þreytu sem hvorki svefn né hvíld lagar og skerðingu á getu til daglegrar þátttöku sem getur haft áhrif á sjálfsmynd, atvinnuþátttöku og félagslíf. Á Íslandi eru tugir þúsunda með einhvers konar gigtarsjúkdóm. Þar af eru margir greindir á unga aldri – jafnvel sem ung börn. Samt sem áður er gigt enn of oft misskilin. Fordómar og þögnin í kringum langvinna verki og ósýnileg veikindi gera stöðuna enn erfiðari. Þess vegna skiptir Gigtarmaí máli. Fræðsla og meðvitund eru lykilatriði Gigtarmaí snýst ekki bara um að vekja athygli – heldur einnig um að auka þekkingu almennings og fagfólks og tryggja að fólk fái þá meðferð, aðstoð og skilning sem það þarfnast. Það er mikilvægt að við hættum að líta á gigt sem "einhverja ellisjúkdóma", því hún getur haft áhrif á fólk á öllum aldri – og lífsgæði fólks fara ekki endilega eftir aldri og alvarleika sjúkdómsins heldur aðgengi að réttum úrræðum. Við viljum hvetja fólk til að taka þátt með því að deila reynslu sinni, hlusta á sögur annarra, mæta á viðburði, fræðast og styðja. Það getur verið í gegnum samfélagsmiðla, fræðsluerindi eða einfaldlega með því að sýna samkennd í samtali við náunga. Gigt og vinnumarkaðurinn – ósýnilegar hindranir og óséðir möguleikar Einn af þeim þáttum sem oft gleymist í umræðunni um gigtarsjúkdóma eru áhrifin á atvinnulíf og starfsgetu. Margir sem lifa með gigt mæta áskorunum í starfi sem snúa ekki aðeins að líkamlegri getu, heldur einnig skilningi og sveigjanleika á vinnustað. Þreyta, verkir og skert hreyfigeta geta haft áhrif á frammistöðu – ekki vegna skorts á vilja eða hæfileikum, heldur vegna takmarkana sem sjúkdómurinn veldur. Mörg störf eru enn of ósveigjanleg fyrir fólk með langvinna heilsufarsvandamál. Þörfin fyrir sveigjanlegan vinnutíma, fjarvinnu, hlé og aðlagaðar vinnuaðstæður ætti ekki að vera lúxus heldur sjálfsögð mannréttindi. Þegar fyrirtæki og stofnanir taka mið af fjölbreyttum þörfum starfsfólks, eykst ekki aðeins starfsánægja – heldur nýtist þekking og reynsla allra betur. Það er til mikils að vinna. Margir með gigt vilja vera virkir á atvinnulífinu og geta unnið ef vinnutími- og aðstaða eru aðlöguð að þeim. Á Íslandi er rétturinn til viðeigandi aðlögunar á vinnustað lögbundinn. Margir veikjast eftir að hafa lokið langskólanámi og hafa ómetanlega innsýn og hæfileika – en þurfa stuðning og skilning til að blómstra. Í Gigtarmaí minnum við á að atvinnulífið þarf að vera fyrir alla – líka þá sem eru með ósýnilegan sjúkdóm. Hver rödd skiptir máli Gigtarmaí er líka tími til að minna á mikilvægi rannsókna og framfara í læknisfræði. Þó margt hafi áunnist, er langt í land hvað varðar ný lyf, endurhæfingu, sálrænan stuðning og aðgengi að sérfræðingum. Með sterkari rödd og samhentu átaki getum við þrýst á um breytingar og betri framtíð fyrir alla þá sem lifa með gigt. Við skorum á þig – hvort sem þú ert heilbrigðisstarfsmaður, aðstandandi eða einstaklingur með gigt – að taka þátt í Gigtarmaí. Í Gigtarmaí hvetjum við hjá Gigtarfélaginu fólk til að taka þátt – hvort sem það er með því að fræðast, deila reynslu sinni, eða styrkja Gigtarfélagið og rannsóknir. Með sameiginlegu átaki getum við aukið skilning, bætt þjónustu og skapað framtíð þar sem enginn þarf að lifa með gigt án skilnings og stuðnings. Höfundur er varaformaður Gigtarfélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í maímánuði leggur Gigtarfélag Íslands áherslu á að varpa ljósi á einn algengasta langvinna heilsufarsvanda okkar tíma – gigt. Gigtarmaí er tileinkaður öllum þeim sem eru með gigtarsjúkdóma og þeim sem styðja þau í daglegu lífi. Þetta er tími til að hvetja til fræðslu, samkenndar og nýrrar sýnar á það hvernig við skiljum og bregðumst við þessum fjölbreyttu og oft ósýnilegu sjúkdómum. Gigt getur haft áhrif á fólk á öllum aldri – börn sem fullorðna – og einkennin eru margvísleg: Verkir, stirðleiki, lamandi þreyta og bólgur. Þrátt fyrir að yfir 6.000 manns greinist árlega með gigtarsjúkdóma á Íslandi, eru fordómar og vanþekking enn mikil. Því er mikilvægt að við tölum opinskátt um gigt og reynsluna af því að lifa með henni. Gigt er ekki ein tegund sjúkdóms heldur yfir 100 mismunandi sjúkdómar sem hafa áhrif á liði, vöðva, sinar og bandvefi – og jafnvel líffæri eins og hjarta, lungu og nýru. Hún getur verið ósýnileg, óútreiknanleg og yfirþyrmandi. Margir upplifa verk sem erfitt er að lýsa, lamandi þreytu sem hvorki svefn né hvíld lagar og skerðingu á getu til daglegrar þátttöku sem getur haft áhrif á sjálfsmynd, atvinnuþátttöku og félagslíf. Á Íslandi eru tugir þúsunda með einhvers konar gigtarsjúkdóm. Þar af eru margir greindir á unga aldri – jafnvel sem ung börn. Samt sem áður er gigt enn of oft misskilin. Fordómar og þögnin í kringum langvinna verki og ósýnileg veikindi gera stöðuna enn erfiðari. Þess vegna skiptir Gigtarmaí máli. Fræðsla og meðvitund eru lykilatriði Gigtarmaí snýst ekki bara um að vekja athygli – heldur einnig um að auka þekkingu almennings og fagfólks og tryggja að fólk fái þá meðferð, aðstoð og skilning sem það þarfnast. Það er mikilvægt að við hættum að líta á gigt sem "einhverja ellisjúkdóma", því hún getur haft áhrif á fólk á öllum aldri – og lífsgæði fólks fara ekki endilega eftir aldri og alvarleika sjúkdómsins heldur aðgengi að réttum úrræðum. Við viljum hvetja fólk til að taka þátt með því að deila reynslu sinni, hlusta á sögur annarra, mæta á viðburði, fræðast og styðja. Það getur verið í gegnum samfélagsmiðla, fræðsluerindi eða einfaldlega með því að sýna samkennd í samtali við náunga. Gigt og vinnumarkaðurinn – ósýnilegar hindranir og óséðir möguleikar Einn af þeim þáttum sem oft gleymist í umræðunni um gigtarsjúkdóma eru áhrifin á atvinnulíf og starfsgetu. Margir sem lifa með gigt mæta áskorunum í starfi sem snúa ekki aðeins að líkamlegri getu, heldur einnig skilningi og sveigjanleika á vinnustað. Þreyta, verkir og skert hreyfigeta geta haft áhrif á frammistöðu – ekki vegna skorts á vilja eða hæfileikum, heldur vegna takmarkana sem sjúkdómurinn veldur. Mörg störf eru enn of ósveigjanleg fyrir fólk með langvinna heilsufarsvandamál. Þörfin fyrir sveigjanlegan vinnutíma, fjarvinnu, hlé og aðlagaðar vinnuaðstæður ætti ekki að vera lúxus heldur sjálfsögð mannréttindi. Þegar fyrirtæki og stofnanir taka mið af fjölbreyttum þörfum starfsfólks, eykst ekki aðeins starfsánægja – heldur nýtist þekking og reynsla allra betur. Það er til mikils að vinna. Margir með gigt vilja vera virkir á atvinnulífinu og geta unnið ef vinnutími- og aðstaða eru aðlöguð að þeim. Á Íslandi er rétturinn til viðeigandi aðlögunar á vinnustað lögbundinn. Margir veikjast eftir að hafa lokið langskólanámi og hafa ómetanlega innsýn og hæfileika – en þurfa stuðning og skilning til að blómstra. Í Gigtarmaí minnum við á að atvinnulífið þarf að vera fyrir alla – líka þá sem eru með ósýnilegan sjúkdóm. Hver rödd skiptir máli Gigtarmaí er líka tími til að minna á mikilvægi rannsókna og framfara í læknisfræði. Þó margt hafi áunnist, er langt í land hvað varðar ný lyf, endurhæfingu, sálrænan stuðning og aðgengi að sérfræðingum. Með sterkari rödd og samhentu átaki getum við þrýst á um breytingar og betri framtíð fyrir alla þá sem lifa með gigt. Við skorum á þig – hvort sem þú ert heilbrigðisstarfsmaður, aðstandandi eða einstaklingur með gigt – að taka þátt í Gigtarmaí. Í Gigtarmaí hvetjum við hjá Gigtarfélaginu fólk til að taka þátt – hvort sem það er með því að fræðast, deila reynslu sinni, eða styrkja Gigtarfélagið og rannsóknir. Með sameiginlegu átaki getum við aukið skilning, bætt þjónustu og skapað framtíð þar sem enginn þarf að lifa með gigt án skilnings og stuðnings. Höfundur er varaformaður Gigtarfélags Íslands.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun