„Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 28. apríl 2025 21:50 Árni Bragi vill fylla Hlíðarenda. Vísir/Jón Gautur „Þetta eru bara tvö hörku lið, annað og fjórða sætið í deildinni og bara fiffty-fiffty leikir og við vitum að vera á heimavelli er alltaf auka fimm prósent. Það er búið að duga í fjögur skipti en núna þurfum við bara að ná að stela einum á útivelli,“ sagði Árni Bragi Eyjólfsson, leikmaður Aftureldingar, eftir sigur gegn Val. Úrslitin þýða að fram undan er oddaleikur á föstudaginn um sæti í úrslitaeinvíginu við Fram. Afturelding var með yfirhöndina allan síðari hálfleikinn og sigldi sigrinum heim að lokum, þó Valsmenn náðu áhlaupi undir lok leiks. Lokatölur 29-26. Árni Bragi segir Val vera erfiðan andstæðing. „Þeir eru bara sjúklega vel drillaðir og trúa á það sem þeir eru að gera. Við náðum að stoppa ákveðna hluti í góðan tíma, svo eiga þeir ákveðin kerfi sem þeir fara þarna í sem við eigum erfiðara með og þeir eru svolítið að geyma þau þar til seint í leiknum, skiljanlega, menn orðnir þreyttir og annað. Við þurfum aðeins að laga þetta, að enda sóknirnar með skoti og keyra í vörn því okkur finnst okkur líða vel varnarlega. Þeir skora allavega tíu mörk í dag úr fyrstu til þriðju bylgju. Þegar við skilum okkur heim þá finnst mér við vera í góðum gír.“ Undir lok fyrri hálfleiksins kom 6-1 kafli hjá heimamönnum í kjölfar leikhlés hjá Gunnari Magnússyni, þjálfara Aftureldingar, sem snéri leiknum Aftureldingu í vil og litu þeir ekki um öxl eftir það. Aðspurður hvað hafi verið farið yfir þar, þá hafði Árni Bragi þetta að segja. „Við fundum það bara, við vorum á heimavelli þannig að það var geggjuð stemning í okkur og flottur gír en spennustigið var bara örlítið of hátt. Við þurftum bara að muna eftir handboltanum, förum bara að gera það sem við kunnum þar. Við vorum bara búnir að vera taka lélegar ákvarðanir sóknarlega og gáfum þeim hraðaupphlaup. Við þurftum bara að vera með betri ákvarðanir sóknarlega og þá small þetta því vörnin var góð.“ Fram undan er oddaleikur á föstudaginn að Hlíðarenda. Aðspurður hvort Árni Bragi væri með einhver skilaboð fyrir Mosfellinga, þá var svarið einfalt. „Þetta er skemmtilegasti tími ársins, það eru bara allar úrslitakeppnir í gangi og ég treysti bara á að allt þetta fólk mæti og ég vill sjá allavega hundrað í viðbót,“ sagði Árni Bragi að lokum, en það var þétt setin stúkan að Varmá í kvöld. Handbolti Olís-deild karla Afturelding Valur Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Fleiri fréttir Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Sjá meira
Afturelding var með yfirhöndina allan síðari hálfleikinn og sigldi sigrinum heim að lokum, þó Valsmenn náðu áhlaupi undir lok leiks. Lokatölur 29-26. Árni Bragi segir Val vera erfiðan andstæðing. „Þeir eru bara sjúklega vel drillaðir og trúa á það sem þeir eru að gera. Við náðum að stoppa ákveðna hluti í góðan tíma, svo eiga þeir ákveðin kerfi sem þeir fara þarna í sem við eigum erfiðara með og þeir eru svolítið að geyma þau þar til seint í leiknum, skiljanlega, menn orðnir þreyttir og annað. Við þurfum aðeins að laga þetta, að enda sóknirnar með skoti og keyra í vörn því okkur finnst okkur líða vel varnarlega. Þeir skora allavega tíu mörk í dag úr fyrstu til þriðju bylgju. Þegar við skilum okkur heim þá finnst mér við vera í góðum gír.“ Undir lok fyrri hálfleiksins kom 6-1 kafli hjá heimamönnum í kjölfar leikhlés hjá Gunnari Magnússyni, þjálfara Aftureldingar, sem snéri leiknum Aftureldingu í vil og litu þeir ekki um öxl eftir það. Aðspurður hvað hafi verið farið yfir þar, þá hafði Árni Bragi þetta að segja. „Við fundum það bara, við vorum á heimavelli þannig að það var geggjuð stemning í okkur og flottur gír en spennustigið var bara örlítið of hátt. Við þurftum bara að muna eftir handboltanum, förum bara að gera það sem við kunnum þar. Við vorum bara búnir að vera taka lélegar ákvarðanir sóknarlega og gáfum þeim hraðaupphlaup. Við þurftum bara að vera með betri ákvarðanir sóknarlega og þá small þetta því vörnin var góð.“ Fram undan er oddaleikur á föstudaginn að Hlíðarenda. Aðspurður hvort Árni Bragi væri með einhver skilaboð fyrir Mosfellinga, þá var svarið einfalt. „Þetta er skemmtilegasti tími ársins, það eru bara allar úrslitakeppnir í gangi og ég treysti bara á að allt þetta fólk mæti og ég vill sjá allavega hundrað í viðbót,“ sagði Árni Bragi að lokum, en það var þétt setin stúkan að Varmá í kvöld.
Handbolti Olís-deild karla Afturelding Valur Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Fleiri fréttir Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Sjá meira