Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar 25. apríl 2025 11:02 „Til hamingju blaðamenn!” Félagið ykkar tapaði tugum milljóna á síðasta ári en það er „ásættanlegt” að sögn formanns félagsins! Félagið fór lóðbeint úr tugmilljónahagnaði í tugmilljónatap á aðeins einu ári. Það gerðist þrátt fyrir hátt raunvaxtastig og góða ávöxtun á peningalegum eignum félagsins sem eru verulegar og nema hundruðum milljóna króna. Þetta hlýtur að vera einhvers konar Íslandsmet í amlóðahætti, því undirritaður hélt utan um pyngju Blaðamannafélagsins á árinu 2023 og skilaði því þá með afgangi upp á tugi milljóna króna, eins og raunar öll árin sem hann hélt þar um stjórnartaumana. Meira að segja í hruninu var verulegur hagnaður af rekstri félagsins og það þrátt fyrir að félagsgjöldin hafi verið lækkuð um tæpan helming. Það liggur hins vegar nú fyrir með skýrum hætti í hverju svokallaður trúnaðabrestur minn við formann og stjórn Blaðamannafélagsins var fólginn! Ég stóð gegn heimskulegum og ósjálfbærum útgjaldahugmyndum formanns og stjórnar félagsins og galt fyrir það. Það er sá veruleiki sem nú hefur raungerst. Ég hefði getað sest á hliðarlínuna, haft hægt um mig og horft á Róm brenna. Sannarlega stóð mér það til boða, en kom aldrei til greina af minni hálfu. Trúnaður minn var ekki við formann og stjórn félagsins heldur hinn almenna félagsmann í Blaðamannafélagi Íslands. Því hlaut ég að setja fótinn niður til að standa vörð um eignir hans og að með þær væri farið með skynsamlegum hætti. Við erum gæslumenn þessara fjármuna og okkur er skylt að tryggja varðveislu þeirra og að þessum eignum sé varið í þágu félagsmanna. En ágætu blaðamenn, þetta er bara toppurinn á ísjakanum. Það er nú þegar fyrirsjáanlegt verulegt tap á rekstri félagsins á þessu ári. Því verður ekki breytt úr þessu og sá taprekstur mun halda áfram næstu árin nema brugðist verði við og þær útgjaldaákvarðanir teknar úr sambandi sem valda taprekstrinum. Reksturinn er nefnilega ekki sjálfbær og mun því éta upp eigið fé félagsins. Það þarf ekki annað en að horfa á tekjur félagssjóðs af félagsgjöldum annars vegar og launagreiðslur til starfsmanna félagsins hins vegar til að það blasi við. Nú eru, eftir því sem ég best veit, þrjár manneskjur að sinna þeim verkefnum sem ég sinnti einn hjá Blaðamannafélaginu. Trúi því hver sem vill. Og bara svo að því sé til haga haldið þá kostaði uppgjörið við mig bara þá sex mánuði sem ég átti rétt á í uppsagnarfrest vegna aldurs samkvæmt kjarasamningum Blaðamannafélagsins. Ekki krónu umfram það. Tugmilljóna lögfræðikostnaður félagsins á síðasta ári er auðvitað algerlega út úr kortinu og jafngildir áratuga lögfræðikostnaði félagsins á árum áður. Hver tekur lögfræðing, sem tekur 35 þúsund krónur á tímann, með sér á samningafundi?! Ég þekki þess engin önnur dæmi. Óráðsían er algjör. Og til þess að standa undir henni hafa réttindi félagsmanna verið skert stórlega og iðgjöld hækkuð. Það er fráleitt að tap styrktarsjóðs hafi eitthvað með tap félagsins að gera. Styrktarsjóður félagsins hefur áður tapað 20 milljónum króna á einu ári og félagið samt skilað hagnaði. Raunar hefur hluta af afgangi af rekstri félagssjóðs iðulega verið veitt í styrktarsjóð til að styrkja hann í mikilvægu hlutverki sínu fyrir velferð félagsmanna. Núverandi stjórn félagsins hefur skert réttindi í styrktarsjóði til að halda úti ósjálfbærri starfsemi sem engin veit hver er og engu skilar fyrir hinn almenna félagsmann í BÍ. Hér er öllu snúið á haus. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Hjálmar Jónsson Mest lesið Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
„Til hamingju blaðamenn!” Félagið ykkar tapaði tugum milljóna á síðasta ári en það er „ásættanlegt” að sögn formanns félagsins! Félagið fór lóðbeint úr tugmilljónahagnaði í tugmilljónatap á aðeins einu ári. Það gerðist þrátt fyrir hátt raunvaxtastig og góða ávöxtun á peningalegum eignum félagsins sem eru verulegar og nema hundruðum milljóna króna. Þetta hlýtur að vera einhvers konar Íslandsmet í amlóðahætti, því undirritaður hélt utan um pyngju Blaðamannafélagsins á árinu 2023 og skilaði því þá með afgangi upp á tugi milljóna króna, eins og raunar öll árin sem hann hélt þar um stjórnartaumana. Meira að segja í hruninu var verulegur hagnaður af rekstri félagsins og það þrátt fyrir að félagsgjöldin hafi verið lækkuð um tæpan helming. Það liggur hins vegar nú fyrir með skýrum hætti í hverju svokallaður trúnaðabrestur minn við formann og stjórn Blaðamannafélagsins var fólginn! Ég stóð gegn heimskulegum og ósjálfbærum útgjaldahugmyndum formanns og stjórnar félagsins og galt fyrir það. Það er sá veruleiki sem nú hefur raungerst. Ég hefði getað sest á hliðarlínuna, haft hægt um mig og horft á Róm brenna. Sannarlega stóð mér það til boða, en kom aldrei til greina af minni hálfu. Trúnaður minn var ekki við formann og stjórn félagsins heldur hinn almenna félagsmann í Blaðamannafélagi Íslands. Því hlaut ég að setja fótinn niður til að standa vörð um eignir hans og að með þær væri farið með skynsamlegum hætti. Við erum gæslumenn þessara fjármuna og okkur er skylt að tryggja varðveislu þeirra og að þessum eignum sé varið í þágu félagsmanna. En ágætu blaðamenn, þetta er bara toppurinn á ísjakanum. Það er nú þegar fyrirsjáanlegt verulegt tap á rekstri félagsins á þessu ári. Því verður ekki breytt úr þessu og sá taprekstur mun halda áfram næstu árin nema brugðist verði við og þær útgjaldaákvarðanir teknar úr sambandi sem valda taprekstrinum. Reksturinn er nefnilega ekki sjálfbær og mun því éta upp eigið fé félagsins. Það þarf ekki annað en að horfa á tekjur félagssjóðs af félagsgjöldum annars vegar og launagreiðslur til starfsmanna félagsins hins vegar til að það blasi við. Nú eru, eftir því sem ég best veit, þrjár manneskjur að sinna þeim verkefnum sem ég sinnti einn hjá Blaðamannafélaginu. Trúi því hver sem vill. Og bara svo að því sé til haga haldið þá kostaði uppgjörið við mig bara þá sex mánuði sem ég átti rétt á í uppsagnarfrest vegna aldurs samkvæmt kjarasamningum Blaðamannafélagsins. Ekki krónu umfram það. Tugmilljóna lögfræðikostnaður félagsins á síðasta ári er auðvitað algerlega út úr kortinu og jafngildir áratuga lögfræðikostnaði félagsins á árum áður. Hver tekur lögfræðing, sem tekur 35 þúsund krónur á tímann, með sér á samningafundi?! Ég þekki þess engin önnur dæmi. Óráðsían er algjör. Og til þess að standa undir henni hafa réttindi félagsmanna verið skert stórlega og iðgjöld hækkuð. Það er fráleitt að tap styrktarsjóðs hafi eitthvað með tap félagsins að gera. Styrktarsjóður félagsins hefur áður tapað 20 milljónum króna á einu ári og félagið samt skilað hagnaði. Raunar hefur hluta af afgangi af rekstri félagssjóðs iðulega verið veitt í styrktarsjóð til að styrkja hann í mikilvægu hlutverki sínu fyrir velferð félagsmanna. Núverandi stjórn félagsins hefur skert réttindi í styrktarsjóði til að halda úti ósjálfbærri starfsemi sem engin veit hver er og engu skilar fyrir hinn almenna félagsmann í BÍ. Hér er öllu snúið á haus. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun