Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar 25. apríl 2025 11:02 „Til hamingju blaðamenn!” Félagið ykkar tapaði tugum milljóna á síðasta ári en það er „ásættanlegt” að sögn formanns félagsins! Félagið fór lóðbeint úr tugmilljónahagnaði í tugmilljónatap á aðeins einu ári. Það gerðist þrátt fyrir hátt raunvaxtastig og góða ávöxtun á peningalegum eignum félagsins sem eru verulegar og nema hundruðum milljóna króna. Þetta hlýtur að vera einhvers konar Íslandsmet í amlóðahætti, því undirritaður hélt utan um pyngju Blaðamannafélagsins á árinu 2023 og skilaði því þá með afgangi upp á tugi milljóna króna, eins og raunar öll árin sem hann hélt þar um stjórnartaumana. Meira að segja í hruninu var verulegur hagnaður af rekstri félagsins og það þrátt fyrir að félagsgjöldin hafi verið lækkuð um tæpan helming. Það liggur hins vegar nú fyrir með skýrum hætti í hverju svokallaður trúnaðabrestur minn við formann og stjórn Blaðamannafélagsins var fólginn! Ég stóð gegn heimskulegum og ósjálfbærum útgjaldahugmyndum formanns og stjórnar félagsins og galt fyrir það. Það er sá veruleiki sem nú hefur raungerst. Ég hefði getað sest á hliðarlínuna, haft hægt um mig og horft á Róm brenna. Sannarlega stóð mér það til boða, en kom aldrei til greina af minni hálfu. Trúnaður minn var ekki við formann og stjórn félagsins heldur hinn almenna félagsmann í Blaðamannafélagi Íslands. Því hlaut ég að setja fótinn niður til að standa vörð um eignir hans og að með þær væri farið með skynsamlegum hætti. Við erum gæslumenn þessara fjármuna og okkur er skylt að tryggja varðveislu þeirra og að þessum eignum sé varið í þágu félagsmanna. En ágætu blaðamenn, þetta er bara toppurinn á ísjakanum. Það er nú þegar fyrirsjáanlegt verulegt tap á rekstri félagsins á þessu ári. Því verður ekki breytt úr þessu og sá taprekstur mun halda áfram næstu árin nema brugðist verði við og þær útgjaldaákvarðanir teknar úr sambandi sem valda taprekstrinum. Reksturinn er nefnilega ekki sjálfbær og mun því éta upp eigið fé félagsins. Það þarf ekki annað en að horfa á tekjur félagssjóðs af félagsgjöldum annars vegar og launagreiðslur til starfsmanna félagsins hins vegar til að það blasi við. Nú eru, eftir því sem ég best veit, þrjár manneskjur að sinna þeim verkefnum sem ég sinnti einn hjá Blaðamannafélaginu. Trúi því hver sem vill. Og bara svo að því sé til haga haldið þá kostaði uppgjörið við mig bara þá sex mánuði sem ég átti rétt á í uppsagnarfrest vegna aldurs samkvæmt kjarasamningum Blaðamannafélagsins. Ekki krónu umfram það. Tugmilljóna lögfræðikostnaður félagsins á síðasta ári er auðvitað algerlega út úr kortinu og jafngildir áratuga lögfræðikostnaði félagsins á árum áður. Hver tekur lögfræðing, sem tekur 35 þúsund krónur á tímann, með sér á samningafundi?! Ég þekki þess engin önnur dæmi. Óráðsían er algjör. Og til þess að standa undir henni hafa réttindi félagsmanna verið skert stórlega og iðgjöld hækkuð. Það er fráleitt að tap styrktarsjóðs hafi eitthvað með tap félagsins að gera. Styrktarsjóður félagsins hefur áður tapað 20 milljónum króna á einu ári og félagið samt skilað hagnaði. Raunar hefur hluta af afgangi af rekstri félagssjóðs iðulega verið veitt í styrktarsjóð til að styrkja hann í mikilvægu hlutverki sínu fyrir velferð félagsmanna. Núverandi stjórn félagsins hefur skert réttindi í styrktarsjóði til að halda úti ósjálfbærri starfsemi sem engin veit hver er og engu skilar fyrir hinn almenna félagsmann í BÍ. Hér er öllu snúið á haus. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Hjálmar Jónsson Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Sjá meira
„Til hamingju blaðamenn!” Félagið ykkar tapaði tugum milljóna á síðasta ári en það er „ásættanlegt” að sögn formanns félagsins! Félagið fór lóðbeint úr tugmilljónahagnaði í tugmilljónatap á aðeins einu ári. Það gerðist þrátt fyrir hátt raunvaxtastig og góða ávöxtun á peningalegum eignum félagsins sem eru verulegar og nema hundruðum milljóna króna. Þetta hlýtur að vera einhvers konar Íslandsmet í amlóðahætti, því undirritaður hélt utan um pyngju Blaðamannafélagsins á árinu 2023 og skilaði því þá með afgangi upp á tugi milljóna króna, eins og raunar öll árin sem hann hélt þar um stjórnartaumana. Meira að segja í hruninu var verulegur hagnaður af rekstri félagsins og það þrátt fyrir að félagsgjöldin hafi verið lækkuð um tæpan helming. Það liggur hins vegar nú fyrir með skýrum hætti í hverju svokallaður trúnaðabrestur minn við formann og stjórn Blaðamannafélagsins var fólginn! Ég stóð gegn heimskulegum og ósjálfbærum útgjaldahugmyndum formanns og stjórnar félagsins og galt fyrir það. Það er sá veruleiki sem nú hefur raungerst. Ég hefði getað sest á hliðarlínuna, haft hægt um mig og horft á Róm brenna. Sannarlega stóð mér það til boða, en kom aldrei til greina af minni hálfu. Trúnaður minn var ekki við formann og stjórn félagsins heldur hinn almenna félagsmann í Blaðamannafélagi Íslands. Því hlaut ég að setja fótinn niður til að standa vörð um eignir hans og að með þær væri farið með skynsamlegum hætti. Við erum gæslumenn þessara fjármuna og okkur er skylt að tryggja varðveislu þeirra og að þessum eignum sé varið í þágu félagsmanna. En ágætu blaðamenn, þetta er bara toppurinn á ísjakanum. Það er nú þegar fyrirsjáanlegt verulegt tap á rekstri félagsins á þessu ári. Því verður ekki breytt úr þessu og sá taprekstur mun halda áfram næstu árin nema brugðist verði við og þær útgjaldaákvarðanir teknar úr sambandi sem valda taprekstrinum. Reksturinn er nefnilega ekki sjálfbær og mun því éta upp eigið fé félagsins. Það þarf ekki annað en að horfa á tekjur félagssjóðs af félagsgjöldum annars vegar og launagreiðslur til starfsmanna félagsins hins vegar til að það blasi við. Nú eru, eftir því sem ég best veit, þrjár manneskjur að sinna þeim verkefnum sem ég sinnti einn hjá Blaðamannafélaginu. Trúi því hver sem vill. Og bara svo að því sé til haga haldið þá kostaði uppgjörið við mig bara þá sex mánuði sem ég átti rétt á í uppsagnarfrest vegna aldurs samkvæmt kjarasamningum Blaðamannafélagsins. Ekki krónu umfram það. Tugmilljóna lögfræðikostnaður félagsins á síðasta ári er auðvitað algerlega út úr kortinu og jafngildir áratuga lögfræðikostnaði félagsins á árum áður. Hver tekur lögfræðing, sem tekur 35 þúsund krónur á tímann, með sér á samningafundi?! Ég þekki þess engin önnur dæmi. Óráðsían er algjör. Og til þess að standa undir henni hafa réttindi félagsmanna verið skert stórlega og iðgjöld hækkuð. Það er fráleitt að tap styrktarsjóðs hafi eitthvað með tap félagsins að gera. Styrktarsjóður félagsins hefur áður tapað 20 milljónum króna á einu ári og félagið samt skilað hagnaði. Raunar hefur hluta af afgangi af rekstri félagssjóðs iðulega verið veitt í styrktarsjóð til að styrkja hann í mikilvægu hlutverki sínu fyrir velferð félagsmanna. Núverandi stjórn félagsins hefur skert réttindi í styrktarsjóði til að halda úti ósjálfbærri starfsemi sem engin veit hver er og engu skilar fyrir hinn almenna félagsmann í BÍ. Hér er öllu snúið á haus. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands.
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar