Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2025 08:31 Almuth Schult vann Meistaradeildina með liði Wolfsburg. Getty/Boris Streubel Knattspyrnukonan Almuth Schult vann bæði Ólympíugull með þýska landsliðinu og Meistaradeildina með VfL Wolfsburg. Hún segir fótboltaferil sinn hafa endað allt of snemma vegna þess að evrópsku félögin vilji í raun ekki semja við knattspyrnukonur sem eiga börn. Hin 34 ára gamla Schult setti fótboltaskóna upp á hillu í mars, þremur mánuðum eftir að samningur hennar við bandaríska félagið Kansas City Current rann út. Við þekkjum vel sögu Söru Bjarkar Gunnarsdóttir sem barðist fyrir réttindum sínum sem verðandi móður hjá franska stórliðinu Lyon. Schult er samt á því að evrópsku félögin séu ekki komin enn á þann stað sem þau þurfa að vera þegar kemur að barneignum leikmanna. „Ég tel að félögunum í Evrópu finnist það ekki eðlilegt að knattspyrnukonur eigi börn. Hvort sem að félögin viðurkenni það eða ekki, þetta er bara mitt huglæga mat,“ sagði Almuth Schult í viðtali við Kicker. ESPN segir frá. Fußball spielen und Mutter sein? Für Ex-Nationalspielerin Almuth Schult gibt es damit in Europa noch große Probleme. https://t.co/aSoq2P1Ve4— stern (@sternde) April 22, 2025 „Mörg af þessum félögum halda að það muni þýða vesen og vandræði að vera með mæður í sínu liði en það þarf alls ekki að vera þannig,“ sagði Schult. Schult telur að hún hefði getið spila eitt eða tvö tímabil í viðbót á hæsta stigi en það að hún sé móðir sé aðalástæðan fyrir því að hún fékk ekki nýjan samning. Einu tilboðin voru um að verða þriðji markvörður liðs. „Ég var orðin samningslaus eftir aðra meðgöngu mína. Ekkert félag trúði því að ég gæti hjálpað þeim þrátt fyrir að ég hafi þegar sýnt það og sannað eftir fyrri meðgönguna mína,“ sagði Schult. Schult vann Meistaradeildina með Wolfsburg árið 2014 og Ólympíugull með þýska landsliðinu í Ríó 2016. Hún eignaðist tvíbura árið 2020 og sitt þriðja barn síðan árið 2023. „Ferill minn hefði þróast allt öðruvísi hefði ég fengið sama stuðning í Þýskalandi og ég fékk í Bandaríkjunum,“ sagði Schult. Women’s soccer star Almuth Schult says clubs didn’t want to sign a player with kids https://t.co/mV7TEOXn0F— Hartford Courant (@hartfordcourant) April 22, 2025 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Hin 34 ára gamla Schult setti fótboltaskóna upp á hillu í mars, þremur mánuðum eftir að samningur hennar við bandaríska félagið Kansas City Current rann út. Við þekkjum vel sögu Söru Bjarkar Gunnarsdóttir sem barðist fyrir réttindum sínum sem verðandi móður hjá franska stórliðinu Lyon. Schult er samt á því að evrópsku félögin séu ekki komin enn á þann stað sem þau þurfa að vera þegar kemur að barneignum leikmanna. „Ég tel að félögunum í Evrópu finnist það ekki eðlilegt að knattspyrnukonur eigi börn. Hvort sem að félögin viðurkenni það eða ekki, þetta er bara mitt huglæga mat,“ sagði Almuth Schult í viðtali við Kicker. ESPN segir frá. Fußball spielen und Mutter sein? Für Ex-Nationalspielerin Almuth Schult gibt es damit in Europa noch große Probleme. https://t.co/aSoq2P1Ve4— stern (@sternde) April 22, 2025 „Mörg af þessum félögum halda að það muni þýða vesen og vandræði að vera með mæður í sínu liði en það þarf alls ekki að vera þannig,“ sagði Schult. Schult telur að hún hefði getið spila eitt eða tvö tímabil í viðbót á hæsta stigi en það að hún sé móðir sé aðalástæðan fyrir því að hún fékk ekki nýjan samning. Einu tilboðin voru um að verða þriðji markvörður liðs. „Ég var orðin samningslaus eftir aðra meðgöngu mína. Ekkert félag trúði því að ég gæti hjálpað þeim þrátt fyrir að ég hafi þegar sýnt það og sannað eftir fyrri meðgönguna mína,“ sagði Schult. Schult vann Meistaradeildina með Wolfsburg árið 2014 og Ólympíugull með þýska landsliðinu í Ríó 2016. Hún eignaðist tvíbura árið 2020 og sitt þriðja barn síðan árið 2023. „Ferill minn hefði þróast allt öðruvísi hefði ég fengið sama stuðning í Þýskalandi og ég fékk í Bandaríkjunum,“ sagði Schult. Women’s soccer star Almuth Schult says clubs didn’t want to sign a player with kids https://t.co/mV7TEOXn0F— Hartford Courant (@hartfordcourant) April 22, 2025
Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira