Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar 22. apríl 2025 09:45 Íslenskt samfélag stendur á tímamótum þar sem traust til miðstýrðra kerfa er að rofna, en þráin eftir öðruvísi lausnum vex. Í því samhengi teljum við í Ung Framsókn Kraginn nauðsynlegt að snúa athyglinni að sveitarstjórnarstiginu – og spyrja: Hvernig getum við eflt það með það að markmiði að færa valdið nær fólkinu? Svarið gæti legið í arfleifð sem við höfum næstum gleymt: samvinnuhugsjóninni. Á síðustu öld byggðu Íslendingar upp eitt öflugasta samvinnukerfi sem þekktist í Evrópu. Kaupfélög, mjólkurbú og samvinnufélög stóðu undir byggð, atvinnu og félagslegri samstöðu um allt land. En þegar Samband íslenskra samvinnufélaga (SÍS) stækkaði, safnaði völdum til sín og fór að stjórna í stað þess að þjóna aðildarfélögunum – þá fór kerfið að gliðna. Kjarninn í þeirri sögu er skýr: Þegar vald færist of hátt og of langt frá fólkinu, þá missir það tengingu, trúverðugleika og virkni. Sama vandamál blasir nú við í samskiptum ríkisins og sveitarfélaganna. Í samanburði við hin Norðurlöndin er íslenska sveitarstjórnarstigið veikara – með minni fjárhagslegu sjálfstæði, þrengra verkefnasviði og minni áhrifum á daglegt líf fólks. Ríkið heldur um taumana, stýrir fjárveitingum, skipulagi og þjónustu – jafnvel þar sem sveitarfélögin sjálf væru best til þess fallin að fara fyrir. Við þurfum nýja nálgun: að endurvekja anda samvinnunnar, þar sem ákvörðunarvaldið sprettur frá grasrótinni, þjónustan er mótuð af staðbundnum þörfum, og samfélög fá rými til að vaxa út frá eigin forsendum. Því hvetjum við stjórnvöld til að: • Færa verkefni frá ríki til sveitarfélaga – sérstaklega á sviði félagsþjónustu og nærþjónustu. • Styrkja tekjustofna sveitarfélaga þannig að þau geti staðið sjálfstæð og ábyrgt undir eigin ákvörðunum. • Stuðla að valddreifingu með raunverulegu samráði í stað miðstýrðra skipana. • Viðurkenna að lítil og sjálfbær samfélög þurfa ekki risakerfi – heldur frelsi, trú og tæki til að byggja upp eigin framtíð. Endurnýjum traustið á því sem vex neðan frá – frá fólki, byggð og félagslegri samstöðu. Það er þar sem raunveruleg velferð verður til – ekki í gegnum stærri ríkisstofnanir, heldur í gegnum meiri nálægð. Höfundur er formaður Ungrar Framsóknar í Kraganum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag stendur á tímamótum þar sem traust til miðstýrðra kerfa er að rofna, en þráin eftir öðruvísi lausnum vex. Í því samhengi teljum við í Ung Framsókn Kraginn nauðsynlegt að snúa athyglinni að sveitarstjórnarstiginu – og spyrja: Hvernig getum við eflt það með það að markmiði að færa valdið nær fólkinu? Svarið gæti legið í arfleifð sem við höfum næstum gleymt: samvinnuhugsjóninni. Á síðustu öld byggðu Íslendingar upp eitt öflugasta samvinnukerfi sem þekktist í Evrópu. Kaupfélög, mjólkurbú og samvinnufélög stóðu undir byggð, atvinnu og félagslegri samstöðu um allt land. En þegar Samband íslenskra samvinnufélaga (SÍS) stækkaði, safnaði völdum til sín og fór að stjórna í stað þess að þjóna aðildarfélögunum – þá fór kerfið að gliðna. Kjarninn í þeirri sögu er skýr: Þegar vald færist of hátt og of langt frá fólkinu, þá missir það tengingu, trúverðugleika og virkni. Sama vandamál blasir nú við í samskiptum ríkisins og sveitarfélaganna. Í samanburði við hin Norðurlöndin er íslenska sveitarstjórnarstigið veikara – með minni fjárhagslegu sjálfstæði, þrengra verkefnasviði og minni áhrifum á daglegt líf fólks. Ríkið heldur um taumana, stýrir fjárveitingum, skipulagi og þjónustu – jafnvel þar sem sveitarfélögin sjálf væru best til þess fallin að fara fyrir. Við þurfum nýja nálgun: að endurvekja anda samvinnunnar, þar sem ákvörðunarvaldið sprettur frá grasrótinni, þjónustan er mótuð af staðbundnum þörfum, og samfélög fá rými til að vaxa út frá eigin forsendum. Því hvetjum við stjórnvöld til að: • Færa verkefni frá ríki til sveitarfélaga – sérstaklega á sviði félagsþjónustu og nærþjónustu. • Styrkja tekjustofna sveitarfélaga þannig að þau geti staðið sjálfstæð og ábyrgt undir eigin ákvörðunum. • Stuðla að valddreifingu með raunverulegu samráði í stað miðstýrðra skipana. • Viðurkenna að lítil og sjálfbær samfélög þurfa ekki risakerfi – heldur frelsi, trú og tæki til að byggja upp eigin framtíð. Endurnýjum traustið á því sem vex neðan frá – frá fólki, byggð og félagslegri samstöðu. Það er þar sem raunveruleg velferð verður til – ekki í gegnum stærri ríkisstofnanir, heldur í gegnum meiri nálægð. Höfundur er formaður Ungrar Framsóknar í Kraganum.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun