Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar 14. apríl 2025 11:01 Þegar ég var barn ætlaði ég alltaf að vera dýrafræðingur. Einhvers staðar villtist ég af leið, fór í hagfræði og endaði í Kauphöllinni. Fljótlega komst ég aftur á móti að því að það er hellings dýrafræði á hlutabréfamörkuðum, dýr eru notuð til að lýsa hinni og þessari markaðshegðun og oft er talað um að dýrslegt eðli (e. animal spirits) grípi fólk á mörkuðum. Ég hef því ákveðið að sameina þessi áhugamál mín og taka saman helstu dýrin sem geta látið sjá sig á hlutabréfamörkuðum: Boli Byrjum á öðru af tveimur frægustu dýrunum, bolanum. Bolinn er til marks um jákvæðni á mörkuðum og hækkandi hlutabréfaverð. Þegar bolinn er ríkjandi er talað um bolamarkað (e. bull market). Ekki virðist alveg á hreinu hvaðan hugtakið kemur, en margir telja það vera vegna þess að bolinn stangar (hlutabréfaverð) upp á við. Segja má að hér hafi ríkt bolamarkaður frá vorinu 2020 og út árið 2021, þegar vextir voru lágir og ávöxtun á hlutabréfamarkaði var almennt mjög góð. Björn Andspænis bolanum er björninn. Margir kannast líklega við frægar styttur af bola og birni í fjármálahverfinu í New York, en svipaðar styttur má reyndar finna víðar. Seinna bættist svo óttalausa stúlkan við, en ég ætla að halda mig við dýrin hér. Björninn táknar neikvæðni og bjarnarmarkaður (e. bear market) ríkir þegar hlutabréfaverð er á niðurleið. Stundum er talað um að björninn sé vaknaður úr dvala, þegar hlutabréfamarkaðurinn snýst úr því að vera jákvæður í að vera neikvæður. Upp úr árinu 2021 og fram á haust 2023 tók björninn við, hlutabréfaverð lækkaði m.a. út af óvissum verðbólguhorfum, hækkandi vaxtastigi og innrás Rússlands í Úkraínu. Björninn hefur einnig verið að rumska undanfarið, en heildarvísitalan hefur verið að dansa í kringum 20% lækkun frá því í byrjun febrúar – sem er algeng skilgreining á bjarnarmarkaði. Dauður köttur Ég var á báðum áttum með það hvort ég ætti að leyfa dauða kettinum að fylgja með, en ég læt slag standa þar sem hann lýsir nokkuð mikilvægri hegðun (en á mjög ógeðfelldan hátt). Dauði kötturinn kemur fram þegar það hefur verið bjarnarmarkaður en svo á sér stað skammvinnur viðsnúningur. Einhverjir vilja þá yfirleitt meina að botninum hafi verið náð og að bolinn sé kominn aftur, á meðan aðrir líkja hlutabréfamarkaðnum við dauðan kött – með vísan til þess að meira að segja dauður köttur skoppar aðeins (hækkar í verði) ef honum er hent fram af byggingu. En hann er eftir sem áður dauður. Gott dæmi um dauðan kött mátti sjá vorið 2008, þegar sæmilegur viðsnúningur átti sér stað á mörkuðum, eftir sögulegar lækkanir. Margir héldu eflaust að botninum hefði verið náð, en eftir á að hyggja var kötturinn líklega dauður. Svartur svanur Svartir svanir eru afar ólíklegir atburðir sem geta samt haft gríðarleg áhrif á hlutabréfamarkaði. Fjármálahrunið 2008 og COVID-19 eru líklega góð dæmi um svarta svani. Einhyrningur Einhyrningar eru fyrirtæki sem ná því að verða metin á yfir einn milljarð Bandaríkjadala (um 130 ma. kr. á gengi dagsins í dag) án þess að vera skráð á hlutabréfamarkað. Þau eru kallaðir einhyrningar vegna þess að slík fyrirtæki eru afar sjaldséð. Alvotech og Kerecis hafa bæði verið flokkuð sem einhyrningar. Haukurinn og dúfan Hér erum við komin í peningastefnunefnd Seðlabankans. Haukar vilja læsa klóm sínum í verðbólguna og murka úr henni lífið, beita stýrivöxtum og öðrum tólum af hörku. Dúfur eru slakari, vilja minna aðhald og lægri vexti. Úlfur og hákarl Þessi hugtök eru notuð um fjárfesta og miðlara. Úlfar og hákarlar eru nokkuð svipaðir, en þau ykkar sem hafið séð myndina „Wolf of Wall Street“ áttið ykkur líklega á týpunni. Þetta eru aðilar sem eru til í að ganga nokkuð langt til að græða, jafnvel á kostnað annarra. Sauðkind Fjárfestar sem gera eins og allir hinir, elta bara hjörðina. Ekki vænlegt til árangurs. Hrægammur Hér var mikið talað um hrægamma eftir hrun, en þetta eru fjárfestar sem stökkva til og kaupa upp ódýrar eignir á afslætti þegar illa árar. Köngulær Ég verð að viðurkenna að þessi líking er ekki almennt notuð, en ég hef verið að reyna að koma henni í daglegt tal. Köngulær eru spákaupmenn, sem eru stöðugt að reyna að grípa skammtíma tækifæri á hlutabréfamarkaði. Það blasir ekki endilega við fólki að það sé jákvætt, en í reynd auka spákaupmenn seljanleika og draga þannig úr viðskiptakostnaði fyrir aðra fjárfesta. Öll hin dýrin í skóginum Ótrúlegt en satt er þetta ekki tæmandi listi. Það er t.d. einnig talað um svín, skjaldbökur, strúta, kjúklinga, hvali, fíla og fleiri dýr. En þetta er vonandi nóg til að þið getið slegið aðeins um ykkur í komandi fermingarveislum. Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Kauphöllin Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var barn ætlaði ég alltaf að vera dýrafræðingur. Einhvers staðar villtist ég af leið, fór í hagfræði og endaði í Kauphöllinni. Fljótlega komst ég aftur á móti að því að það er hellings dýrafræði á hlutabréfamörkuðum, dýr eru notuð til að lýsa hinni og þessari markaðshegðun og oft er talað um að dýrslegt eðli (e. animal spirits) grípi fólk á mörkuðum. Ég hef því ákveðið að sameina þessi áhugamál mín og taka saman helstu dýrin sem geta látið sjá sig á hlutabréfamörkuðum: Boli Byrjum á öðru af tveimur frægustu dýrunum, bolanum. Bolinn er til marks um jákvæðni á mörkuðum og hækkandi hlutabréfaverð. Þegar bolinn er ríkjandi er talað um bolamarkað (e. bull market). Ekki virðist alveg á hreinu hvaðan hugtakið kemur, en margir telja það vera vegna þess að bolinn stangar (hlutabréfaverð) upp á við. Segja má að hér hafi ríkt bolamarkaður frá vorinu 2020 og út árið 2021, þegar vextir voru lágir og ávöxtun á hlutabréfamarkaði var almennt mjög góð. Björn Andspænis bolanum er björninn. Margir kannast líklega við frægar styttur af bola og birni í fjármálahverfinu í New York, en svipaðar styttur má reyndar finna víðar. Seinna bættist svo óttalausa stúlkan við, en ég ætla að halda mig við dýrin hér. Björninn táknar neikvæðni og bjarnarmarkaður (e. bear market) ríkir þegar hlutabréfaverð er á niðurleið. Stundum er talað um að björninn sé vaknaður úr dvala, þegar hlutabréfamarkaðurinn snýst úr því að vera jákvæður í að vera neikvæður. Upp úr árinu 2021 og fram á haust 2023 tók björninn við, hlutabréfaverð lækkaði m.a. út af óvissum verðbólguhorfum, hækkandi vaxtastigi og innrás Rússlands í Úkraínu. Björninn hefur einnig verið að rumska undanfarið, en heildarvísitalan hefur verið að dansa í kringum 20% lækkun frá því í byrjun febrúar – sem er algeng skilgreining á bjarnarmarkaði. Dauður köttur Ég var á báðum áttum með það hvort ég ætti að leyfa dauða kettinum að fylgja með, en ég læt slag standa þar sem hann lýsir nokkuð mikilvægri hegðun (en á mjög ógeðfelldan hátt). Dauði kötturinn kemur fram þegar það hefur verið bjarnarmarkaður en svo á sér stað skammvinnur viðsnúningur. Einhverjir vilja þá yfirleitt meina að botninum hafi verið náð og að bolinn sé kominn aftur, á meðan aðrir líkja hlutabréfamarkaðnum við dauðan kött – með vísan til þess að meira að segja dauður köttur skoppar aðeins (hækkar í verði) ef honum er hent fram af byggingu. En hann er eftir sem áður dauður. Gott dæmi um dauðan kött mátti sjá vorið 2008, þegar sæmilegur viðsnúningur átti sér stað á mörkuðum, eftir sögulegar lækkanir. Margir héldu eflaust að botninum hefði verið náð, en eftir á að hyggja var kötturinn líklega dauður. Svartur svanur Svartir svanir eru afar ólíklegir atburðir sem geta samt haft gríðarleg áhrif á hlutabréfamarkaði. Fjármálahrunið 2008 og COVID-19 eru líklega góð dæmi um svarta svani. Einhyrningur Einhyrningar eru fyrirtæki sem ná því að verða metin á yfir einn milljarð Bandaríkjadala (um 130 ma. kr. á gengi dagsins í dag) án þess að vera skráð á hlutabréfamarkað. Þau eru kallaðir einhyrningar vegna þess að slík fyrirtæki eru afar sjaldséð. Alvotech og Kerecis hafa bæði verið flokkuð sem einhyrningar. Haukurinn og dúfan Hér erum við komin í peningastefnunefnd Seðlabankans. Haukar vilja læsa klóm sínum í verðbólguna og murka úr henni lífið, beita stýrivöxtum og öðrum tólum af hörku. Dúfur eru slakari, vilja minna aðhald og lægri vexti. Úlfur og hákarl Þessi hugtök eru notuð um fjárfesta og miðlara. Úlfar og hákarlar eru nokkuð svipaðir, en þau ykkar sem hafið séð myndina „Wolf of Wall Street“ áttið ykkur líklega á týpunni. Þetta eru aðilar sem eru til í að ganga nokkuð langt til að græða, jafnvel á kostnað annarra. Sauðkind Fjárfestar sem gera eins og allir hinir, elta bara hjörðina. Ekki vænlegt til árangurs. Hrægammur Hér var mikið talað um hrægamma eftir hrun, en þetta eru fjárfestar sem stökkva til og kaupa upp ódýrar eignir á afslætti þegar illa árar. Köngulær Ég verð að viðurkenna að þessi líking er ekki almennt notuð, en ég hef verið að reyna að koma henni í daglegt tal. Köngulær eru spákaupmenn, sem eru stöðugt að reyna að grípa skammtíma tækifæri á hlutabréfamarkaði. Það blasir ekki endilega við fólki að það sé jákvætt, en í reynd auka spákaupmenn seljanleika og draga þannig úr viðskiptakostnaði fyrir aðra fjárfesta. Öll hin dýrin í skóginum Ótrúlegt en satt er þetta ekki tæmandi listi. Það er t.d. einnig talað um svín, skjaldbökur, strúta, kjúklinga, hvali, fíla og fleiri dýr. En þetta er vonandi nóg til að þið getið slegið aðeins um ykkur í komandi fermingarveislum. Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun