Markaður fyrir köngulær Baldur Thorlacius skrifar 14. apríl 2020 11:00 Ég hef lengi haft þá tilgátu að köngulær borði eitt og eitt skordýr til þess eins að koma í veg fyrir að við útrýmum þeim. Að þær séu búnar að klófesta okkur í lygavef sínum, hafandi talið okkur trú um að þær geri eitthvað gagn þegar þær nærast í reynd á hræðslu fólks. Leit mín að rannsóknum sem styðja þessa tilgátu hefur ekki borið árangur. Ég hef því játað mig sigraðan og þurft að viðurkenna að köngulær eru ekki einungis gagnlegar heldur beinlínis nauðsynlegur hluti af vistkerfinu okkar, þrátt fyrir að vera bæði viðbjóðslegar og óþolandi. Ég fæ stundum á tilfinninguna að sumt fólk líti spákaupmenn á hlutabréfamarkaði sömu augum og ég lít köngulær. Fólk sem hugsar bara um að græða pening á skammtímasveiflum á hlutabréfaverði, alætur sem skapa ekki nein verðmæti. Það er ekki laust við að maður skynji ákveðna þórðargleði yfir þeim verðlækkunum og verðsveiflum sem hafa orðið vegna COVID-19, þegar fjöldi fjárfesta hefur tapað háum fjárhæðum. Raunverulegur tilgangur hlutabréfamarkaða, að stuðla að efnahagslegri velferð og veita frumkvöðlum aðgang að fjármagni til að ná sínum ítrustu markmiðum, verður oft undir í allri umfjöllun um daglegt amstur á mörkuðum. Í stuttu máli virkar þetta svona: Fyrirtæki skuldbindur sig til að starfa við ákveðið gagnsæi, getur í krafti þess boðið hverjum sem er að ganga í hluthafahópinn, fær aðgang að fjármagni, öðlast meira traust og sýnileika og nær vonandi að vaxa og skapa störf. Fjárfesting í almenningshlutafélagi er fjárfesting í framtíð þess. Þau fyrirtæki sem hafa hvað mesta burði til þess að skapa langtíma verðmæti fyrir hluthafa og samfélagið eru flest í einhverskonar nýsköpun. Slík fyrirtæki geta þurft að leggja í mikla rannsóknar- og þróunarvinnu áður en tekjuöflun hefst af alvöru. Það er ekki óalgengt að nýsköpunarfyrirtæki séu rekin með tapi í mörg ár og jafnvel áratugi áður en þau byrja að blómstra. Fyrir slík fyrirtæki skiptir öllu máli að geta nálgast fjárfesta sem styðja við langtímasýn þeirra og eru tilbúnir til að gefa eftir vonina um arð á komandi árum, í skiptum fyrir möguleikann á vexti í framtíðinni. Það er ekki auðveld ákvörðun að binda fé til svo langs tíma. Jafnvel þó það sé svigrúm til þess í dag geta aðstæður breyst fljótt og þá getur verið óheppilegt að vera fastur inni með mikið fjármagn. Þessi staða stuðlar m.a. að því að of litlu fjármagni er varið í þau verkefni sem skipta okkur mestu máli. Þar kemur spákaupmennska m.a. til sögunnar. Með því að vera stöðugt að kaupa og selja hlutbréf stuðlar spákaupmennska að aðstæðum þar sem það er alltaf einhver viljugur til að eiga viðskipti. Þetta kallast seljanleiki (e. liquidity). Seljanleiki hefur þau áhrif að fjárfestar geta keypt eða selt í almenningshlutafélagi þegar þeim sýnist, án þess að verða fyrir óþarflega miklum viðskiptakostnaði. Aukinn seljanleiki gerir það að verkum að hindrunin sem felst í að festa fjármagn til langs tíma verður minni. Þetta hjálpar fyrirtækjum að fjármagna sig og getur skipt sérstaklega miklu máli fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Reynsla Svía af þessum málum, þar sem mikill fjöldi nýsköpunarfyrirtækja hefur farið á markað og náð að vaxa og skapa störf sem almenningshlutafélög, sýnir þetta svart á hvítu. Við viljum hvorki hafa of margar köngulær né of mikla spákaupmennsku. Að sama skapi er rétt að hafa eftirlit bæði með köngulóm og spákaupmönnum, setja þeim ákveðin mörk. Taka á fjárfestum sem virða ekki lög og reglur og fjarlægja eitraðar köngulær af heimilum okkar. En án köngulóa og spákaupmanna nær hvorki garðurinn okkar né efnahagslífið að blómstra eins vel og það gæti annars gert. Spákaupmenn eru ekki að reyna að skapa samfélagsleg verðmæti, þeir eru að reyna að græða. En rétt eins og köngulærnar geta þeir gert mikið gagn í vistkerfi efnahagslífsins. Meginatriðið er að við þurfum ekki að vera hrifin af þeim til að átta okkur á mikilvægi þeirra. Höfundur er viðskiptastjóri hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Markaðir Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Ég hef lengi haft þá tilgátu að köngulær borði eitt og eitt skordýr til þess eins að koma í veg fyrir að við útrýmum þeim. Að þær séu búnar að klófesta okkur í lygavef sínum, hafandi talið okkur trú um að þær geri eitthvað gagn þegar þær nærast í reynd á hræðslu fólks. Leit mín að rannsóknum sem styðja þessa tilgátu hefur ekki borið árangur. Ég hef því játað mig sigraðan og þurft að viðurkenna að köngulær eru ekki einungis gagnlegar heldur beinlínis nauðsynlegur hluti af vistkerfinu okkar, þrátt fyrir að vera bæði viðbjóðslegar og óþolandi. Ég fæ stundum á tilfinninguna að sumt fólk líti spákaupmenn á hlutabréfamarkaði sömu augum og ég lít köngulær. Fólk sem hugsar bara um að græða pening á skammtímasveiflum á hlutabréfaverði, alætur sem skapa ekki nein verðmæti. Það er ekki laust við að maður skynji ákveðna þórðargleði yfir þeim verðlækkunum og verðsveiflum sem hafa orðið vegna COVID-19, þegar fjöldi fjárfesta hefur tapað háum fjárhæðum. Raunverulegur tilgangur hlutabréfamarkaða, að stuðla að efnahagslegri velferð og veita frumkvöðlum aðgang að fjármagni til að ná sínum ítrustu markmiðum, verður oft undir í allri umfjöllun um daglegt amstur á mörkuðum. Í stuttu máli virkar þetta svona: Fyrirtæki skuldbindur sig til að starfa við ákveðið gagnsæi, getur í krafti þess boðið hverjum sem er að ganga í hluthafahópinn, fær aðgang að fjármagni, öðlast meira traust og sýnileika og nær vonandi að vaxa og skapa störf. Fjárfesting í almenningshlutafélagi er fjárfesting í framtíð þess. Þau fyrirtæki sem hafa hvað mesta burði til þess að skapa langtíma verðmæti fyrir hluthafa og samfélagið eru flest í einhverskonar nýsköpun. Slík fyrirtæki geta þurft að leggja í mikla rannsóknar- og þróunarvinnu áður en tekjuöflun hefst af alvöru. Það er ekki óalgengt að nýsköpunarfyrirtæki séu rekin með tapi í mörg ár og jafnvel áratugi áður en þau byrja að blómstra. Fyrir slík fyrirtæki skiptir öllu máli að geta nálgast fjárfesta sem styðja við langtímasýn þeirra og eru tilbúnir til að gefa eftir vonina um arð á komandi árum, í skiptum fyrir möguleikann á vexti í framtíðinni. Það er ekki auðveld ákvörðun að binda fé til svo langs tíma. Jafnvel þó það sé svigrúm til þess í dag geta aðstæður breyst fljótt og þá getur verið óheppilegt að vera fastur inni með mikið fjármagn. Þessi staða stuðlar m.a. að því að of litlu fjármagni er varið í þau verkefni sem skipta okkur mestu máli. Þar kemur spákaupmennska m.a. til sögunnar. Með því að vera stöðugt að kaupa og selja hlutbréf stuðlar spákaupmennska að aðstæðum þar sem það er alltaf einhver viljugur til að eiga viðskipti. Þetta kallast seljanleiki (e. liquidity). Seljanleiki hefur þau áhrif að fjárfestar geta keypt eða selt í almenningshlutafélagi þegar þeim sýnist, án þess að verða fyrir óþarflega miklum viðskiptakostnaði. Aukinn seljanleiki gerir það að verkum að hindrunin sem felst í að festa fjármagn til langs tíma verður minni. Þetta hjálpar fyrirtækjum að fjármagna sig og getur skipt sérstaklega miklu máli fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Reynsla Svía af þessum málum, þar sem mikill fjöldi nýsköpunarfyrirtækja hefur farið á markað og náð að vaxa og skapa störf sem almenningshlutafélög, sýnir þetta svart á hvítu. Við viljum hvorki hafa of margar köngulær né of mikla spákaupmennsku. Að sama skapi er rétt að hafa eftirlit bæði með köngulóm og spákaupmönnum, setja þeim ákveðin mörk. Taka á fjárfestum sem virða ekki lög og reglur og fjarlægja eitraðar köngulær af heimilum okkar. En án köngulóa og spákaupmanna nær hvorki garðurinn okkar né efnahagslífið að blómstra eins vel og það gæti annars gert. Spákaupmenn eru ekki að reyna að skapa samfélagsleg verðmæti, þeir eru að reyna að græða. En rétt eins og köngulærnar geta þeir gert mikið gagn í vistkerfi efnahagslífsins. Meginatriðið er að við þurfum ekki að vera hrifin af þeim til að átta okkur á mikilvægi þeirra. Höfundur er viðskiptastjóri hjá Nasdaq Iceland.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar