Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar 11. apríl 2025 09:00 Þegar skipulag er framkvæmt án samráðs og kjörnir fulltrúar víkja sér undan ábyrgð – þá verður traustið að endurheimtast með nýrri forystu. Það þarf hugrekki til að viðurkenna mistök – og enn meira hugrekki til að takast á við afleiðingar gjörða sinna. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, hefur sagst tilbúin að „axla ábyrgð“, en í raun virðist hún einungis viðurkenna ábyrgðina í orði – án þess að axla ábyrgð. Eins og málfræðingurinn Eiríkur Rögnvaldsson hefur bent á, er grundvallarmunur á því að bera ábyrgð og axla ábyrgð. Fólk ber ábyrgð á tilteknum hlutum samkvæmt lögum, siðareglum eða almennum venjum í mannlegum samskiptum, og undan þeirri ábyrgð verður ekki vikist – hún er ekki valkvæð. Að axla ábyrgð þýðir hins vegar að viðurkenna þessa ábyrgð í verki, taka afleiðingum eigin gjörða og leitast við að bæta fyrir mistök. Þetta er ekki spurning um orð, heldur um gjörðir. Í kjölfar þess að risavaxið iðnaðarhúsnæði reis þétt upp við fjölbýlishús í Breiðholti – framkvæmd sem fór fram án viðunandi samráðs og er nú almennt kölluð „græna skrímslið“ eða „græna gímaldið“ – þar sem íbúar fengu hvorki skýr svör né tækifæri til raunverulegs samráðs, og stórar ákvarðanir voru teknar í skjóli óljósra og ógegnsærra ferla, ætti Dóra að sýna í verki að hún skilji þann mun. Hún hefur brugðist trausti borgarbúa – ekki einungis með gjörðum sínum heldur einnig með afstöðu sinni þegar skaðinn er skeður. Hún biður ekki um fyrirgefningu – hún afsakar sig. Þetta dugar ekki. Að sama skapi hefur umræðan um uppbyggingu allt að 100 íbúða við andapollinn í Seljahverfi valdið réttmætri óánægju. Svæðið, sem íbúar þekkja sem friðsælt útivistarsvæði og barnaleiksvæði, hefur nú verið sett á kort sem þróunarsvæði – með tölum sem gefa til kynna mögulega uppbyggingu íbúða. Þrátt fyrir yfirlýsingar um að ekkert sé ákveðið, eru þessar tölur ekki teknar út og ekki settar fram með fyrirvara. Það er erfitt að tala um „samráð“ við slíkar aðstæður – þegar traustið vantar. Það sem veldur aukinni vantrú eru yfirlýsingar hennar þar sem hún stillir kynjum upp sem andstæðum í pólitík. Hún hefur meðal annars fullyrt að konur þurfi að „koma og taka til“ eftir karlmenn sem valdi „veseni“. Slíkar yfirlýsingar eru ekki aðeins ósanngjarnar, heldur grafa þær undan virðingu fyrir fólki – af öllum kynjum – sem vinnur heiðarlega að bættum samfélögum. Í lýðræðissamfélagi eigum við ekki að sundra, heldur sameina. Abraham Lincoln sagði eitt sinn: „Þú getur ekki forðast ábyrgð morgundagsins með því að komast hjá henni í dag.“ Þessi orð eiga vel við. Dóra Björt hefur fengið mörg tækifæri til að axla ábyrgð – en hún hefur ekki nýtt þau. Þegar traust glatast dugar ekki að tala um úrbætur. Það þarf að sýna ábyrgð í verki – og það byrjar með því að stíga til hliðar. Þannig skapast rými fyrir nýtt upphaf, nýja sýn og forystu sem nýtur raunverulegs trausts samfélagsins. Dóra Björt ætti því að stíga til hliðar úr umhverfis- og skipulagsráði. Íbúar borgarinnar eiga kost á að velja sér nýja forystu að ári – og þeim má treysta til þess. Fólk vill ekki lengur heyra falleg orð – það vill sjá heiðarleika, ábyrgð og raunverulegt samtal við íbúa. Það er ekki of mikið að biðja um. Það er lágmark. Höfundur er verkfræðingur og íbúi í Breiðholti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar skipulag er framkvæmt án samráðs og kjörnir fulltrúar víkja sér undan ábyrgð – þá verður traustið að endurheimtast með nýrri forystu. Það þarf hugrekki til að viðurkenna mistök – og enn meira hugrekki til að takast á við afleiðingar gjörða sinna. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, hefur sagst tilbúin að „axla ábyrgð“, en í raun virðist hún einungis viðurkenna ábyrgðina í orði – án þess að axla ábyrgð. Eins og málfræðingurinn Eiríkur Rögnvaldsson hefur bent á, er grundvallarmunur á því að bera ábyrgð og axla ábyrgð. Fólk ber ábyrgð á tilteknum hlutum samkvæmt lögum, siðareglum eða almennum venjum í mannlegum samskiptum, og undan þeirri ábyrgð verður ekki vikist – hún er ekki valkvæð. Að axla ábyrgð þýðir hins vegar að viðurkenna þessa ábyrgð í verki, taka afleiðingum eigin gjörða og leitast við að bæta fyrir mistök. Þetta er ekki spurning um orð, heldur um gjörðir. Í kjölfar þess að risavaxið iðnaðarhúsnæði reis þétt upp við fjölbýlishús í Breiðholti – framkvæmd sem fór fram án viðunandi samráðs og er nú almennt kölluð „græna skrímslið“ eða „græna gímaldið“ – þar sem íbúar fengu hvorki skýr svör né tækifæri til raunverulegs samráðs, og stórar ákvarðanir voru teknar í skjóli óljósra og ógegnsærra ferla, ætti Dóra að sýna í verki að hún skilji þann mun. Hún hefur brugðist trausti borgarbúa – ekki einungis með gjörðum sínum heldur einnig með afstöðu sinni þegar skaðinn er skeður. Hún biður ekki um fyrirgefningu – hún afsakar sig. Þetta dugar ekki. Að sama skapi hefur umræðan um uppbyggingu allt að 100 íbúða við andapollinn í Seljahverfi valdið réttmætri óánægju. Svæðið, sem íbúar þekkja sem friðsælt útivistarsvæði og barnaleiksvæði, hefur nú verið sett á kort sem þróunarsvæði – með tölum sem gefa til kynna mögulega uppbyggingu íbúða. Þrátt fyrir yfirlýsingar um að ekkert sé ákveðið, eru þessar tölur ekki teknar út og ekki settar fram með fyrirvara. Það er erfitt að tala um „samráð“ við slíkar aðstæður – þegar traustið vantar. Það sem veldur aukinni vantrú eru yfirlýsingar hennar þar sem hún stillir kynjum upp sem andstæðum í pólitík. Hún hefur meðal annars fullyrt að konur þurfi að „koma og taka til“ eftir karlmenn sem valdi „veseni“. Slíkar yfirlýsingar eru ekki aðeins ósanngjarnar, heldur grafa þær undan virðingu fyrir fólki – af öllum kynjum – sem vinnur heiðarlega að bættum samfélögum. Í lýðræðissamfélagi eigum við ekki að sundra, heldur sameina. Abraham Lincoln sagði eitt sinn: „Þú getur ekki forðast ábyrgð morgundagsins með því að komast hjá henni í dag.“ Þessi orð eiga vel við. Dóra Björt hefur fengið mörg tækifæri til að axla ábyrgð – en hún hefur ekki nýtt þau. Þegar traust glatast dugar ekki að tala um úrbætur. Það þarf að sýna ábyrgð í verki – og það byrjar með því að stíga til hliðar. Þannig skapast rými fyrir nýtt upphaf, nýja sýn og forystu sem nýtur raunverulegs trausts samfélagsins. Dóra Björt ætti því að stíga til hliðar úr umhverfis- og skipulagsráði. Íbúar borgarinnar eiga kost á að velja sér nýja forystu að ári – og þeim má treysta til þess. Fólk vill ekki lengur heyra falleg orð – það vill sjá heiðarleika, ábyrgð og raunverulegt samtal við íbúa. Það er ekki of mikið að biðja um. Það er lágmark. Höfundur er verkfræðingur og íbúi í Breiðholti.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun