Kauphallir rétta úr kútnum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 10. apríl 2025 06:35 Eins og sjá má á þessari mynd frá Japan hafa markaðir í Asíu tekið hressilega við sér eftir öldurót síðustu daga. Ólíkt kauphöllum á vesturlöndum er rauði liturinn merki um hækkanir, en ekki lækkanir, í flestum löndum Asíu. Kyodo News via AP Markaðir í Asíu og Evrópu hafa brugðust vel við þeirri óvæntu ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að bíða með ofurtollahækkanir sínar á öll lönd nema Kína og voru hækkanir í flestum kauphöllum álfunnar eftir miklar lækkanir síðustu daga. Í Japan fór Nikkei vísitalan upp um rúm níu prósent, sex prósenta hækkun sást í Suður Kóreu og þriggja prósenta í Hong Kong. Í Taívan fóru bréfin svo upp um rúm níu prósent en þar hafði lækkun síðustu daga verið einna mest. Sömu sögu var að segja af Wall Street í Bandaríkjunum í gærkvöldi þar sem hlutabréfaverð rauk upp við tilkynninguna sem kom flestum á óvart. Á Norðurlöndum hækkaði vísitalan í Svíþjóð um rúm átta prósent við opnun markaða, 12,5 prósent í Danmörku og fimm prósent í Noregi. FTSE 100-vísitalan í London hækkaði um 6,1 prósent við opnun, Dax-vísitalan í Þýskalandi um átta prósent og CAC 40-vísitalan í Frakklandi um rúm tvö prósent. Nú er staðan sú að öll lönd heims fá á sig tíu prósenta tollinn sem áður hafði verið boðaður, nema Kína en Trump hefur sett 125 prósenta toll á allar vörur þaðan. Kínvejar hafa sett tæplega níutíu prósenta tolla á vörur frá Bandaríkjunum á móti þannig að deilur þessara tveggja stærstu velda heims eru hvergi nærri yfirstaðnar. Greinendum er þó greinilega létt og bankarisinn Goldman Sachs breytti spá sinni í nótt og telur nú um 45 prósenta líkur á kreppu í Bandaríkjunum en á dögunum stóð sú spá í 65 prósentum. Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Japan Suður-Kórea Svíþjóð Noregur Danmörk Þýskaland Bretland Frakkland Tengdar fréttir Enn ein eldrauð opnun Gengi hlutabréfa í Kauphöllinni hélt áfram að lækka þegar markaðir opnuðu í morgun. Mest hafði gengi bréfa í Alvotech lækkað, um tæp átta prósent. Velta með bréf hefur þó verið mjög lítil. 9. apríl 2025 10:20 Lækkanir halda áfram Markaðir heims hafa ekki tekið tollaálögum Donald Trump Bandaríkjaforseta vel og héldu lækkanir síðustu daga áfram við opnun í nótt markaða í Asíu, um leið og enn meiri tollahækkanir tóku gildi. 9. apríl 2025 08:04 Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Yfirvöld í Kína ætla sér að „berjast til endaloka“ ætli Bandaríkin að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína eru Bandaríkin sökuð um kúgun. Þar segir einnig að hótanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hækka enn frekar tolla gegn Kína séu mistök. Hærri tollar taka gildi á morgun víða um heim. 8. apríl 2025 06:34 Mest lesið Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Í Japan fór Nikkei vísitalan upp um rúm níu prósent, sex prósenta hækkun sást í Suður Kóreu og þriggja prósenta í Hong Kong. Í Taívan fóru bréfin svo upp um rúm níu prósent en þar hafði lækkun síðustu daga verið einna mest. Sömu sögu var að segja af Wall Street í Bandaríkjunum í gærkvöldi þar sem hlutabréfaverð rauk upp við tilkynninguna sem kom flestum á óvart. Á Norðurlöndum hækkaði vísitalan í Svíþjóð um rúm átta prósent við opnun markaða, 12,5 prósent í Danmörku og fimm prósent í Noregi. FTSE 100-vísitalan í London hækkaði um 6,1 prósent við opnun, Dax-vísitalan í Þýskalandi um átta prósent og CAC 40-vísitalan í Frakklandi um rúm tvö prósent. Nú er staðan sú að öll lönd heims fá á sig tíu prósenta tollinn sem áður hafði verið boðaður, nema Kína en Trump hefur sett 125 prósenta toll á allar vörur þaðan. Kínvejar hafa sett tæplega níutíu prósenta tolla á vörur frá Bandaríkjunum á móti þannig að deilur þessara tveggja stærstu velda heims eru hvergi nærri yfirstaðnar. Greinendum er þó greinilega létt og bankarisinn Goldman Sachs breytti spá sinni í nótt og telur nú um 45 prósenta líkur á kreppu í Bandaríkjunum en á dögunum stóð sú spá í 65 prósentum.
Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Japan Suður-Kórea Svíþjóð Noregur Danmörk Þýskaland Bretland Frakkland Tengdar fréttir Enn ein eldrauð opnun Gengi hlutabréfa í Kauphöllinni hélt áfram að lækka þegar markaðir opnuðu í morgun. Mest hafði gengi bréfa í Alvotech lækkað, um tæp átta prósent. Velta með bréf hefur þó verið mjög lítil. 9. apríl 2025 10:20 Lækkanir halda áfram Markaðir heims hafa ekki tekið tollaálögum Donald Trump Bandaríkjaforseta vel og héldu lækkanir síðustu daga áfram við opnun í nótt markaða í Asíu, um leið og enn meiri tollahækkanir tóku gildi. 9. apríl 2025 08:04 Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Yfirvöld í Kína ætla sér að „berjast til endaloka“ ætli Bandaríkin að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína eru Bandaríkin sökuð um kúgun. Þar segir einnig að hótanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hækka enn frekar tolla gegn Kína séu mistök. Hærri tollar taka gildi á morgun víða um heim. 8. apríl 2025 06:34 Mest lesið Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Enn ein eldrauð opnun Gengi hlutabréfa í Kauphöllinni hélt áfram að lækka þegar markaðir opnuðu í morgun. Mest hafði gengi bréfa í Alvotech lækkað, um tæp átta prósent. Velta með bréf hefur þó verið mjög lítil. 9. apríl 2025 10:20
Lækkanir halda áfram Markaðir heims hafa ekki tekið tollaálögum Donald Trump Bandaríkjaforseta vel og héldu lækkanir síðustu daga áfram við opnun í nótt markaða í Asíu, um leið og enn meiri tollahækkanir tóku gildi. 9. apríl 2025 08:04
Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Yfirvöld í Kína ætla sér að „berjast til endaloka“ ætli Bandaríkin að halda áfram að stigmagna tollastríðið. Í yfirlýsingu frá viðskiptaráðuneyti Kína eru Bandaríkin sökuð um kúgun. Þar segir einnig að hótanir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að hækka enn frekar tolla gegn Kína séu mistök. Hærri tollar taka gildi á morgun víða um heim. 8. apríl 2025 06:34
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent