Fordæmalaus skortur á skötu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. nóvember 2025 13:44 Fiskikóngurinn segist aldrei hafa séð slíkan skort á tindabikkju áður. Fisksalinn Kristján Berg Ásgeirsson kveðst uggandi yfir miklum skorti á tindaskötu fyrir þessi jól. Hann segir Fiskikónginn ekki einu sinni ná að kaupa helming af skötutegundinni sem búðin kaupir venjulega inn fyrir hver jól. Hann hafi fengið þau svör að svo lítið fáist fyrir að veiða tindabikkjuna að henni sé frekar kastað aftur í sjóinn. „Það er til eitthvað af tindabikkju hjá okkur núna en við fengum ekki helming upp í okkar þörf fyrir okkar fiskbúð og ég er búinn að heyra í öðrum fiskbúðum og það er sama sagan þar,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Hann tekur fram að ekki verði um allsherjar skötuskort að ræða, aðrar tegundir verði í boði. „Tindabikkjan er þessi vestfirska skata, þessi vestfirska sem er sterkust og það er skortur á henni. Það er ekki skortur á hinni. Þannig þetta er ekki sölutrikk hjá mér, þetta er einfaldlega eitthvað sem veldur mér miklum áhyggjum.“ Tindabikkjan sé ómissandi hluti af jólahaldi margra, sérstaklega Vestfirðinga og þyki af mörgum besta skatan. Kristján segir son sinn sjá um dagsdaglegan rekstur fiskbúðarinnar og viðurkennir að hann hafi verið steinhissa þegar hann hafi sagt honum frá skortinum. „Hann segir mér að það sé bara einfaldlega engin tindabikkja á markaðnum. Ég hringi þá bara í okkar birgja og spyr: Hvar er tindabikkjan?“ segir Kristján sem segist hafa fengið þau svör að sjómenn fái það lítið fyrir að veiða skötuna að þeir landi henni ekki. „Hvað gera þeir þá? Henda henni væntanlega í sjóinn og það er brottkast. Það er gjörsamlega galið, ég var alinn upp við að henda engum mat. Fersk tindabikkja er afbragðsmatur og selst til dæmis vel í Frakklandi og þykir herramannsmatur.“ Hann segir skötusöluna í aðdraganda jóla hefjast af alvöru 15. desember. Fólk kaupi ekki skötu og geymi inn í ísskáp þannig eftirspurnin verði mest í aðdraganda Þorláksmessu og segir Kristján áhugavert að sjá hve mikið verði eftir af tindabikkju á Þorláksmessu. Kristján segir dæmið vekja upp spurningar um stöðu fiskvinnslu hér á landi. „Þeim fer fækkandi, það er engin nýliðun og þetta er að fæarst á hendur færri og færri aðila. Er þetta það sem við viljum? Ef sjómaðurinn hendir þessu núna, hverju hendir hann þá á næsta ári? Erum við að fara að hætta þessari hefð, hætta að borða tindabikkju? Þetta eru fornaldarhefðir okkar, sem við reynum að halda í. Það var alltaf siginn fiskur, þurrkaður saltfiskur, hnoðmör og saltað selspik en er núna er þetta orðið Subway, pizzur, hamborgarar og djúpsteiktur kjúklingur sem er að koma í staðinn. Ég er bara lítill fisksali að rífa kjaft en mér finnst allt í lagi að vekja athygli á stöðunni.“ Matur Jól Neytendur Mest lesið Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Sjá meira
„Það er til eitthvað af tindabikkju hjá okkur núna en við fengum ekki helming upp í okkar þörf fyrir okkar fiskbúð og ég er búinn að heyra í öðrum fiskbúðum og það er sama sagan þar,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Hann tekur fram að ekki verði um allsherjar skötuskort að ræða, aðrar tegundir verði í boði. „Tindabikkjan er þessi vestfirska skata, þessi vestfirska sem er sterkust og það er skortur á henni. Það er ekki skortur á hinni. Þannig þetta er ekki sölutrikk hjá mér, þetta er einfaldlega eitthvað sem veldur mér miklum áhyggjum.“ Tindabikkjan sé ómissandi hluti af jólahaldi margra, sérstaklega Vestfirðinga og þyki af mörgum besta skatan. Kristján segir son sinn sjá um dagsdaglegan rekstur fiskbúðarinnar og viðurkennir að hann hafi verið steinhissa þegar hann hafi sagt honum frá skortinum. „Hann segir mér að það sé bara einfaldlega engin tindabikkja á markaðnum. Ég hringi þá bara í okkar birgja og spyr: Hvar er tindabikkjan?“ segir Kristján sem segist hafa fengið þau svör að sjómenn fái það lítið fyrir að veiða skötuna að þeir landi henni ekki. „Hvað gera þeir þá? Henda henni væntanlega í sjóinn og það er brottkast. Það er gjörsamlega galið, ég var alinn upp við að henda engum mat. Fersk tindabikkja er afbragðsmatur og selst til dæmis vel í Frakklandi og þykir herramannsmatur.“ Hann segir skötusöluna í aðdraganda jóla hefjast af alvöru 15. desember. Fólk kaupi ekki skötu og geymi inn í ísskáp þannig eftirspurnin verði mest í aðdraganda Þorláksmessu og segir Kristján áhugavert að sjá hve mikið verði eftir af tindabikkju á Þorláksmessu. Kristján segir dæmið vekja upp spurningar um stöðu fiskvinnslu hér á landi. „Þeim fer fækkandi, það er engin nýliðun og þetta er að fæarst á hendur færri og færri aðila. Er þetta það sem við viljum? Ef sjómaðurinn hendir þessu núna, hverju hendir hann þá á næsta ári? Erum við að fara að hætta þessari hefð, hætta að borða tindabikkju? Þetta eru fornaldarhefðir okkar, sem við reynum að halda í. Það var alltaf siginn fiskur, þurrkaður saltfiskur, hnoðmör og saltað selspik en er núna er þetta orðið Subway, pizzur, hamborgarar og djúpsteiktur kjúklingur sem er að koma í staðinn. Ég er bara lítill fisksali að rífa kjaft en mér finnst allt í lagi að vekja athygli á stöðunni.“
Matur Jól Neytendur Mest lesið Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent