Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2025 14:04 Framkvæmdastjórnin hefur sakað Meta, sem á Facebook og Instagram, og Bytedance, sem á TikTok, um að brjóta gegn lögum Evrópusambandsins. Áður hafði X verið sakað um sambærileg brot. Getty/Alicia Windzio Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sakaði í dag Meta og Bytedance um að brjóta gegn nýjum lögum sambandsins um samfélagsmiðla. Fyrirtækin eru sökuð um að veita rannsakendum ekki aðgang að gögnum á Facebook og Instagram annarsvegar og TikTok hins vegar, eins og lögin segja til um. Fyrirtækin eru einnig sögð gera ekki nóg til að gera notendum kleift að flagga ólöglegt efni og að áfrýja ákvörðunum starfsmanna um að fjarlægja efni, eða fjarlægja ekki efni. Samkvæmt frétt Politico fá forsvarsmenn fyrirtækjanna nú rétt til að svara ásökunum Framkvæmdastjórnarinnar. Falli þau svör ekki í kramið í Brussel standa fyrirtækin frammi fyrir sektum sem gætu samsvarað allt að sex prósentum af heildartekjum þeirra. Miðillinn hefur eftir talsmanni Meta að félagið hafi ekki brotið gegn lögunum. Breytingar hafi verið gerðar og forsvarsmenn fyrirtækisins hafi trú á því að þeim muni takast að sannfæra framkvæmdastjórnina um að sekta þá ekki. Talsmaður TikTok slær á svipaða strengi í yfirlýsingu til Politico. Fyrr á árinu hafði framkvæmdastjórnin gripið til sambærilegra aðgerða gegn X (áður Twitter) sem er í eigu Elons Musk. Þó fjölmiðlar hafi sagt frá því í vor að framkvæmdastjórnin væri að íhuga að sekta X hefur ekki orðið að því enn. Sjá einnig: Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt þessar nýju reglur Evrópusambandsins. Hann segir þær koma niður á bandarískum tæknifyrirtækjum og hefur hótað því að beita Evrópu enn hærri tollum verði lögin ekki felld úr gildi. Lögin kallast á ensku „Digital Services Act“ og er þeim ætlað að þvinga samfélagsmiðlafyrirtæki til að grípa til aðgerða gegn upplýsingaóreiðu, sem fyrirtækin hafa lengi verið sökuð um að dreifa og gera lygar vinsælar með algóriþmum sínum. Evrópusambandið Meta TikTok Samfélagsmiðlar Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Fyrirtækin eru einnig sögð gera ekki nóg til að gera notendum kleift að flagga ólöglegt efni og að áfrýja ákvörðunum starfsmanna um að fjarlægja efni, eða fjarlægja ekki efni. Samkvæmt frétt Politico fá forsvarsmenn fyrirtækjanna nú rétt til að svara ásökunum Framkvæmdastjórnarinnar. Falli þau svör ekki í kramið í Brussel standa fyrirtækin frammi fyrir sektum sem gætu samsvarað allt að sex prósentum af heildartekjum þeirra. Miðillinn hefur eftir talsmanni Meta að félagið hafi ekki brotið gegn lögunum. Breytingar hafi verið gerðar og forsvarsmenn fyrirtækisins hafi trú á því að þeim muni takast að sannfæra framkvæmdastjórnina um að sekta þá ekki. Talsmaður TikTok slær á svipaða strengi í yfirlýsingu til Politico. Fyrr á árinu hafði framkvæmdastjórnin gripið til sambærilegra aðgerða gegn X (áður Twitter) sem er í eigu Elons Musk. Þó fjölmiðlar hafi sagt frá því í vor að framkvæmdastjórnin væri að íhuga að sekta X hefur ekki orðið að því enn. Sjá einnig: Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt þessar nýju reglur Evrópusambandsins. Hann segir þær koma niður á bandarískum tæknifyrirtækjum og hefur hótað því að beita Evrópu enn hærri tollum verði lögin ekki felld úr gildi. Lögin kallast á ensku „Digital Services Act“ og er þeim ætlað að þvinga samfélagsmiðlafyrirtæki til að grípa til aðgerða gegn upplýsingaóreiðu, sem fyrirtækin hafa lengi verið sökuð um að dreifa og gera lygar vinsælar með algóriþmum sínum.
Evrópusambandið Meta TikTok Samfélagsmiðlar Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira