Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 8. apríl 2025 07:30 „Viðskiptahindranir skapa ekki verðmæti og þó að það sé freistandi fyrir ríki að bregðast við tollum með tollum, er mikil hætta á að slík viðbrögð bitni harðast á neytendum heima fyrir.“ Með þessum orðum lauk grein eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkiráðherra og formann Viðreisnar, sem birtist á Vísi í gær. Taka má fyllilega undir þau orð og um leið er ástæða til þess að velta því fyrir sér hvers vegna hún og flokkur hennar vilji þá að Ísland verði hluti tollabandalags. Fleira er reyndar í þessum sama dúr. Viðreisn hefur á liðnum árum ítrekað og réttilega gagnrýnt of mikið umfang hins opinbera hér á landi. Hins vegar vill flokkurinn á sama tíma ganga í Evrópusambandið sem gerði meðal annars athugasemd við það í tengslum við misheppnaða umsókn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í sambandið á sínum tíma að stjórnsýslan hér væri of lítil til þess að ráða við þær skuldbindingar sem fylgdu veru innan þess. Tollabandalög, eins og Evrópusambandið, eru í eðli sínu andstæðan við frjáls milliríkjaviðskipti enda snúast þau einkum um að verja framleiðslu innan þeirra fyrir ytri samkeppni. Þannig er sambandið í raun náskyldur ættingi íslenzka landbúnaðarkerfisins sem Viðreisn hefur oft gagnrýnt. Fyrir utan það að verndarhyggja Evrópusambandsins nær ekki einungis til landbúnaðarvara. Það fer fyrir vikið afar illa saman að tala bæði fyrir frjálsum viðskiptum og inngöngu í sambandið. Fram kemur enn fremur grein í Þorgerðar að óskynsamlegt sé að mæta tollahækkunum með frekari tollahækkunum eins og gert hafi verið í aðdraganda heimskreppunnar á sínum tíma og einungis gert slæmt ástand miklu verra. Vitnar hún í brezka hagfræðingurinn Joan Robinson sem af því tilefni benti á að slíkt væri álíka skynsamlegt og að fylla eigin hafnir af grjóti vegna þess að strandir viðskiptaríkja væru grýttar. Það bitnaði verst á þeim ríkjum sem beittu tollum. Forystumenn Evrópusambandsins hafa lýst því yfir að þeir ætli að svara tollum stjórnvalda í Bandaríkjunum með eigin tollum. Væri Ísland innan sambandsins þyrftum við að taka þátt í þeim viðbrögðum. Viðbrögðum sem Þorgerður telur réttilega óskynsamleg. Við hefðum ekkert val í þeim efnum. Til þess að taka slíkar ákvarðanir þarf ekki einróma samþykki ríkja sambandsins í ráðherraráði þess og vægi Íslands í þeim efnum tæki mið af íbúafjölda landsins. Vegna þess að við erum ekki innan Evrópusambandsins getum við tekið sjáfstæðar ákvarðanir í þessum efnum út frá okkar hagsmunum og aðstæðum. Vonandi eru skrif Þorgerðar til marks um það að íslenzk stjórnvöld hafi ekki í hyggju að taka þátt í gagnaðgerðum sambandsins og hækka tolla á Bandaríkin. Það væri það versta sem Ísland gæti gert og myndi fyrst og fremst bitna á okkur sjálfum. Við höfum valdið til þess að forðast það sem sjálfstæð og fullvalda þjóð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Skattar og tollar Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
„Viðskiptahindranir skapa ekki verðmæti og þó að það sé freistandi fyrir ríki að bregðast við tollum með tollum, er mikil hætta á að slík viðbrögð bitni harðast á neytendum heima fyrir.“ Með þessum orðum lauk grein eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkiráðherra og formann Viðreisnar, sem birtist á Vísi í gær. Taka má fyllilega undir þau orð og um leið er ástæða til þess að velta því fyrir sér hvers vegna hún og flokkur hennar vilji þá að Ísland verði hluti tollabandalags. Fleira er reyndar í þessum sama dúr. Viðreisn hefur á liðnum árum ítrekað og réttilega gagnrýnt of mikið umfang hins opinbera hér á landi. Hins vegar vill flokkurinn á sama tíma ganga í Evrópusambandið sem gerði meðal annars athugasemd við það í tengslum við misheppnaða umsókn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í sambandið á sínum tíma að stjórnsýslan hér væri of lítil til þess að ráða við þær skuldbindingar sem fylgdu veru innan þess. Tollabandalög, eins og Evrópusambandið, eru í eðli sínu andstæðan við frjáls milliríkjaviðskipti enda snúast þau einkum um að verja framleiðslu innan þeirra fyrir ytri samkeppni. Þannig er sambandið í raun náskyldur ættingi íslenzka landbúnaðarkerfisins sem Viðreisn hefur oft gagnrýnt. Fyrir utan það að verndarhyggja Evrópusambandsins nær ekki einungis til landbúnaðarvara. Það fer fyrir vikið afar illa saman að tala bæði fyrir frjálsum viðskiptum og inngöngu í sambandið. Fram kemur enn fremur grein í Þorgerðar að óskynsamlegt sé að mæta tollahækkunum með frekari tollahækkunum eins og gert hafi verið í aðdraganda heimskreppunnar á sínum tíma og einungis gert slæmt ástand miklu verra. Vitnar hún í brezka hagfræðingurinn Joan Robinson sem af því tilefni benti á að slíkt væri álíka skynsamlegt og að fylla eigin hafnir af grjóti vegna þess að strandir viðskiptaríkja væru grýttar. Það bitnaði verst á þeim ríkjum sem beittu tollum. Forystumenn Evrópusambandsins hafa lýst því yfir að þeir ætli að svara tollum stjórnvalda í Bandaríkjunum með eigin tollum. Væri Ísland innan sambandsins þyrftum við að taka þátt í þeim viðbrögðum. Viðbrögðum sem Þorgerður telur réttilega óskynsamleg. Við hefðum ekkert val í þeim efnum. Til þess að taka slíkar ákvarðanir þarf ekki einróma samþykki ríkja sambandsins í ráðherraráði þess og vægi Íslands í þeim efnum tæki mið af íbúafjölda landsins. Vegna þess að við erum ekki innan Evrópusambandsins getum við tekið sjáfstæðar ákvarðanir í þessum efnum út frá okkar hagsmunum og aðstæðum. Vonandi eru skrif Þorgerðar til marks um það að íslenzk stjórnvöld hafi ekki í hyggju að taka þátt í gagnaðgerðum sambandsins og hækka tolla á Bandaríkin. Það væri það versta sem Ísland gæti gert og myndi fyrst og fremst bitna á okkur sjálfum. Við höfum valdið til þess að forðast það sem sjálfstæð og fullvalda þjóð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun