Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar 31. mars 2025 16:31 Í dag mæli ég fyrir frumvarpi á Alþingi um breytingar á lögum um almannatryggingar og ýmsum öðrum lögum sem miða að því að stórbæta stöðu örorku- og ellilífeyrisþega. Breytingarnar eru í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem mynduð var fyrir 100 dögum. Mikilvægasta breytingin er að lagt er til að lífeyrisgreiðslur almannatrygginga fylgi þróun launavísitölu í stað þess að taka mið af almennri launaþróun. Með því að festa í lög að greiðslur almannatrygginga hækki í samræmi við þróun launavísitölu er stefnt að því að lífeyrisgreiðslur fylgi betur almennri kjaraþróun á vinnumarkaði. Þannig er tryggt að lífeyrisþegar dragist ekki aftur úr í kaupmætti. Áfram verður stuðst við hækkanir vegna vísitölu neysluverðs ef sú vísitala hækkar meira en launavísitala Bætir kjör mikils meirihluta fólks Ef litið er til meðaltals hækkana almannatrygginga og launavísitölu frá árinu 2016 til ársins 2024 er hækkun launavísitölu að lágmarki um eitt komma eitt prósent umfram hækkun almannatrygginga. En þegar horft er til að hækkun verði aldrei minni en á verðlagi er meðaltalshækkun launavísitölu umfram fjárhæðir almannatrygginga eitt komma sex prósent. Verði frumvarpið að lögum gagnast þetta öllum sem fá greiðslur frá almannatryggingum og tryggir þeim að jafnaði meiri hækkanir en kjarasamningar kveða á um. Þannig mun breytt fyrirkomulag hægt og bitandi vinna upp uppsafnaða kjaragliðnun almannatrygginga. Þessi breyting mun skila mikilvægri kjarabót til allra lífeyrisþega almannatrygginga. Um síðustu mánaðamót voru þetta um sextíu og fimm þúsund manns. Öryrkjar halda réttindum við eftirlaunaaldur Önnur mikilvæg breyting er að aldursviðbót þeirra örorkulífeyrisþega sem hafa uppfyllt skilyrði fyrir henni falli ekki niður á tímamótum þegar örorkulífeyrisþegi nær ellilífeyrisaldri heldur fylgi ellilífeyrinum. Það þýðir að þau sem eiga engin eða mjög takmörkuð atvinnutengd réttindi til ellilífeyris vegna þess að þau voru ung metin til örorku munu áfram njóta stuðnings með viðbótargreiðslu, nái frumvarpið fram að ganga. Um er að ræða ívilnandi ákvæði sem bætir fjárhagslega stöðu þeirra sem uppfylla skilyrði fyrir því að fá greidda aldursviðbót í því nýja greiðslukerfi örorkulífeyris sem tekur gildi 1. september á þessu ári. Fylgst með framgangi nauðsynlegrar þjónustu Til viðbótar eru lagðar til tvær aðrar breytingar. Lagt er til að Tryggingastofnun haldi skrá á landsvísu með upplýsingum frá þjónustuaðilum um framvindu meðferðar og endurhæfingar einstaklinga. Skránni er ætlað að tryggja nauðsynlega yfirsýn yfir þjónustu og stuðla að samfellu í þjónustu og greiðslum. Með öðrum orðum þá er breytingunni ætlað að tryggja að haldið sé utan um þessar mikilvægu upplýsingar til að þær get nýst til að stuðla að því að einstaklingar fái rétta endurhæfingarþjónustu, á réttum stað og á réttum tíma. Persónuauðkenni í skránni verða dulkóðuð til að tryggja friðhelgi einkalífs. Enn fremur felur frumvarpið í sér að stjórn Tryggingastofnunar verði lögð niður. Tryggingastofnun hefur haft sérstaka stjórn frá árinu 2004. Skipun síðustu stjórnar rann út í nóvember sl., eða við lok síðasta kjörtímabils. Sú staða hefur ekki haft áhrif á starfsemi stofnunarinnar enda er yfirstjórnarhlutverk ráðherra skýrt samkvæmt lögum og því ekki ástæða til að hafa sérstaka stjórn með óljóst hlutverk yfir stofnunni. Þess vegna er lagt til að fella ákvæði um stjórnina brott úr lögunum. Höfundur er félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Inga Sæland Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Tryggingar Málefni fatlaðs fólks Eldri borgarar Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í dag mæli ég fyrir frumvarpi á Alþingi um breytingar á lögum um almannatryggingar og ýmsum öðrum lögum sem miða að því að stórbæta stöðu örorku- og ellilífeyrisþega. Breytingarnar eru í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem mynduð var fyrir 100 dögum. Mikilvægasta breytingin er að lagt er til að lífeyrisgreiðslur almannatrygginga fylgi þróun launavísitölu í stað þess að taka mið af almennri launaþróun. Með því að festa í lög að greiðslur almannatrygginga hækki í samræmi við þróun launavísitölu er stefnt að því að lífeyrisgreiðslur fylgi betur almennri kjaraþróun á vinnumarkaði. Þannig er tryggt að lífeyrisþegar dragist ekki aftur úr í kaupmætti. Áfram verður stuðst við hækkanir vegna vísitölu neysluverðs ef sú vísitala hækkar meira en launavísitala Bætir kjör mikils meirihluta fólks Ef litið er til meðaltals hækkana almannatrygginga og launavísitölu frá árinu 2016 til ársins 2024 er hækkun launavísitölu að lágmarki um eitt komma eitt prósent umfram hækkun almannatrygginga. En þegar horft er til að hækkun verði aldrei minni en á verðlagi er meðaltalshækkun launavísitölu umfram fjárhæðir almannatrygginga eitt komma sex prósent. Verði frumvarpið að lögum gagnast þetta öllum sem fá greiðslur frá almannatryggingum og tryggir þeim að jafnaði meiri hækkanir en kjarasamningar kveða á um. Þannig mun breytt fyrirkomulag hægt og bitandi vinna upp uppsafnaða kjaragliðnun almannatrygginga. Þessi breyting mun skila mikilvægri kjarabót til allra lífeyrisþega almannatrygginga. Um síðustu mánaðamót voru þetta um sextíu og fimm þúsund manns. Öryrkjar halda réttindum við eftirlaunaaldur Önnur mikilvæg breyting er að aldursviðbót þeirra örorkulífeyrisþega sem hafa uppfyllt skilyrði fyrir henni falli ekki niður á tímamótum þegar örorkulífeyrisþegi nær ellilífeyrisaldri heldur fylgi ellilífeyrinum. Það þýðir að þau sem eiga engin eða mjög takmörkuð atvinnutengd réttindi til ellilífeyris vegna þess að þau voru ung metin til örorku munu áfram njóta stuðnings með viðbótargreiðslu, nái frumvarpið fram að ganga. Um er að ræða ívilnandi ákvæði sem bætir fjárhagslega stöðu þeirra sem uppfylla skilyrði fyrir því að fá greidda aldursviðbót í því nýja greiðslukerfi örorkulífeyris sem tekur gildi 1. september á þessu ári. Fylgst með framgangi nauðsynlegrar þjónustu Til viðbótar eru lagðar til tvær aðrar breytingar. Lagt er til að Tryggingastofnun haldi skrá á landsvísu með upplýsingum frá þjónustuaðilum um framvindu meðferðar og endurhæfingar einstaklinga. Skránni er ætlað að tryggja nauðsynlega yfirsýn yfir þjónustu og stuðla að samfellu í þjónustu og greiðslum. Með öðrum orðum þá er breytingunni ætlað að tryggja að haldið sé utan um þessar mikilvægu upplýsingar til að þær get nýst til að stuðla að því að einstaklingar fái rétta endurhæfingarþjónustu, á réttum stað og á réttum tíma. Persónuauðkenni í skránni verða dulkóðuð til að tryggja friðhelgi einkalífs. Enn fremur felur frumvarpið í sér að stjórn Tryggingastofnunar verði lögð niður. Tryggingastofnun hefur haft sérstaka stjórn frá árinu 2004. Skipun síðustu stjórnar rann út í nóvember sl., eða við lok síðasta kjörtímabils. Sú staða hefur ekki haft áhrif á starfsemi stofnunarinnar enda er yfirstjórnarhlutverk ráðherra skýrt samkvæmt lögum og því ekki ástæða til að hafa sérstaka stjórn með óljóst hlutverk yfir stofnunni. Þess vegna er lagt til að fella ákvæði um stjórnina brott úr lögunum. Höfundur er félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun