Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar 31. mars 2025 10:04 Undir lok síðasta árs mátti sjá á samfélagsmiðlum fólk víða um heim dást að hinu íslenska jólabókaflóði. Vissulega kann að vera að ást Íslendinga á bókum í aðdraganda jóla sé örlítið ýkt í hugum fólks erlendis. Við getum þó verið sammála um að bæði bóksala og áhugi á bókum – sérstaklega á nýjum skáldsögum – í jólavertíðinni sé nokkuð sem við getum öll verið ákaflega stolt af. Eins stórkostlegt og jólabókaflóðið er með öllum sínum skemmtilegu hefðum þá má það ekki samt verða til þess að við hugsum ekki til bóka á öðrum árstímum. Framundan er til dæmis tímabil þar sem bókabúðir ættu að vera mikilvægur viðkomustaður okkar enda bókabúðir farnar að stilla upp spennandi valkostum. Boð í fermingar hafa borist og útskriftir eru handan við hornið. En bækur eru ekki bara gjafavara. Þær eru líka frábær félagsskapur og svalandi þeim sem þyrstir í fróðleik. Fólk sem er farið að huga að sumarfríi gæti einnig íhugað sumarlesturinn og skoðað hvað stendur til boða. Vorbókaleysingar er hugtak sem kom upp í samræðum hjá stjórn Hagþenkis – félags höfunda fræðirita og kennslugagna, þar sem bóksala utan jólabókaflóðsins var til umræðu. Þrátt fyrir erfiða og þunga stöðu höfunda er útgáfa á spennandi bókum um fjölbreytt efni ótrúlega öflug á Íslandi. Bókaverslanir eru þessa dagana fullar af mögnuðum verkum um náttúru Íslands, staðhætti, sögu einstaklinga og landshluta, stjórnmál, heimspeki – svona mætti lengi telja. Það væri magnað ef okkur tækist að tengja bækur við tilveru okkar á vorin á sama hátt og við tengjum þær jólahaldinu. Það að stjórn fagfélags höfunda fræðirita og kennslugagna komi fram með hugtak og hvatningu til landsmanna skapar auðvitað ekki nýja menningu eða nýja hefð. Þótt ég skrifi eina grein eru vorbókaleysingarnar ekki komnar til að vera. En mig langar þó til að hvetja almenning til að sannfæra sig ekki fyrirfram um að fermingarbarn eigi sér fá áhugamál og langi ekki í bækur. Mig langar einnig að biðja fólk um að láta það ekki hvarfla að sér að ekki séu til íslenskar og aðgengilegar bækur um öll þau efni sem hafa leitað á hug útskriftarnema í námi þeirra. Að lokum er full ástæða til að hvetja Íslendinga til að koma við í bókabúð og tryggja sér lesefni fyrir unaðsreitinn í sveitinni. Hver einasta sveit á sér magnaða sögu og spennandi umhverfi. Bókabúðir búa yfir miklu efni eftir íslenska höfunda um mosa, mold og grjót, svo ekki sé minnst á atburði og örlög í nágrenninu. Bækur passa vissulega vel inn í skammdegið. Jólabókaflóðið færir okkur yndislegar stundir með kakói og kertaljósi. En bækur eru ekki síður viðeigandi á endalausum kvöldum miðnætursólar. Hvernig væri að við myndum prófa eins og einar vorbókaleysingar og gera okkur að minnsta kosti eina ferð á næstunni í bókabúðir – sem ég raunar veit að munu taka frábærlega á móti öllum með spennandi og óvæntu úrvali. Höfundur er stjórnarmaður í Hagþenki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Henry Alexander Henrysson Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Undir lok síðasta árs mátti sjá á samfélagsmiðlum fólk víða um heim dást að hinu íslenska jólabókaflóði. Vissulega kann að vera að ást Íslendinga á bókum í aðdraganda jóla sé örlítið ýkt í hugum fólks erlendis. Við getum þó verið sammála um að bæði bóksala og áhugi á bókum – sérstaklega á nýjum skáldsögum – í jólavertíðinni sé nokkuð sem við getum öll verið ákaflega stolt af. Eins stórkostlegt og jólabókaflóðið er með öllum sínum skemmtilegu hefðum þá má það ekki samt verða til þess að við hugsum ekki til bóka á öðrum árstímum. Framundan er til dæmis tímabil þar sem bókabúðir ættu að vera mikilvægur viðkomustaður okkar enda bókabúðir farnar að stilla upp spennandi valkostum. Boð í fermingar hafa borist og útskriftir eru handan við hornið. En bækur eru ekki bara gjafavara. Þær eru líka frábær félagsskapur og svalandi þeim sem þyrstir í fróðleik. Fólk sem er farið að huga að sumarfríi gæti einnig íhugað sumarlesturinn og skoðað hvað stendur til boða. Vorbókaleysingar er hugtak sem kom upp í samræðum hjá stjórn Hagþenkis – félags höfunda fræðirita og kennslugagna, þar sem bóksala utan jólabókaflóðsins var til umræðu. Þrátt fyrir erfiða og þunga stöðu höfunda er útgáfa á spennandi bókum um fjölbreytt efni ótrúlega öflug á Íslandi. Bókaverslanir eru þessa dagana fullar af mögnuðum verkum um náttúru Íslands, staðhætti, sögu einstaklinga og landshluta, stjórnmál, heimspeki – svona mætti lengi telja. Það væri magnað ef okkur tækist að tengja bækur við tilveru okkar á vorin á sama hátt og við tengjum þær jólahaldinu. Það að stjórn fagfélags höfunda fræðirita og kennslugagna komi fram með hugtak og hvatningu til landsmanna skapar auðvitað ekki nýja menningu eða nýja hefð. Þótt ég skrifi eina grein eru vorbókaleysingarnar ekki komnar til að vera. En mig langar þó til að hvetja almenning til að sannfæra sig ekki fyrirfram um að fermingarbarn eigi sér fá áhugamál og langi ekki í bækur. Mig langar einnig að biðja fólk um að láta það ekki hvarfla að sér að ekki séu til íslenskar og aðgengilegar bækur um öll þau efni sem hafa leitað á hug útskriftarnema í námi þeirra. Að lokum er full ástæða til að hvetja Íslendinga til að koma við í bókabúð og tryggja sér lesefni fyrir unaðsreitinn í sveitinni. Hver einasta sveit á sér magnaða sögu og spennandi umhverfi. Bókabúðir búa yfir miklu efni eftir íslenska höfunda um mosa, mold og grjót, svo ekki sé minnst á atburði og örlög í nágrenninu. Bækur passa vissulega vel inn í skammdegið. Jólabókaflóðið færir okkur yndislegar stundir með kakói og kertaljósi. En bækur eru ekki síður viðeigandi á endalausum kvöldum miðnætursólar. Hvernig væri að við myndum prófa eins og einar vorbókaleysingar og gera okkur að minnsta kosti eina ferð á næstunni í bókabúðir – sem ég raunar veit að munu taka frábærlega á móti öllum með spennandi og óvæntu úrvali. Höfundur er stjórnarmaður í Hagþenki.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun