„Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Smári Jökull Jónsson skrifar 27. mars 2025 21:54 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur Vísir/Viktor Freyr Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur viðurkenndi að finna fyrir áhyggjum vegna frekar slaks leiks hans manna í sigrinum gegn KR í kvöld. Grindavík mætir Val í 8-liða úrslitum Bónus-deildarinnar. „Þetta var mjög flatt í gegnum allan leikinn. Skrýtið því við erum búnir að tala um alla vikuna að þetta sé leikur til að koma sér af stað eftir langt hlé. Þetta var lengi af stað og við í raun komumst aldrei af stað, hvorki í vörn né sókn,“ sagði Jóhann Þór þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. „Eitt og eitt atriði þar sem við náum einhverjum neista. Alls konar planað varnarlega alla vikuna og menn engan veginn í takti. Skrýtið að þetta sé svona á þessum tíma. Það er eins og það er, við unnum og núna hefst alvaran eftir viku,“ bætti Jóhann Þór við en Grindavík mætir Val í 8-liða úrslitum en það verður endurtekning á úrslitarimmu liðanna frá því á síðasta tímabili. Jóhann Þór viðurkenndi að hann væri ögn áhyggjufullur yfir því á hvaða stað Grindavíkurliðið væri statt og að liðið væri ekki að spila betur. „Já og nei. Við erum með hörkugott lið og við þurfum að þjappa okkur saman og finna takt, það er alveg hægt. Ég horfði á Grindavík spila við Hamar/Þór hér í gær og sá einhverja furðulegustu ákvörðun sem ég hef séð síðan ég byrjaði að horfa á körfubolta. Það voru ansi margar hjá mínum mönnum sem voru ansi nálægt þeirri ákvörðun í kvöld.“ „Þannig að mér líður ekkert ofboðslega vel en mér líður heldur ekkert svakalega illa. Það er bara þetta og við fórum alla leið í úrslit í fyrra og þangað viljum við fara. Við vitum hvernig það er og ég trúi því að við og mínir menn þjappi sér saman og komi sér á þann stað sem þurfum að vera á.“ Hann sagðist eiga von á hörkueinvígi gegn Val í 8-liða úrslitum. „Valið hjá okkur stóð á milli þess að fara á Hlíðarenda eða norður á Sauðárkrók. Þannig að ég held að Fjóla [gjaldkeri körfuknattleiksdeildar Grindavíkur] sé bara sátt við að við séum að fara á Hlíðarenda. Tökum því eins og hverju hundsbiti. Það er talað um að Valsarar séu bestir í dag og eru það ekki liðin sem þarf að fara í gegnum til að vinna. Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Bónus-deild karla Grindavík KR Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Í beinni: Keflavík - Hamar/Þór | Í leit að fyrsta sigrinum „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Sjá meira
„Þetta var mjög flatt í gegnum allan leikinn. Skrýtið því við erum búnir að tala um alla vikuna að þetta sé leikur til að koma sér af stað eftir langt hlé. Þetta var lengi af stað og við í raun komumst aldrei af stað, hvorki í vörn né sókn,“ sagði Jóhann Þór þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. „Eitt og eitt atriði þar sem við náum einhverjum neista. Alls konar planað varnarlega alla vikuna og menn engan veginn í takti. Skrýtið að þetta sé svona á þessum tíma. Það er eins og það er, við unnum og núna hefst alvaran eftir viku,“ bætti Jóhann Þór við en Grindavík mætir Val í 8-liða úrslitum en það verður endurtekning á úrslitarimmu liðanna frá því á síðasta tímabili. Jóhann Þór viðurkenndi að hann væri ögn áhyggjufullur yfir því á hvaða stað Grindavíkurliðið væri statt og að liðið væri ekki að spila betur. „Já og nei. Við erum með hörkugott lið og við þurfum að þjappa okkur saman og finna takt, það er alveg hægt. Ég horfði á Grindavík spila við Hamar/Þór hér í gær og sá einhverja furðulegustu ákvörðun sem ég hef séð síðan ég byrjaði að horfa á körfubolta. Það voru ansi margar hjá mínum mönnum sem voru ansi nálægt þeirri ákvörðun í kvöld.“ „Þannig að mér líður ekkert ofboðslega vel en mér líður heldur ekkert svakalega illa. Það er bara þetta og við fórum alla leið í úrslit í fyrra og þangað viljum við fara. Við vitum hvernig það er og ég trúi því að við og mínir menn þjappi sér saman og komi sér á þann stað sem þurfum að vera á.“ Hann sagðist eiga von á hörkueinvígi gegn Val í 8-liða úrslitum. „Valið hjá okkur stóð á milli þess að fara á Hlíðarenda eða norður á Sauðárkrók. Þannig að ég held að Fjóla [gjaldkeri körfuknattleiksdeildar Grindavíkur] sé bara sátt við að við séum að fara á Hlíðarenda. Tökum því eins og hverju hundsbiti. Það er talað um að Valsarar séu bestir í dag og eru það ekki liðin sem þarf að fara í gegnum til að vinna. Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“
Bónus-deild karla Grindavík KR Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Í beinni: Keflavík - Hamar/Þór | Í leit að fyrsta sigrinum „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Sjá meira