Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar 27. mars 2025 14:32 Ofbeldi meðal barna og ungmenna hefur aukist hér á landi og tilkynningum um slíkt hefur fjölgað undanfarið. Samhliða hafa áhyggjur almennings af því farið vaxandi og ekki úr vegi að velta hlutunum fyrir sér. Ástæða er til að skoða hvað er til ráða, það þarf vissulega að grípa þá einstaklinga sem beita ofbeldi en ekki síður byggja börnin okkar almennt upp, leiðbeina þeim og kenna markvissa félagsfærni og sjálfsstjórn. Hvernig gerum við það? Við viljum öll börnunum okkar aðeins það besta, öll viljum við að þau standi keik og gangi vel í lífinu en því miður fjölgar þeim börnum sem virðast eiga í erfiðleikum af ýmsu tagi. Margar leiðir má fara til að leiðbeina og þjálfa félagsfærni og sjálfsstjórn. Við erum sjálfsagt mörg sem könnumst við að vera dugleg að segja börnunum okkar hvað á ekki að gera. Ekki hoppa í sófanum, ekki vera í fýlu, ekki segja ljót orð ogsvona mætti lengi telja. Það sem vill gleymast er að leiðbeina börnunum og kenna þeim hvað á að gera í staðinn. Við teljum gjarnan að börn búi yfir færni sem þykir eðlileg í samskiptum, t.d. að hlusta, að fara eftir fyrirmælum, komast að samkomulagi og að hunsa svo eitthvað sé nefnt. Höfum við mögulega gleymt að kenna þeim þessa hluti? Hvernig hlusta ég? Hvað á ég að gera þegar ég vil hunsa neikvæða hegðun annarra? Hvernig berum við okkur að? Er til uppskrift að þessu? Já, við getum bútað þessar litlu athafnir niður í skref og þjálfað börnin í slíkri færni. Því flinkari sem við erum í félagsfærni því líklegra er að við ráðum við ýmis konar aðstæður sem við lendum í þegar við lifum í samfélagi við aðra og lendum þar með síður í vandræðum. Við komumst ekki hjá því að verða ósammála, fá nei þegar við hefðum frekar viljað já eða vera ósátt við ákveðna hluti. Til þess að mæta slíkum aðstæðum með jákvæðri niðurstöðu þurfum við að búa yfir færni sem hjálpar okkur í aðstæðunum. Við þurfum að kunna leiðir til að hlusta, komast að samkomulagi, takast á við tap o.s.frv. Mín ósk er að við sem samfélag tökum höndum saman, kennum börnunum okkar félagsfærni og sjálfsstjórn á markvissan hátt. Til þess þurfum við að sama skapi að tileinka okkur þessa hluti því við erum fyrirmyndir barnanna okkar og það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Höfundur er verkefnisstjóri ART teymis Suðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Ofbeldi meðal barna og ungmenna hefur aukist hér á landi og tilkynningum um slíkt hefur fjölgað undanfarið. Samhliða hafa áhyggjur almennings af því farið vaxandi og ekki úr vegi að velta hlutunum fyrir sér. Ástæða er til að skoða hvað er til ráða, það þarf vissulega að grípa þá einstaklinga sem beita ofbeldi en ekki síður byggja börnin okkar almennt upp, leiðbeina þeim og kenna markvissa félagsfærni og sjálfsstjórn. Hvernig gerum við það? Við viljum öll börnunum okkar aðeins það besta, öll viljum við að þau standi keik og gangi vel í lífinu en því miður fjölgar þeim börnum sem virðast eiga í erfiðleikum af ýmsu tagi. Margar leiðir má fara til að leiðbeina og þjálfa félagsfærni og sjálfsstjórn. Við erum sjálfsagt mörg sem könnumst við að vera dugleg að segja börnunum okkar hvað á ekki að gera. Ekki hoppa í sófanum, ekki vera í fýlu, ekki segja ljót orð ogsvona mætti lengi telja. Það sem vill gleymast er að leiðbeina börnunum og kenna þeim hvað á að gera í staðinn. Við teljum gjarnan að börn búi yfir færni sem þykir eðlileg í samskiptum, t.d. að hlusta, að fara eftir fyrirmælum, komast að samkomulagi og að hunsa svo eitthvað sé nefnt. Höfum við mögulega gleymt að kenna þeim þessa hluti? Hvernig hlusta ég? Hvað á ég að gera þegar ég vil hunsa neikvæða hegðun annarra? Hvernig berum við okkur að? Er til uppskrift að þessu? Já, við getum bútað þessar litlu athafnir niður í skref og þjálfað börnin í slíkri færni. Því flinkari sem við erum í félagsfærni því líklegra er að við ráðum við ýmis konar aðstæður sem við lendum í þegar við lifum í samfélagi við aðra og lendum þar með síður í vandræðum. Við komumst ekki hjá því að verða ósammála, fá nei þegar við hefðum frekar viljað já eða vera ósátt við ákveðna hluti. Til þess að mæta slíkum aðstæðum með jákvæðri niðurstöðu þurfum við að búa yfir færni sem hjálpar okkur í aðstæðunum. Við þurfum að kunna leiðir til að hlusta, komast að samkomulagi, takast á við tap o.s.frv. Mín ósk er að við sem samfélag tökum höndum saman, kennum börnunum okkar félagsfærni og sjálfsstjórn á markvissan hátt. Til þess þurfum við að sama skapi að tileinka okkur þessa hluti því við erum fyrirmyndir barnanna okkar og það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Höfundur er verkefnisstjóri ART teymis Suðurlands.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun