Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Árni Sæberg skrifar 25. mars 2025 15:50 Sigríður Margrét og Eyjólfur Árni undirrita ályktunina fyrir hönd stjórnar Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Stjórn Samtaka atvinnulífsins geldur varhug við fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar við lagasetningu gagnvart íslenskum sjávarútvegi. Raungerist áhyggjur samtakanna sé ljóst að breytingar sem ríkisstjórnin hefur boðað muni draga úr hagvexti og lífskjarasókn Íslendinga. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tilkynnti í dag að til stendur að breyta fyrirkomulagi innheimtu veiðigjalda. Reiknað er með því að allt að tvöfalt hærri upphæð verði innheimt á ári miðað við eldra fyrirkomulag. Áður en blaðamannafundur um málið hófst höfðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi þegar lýst yfir óánægju með áform ríkisstjórnarinnar. Nú hafa Samtök atvinnulífsins gert slíkt hið sama. Greinin búi þegar við ójafnræði Í ályktun sem þau Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, og Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, undirrita fyrir hönd stjórnar samtakanna, segir að íslenskur sjávarútvegur sé ein af undirstöðuatvinnugreinum landsins en hann búi þegar við mikið ójafnræði þegar kemur að rekstrarumhverfi og samanburði við aðrar greinar. Atvinnugreinin búi við skattlagningu umfram aðrar greinar, takmörk á umsvifum og eignarhaldi sem þekkist ekki í öðrum greinum og óvissuálags vegna stöðunnar í stjórnmálunum, sem valdi bæði skorti á fyrirsjáanleika og torveldi ákvarðanatöku. „Samtök atvinnulífsins minna á að lög um stjórn fiskveiða voru sett til þess að hámarka verðmætasköpun og sjálfbærni þannig að þjóðin fengi sem mestan ábata úr auðlindinni.“ Kúvenda eigi umhverfinu á nokkrum vikum Útlit sé fyrir að boðaðar breytingar hafi verulega neikvæð áhrif á íslenskan sjávarútveg en einnig tengdar og afleiddar greinar. Á þingmálaskrá ríkisstjórinnar megi finna frumvörp sem muni að óbreyttu draga úr verðmætasköpun í sjávarútvegi, með afleiddum áhrifum á aðrar greinar. Þau mál séu meðal annars breyting á lögum um veiðigjald þar sem kynntar hafi verið hugmyndir um verulega hækkað veiðigjald sem muni draga úr alþjóðlegri samkeppnishæfni greinarinnar og frumvarp um kílómetragjald, þar sem kolefnisskattahækkunum á atvinnuvegi landsins sé laumað inn í frumvarp sem eigi að hafa það markmið að breyta fyrirkomulagi á gjaldtöku fyrir notkun vegakerfisins. „Það veldur verulegum áhyggjum að kúvenda eigi rekstrarumhverfi sjávarútvegs á örfáum vikum, án þess að samráð, fagleg umræða og vandað áhrifamat geti legið til grundvallar breytingum á umgjörð hans á Íslandi.“ Grafi undan stöðugleika og samkeppnishæfni Í ályktuninni segir að stjórn SA kalli eftir því að breytingar á umgjörð og starfsumhverfi sjávarútvegs á Íslandi, líkt og allra annarra atvinnugreina, verði unnar í nánu samráði við atvinnulífið, að þær byggi á staðreyndum og faglegri umræðu, skilningi á gangverki og eðli atvinnugreina, og mati á áhrifum á innlendan efnahag og samkeppnishæfni Íslands. „Aðgerðir ríkisstjórnarinnar undanfarnar vikur sem og boðaðar breytingar á rekstrarumhverfi sjávarútvegsins eru til þess fallnar að grafa undan hvort tveggja stöðugleika og samkeppnishæfni íslenska hagkerfisins. Telja samtökin það sérstaklega varhugavert í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir á mörkuðum um allan heim, yfirvofandi tollastríðs og óróa í alþjóðastjórnmálum. Nú er tíminn til að Íslendingar snúi bökum saman, gæti sinna hagsmuna og verji lífskjör og verðmætasköpun. Samtökin lýsa sig reiðubúin til samtals líkt og ávallt, en forsenda slíks samtals er að raunverulegur vilji sé til þess að taka tillit til sjónarmiða atvinnulífsins og einstakra atvinnugreina.“ Sjávarútvegur Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tilkynnti í dag að til stendur að breyta fyrirkomulagi innheimtu veiðigjalda. Reiknað er með því að allt að tvöfalt hærri upphæð verði innheimt á ári miðað við eldra fyrirkomulag. Áður en blaðamannafundur um málið hófst höfðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi þegar lýst yfir óánægju með áform ríkisstjórnarinnar. Nú hafa Samtök atvinnulífsins gert slíkt hið sama. Greinin búi þegar við ójafnræði Í ályktun sem þau Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, og Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, undirrita fyrir hönd stjórnar samtakanna, segir að íslenskur sjávarútvegur sé ein af undirstöðuatvinnugreinum landsins en hann búi þegar við mikið ójafnræði þegar kemur að rekstrarumhverfi og samanburði við aðrar greinar. Atvinnugreinin búi við skattlagningu umfram aðrar greinar, takmörk á umsvifum og eignarhaldi sem þekkist ekki í öðrum greinum og óvissuálags vegna stöðunnar í stjórnmálunum, sem valdi bæði skorti á fyrirsjáanleika og torveldi ákvarðanatöku. „Samtök atvinnulífsins minna á að lög um stjórn fiskveiða voru sett til þess að hámarka verðmætasköpun og sjálfbærni þannig að þjóðin fengi sem mestan ábata úr auðlindinni.“ Kúvenda eigi umhverfinu á nokkrum vikum Útlit sé fyrir að boðaðar breytingar hafi verulega neikvæð áhrif á íslenskan sjávarútveg en einnig tengdar og afleiddar greinar. Á þingmálaskrá ríkisstjórinnar megi finna frumvörp sem muni að óbreyttu draga úr verðmætasköpun í sjávarútvegi, með afleiddum áhrifum á aðrar greinar. Þau mál séu meðal annars breyting á lögum um veiðigjald þar sem kynntar hafi verið hugmyndir um verulega hækkað veiðigjald sem muni draga úr alþjóðlegri samkeppnishæfni greinarinnar og frumvarp um kílómetragjald, þar sem kolefnisskattahækkunum á atvinnuvegi landsins sé laumað inn í frumvarp sem eigi að hafa það markmið að breyta fyrirkomulagi á gjaldtöku fyrir notkun vegakerfisins. „Það veldur verulegum áhyggjum að kúvenda eigi rekstrarumhverfi sjávarútvegs á örfáum vikum, án þess að samráð, fagleg umræða og vandað áhrifamat geti legið til grundvallar breytingum á umgjörð hans á Íslandi.“ Grafi undan stöðugleika og samkeppnishæfni Í ályktuninni segir að stjórn SA kalli eftir því að breytingar á umgjörð og starfsumhverfi sjávarútvegs á Íslandi, líkt og allra annarra atvinnugreina, verði unnar í nánu samráði við atvinnulífið, að þær byggi á staðreyndum og faglegri umræðu, skilningi á gangverki og eðli atvinnugreina, og mati á áhrifum á innlendan efnahag og samkeppnishæfni Íslands. „Aðgerðir ríkisstjórnarinnar undanfarnar vikur sem og boðaðar breytingar á rekstrarumhverfi sjávarútvegsins eru til þess fallnar að grafa undan hvort tveggja stöðugleika og samkeppnishæfni íslenska hagkerfisins. Telja samtökin það sérstaklega varhugavert í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir á mörkuðum um allan heim, yfirvofandi tollastríðs og óróa í alþjóðastjórnmálum. Nú er tíminn til að Íslendingar snúi bökum saman, gæti sinna hagsmuna og verji lífskjör og verðmætasköpun. Samtökin lýsa sig reiðubúin til samtals líkt og ávallt, en forsenda slíks samtals er að raunverulegur vilji sé til þess að taka tillit til sjónarmiða atvinnulífsins og einstakra atvinnugreina.“
Sjávarútvegur Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira