Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau Styrmir Hallsson skrifar 18. mars 2025 10:33 Færni sem kennari. Eftir að hafa starfað við háskólann í yfir 20 ár hefur Ingibjörg safnað sér mikla reynslu sem kennari. Hún hefur kennt fjölbreytta áfanga þvert á deildir heilbrigðisvísindasviðs og einkennist sú kennsla af mikilli þekkingu og yfirvegun. Ein mikilvægasta áhersla hennar er að eiga gott samtal við nemendur þar sem hægt er að koma fram ólíkum sjónarmiðum og efla gagnrýna hugsun. Þjálfun á hinu síðastnefnda er hugsanlega eitt mikilvægasta hlutverk háskólans í breyttu samfélagi dagsins. Fær vísindakona. Árið 2023 var Ingibjörg tilnefnd sem heiðursvísindakona Landspítalans. Verðskulduð nafnbót og viðurkenning eftir áralanga vinnu með mörgu af færasta rannsóknarfólki heims, þvert á háskóla. Hún er einn helsti sérfræðingur innan næringar ungbarna og næringar á meðgöngu og hefur tekið þátt í vinnu að norrænum ráðleggingum um mataræði. Hún er því óhrædd við að vera leiðandi rödd í vægast samt stormasömu umhverfi. Ingibjörg veitir ungu vísindafólki möguleika, færir þeim ábyrgð, eflir færni þeirra og lyftir þeim upp á hærra stig. Hún hefur tekið þátt í því að byggja upp meistaranámsleið og doktorsnám í næringarfræði, leiðbeint ótal nemendum og stutt nemendur í vegferð þeirra innan vísindanna. Þannig hefur hún rutt veginn fyrir nemendur til þess að stíga sín fyrstu skref inn í heim vísindanna og þannig mótað framtíð HÍ sem rannsóknarháskóla. Þekkir innri kerfi háskólans. Ingibjörg veit hvað þarf til þess að bæta háskólann enn frekar og hefur fjallað um leiðir til þess í framboði sínu. Hún er því með skýra hugsjón um þær breytingar sem þarf að fara í og leiðtogahæfileikana til þess að ná þeim í gegn. Samfélagslegt mikilvægi háskólans er mikil og þrátt fyrir langvarandi vanfjármögnun býr HÍ að ómetanlegum mannauði. Í öllu samstarfi hefur Ingibjörg lagt áherslu á skýr samskipti og góða samvinnu, lykileiginleikar í fari einstaklings sem á að reka háskólann. Það er ljóst að hún mun skapa háskólaumhverfi þar sem við fáum betri tækifæri til þess að nýta okkar hæfileika á sem bestan hátt og þannig efla háskólann Hún hefur hugsjónina sem nær að nýta þennan mikla mannauð sem við Íslendingar búum að. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga hin réttu skref í átt að bættum Háskóla. Hún er því sá frambjóðandi sem fær mitt atkvæði. Höfundur er nemandi við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Færni sem kennari. Eftir að hafa starfað við háskólann í yfir 20 ár hefur Ingibjörg safnað sér mikla reynslu sem kennari. Hún hefur kennt fjölbreytta áfanga þvert á deildir heilbrigðisvísindasviðs og einkennist sú kennsla af mikilli þekkingu og yfirvegun. Ein mikilvægasta áhersla hennar er að eiga gott samtal við nemendur þar sem hægt er að koma fram ólíkum sjónarmiðum og efla gagnrýna hugsun. Þjálfun á hinu síðastnefnda er hugsanlega eitt mikilvægasta hlutverk háskólans í breyttu samfélagi dagsins. Fær vísindakona. Árið 2023 var Ingibjörg tilnefnd sem heiðursvísindakona Landspítalans. Verðskulduð nafnbót og viðurkenning eftir áralanga vinnu með mörgu af færasta rannsóknarfólki heims, þvert á háskóla. Hún er einn helsti sérfræðingur innan næringar ungbarna og næringar á meðgöngu og hefur tekið þátt í vinnu að norrænum ráðleggingum um mataræði. Hún er því óhrædd við að vera leiðandi rödd í vægast samt stormasömu umhverfi. Ingibjörg veitir ungu vísindafólki möguleika, færir þeim ábyrgð, eflir færni þeirra og lyftir þeim upp á hærra stig. Hún hefur tekið þátt í því að byggja upp meistaranámsleið og doktorsnám í næringarfræði, leiðbeint ótal nemendum og stutt nemendur í vegferð þeirra innan vísindanna. Þannig hefur hún rutt veginn fyrir nemendur til þess að stíga sín fyrstu skref inn í heim vísindanna og þannig mótað framtíð HÍ sem rannsóknarháskóla. Þekkir innri kerfi háskólans. Ingibjörg veit hvað þarf til þess að bæta háskólann enn frekar og hefur fjallað um leiðir til þess í framboði sínu. Hún er því með skýra hugsjón um þær breytingar sem þarf að fara í og leiðtogahæfileikana til þess að ná þeim í gegn. Samfélagslegt mikilvægi háskólans er mikil og þrátt fyrir langvarandi vanfjármögnun býr HÍ að ómetanlegum mannauði. Í öllu samstarfi hefur Ingibjörg lagt áherslu á skýr samskipti og góða samvinnu, lykileiginleikar í fari einstaklings sem á að reka háskólann. Það er ljóst að hún mun skapa háskólaumhverfi þar sem við fáum betri tækifæri til þess að nýta okkar hæfileika á sem bestan hátt og þannig efla háskólann Hún hefur hugsjónina sem nær að nýta þennan mikla mannauð sem við Íslendingar búum að. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga hin réttu skref í átt að bættum Háskóla. Hún er því sá frambjóðandi sem fær mitt atkvæði. Höfundur er nemandi við Háskóla Íslands
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar