Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson skrifar 18. mars 2025 07:03 Í könnun sem Alþýðusamband Íslands (ASÍ) lét Gallup gera í fyrrahaust var spurt hvað svarendum fannst um hlutdeild almennings í þeim arði sem verður til við nýtingu auðlinda á Íslandi, og hvort þeim finnist arðurinn sem fæst af þeim sé réttlátur eða ranglátur. Alls 57 prósent sögðu að hlutdeild almennings væri ranglát, en 26 prósent að hún væri réttlát. Einungis kjósendur Sjálfstæðisflokksins voru á þeirri skoðun að skiptingin á hagnaðinum af nýtingu sameiginlegra auðlinda væri réttlát. Í ágúst 2021 Í ágúst var birt niðurstaða könnunar sem Gallup gerði fyrir þrýstihópinn Þjóðareign. Í henni var fólk spurt hvort það styddi að markaðsgjald væri greitt fyrir afnot af fiskimiðum þjóðarinnar. Niðurstaðan var sú að 77 prósent aðspurðra var fylgjandi því og einungis 7,1 prósent var andvígt slíkri kerfisbreytingu. Afgerandi meirihluti kjósenda allra flokka var fylgjandi breytingunni. Í annarri könnun, sem gerð var fyrir Öldu – félags um sjálfbærni og lýðræði, og var líka birt í ágúst 2021, sögðust 66 prósent landsmanna, tveir af hverjum þremur, vera óánægðir með núverandi útfærslu á kvótakerfi í sjávarútvegi. Einungis 14 prósent voru ánægðir með hana. Í sömu könnun kom reyndar fram að 64 prósent töldu útfærslu kvótakerfisins beinlínis ógna lýðræðinu. Í könnun sem Maskína gerði sumarið 2022, skömmu eftir að greint var frá einum stærstu kvótaviðskiptum Íslandssögunnar, kom fram að 46,2 prósent kjósenda höfðu miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi en 27,9 prósent sögðust hafa litlar áhyggjur. Þeir kjósendur sem höfðu minnstar áhyggjur af þessari þróun voru kjósendur Sjálfstæðisflokksins. „Að auður af auðlindinni í sameign þjóðar renni til fárra" Í skýrslu verkefnisins Auðlindirnar okkar, sem birt var sumarið 2023, var birt niðurstaða könnunar Félagsvísindastofnunar þar sem spurt var um afstöðu til íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins. Þar kom í ljós að 56,6 prósent sögðust vera ósátt með það en 22,5 prósent sátt. Aftur voru það kjósendur Sjálfstæðisflokks sem skáru sig úr, en um 60 prósent þeirra eru sátt með kerfið. Kjósendur flestra annarra flokka voru mjög ákveðið á móti því. Þegar fólki var gefið tækifæri á því að segja hvað það væri sem virkaði ekki var afgerandi niðurstaða sú að arðurinn af nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar væri að fara í hendur „einstaklinga og fjölskyldna þeirra í stað þess að þjóðin njóti þess,“ „að auðlindin sé ekki nýtt til að styrkja samfélagið,“ „Að auðlind þjóðarinnar einungis nýtist örfárra manna, sem greiða sér arð á borð við þá upphæðir sem sárlega vantar inn í t.d. mennta- og heilbrigðiskerfið okkar,“ „Að auður af auðlindinni í sameign þjóðar renni til fárra. Að kerfið hafi kippt fótunum undan smærri byggðum. Að kerfið hafi búið til ofurríkt fólk og afkomendur þeirra,“ „Að ekki sé skýrt að um þjóðareign sé að ræða, að veiðigjald sé greitt í samræmi við markaðsverðmæti og standi undir öllum kostnaði og í þjóðarsjóð á la Norðmenn.“ Kerfið var ítrekað kallað spillt og að tilvist þess græfi undan lýðræðinu. Kaupa sig inn í allskyns óskyldan rekstur Af hverju er ég að rifja upp þessar kannanir? Jú, vegna þess að árum saman hefur það verið skýr vilji mikils meirihluta þjóðarinnar að auka hlutdeild almennings í þeim arði sem verður við nýtingu auðlinda á Íslandi. Vegna þess að fólk telur gildandi fyrirkomulag ógna lýðræðinu og það hefur miklar áhyggjur af samþjöppun í kerfinu. Vegna þess að venjulegt vinnandi fólk telur að kerfið hafi búið til ofurríkt fólk sem nýti arðinn af nýtingu þjóðarauðlindar í eigin þágu frekar en þjóðarinnar. Þessi tilfinning er ekki tilkomin í tómarúmi. Fyrir liggur, samkvæmt gagnagrunni Deloitte sem unnin er fyrir útgerðirnar sjálfar, að bókfært eigið fé sjávarútvegs, eignir að frádregnum skuldum, var komið upp í 449 milljarða króna í lok árs 2023 og hafði aukist um 152 milljarða króna á tveimur árum. Það er um 173 milljörðum krónum meira en allt eigið fé þess 60 prósent hluta þjóðarinnar sem hefur lægstu tekjurnar. Fyrir liggur líka að þetta eigið fé er verulega vanmetið þar sem bókfært virði kvóta er mörg hundruð milljörðum krónum undir upplausnarvirði hans samkvæmt nýlegum viðskiptum. Fyrir liggur að síðustu ár hafa verið afar gjöful í sjávarútvegi. Hagnaður af veiðum og vinnslu var 58 milljarðar króna árið 2023 og frá árinu 2009 hefur sjávarútvegurinn hagnast samtals um vel á sjöunda hundrað milljarða króna á gengi hvers árs fyrir sig. Á föstu gengi er sá hagnaður enn meiri. Frá árinu 2011 hefur skiptingin verið þannig að sjö af hverjum tíu krónum af hagnaði fyrir greiðslu allra opinberra gjalda, en eftir alla fjárfestingu, hafa farið til útgerða en þrjár af hverjum tíu hafa farið til samneyslunnar. Fyrir liggur að gríðarleg samþjöppun hefur orðið í sjávarútvegi og að 57 prósent alls kvóta er nú í höndum tíu stærstu útgerða landsins. Fyrir liggur að stærstu blokkirnar í útgerð hafa úr miklu meira fé að spila en þarf í rekstur þeirra. Það fé hefur verið nýtt til að kaupa sig inn í óskyldan rekstur. Stórútgerðir, eða eigendur þeirra, eiga meðal annars í bönkum, fjölmiðlum, smásölu, skipafélögum, innflutningsfyrirtækjum, pizzu- og hamborgarastöðum, matvæla- og landbúnaðarframleiðslu, fiskeldi, velferðar- og heilbrigðisþjónustufyrirtækjum og eru afar umsvifamiklar í fasteignauppkaupum og -þróun, svo fátt eitt sé nefnt. Grunnur þessa umfangs er allur í þeim hagnaði sem hópurinn hefur tekið út úr sjávarútvegi. Eru systkini skyld? Frá bankahruni hafa átt sér allskyns pólitísk stærilæti verið sett á svið til að þykjast ætla að bregðast við þessum skýra þjóðarvilja. Nefndir hafa verið skipaðar. Frumvörp lögð fram. Ályktanir samþykktar á landsfundum eða flokksráðsfundum. En ekkert hefur gerst, annað en það að samþjöppun í geiranum eykst ár frá ári, þeir sem öllu ráða innan hans eignast meira með hverjum deginum og teygja sig inn í enn fleiri anga íslensks samfélags. Þangað til núna. Ný ríkisstjórn er nefnilega að setja breytingar á ýmsum sviðum sjávarútvegs ofarlega á dagskrá. Það er skýr þjóðarvilji og nú er loksins komin við völd stjórn sem ætlar sér að stjórna í takti við hann. Á þeim örfáu vikum sem liðnar eru síðan að stjórnin tók við völdum hefur verið lagt fram frumvarp sem er ætlað að auka gagnsæi í sjávarútvegi, aðlaga leikreglurnar sem tíðkast hafa í sjávarútvegi við aðrar og skilgreina systkini og sambúðarfólk sem tengda aðila. Búið er að breyta reglugerð um strandveiðar til að tryggja að strandveiðidagar verði 48 í ár. Boðað hefur verið að frumvarp sem mun hækka veiðigjald sem lagt er á útgerðir verði lagt fram í yfirstandandi mánuði. Lögð hefur verið fram skýrslubeiðni um að atvinnuvegaráðherra flytji Alþingi skýrslu um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku viðskiptalífi. Í þessu kristallast munurinn á ríkisstjórn sem ætlar sér að fylgja eftir meirihluta almennings og ráðast í löngu nauðsynlegar breytingar, og hinum sem sátu á undan henni. Hér er nefnilega komin til valda stjórn sem ætlar að stýra fyrir alla, ekki bara suma. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Samfylkingin Sjávarútvegur Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Í könnun sem Alþýðusamband Íslands (ASÍ) lét Gallup gera í fyrrahaust var spurt hvað svarendum fannst um hlutdeild almennings í þeim arði sem verður til við nýtingu auðlinda á Íslandi, og hvort þeim finnist arðurinn sem fæst af þeim sé réttlátur eða ranglátur. Alls 57 prósent sögðu að hlutdeild almennings væri ranglát, en 26 prósent að hún væri réttlát. Einungis kjósendur Sjálfstæðisflokksins voru á þeirri skoðun að skiptingin á hagnaðinum af nýtingu sameiginlegra auðlinda væri réttlát. Í ágúst 2021 Í ágúst var birt niðurstaða könnunar sem Gallup gerði fyrir þrýstihópinn Þjóðareign. Í henni var fólk spurt hvort það styddi að markaðsgjald væri greitt fyrir afnot af fiskimiðum þjóðarinnar. Niðurstaðan var sú að 77 prósent aðspurðra var fylgjandi því og einungis 7,1 prósent var andvígt slíkri kerfisbreytingu. Afgerandi meirihluti kjósenda allra flokka var fylgjandi breytingunni. Í annarri könnun, sem gerð var fyrir Öldu – félags um sjálfbærni og lýðræði, og var líka birt í ágúst 2021, sögðust 66 prósent landsmanna, tveir af hverjum þremur, vera óánægðir með núverandi útfærslu á kvótakerfi í sjávarútvegi. Einungis 14 prósent voru ánægðir með hana. Í sömu könnun kom reyndar fram að 64 prósent töldu útfærslu kvótakerfisins beinlínis ógna lýðræðinu. Í könnun sem Maskína gerði sumarið 2022, skömmu eftir að greint var frá einum stærstu kvótaviðskiptum Íslandssögunnar, kom fram að 46,2 prósent kjósenda höfðu miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi en 27,9 prósent sögðust hafa litlar áhyggjur. Þeir kjósendur sem höfðu minnstar áhyggjur af þessari þróun voru kjósendur Sjálfstæðisflokksins. „Að auður af auðlindinni í sameign þjóðar renni til fárra" Í skýrslu verkefnisins Auðlindirnar okkar, sem birt var sumarið 2023, var birt niðurstaða könnunar Félagsvísindastofnunar þar sem spurt var um afstöðu til íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins. Þar kom í ljós að 56,6 prósent sögðust vera ósátt með það en 22,5 prósent sátt. Aftur voru það kjósendur Sjálfstæðisflokks sem skáru sig úr, en um 60 prósent þeirra eru sátt með kerfið. Kjósendur flestra annarra flokka voru mjög ákveðið á móti því. Þegar fólki var gefið tækifæri á því að segja hvað það væri sem virkaði ekki var afgerandi niðurstaða sú að arðurinn af nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar væri að fara í hendur „einstaklinga og fjölskyldna þeirra í stað þess að þjóðin njóti þess,“ „að auðlindin sé ekki nýtt til að styrkja samfélagið,“ „Að auðlind þjóðarinnar einungis nýtist örfárra manna, sem greiða sér arð á borð við þá upphæðir sem sárlega vantar inn í t.d. mennta- og heilbrigðiskerfið okkar,“ „Að auður af auðlindinni í sameign þjóðar renni til fárra. Að kerfið hafi kippt fótunum undan smærri byggðum. Að kerfið hafi búið til ofurríkt fólk og afkomendur þeirra,“ „Að ekki sé skýrt að um þjóðareign sé að ræða, að veiðigjald sé greitt í samræmi við markaðsverðmæti og standi undir öllum kostnaði og í þjóðarsjóð á la Norðmenn.“ Kerfið var ítrekað kallað spillt og að tilvist þess græfi undan lýðræðinu. Kaupa sig inn í allskyns óskyldan rekstur Af hverju er ég að rifja upp þessar kannanir? Jú, vegna þess að árum saman hefur það verið skýr vilji mikils meirihluta þjóðarinnar að auka hlutdeild almennings í þeim arði sem verður við nýtingu auðlinda á Íslandi. Vegna þess að fólk telur gildandi fyrirkomulag ógna lýðræðinu og það hefur miklar áhyggjur af samþjöppun í kerfinu. Vegna þess að venjulegt vinnandi fólk telur að kerfið hafi búið til ofurríkt fólk sem nýti arðinn af nýtingu þjóðarauðlindar í eigin þágu frekar en þjóðarinnar. Þessi tilfinning er ekki tilkomin í tómarúmi. Fyrir liggur, samkvæmt gagnagrunni Deloitte sem unnin er fyrir útgerðirnar sjálfar, að bókfært eigið fé sjávarútvegs, eignir að frádregnum skuldum, var komið upp í 449 milljarða króna í lok árs 2023 og hafði aukist um 152 milljarða króna á tveimur árum. Það er um 173 milljörðum krónum meira en allt eigið fé þess 60 prósent hluta þjóðarinnar sem hefur lægstu tekjurnar. Fyrir liggur líka að þetta eigið fé er verulega vanmetið þar sem bókfært virði kvóta er mörg hundruð milljörðum krónum undir upplausnarvirði hans samkvæmt nýlegum viðskiptum. Fyrir liggur að síðustu ár hafa verið afar gjöful í sjávarútvegi. Hagnaður af veiðum og vinnslu var 58 milljarðar króna árið 2023 og frá árinu 2009 hefur sjávarútvegurinn hagnast samtals um vel á sjöunda hundrað milljarða króna á gengi hvers árs fyrir sig. Á föstu gengi er sá hagnaður enn meiri. Frá árinu 2011 hefur skiptingin verið þannig að sjö af hverjum tíu krónum af hagnaði fyrir greiðslu allra opinberra gjalda, en eftir alla fjárfestingu, hafa farið til útgerða en þrjár af hverjum tíu hafa farið til samneyslunnar. Fyrir liggur að gríðarleg samþjöppun hefur orðið í sjávarútvegi og að 57 prósent alls kvóta er nú í höndum tíu stærstu útgerða landsins. Fyrir liggur að stærstu blokkirnar í útgerð hafa úr miklu meira fé að spila en þarf í rekstur þeirra. Það fé hefur verið nýtt til að kaupa sig inn í óskyldan rekstur. Stórútgerðir, eða eigendur þeirra, eiga meðal annars í bönkum, fjölmiðlum, smásölu, skipafélögum, innflutningsfyrirtækjum, pizzu- og hamborgarastöðum, matvæla- og landbúnaðarframleiðslu, fiskeldi, velferðar- og heilbrigðisþjónustufyrirtækjum og eru afar umsvifamiklar í fasteignauppkaupum og -þróun, svo fátt eitt sé nefnt. Grunnur þessa umfangs er allur í þeim hagnaði sem hópurinn hefur tekið út úr sjávarútvegi. Eru systkini skyld? Frá bankahruni hafa átt sér allskyns pólitísk stærilæti verið sett á svið til að þykjast ætla að bregðast við þessum skýra þjóðarvilja. Nefndir hafa verið skipaðar. Frumvörp lögð fram. Ályktanir samþykktar á landsfundum eða flokksráðsfundum. En ekkert hefur gerst, annað en það að samþjöppun í geiranum eykst ár frá ári, þeir sem öllu ráða innan hans eignast meira með hverjum deginum og teygja sig inn í enn fleiri anga íslensks samfélags. Þangað til núna. Ný ríkisstjórn er nefnilega að setja breytingar á ýmsum sviðum sjávarútvegs ofarlega á dagskrá. Það er skýr þjóðarvilji og nú er loksins komin við völd stjórn sem ætlar sér að stjórna í takti við hann. Á þeim örfáu vikum sem liðnar eru síðan að stjórnin tók við völdum hefur verið lagt fram frumvarp sem er ætlað að auka gagnsæi í sjávarútvegi, aðlaga leikreglurnar sem tíðkast hafa í sjávarútvegi við aðrar og skilgreina systkini og sambúðarfólk sem tengda aðila. Búið er að breyta reglugerð um strandveiðar til að tryggja að strandveiðidagar verði 48 í ár. Boðað hefur verið að frumvarp sem mun hækka veiðigjald sem lagt er á útgerðir verði lagt fram í yfirstandandi mánuði. Lögð hefur verið fram skýrslubeiðni um að atvinnuvegaráðherra flytji Alþingi skýrslu um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku viðskiptalífi. Í þessu kristallast munurinn á ríkisstjórn sem ætlar sér að fylgja eftir meirihluta almennings og ráðast í löngu nauðsynlegar breytingar, og hinum sem sátu á undan henni. Hér er nefnilega komin til valda stjórn sem ætlar að stýra fyrir alla, ekki bara suma. Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun