Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar 17. mars 2025 09:03 Björn Þorsteinsson er vel liðinn kennari við sína deild og ekki af ástæðulausu. Alla mína háskólagöngu hef ég þakkað fyrir að fyrsti tíminn minn var kenndur af Birni en hjá honum lærði ég mikilvægi þess að trúa og treysta á hugmyndir mínar ásamt því að virða vísindalegar og fræðilegar aðferðir. Hann hvatti þannig til gagnrýnnar hugsunar en bætti á sama tíma sjálfstraust mitt í umræðum og rökræðum. Í gegnum námið hef ég svo fengið að kynnast Birni enn betur og er ég því full viss að þessi nálgun hans var ekki bara kennslufræðileg stefna heldur kjarninn í því háskólasamfélagi sem Björn vill sjá við Háskóla Íslands. Það er þess vegna sem ég styð Björn Þorsteinsson til rektors Háskóla Íslands og hvet ég hér með aðra stúdenta sem og starfsfólk háskólans til að gera það sama. Áherslumál Björns sem höfða geta til allra: Félagslíf er líka menntun! Háskóli er ekki eingöngu staður þar sem fólk lærir, tekur próf og útskrifast með gráðu; hann er líka vettvangur persónulegs þroska, tengslamyndunar og félagslegra samskipta. Stúdentslífið snýst ekki aðeins um námslok heldur einnig um að skapa samfélag þar sem nemendur geta vaxið, lært samvinnu og myndað sterk tengsl við aðra. Hvort sem um ræðir starfsemi nemendafélaga, hagsmunabaráttu eða sérsniðin rými fyrir félagslíf, þá veit Björn að Háskóli Íslands þarf að gera betur til að styrkja félagslíf stúdenta. Þekking og menntun verða aldrei skilin frá því samfélagi sem þær spretta úr, og því ber háskólanum að hlúa að umhverfi þar sem nemendur fá ekki aðeins tækifæri til að læra, heldur einnig til að rækta og huga að félagslega þættinum. Háskólasamfélagið Samfélag er lykilorð í áherslumálum Björns. Hann vill að háskólinn sé samfélag allra, en sú sýn sprettur ekki úr tómarúmi, hún endurspeglar manneskjuna sem hann er. Björn er hugulsamur og sanngjarn maður sem gerir ekki upp á milli fólks og sér virði hvers einstaklings, óháð stöðu eða bakgrunni. Hvort sem um er að ræða prófessor emeritus, stúdent eða ræstitækni, telur hann að gildi einstaklingsins innan skólans eigi ekki að ráðast af stöðutáknum eða starfsheitum því háskólinn er ekki aðeins fyrir þá sem starfa við fræðin. Háskóli Íslansd er líka fyrir öll þau sem tryggja að stofnunin geti sinnt hlutverki sínu dag frá degi. Í háskólanum sem Björn vill sjá ríkir jafnræði á öllum sviðum og allir sem koma að starfsemi skólans gegna mikilvægu hlutverki, bæði innan og utan akademíunnar. Stúdentar eiga að hafa raunverulega rödd og áhrif í ákvörðunum sem snerta framtíð þeirra, rétt eins og allt starfsfólk á að upplifa að vinnuframlag þess sé metið að verðleikum. Öflugt háskólasamfélag byggist á gagnkvæmri virðingu, samvinnu og réttlæti og það er háskólasamfélagið sem Björn vill sjá verða að veruleika í Háskóla Íslands. Aðgengi að þekkingu Háskólar mega ekki verða fílabeinsturnar sem eru algjörlega ótengdir þeim sem ekki stunda þá. Björn er meðvitaður um að háskóli starfi í þágu allra, bæði þeirra sem stunda nám og rannsóknir innan hans og þeirra sem svo nýta sér þá þekkingu og niðurstöður sem þar verða til. Akademískar stofnanir eiga ekki að vera lokaðar hringrásir þar sem fræðin snúast eingöngu um sjálf sig, því eins og Björn segir þá á þekking að vera lifandi, aðgengileg og mótuð í samtali við ólík samfélög, þannig að hún nýtist öllum sem hana þurfa. Baráttan fyrir fjármagni Björn veit að til þess að háskólinn geti starfað í þágu samfélagsins þá verður styðja betur við rannsakendur.Stjórnvöld verða því að hætta að undirfjármagna háskólann svo hægt sé að tryggja rannsakendum, óháð sviði, stöðu og starfsaldri, mannsæmandi laun og nauðsynlegan stuðning við rannsóknir þeirra. Háskólinn þrífst ekki á tómum loforðum og hálfkáki, hann þarf raunverulega fjármögnun til að geta sinnt hlutverki sínu sem miðstöð þekkingarsköpunar og samfélagslegra framfara. Í gegnum störf sín hefur Björn sýnt að hann er röggsamur talsmaður hagsmuna háskólasamfélagsins, með djúpan skilning á því hvernig fjármögnun og stefnumótun hafa bein áhrif á gæði kennslu, rannsókna og starfsumhverfis innan skólans. Björn sér háskólann sem nauðsynlega burðarstoð samfélagsins og hann mun berjast fyrir því að stjórnvöld viðurkenni það með aðgerðum, ekki aðeins orðum. Kjósum Björn Til að draga saman þá mun ég kjósa Björn vegna þess að Björn er maður sem leiðir með hjartanu jafn mikið og með skynseminni. Hann hefur djúpan skilning á mikilvægi vísindanna en veit um leið að þau eru tóm innan skeljar ef sjálfstæð hugsun, gagnrýnin umræða og blómstrandi félagslíf fylgja ekki með. Fyrir honum er þekking ekki aðeins safn staðreynda heldur lifandi ferli þar sem ólík sjónarmið mætast og ögra hvert öðru. Björn er maður sem hlustar. Hann veitir fólki rými til að tjá sig og skilur að sterkur leiðtogi er ekki sá sem talar mest, heldur sá sem hlustar eftir því sem raunverulega skiptir máli og fylgir því. Hann tekur ákvarðanir af yfirvegun og dýpt, ávallt með heildarmyndina í huga. En þegar á þarf að halda, þegar hagsmunir háskólasamfélagsins eru í húfi, þá skortir hann hvorki festu né hugrekki til að taka þá slagi og ákvarðanir sem nauðsynlegar eru. P.s. Svo er maðurinn líka með alveg frábæran tónlistarsmekk!bjorn.hi.is Höfundur er meistarnemi í heimspeki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Björn Þorsteinsson er vel liðinn kennari við sína deild og ekki af ástæðulausu. Alla mína háskólagöngu hef ég þakkað fyrir að fyrsti tíminn minn var kenndur af Birni en hjá honum lærði ég mikilvægi þess að trúa og treysta á hugmyndir mínar ásamt því að virða vísindalegar og fræðilegar aðferðir. Hann hvatti þannig til gagnrýnnar hugsunar en bætti á sama tíma sjálfstraust mitt í umræðum og rökræðum. Í gegnum námið hef ég svo fengið að kynnast Birni enn betur og er ég því full viss að þessi nálgun hans var ekki bara kennslufræðileg stefna heldur kjarninn í því háskólasamfélagi sem Björn vill sjá við Háskóla Íslands. Það er þess vegna sem ég styð Björn Þorsteinsson til rektors Háskóla Íslands og hvet ég hér með aðra stúdenta sem og starfsfólk háskólans til að gera það sama. Áherslumál Björns sem höfða geta til allra: Félagslíf er líka menntun! Háskóli er ekki eingöngu staður þar sem fólk lærir, tekur próf og útskrifast með gráðu; hann er líka vettvangur persónulegs þroska, tengslamyndunar og félagslegra samskipta. Stúdentslífið snýst ekki aðeins um námslok heldur einnig um að skapa samfélag þar sem nemendur geta vaxið, lært samvinnu og myndað sterk tengsl við aðra. Hvort sem um ræðir starfsemi nemendafélaga, hagsmunabaráttu eða sérsniðin rými fyrir félagslíf, þá veit Björn að Háskóli Íslands þarf að gera betur til að styrkja félagslíf stúdenta. Þekking og menntun verða aldrei skilin frá því samfélagi sem þær spretta úr, og því ber háskólanum að hlúa að umhverfi þar sem nemendur fá ekki aðeins tækifæri til að læra, heldur einnig til að rækta og huga að félagslega þættinum. Háskólasamfélagið Samfélag er lykilorð í áherslumálum Björns. Hann vill að háskólinn sé samfélag allra, en sú sýn sprettur ekki úr tómarúmi, hún endurspeglar manneskjuna sem hann er. Björn er hugulsamur og sanngjarn maður sem gerir ekki upp á milli fólks og sér virði hvers einstaklings, óháð stöðu eða bakgrunni. Hvort sem um er að ræða prófessor emeritus, stúdent eða ræstitækni, telur hann að gildi einstaklingsins innan skólans eigi ekki að ráðast af stöðutáknum eða starfsheitum því háskólinn er ekki aðeins fyrir þá sem starfa við fræðin. Háskóli Íslansd er líka fyrir öll þau sem tryggja að stofnunin geti sinnt hlutverki sínu dag frá degi. Í háskólanum sem Björn vill sjá ríkir jafnræði á öllum sviðum og allir sem koma að starfsemi skólans gegna mikilvægu hlutverki, bæði innan og utan akademíunnar. Stúdentar eiga að hafa raunverulega rödd og áhrif í ákvörðunum sem snerta framtíð þeirra, rétt eins og allt starfsfólk á að upplifa að vinnuframlag þess sé metið að verðleikum. Öflugt háskólasamfélag byggist á gagnkvæmri virðingu, samvinnu og réttlæti og það er háskólasamfélagið sem Björn vill sjá verða að veruleika í Háskóla Íslands. Aðgengi að þekkingu Háskólar mega ekki verða fílabeinsturnar sem eru algjörlega ótengdir þeim sem ekki stunda þá. Björn er meðvitaður um að háskóli starfi í þágu allra, bæði þeirra sem stunda nám og rannsóknir innan hans og þeirra sem svo nýta sér þá þekkingu og niðurstöður sem þar verða til. Akademískar stofnanir eiga ekki að vera lokaðar hringrásir þar sem fræðin snúast eingöngu um sjálf sig, því eins og Björn segir þá á þekking að vera lifandi, aðgengileg og mótuð í samtali við ólík samfélög, þannig að hún nýtist öllum sem hana þurfa. Baráttan fyrir fjármagni Björn veit að til þess að háskólinn geti starfað í þágu samfélagsins þá verður styðja betur við rannsakendur.Stjórnvöld verða því að hætta að undirfjármagna háskólann svo hægt sé að tryggja rannsakendum, óháð sviði, stöðu og starfsaldri, mannsæmandi laun og nauðsynlegan stuðning við rannsóknir þeirra. Háskólinn þrífst ekki á tómum loforðum og hálfkáki, hann þarf raunverulega fjármögnun til að geta sinnt hlutverki sínu sem miðstöð þekkingarsköpunar og samfélagslegra framfara. Í gegnum störf sín hefur Björn sýnt að hann er röggsamur talsmaður hagsmuna háskólasamfélagsins, með djúpan skilning á því hvernig fjármögnun og stefnumótun hafa bein áhrif á gæði kennslu, rannsókna og starfsumhverfis innan skólans. Björn sér háskólann sem nauðsynlega burðarstoð samfélagsins og hann mun berjast fyrir því að stjórnvöld viðurkenni það með aðgerðum, ekki aðeins orðum. Kjósum Björn Til að draga saman þá mun ég kjósa Björn vegna þess að Björn er maður sem leiðir með hjartanu jafn mikið og með skynseminni. Hann hefur djúpan skilning á mikilvægi vísindanna en veit um leið að þau eru tóm innan skeljar ef sjálfstæð hugsun, gagnrýnin umræða og blómstrandi félagslíf fylgja ekki með. Fyrir honum er þekking ekki aðeins safn staðreynda heldur lifandi ferli þar sem ólík sjónarmið mætast og ögra hvert öðru. Björn er maður sem hlustar. Hann veitir fólki rými til að tjá sig og skilur að sterkur leiðtogi er ekki sá sem talar mest, heldur sá sem hlustar eftir því sem raunverulega skiptir máli og fylgir því. Hann tekur ákvarðanir af yfirvegun og dýpt, ávallt með heildarmyndina í huga. En þegar á þarf að halda, þegar hagsmunir háskólasamfélagsins eru í húfi, þá skortir hann hvorki festu né hugrekki til að taka þá slagi og ákvarðanir sem nauðsynlegar eru. P.s. Svo er maðurinn líka með alveg frábæran tónlistarsmekk!bjorn.hi.is Höfundur er meistarnemi í heimspeki.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun