„Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2025 11:31 Snorri Steinn Guðjónsson getur komið Íslandi inn á EM í Laugardalshöllinni í dag. VÍSIR/VILHELM Snorri Steinn Guðjónsson getur komið íslenska karlalandsliðinu í handbolta inn á Evrópumótið á næsta ári með sigri á Grikkjum fyrir framan troðfulla Laugardalshöll í dag. Ísland mætir með vængbrotið lið í þessa tvo leiki við Grikki en það var ekki að sjá í níu marka sigri út í Grikklandi. Snorri Steinn hitti Val Pál Eiríksson á æfingu liðsins í gær og ræddi við hann um þennan mikilvæga leik í dag. Markmiðið er nokkuð skýrt „Þetta var góður sigur og núna erum við komnir á okkar heimavöll fyrir framan troðfulla höll. Markmiðið er nokkuð skýrt og hvað við viljum fá út úr leiknum,“ sagði Snorri Steinn. „Eftir að hafa skoðað leikinn, greint hann og farið aðeins yfir hann þá er alveg fullt af hlutum sem við getum lagað og bætt. Eitthvað sem við komumst upp með á móti Grikkjum sem við hefðum ekki endilega komist upp með á móti betri þjóð,“ sagði Snorri Steinn. Vill sjá þá gera betur á nokkrum sviðum „Ég vil sjá okkur gera aðeins betur á nokkrum sviðum á morgun [í dag] og þar fyrir utan þá erum við komnir á EM með sigri. Við viljum klára það eins fljótt og hægt er. Þegar okkur er rétt eitthvað tækifæri þá þurfum við að negla það,“ sagði Snorri Steinn. „Ég vil líka fá alvöru leik og alvöru frammistöðu. Ég á ekkert von á öðru þegar við spilum heima fyrir framan troðfulla höll en að strákarnir verði á milljón,“ sagði Snorri Steinn. Þetta bara góðir handboltamenn Það vantar fjóra, fimm leikmenn í útilínu íslenska liðsins en finnst Snorra það hafa gengið ógætlega að púsla þessu saman úr öðruvísi hópi. „Já, já, Ég var bara ánægður með þá og ánægður með sóknarleikinn. Ég hafði eðlilega einhverja áhyggjur af því og gat alveg verið smá stirðleiki. Við byrjuðum leikinn sterkt úti og gáfum tóninn strax. Þar fyrir utan þá eru þetta bara góðir handboltamenn og eru fljótir að finna hvern annan,“ sagði Snorri Steinn. Auðvitað ertu alltaf smá smeykur „Þeir eru ekki að spila saman alveg í fyrsta skiptið. Við megum ekki gleyma því. Það er alveg hægt að gera kröfu á það að menn finni taktinn nokkuð hratt og örugglega. Auðvitað ertu alltaf smá smeykur þegar það er mikið um breytingar,“ sagði Snorri Steinn. Það má horfa á allt viðtalið við Snorra hér fyrir neðan. Klippa: „Ég vil fá alvöru leik og alvöru frammistöðu“ Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Ísland mætir með vængbrotið lið í þessa tvo leiki við Grikki en það var ekki að sjá í níu marka sigri út í Grikklandi. Snorri Steinn hitti Val Pál Eiríksson á æfingu liðsins í gær og ræddi við hann um þennan mikilvæga leik í dag. Markmiðið er nokkuð skýrt „Þetta var góður sigur og núna erum við komnir á okkar heimavöll fyrir framan troðfulla höll. Markmiðið er nokkuð skýrt og hvað við viljum fá út úr leiknum,“ sagði Snorri Steinn. „Eftir að hafa skoðað leikinn, greint hann og farið aðeins yfir hann þá er alveg fullt af hlutum sem við getum lagað og bætt. Eitthvað sem við komumst upp með á móti Grikkjum sem við hefðum ekki endilega komist upp með á móti betri þjóð,“ sagði Snorri Steinn. Vill sjá þá gera betur á nokkrum sviðum „Ég vil sjá okkur gera aðeins betur á nokkrum sviðum á morgun [í dag] og þar fyrir utan þá erum við komnir á EM með sigri. Við viljum klára það eins fljótt og hægt er. Þegar okkur er rétt eitthvað tækifæri þá þurfum við að negla það,“ sagði Snorri Steinn. „Ég vil líka fá alvöru leik og alvöru frammistöðu. Ég á ekkert von á öðru þegar við spilum heima fyrir framan troðfulla höll en að strákarnir verði á milljón,“ sagði Snorri Steinn. Þetta bara góðir handboltamenn Það vantar fjóra, fimm leikmenn í útilínu íslenska liðsins en finnst Snorra það hafa gengið ógætlega að púsla þessu saman úr öðruvísi hópi. „Já, já, Ég var bara ánægður með þá og ánægður með sóknarleikinn. Ég hafði eðlilega einhverja áhyggjur af því og gat alveg verið smá stirðleiki. Við byrjuðum leikinn sterkt úti og gáfum tóninn strax. Þar fyrir utan þá eru þetta bara góðir handboltamenn og eru fljótir að finna hvern annan,“ sagði Snorri Steinn. Auðvitað ertu alltaf smá smeykur „Þeir eru ekki að spila saman alveg í fyrsta skiptið. Við megum ekki gleyma því. Það er alveg hægt að gera kröfu á það að menn finni taktinn nokkuð hratt og örugglega. Auðvitað ertu alltaf smá smeykur þegar það er mikið um breytingar,“ sagði Snorri Steinn. Það má horfa á allt viðtalið við Snorra hér fyrir neðan. Klippa: „Ég vil fá alvöru leik og alvöru frammistöðu“
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira