„Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2025 11:31 Snorri Steinn Guðjónsson getur komið Íslandi inn á EM í Laugardalshöllinni í dag. VÍSIR/VILHELM Snorri Steinn Guðjónsson getur komið íslenska karlalandsliðinu í handbolta inn á Evrópumótið á næsta ári með sigri á Grikkjum fyrir framan troðfulla Laugardalshöll í dag. Ísland mætir með vængbrotið lið í þessa tvo leiki við Grikki en það var ekki að sjá í níu marka sigri út í Grikklandi. Snorri Steinn hitti Val Pál Eiríksson á æfingu liðsins í gær og ræddi við hann um þennan mikilvæga leik í dag. Markmiðið er nokkuð skýrt „Þetta var góður sigur og núna erum við komnir á okkar heimavöll fyrir framan troðfulla höll. Markmiðið er nokkuð skýrt og hvað við viljum fá út úr leiknum,“ sagði Snorri Steinn. „Eftir að hafa skoðað leikinn, greint hann og farið aðeins yfir hann þá er alveg fullt af hlutum sem við getum lagað og bætt. Eitthvað sem við komumst upp með á móti Grikkjum sem við hefðum ekki endilega komist upp með á móti betri þjóð,“ sagði Snorri Steinn. Vill sjá þá gera betur á nokkrum sviðum „Ég vil sjá okkur gera aðeins betur á nokkrum sviðum á morgun [í dag] og þar fyrir utan þá erum við komnir á EM með sigri. Við viljum klára það eins fljótt og hægt er. Þegar okkur er rétt eitthvað tækifæri þá þurfum við að negla það,“ sagði Snorri Steinn. „Ég vil líka fá alvöru leik og alvöru frammistöðu. Ég á ekkert von á öðru þegar við spilum heima fyrir framan troðfulla höll en að strákarnir verði á milljón,“ sagði Snorri Steinn. Þetta bara góðir handboltamenn Það vantar fjóra, fimm leikmenn í útilínu íslenska liðsins en finnst Snorra það hafa gengið ógætlega að púsla þessu saman úr öðruvísi hópi. „Já, já, Ég var bara ánægður með þá og ánægður með sóknarleikinn. Ég hafði eðlilega einhverja áhyggjur af því og gat alveg verið smá stirðleiki. Við byrjuðum leikinn sterkt úti og gáfum tóninn strax. Þar fyrir utan þá eru þetta bara góðir handboltamenn og eru fljótir að finna hvern annan,“ sagði Snorri Steinn. Auðvitað ertu alltaf smá smeykur „Þeir eru ekki að spila saman alveg í fyrsta skiptið. Við megum ekki gleyma því. Það er alveg hægt að gera kröfu á það að menn finni taktinn nokkuð hratt og örugglega. Auðvitað ertu alltaf smá smeykur þegar það er mikið um breytingar,“ sagði Snorri Steinn. Það má horfa á allt viðtalið við Snorra hér fyrir neðan. Klippa: „Ég vil fá alvöru leik og alvöru frammistöðu“ Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira
Ísland mætir með vængbrotið lið í þessa tvo leiki við Grikki en það var ekki að sjá í níu marka sigri út í Grikklandi. Snorri Steinn hitti Val Pál Eiríksson á æfingu liðsins í gær og ræddi við hann um þennan mikilvæga leik í dag. Markmiðið er nokkuð skýrt „Þetta var góður sigur og núna erum við komnir á okkar heimavöll fyrir framan troðfulla höll. Markmiðið er nokkuð skýrt og hvað við viljum fá út úr leiknum,“ sagði Snorri Steinn. „Eftir að hafa skoðað leikinn, greint hann og farið aðeins yfir hann þá er alveg fullt af hlutum sem við getum lagað og bætt. Eitthvað sem við komumst upp með á móti Grikkjum sem við hefðum ekki endilega komist upp með á móti betri þjóð,“ sagði Snorri Steinn. Vill sjá þá gera betur á nokkrum sviðum „Ég vil sjá okkur gera aðeins betur á nokkrum sviðum á morgun [í dag] og þar fyrir utan þá erum við komnir á EM með sigri. Við viljum klára það eins fljótt og hægt er. Þegar okkur er rétt eitthvað tækifæri þá þurfum við að negla það,“ sagði Snorri Steinn. „Ég vil líka fá alvöru leik og alvöru frammistöðu. Ég á ekkert von á öðru þegar við spilum heima fyrir framan troðfulla höll en að strákarnir verði á milljón,“ sagði Snorri Steinn. Þetta bara góðir handboltamenn Það vantar fjóra, fimm leikmenn í útilínu íslenska liðsins en finnst Snorra það hafa gengið ógætlega að púsla þessu saman úr öðruvísi hópi. „Já, já, Ég var bara ánægður með þá og ánægður með sóknarleikinn. Ég hafði eðlilega einhverja áhyggjur af því og gat alveg verið smá stirðleiki. Við byrjuðum leikinn sterkt úti og gáfum tóninn strax. Þar fyrir utan þá eru þetta bara góðir handboltamenn og eru fljótir að finna hvern annan,“ sagði Snorri Steinn. Auðvitað ertu alltaf smá smeykur „Þeir eru ekki að spila saman alveg í fyrsta skiptið. Við megum ekki gleyma því. Það er alveg hægt að gera kröfu á það að menn finni taktinn nokkuð hratt og örugglega. Auðvitað ertu alltaf smá smeykur þegar það er mikið um breytingar,“ sagði Snorri Steinn. Það má horfa á allt viðtalið við Snorra hér fyrir neðan. Klippa: „Ég vil fá alvöru leik og alvöru frammistöðu“
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira