„Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. mars 2025 15:32 Stephen Curry í viðtali eftir leikinn sögulega gegn Sacramento Kings. ap/Godofredo A. Vásquez Stephen Curry varð í nótt fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA til að skora fjögur þúsund þriggja stiga körfur. Þjálfari hans líkti honum við ballerínu eftir leikinn. Curry og félagar í Golden State Warriors mættu Sacramento Kings í Kaliforníuslag í nótt. Fyrir leikinn hafði Curry skorað 3.998 þrista á ferli sínum í NBA og vantaði því aðeins tvo til viðbótar til að ná fjögur þúsund þristum. Curry skoraði sinn fjögur þúsundasta þrist í 3. leikhluta í leiknum í nótt sem Golden State vann, 130-104. 4,000 3-POINTERS AND COUNTING...STEPH CURRY, IN A CLASS OF HIS OWN 🙌 pic.twitter.com/kS6sqJRjzW— NBA (@NBA) March 14, 2025 Curry var annars nokkuð rólegur í leiknum og skoraði aðeins ellefu stig. Draymond Green var stigahæstur hjá Stríðsmönnunum en sjö leikmenn liðsins skoruðu tíu stig eða meira í leiknum. Þrátt fyrir að hafa þjálfað Curry síðan 2014 er hann enn að koma Steve Kerr, þjálfara Golden State, á óvart. „Þetta er svo rosaleg tala. Það er erfitt að ná utan um þetta og hver veit, kannski verður þetta met slegið einn daginn,“ sagði Kerr en Curry er sá leikmaður í sögu NBA sem hefur skorað flestar þriggja stiga körfur (4.000). Næstur honum er James Harden, leikmaður Los Angeles Clippers, með 3.127 þrista. 4,000 career regular-season threes.Once unimaginable, now reality.Game changed, FOREVER. pic.twitter.com/eLyt3JJCzQ— Golden State Warriors (@warriors) March 14, 2025 „Þetta er meira en bara tölurnar. Þetta er flæðið og fágunin. Þetta er dirfskan að taka suma af þessum þristum en líka tilfinningin og fegurðin í þessu. Þetta er magnað. Þú horfir á hreyfingarnar hans á vellinum. Hann er eins og ballerína. Þú ert ekki bara að horfa á íþróttir, heldur list.“ Curry náði metinu yfir flesta þrista í sögu NBA af Ray Allen 2021. Allen skoraði 2.973 þrista á sínum langa ferli í NBA. Curry is the first player in NBA history to reach 4,000 3-POINTERS MADE in a career 👏 https://t.co/sZ0249wW4B pic.twitter.com/K3rzGgEtpI— NBA (@NBA) March 14, 2025 Curry og félagar í Golden State hafa verið á góðri siglingu og unnið sex leiki í röð. Þeir sitja í 6. sæti Vesturdeildarinnar með 38 sigra og 28 töp. NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Curry og félagar í Golden State Warriors mættu Sacramento Kings í Kaliforníuslag í nótt. Fyrir leikinn hafði Curry skorað 3.998 þrista á ferli sínum í NBA og vantaði því aðeins tvo til viðbótar til að ná fjögur þúsund þristum. Curry skoraði sinn fjögur þúsundasta þrist í 3. leikhluta í leiknum í nótt sem Golden State vann, 130-104. 4,000 3-POINTERS AND COUNTING...STEPH CURRY, IN A CLASS OF HIS OWN 🙌 pic.twitter.com/kS6sqJRjzW— NBA (@NBA) March 14, 2025 Curry var annars nokkuð rólegur í leiknum og skoraði aðeins ellefu stig. Draymond Green var stigahæstur hjá Stríðsmönnunum en sjö leikmenn liðsins skoruðu tíu stig eða meira í leiknum. Þrátt fyrir að hafa þjálfað Curry síðan 2014 er hann enn að koma Steve Kerr, þjálfara Golden State, á óvart. „Þetta er svo rosaleg tala. Það er erfitt að ná utan um þetta og hver veit, kannski verður þetta met slegið einn daginn,“ sagði Kerr en Curry er sá leikmaður í sögu NBA sem hefur skorað flestar þriggja stiga körfur (4.000). Næstur honum er James Harden, leikmaður Los Angeles Clippers, með 3.127 þrista. 4,000 career regular-season threes.Once unimaginable, now reality.Game changed, FOREVER. pic.twitter.com/eLyt3JJCzQ— Golden State Warriors (@warriors) March 14, 2025 „Þetta er meira en bara tölurnar. Þetta er flæðið og fágunin. Þetta er dirfskan að taka suma af þessum þristum en líka tilfinningin og fegurðin í þessu. Þetta er magnað. Þú horfir á hreyfingarnar hans á vellinum. Hann er eins og ballerína. Þú ert ekki bara að horfa á íþróttir, heldur list.“ Curry náði metinu yfir flesta þrista í sögu NBA af Ray Allen 2021. Allen skoraði 2.973 þrista á sínum langa ferli í NBA. Curry is the first player in NBA history to reach 4,000 3-POINTERS MADE in a career 👏 https://t.co/sZ0249wW4B pic.twitter.com/K3rzGgEtpI— NBA (@NBA) March 14, 2025 Curry og félagar í Golden State hafa verið á góðri siglingu og unnið sex leiki í röð. Þeir sitja í 6. sæti Vesturdeildarinnar með 38 sigra og 28 töp.
NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira