Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar 14. mars 2025 09:32 Í vikunni skrifaði Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, pistil þar sem hann viðraði áhyggjur sínar yfir nýju stjórnarfrumvarpi sem tryggir öryrkjum og eldra fólki í fyrsta sinn ígildi þess að eiga sæti við kjaraborðið. Frumvarpið byggir á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem segir meðal annars að ríkisstjórnin ætli að stöðva kjaragliðnun lífeyrisþega, stíga stór skref í baráttunni gegn fátækt og binda í lög að aldursviðbót á lífeyri öryrkja haldist ævilangt. Í einföldu máli er lagt til að árlegar breytingar á greiðslum almannatrygginga muni framvegis taka mið af hækkun launavísitölu. Áfram verði síðan tryggt að hækkunin verði aldrei minni en hækkun verðlags. Þetta er gert til að stuðla að því að greiðslurnar fylgi betur almennri kjaraþróun á vinnumarkaði og tryggi að lífeyrisþegar dragist ekki aftur úr í kaupmætti. Með grein Gunnars fylgdi línurit sem sýnir hvernig þróun örorkulífeyris hefði litið út ef ofangreint frumvarp hefði verið gildandi lög allt frá efnahagshruninu. Gunnar bendir á að örorkulífeyrir hefði, við þær fordæmalausu aðstæður sem þá ríktu, hækkað umfram launaþróun. Eins indælt og það væri að búa í þessum hliðstæða veruleika þar sem vel er hlúð að veikum og öldruðum, þá segir raunveruleikinn því miður allt aðra sögu. Kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega minnkaði nefnilega mun meira en hjá launafólki eftir efnahagshrunið. Þegar upp var staðið, samkvæmt Hagfræðistofu HÍ, jókst kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega aðeins um eitt prósent frá 2009 til 2015, þrátt fyrir litla verðbólgu, á sama tíma og kaupmáttur heildarlauna fullvinnandi fólks jókst um 15 prósent. Þótt hagur flestra hafi farið að vænkast eftir hrun sátu örorkulífeyrisþegar eftir – og gera enn. Þeir tóku á sig byrðarnar af hruninu en fengu aldrei að njóta uppgangsins sem fylgdi í kjölfarið. Í dag er gjáin milli greiðslna almannatrygginga og almennrar launaþróunar orðin svo djúp að eldra fólk og öryrkjar eru dæmd til sárafátæktar. Þetta er fólkið sem hefur á undanförnum árum búið við svo mikla kjaragliðnun að það hefur þurft að velja á milli þess að kaupa mat eða lyf, fólk sem neyðist til að skilja við maka sinn á gamals aldri eða senda börnin sín út af heimilinu vegna skerðinga í almannatryggingakerfinu. Í greininni talar Gunnar einnig um að frumvarpið muni draga úr hvata fólks til þátttöku á vinnumarkaði. En staðreyndin er að fólk velur ekki að verða öryrkjar eða eldast út af vinnumarkaði. Örorka er neyðarúrræði þeirra sem missa starfsgetu vegna veikinda eða slysa og ellilífeyrir er sjálfsagt réttindamál eftir áratuga starf. Það ætti þó að gleðja Gunnar að í nýju örorkulífeyriskerfi eru mýmargir hvatar og stuðningsúrræði fyrir þá sem vilja reyna fyrir sér á vinnumarkaði. Ný ríkisstjórn mun svara ákalli þeirra verst settu og leggur fram með stolti stjórnarfrumvarp sem stöðvar strax kjaragliðnun milli lífeyrisþega og fólks á vinnumarkaði og bindur í lög að aldursviðbót á lífeyri öryrkja haldist ævilangt. Við ætlum að tryggja að greiðslur almannatrygginga fylgi launaþróun og að þeir sem fá greiðslur frá almannatryggingum fái nú í fyrsta sinn ígildi þess að eiga sæti við kjaraborðið. Höfundur er félags- og húsnæðismálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagsmál Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í vikunni skrifaði Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, pistil þar sem hann viðraði áhyggjur sínar yfir nýju stjórnarfrumvarpi sem tryggir öryrkjum og eldra fólki í fyrsta sinn ígildi þess að eiga sæti við kjaraborðið. Frumvarpið byggir á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem segir meðal annars að ríkisstjórnin ætli að stöðva kjaragliðnun lífeyrisþega, stíga stór skref í baráttunni gegn fátækt og binda í lög að aldursviðbót á lífeyri öryrkja haldist ævilangt. Í einföldu máli er lagt til að árlegar breytingar á greiðslum almannatrygginga muni framvegis taka mið af hækkun launavísitölu. Áfram verði síðan tryggt að hækkunin verði aldrei minni en hækkun verðlags. Þetta er gert til að stuðla að því að greiðslurnar fylgi betur almennri kjaraþróun á vinnumarkaði og tryggi að lífeyrisþegar dragist ekki aftur úr í kaupmætti. Með grein Gunnars fylgdi línurit sem sýnir hvernig þróun örorkulífeyris hefði litið út ef ofangreint frumvarp hefði verið gildandi lög allt frá efnahagshruninu. Gunnar bendir á að örorkulífeyrir hefði, við þær fordæmalausu aðstæður sem þá ríktu, hækkað umfram launaþróun. Eins indælt og það væri að búa í þessum hliðstæða veruleika þar sem vel er hlúð að veikum og öldruðum, þá segir raunveruleikinn því miður allt aðra sögu. Kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega minnkaði nefnilega mun meira en hjá launafólki eftir efnahagshrunið. Þegar upp var staðið, samkvæmt Hagfræðistofu HÍ, jókst kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega aðeins um eitt prósent frá 2009 til 2015, þrátt fyrir litla verðbólgu, á sama tíma og kaupmáttur heildarlauna fullvinnandi fólks jókst um 15 prósent. Þótt hagur flestra hafi farið að vænkast eftir hrun sátu örorkulífeyrisþegar eftir – og gera enn. Þeir tóku á sig byrðarnar af hruninu en fengu aldrei að njóta uppgangsins sem fylgdi í kjölfarið. Í dag er gjáin milli greiðslna almannatrygginga og almennrar launaþróunar orðin svo djúp að eldra fólk og öryrkjar eru dæmd til sárafátæktar. Þetta er fólkið sem hefur á undanförnum árum búið við svo mikla kjaragliðnun að það hefur þurft að velja á milli þess að kaupa mat eða lyf, fólk sem neyðist til að skilja við maka sinn á gamals aldri eða senda börnin sín út af heimilinu vegna skerðinga í almannatryggingakerfinu. Í greininni talar Gunnar einnig um að frumvarpið muni draga úr hvata fólks til þátttöku á vinnumarkaði. En staðreyndin er að fólk velur ekki að verða öryrkjar eða eldast út af vinnumarkaði. Örorka er neyðarúrræði þeirra sem missa starfsgetu vegna veikinda eða slysa og ellilífeyrir er sjálfsagt réttindamál eftir áratuga starf. Það ætti þó að gleðja Gunnar að í nýju örorkulífeyriskerfi eru mýmargir hvatar og stuðningsúrræði fyrir þá sem vilja reyna fyrir sér á vinnumarkaði. Ný ríkisstjórn mun svara ákalli þeirra verst settu og leggur fram með stolti stjórnarfrumvarp sem stöðvar strax kjaragliðnun milli lífeyrisþega og fólks á vinnumarkaði og bindur í lög að aldursviðbót á lífeyri öryrkja haldist ævilangt. Við ætlum að tryggja að greiðslur almannatrygginga fylgi launaþróun og að þeir sem fá greiðslur frá almannatryggingum fái nú í fyrsta sinn ígildi þess að eiga sæti við kjaraborðið. Höfundur er félags- og húsnæðismálaráðherra.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun